Morgunblaðið - 27.07.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.07.2001, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 31 HVERJUM treystið þiðbest til þess að rekaheilbrigðiskerfið? erspurt í auglýsingaher- ferð eins af verkalýðsfélögum op- inberra starfsmanna í Bretlandi. Myndirnar með segja sitt: Annars vegar blíðleg hjúkrunarkona yfir nýfæddu barni, hins vegar vel klæddur en kuldalegur náungi við skýjakljúfa og Wall Street götu- skilti. Í textanum segir að breska stjórnin hyggist afhenda einkageir- anum hluta heilbrigðiskerfisins og annarrar opinberrar þjónustu, þótt skoðanakannanir sýni að níu af hverjum tíu séu því mótfallnir. Með þessari auglýsingu er hafin auglýsingaherferð verkalýðsfélags- ins upp á rúmar 35 milljónir ís- lenskra króna til varnar opinberri þjónustu og gegn einkavæðingar- áætlunum stjórnar Verkamanna- flokksins, sem hún hefur ákaft viðr- að eftir kosningar. En eins og Roy Hattersley, fyrrverandi varafor- maður Verkamannaflokksins, benti á í grein í Guardian liggur það öld- ungis ekki ljóst fyrir hvað stjórnin ætlast fyrir. Bara að hugmyndirnar eru róttækar og eiga að bæta op- inbera þjónustu. En skilaboðin eru skýr: Opinber þjónusta verður ekki bætt nema með meira fé og það fé verður líka að koma frá einkageir- anum, ekki bara frá hinu opinbera. Bræðralag til breytinga Í baráttunni fyrir kosningarnar 7. júní töluðu Tony Blair og frammámenn Verkamannaflokks- ins óspart um þörfina á bættri op- inberri þjónustu, sem einkageirinn ætti að bæta úr. Eftir kosningarnar var kveðið enn skýrar að orði. „Nei, ekki einkavæðing,“ endurtekur Blair í sífellu á sinn úthugsaða hátt í að kalla hlutina aldrei sínum réttu nöfnum. Markmiðið er „Public-Pri- vate Partnership“, bræðralag opin- bera og einkageirans. Í liðinni viku hélt Blair mikilvæg- ustu ræðu sína á nýju kjörtímabili. Nákvæm áform eru óljós en sem fyrr, en hann lýsti yfir eindregnum vilja sínum til að framkvæma þetta, sem hann segir ekki frá. „Þetta er bræðralag til breytinga,“ að sögn Blair. Samvinna opinbera og einka- geirans á að leiða til úrbóta í op- inbera kerfinu. Líklegasta leiðin er stórfelld út- boð og lagabreytingar, sem auka möguleika á einkarekstri innan op- inbera geirans. Það vakti óskipta athygli að í kosningabaráttunni sagðist Blair sjá fyrir sér einka- rekstur skurðstofa, en líklega missti hann þetta út úr sér, því hann fékkst ekki til að útskýra hvort hann ætti í raun við einkarek- in sjúkrahús eða einkavæddar skurðstofur og starfslið þeirra inni á opinberu sjúkrahúsunum. Einkavæðing: Önnur umferð Á velmektardögum Margaret Thatcher, leiðtoga Íhaldsflokksins og forsætisráðherra, gekk yfir einkavæðingarbylgja í Bretlandi, sem var róttækari en nokkurn ór- aði fyrir í upphafi. Eignarhald stjórnarinnar í olíu- og gasvinnsl- unni var leyst upp, vatnsveitur seldar, hlutur ríkisins í British Petroleum var seldur, stjórnir hafna og flugvalla einkavæddar, að ógleymdu kola- og stálvinnslu og rekstri lestanna, svo það helsta sé nefnt. Nú er greinilega komið að næstu umferð, enda undirstrika Blair og aðrir leiðtogar Verka- mannaflokksins óspart að arfur Thatcher verði ekki þurrkaður út. Íhaldsflokkurinn getur ekki almennilega verið á móti áformum Blairs, enda í átt að minni ríkisafskiptum. Sem stendur eru íhaldsmenn uppteknir af leið- togakjöri og eiginleg umræða ekki hafin, en gagnrýni þeirra mun vafa- laust beinast að því að áformin séu hálfkák, sem muni ekki bæta op- inbera þjónustu. Fæstir Bretar eru á móti þeim þáttum í einkavæðingu Thatcher sem tókust vel. Öðru máli gildir með einkavæðingu lestanna. Stöð- ugar seinkanir, slæmt viðhald og jafnvel banaslys eru almennt rakin til misheppnaðrar einkavæðingar, sem ekki kveði skýrt á um ábyrgð og eftirlit. Nú þegar Blair talar um einkavæðingu hamra andstæðing- arnir, og þeir eru margir, stöðugt á harmsögu einkavæðingar lestanna. Fyrsta kjörtímabil stjórnarinnar var einn allsherjar með- byr, en annað kjörtíma- bilið verður klárlega öðruvísi. Verkalýðs- félögin tóku því með þegjandi þögninni að Blair hafði nánast ekkert samráð við þennan styrktaraðila sinn, sem greiðir háar fjárhæðir í flokkssjóð- ina. Nú kveður við annan tón og eitt verkalýðsfélag hefur þegar boðað að stuðningur þess við flokkinn verði skorinn niður um eina milljón punda eða rúmar 140 milljónir króna. Í viðtali við Financial Times seg- ist John Monks, framkvæmdastjóri breska Alþýðusambandsins, hafa áhyggjur af hve fyrirætlanir stjórn- arinnar séu „ótilgreindar“ og bætir við að hafi Blair með ræðu sinni ætlað að róa verkalýðshreyfinguna hafi það ekki verið rétta aðferðin að taka góðu dæmin öll frá einkageir- anum, en nefna ekki bætur í op- inbera geiranum eða misheppnaða einkavæðingu lestanna. Það er þó ekki svo að opinberi geirinn sé ósnortinn af einkavæð- ingu. Ýmis verkamannastörf eins og sorphirða en líka þjónusta inni á sjúkrahúsum á borð við hreingern- ingar, eldamennsku og viðhald hef- ur verið boðið út. Breytingin sem stjórnin virðist hafa í hyggju er vís- ast einkum á sviði sér- hæfðrar þjónustu. Það sem blasir við er blómaskeið fyrir fyrir- tæki, sem bjóða upp á rekstur, til dæmis að sjá um greiðslur bóta fyrir sveitar- stjórnir og aðra hliðstæða þjón- ustu. En athyglin beinist einkum að mennta- og heilbrigðiskerfinu og einkavæddri þjónustu þar. Sveitar- stjórnir hafa þegar boðið út þjón- ustu upp á 4,6 milljarða punda á ári. Í menntageiranum eru þegar til fyrirtæki, sem sérhæfa sig í rekstri skóla að öðru leyti en sjálfri kennsl- unni. Hið áhugaverða er ef eitt og sama fyrirtækið getur séð um rekstur fleiri en eins skóla. Eins og er geta þau ekki ráðið kennara, en spurningin er hvort það verður í þessari umferð. Útboð í menntageiranum eru þegar upp á 2,5 milljarða punda (tæpar 360 milljarða króna) á ári. Í heilbrigðisgeiranum eru þegar til einkaspítalar og umfangsminni lækningamiðstöðvar, sem sérhæfa sig til dæmis í leysigeislaað- gerðum og aðgerðum, sem ekki útheimta sængurlegu. Útboð í heilbrigðisgeiranum nema 1,5 millj- örðum punda (um 214 milljörðum króna) á ári, en enn sem komið er eru aðeins framkvæmdar 150 þús- und aðgerðir árlega í einkageiran- um, en 5,5 milljónir í opinbera heil- brigðisgeiranum. Prófraun Ekkert af þessu er þó verulega lokkandi fyrir einkageirann fyrr en ljóst er hvort hinar pólitísku línur verða nógu skýrar, en bandarísk fyrirtæki, með reynslu á þessum sviðum, eru þegar farin að kynna sér markaðinn. Hingað til hefur í raun ekki reynt á hæfileika Blair til að koma í gegn óvinsælum aðgerð- um. Prófraun hans verður hvort honum tekst að fá stuðning flokks- ins við einkavæðingaráformin. sd@uti.is Einkavæðing í nýrri útgáfu Breska stjórnin stefnir á stóraukna einkavæð- ingu opinbera geirans. Sigrún Davíðsdóttir segir að það verði stjórninni prófraun hvort henni tekst að telja verkalýðshreyf- inguna á sitt band. Reuters Aðdáandi smellir kossi á kinn Tony Blairs, forsætisráðherra Bret- lands. Nú áformar Blair frekari einkavæðingu talsmönnum hins hefð- bundna velferðarkerfis til mikillar gremju. „Bræðralag opinbera og einkageirans“ Erfiðara kjör- tímabil bíður Blairs rinnar. máríkja, nna en nríkjanna 0,01 og na. Þá er sé end- un henn- osun a tækni hverf- fram- f losun álverum þær utan æðið fel- ur jafnframt í sér þak á heildar- undanþágu vegna stóriðjulosunar hérlendis. Þakið miðast við 1,6 milljónir tonna koltvísýrings. Undir þessu þaki er svigrúm fyrir þá stóriðju sem hér hefur risið frá 1990 og sem nú er til skoðunar, þ.e. stækkun Ísals, stækkun Járnblendiverksmiðj- unnar, Norðurál og Reyðarál, sem nú er í skoðun. Utan við svigrúmið er losun flúorkolefna. Í Kyoto fékk Ísland það mark- mið að aukning losunar gróð- urhúsalofttegunda á árunum 2008-2012 mætti ekki fara yfir 10% af losun landsins 1990, sem var tæpar 3 milljónir tonna koltvísýringsígilda. Til að upp- fylla Kyoto-bókunina, án tillits til Íslenska ákvæðisins, mega Ís- lendingar ekki losa meira en 3,3 milljónir tonna á ári á skuldbind- ingartímabilinu 2008–2012. „Spá Hollustuverndar ríkisins 1997 fól í sér að árið 2010 yrði heildarlosunin 25% meiri en við- miðunarárið 1990. Á þeim tíma hafði Ísal verið stækkað í 160.000 tonna framleiðslu á ári, 1. áfangi Norðuráls með 60.000 tonna árs- framleiðslu var kominn í gagnið og þriðji ofn Járnblendiverk- smiðjunnar hafði verið gangsett- ur. Nú þegar er því þörf á svig- rúminu sem íslenska ákvæðið veitir,“ segir Siv. kvæðið að Ísland en önnur við okkar við sér- með sama þannig að frá því að nýjanlegu sem er í r, því t.d. orkulind- inni losun n ef orkan eða olíu,“ ddu fimm ræðurnar. í einum kuldbind- ingartíma „Það er sýni for- a úr losun gróðurhúsalofttegunda. Síðan komi þróunarríkin á þar næsta skuld- bindingartímabili með sínar skuld- bindingar.“ Annar ríkjahópur er Evrópusam- bandið, sá þriðji er svokölluð Regn- hlíf, sem í eru Ísland, Noregur, Bandaríkin, Kanada, Japan, Rúss- land, Úkraína og Ástralía. G11-hóp- urinn samanstendur aðallega af fyrrum austantjaldsríkjum og loks lítill hópur ríkja sem kallast EIG. Þessir hópar hafa verið að semja á grundvelli Kyoto-bókunarinnar. Pólitísk yfirlýsing Íslands og fleiri ríkja um þróunaraðstoð Eitt af þeim fjórum meginmálum sem hafa verið til umræðu er greiðslur aðildarríkja í sjóð sem á að renna til þróunarríkjanna, svo þau eigi auðveldara með að taka við tækninýjungum sem iðnríkin búa yfir og eru til þess fallnar að hefta losun gróðurhúsaloftegunda. „Sett var fram pólitísk yfirlýsing af ESB-ríkjunum, Íslandi, Noregi, Nýja-Sjálandi, Sviss og Kanada, að þessi ríki væru tilbúin að leggja fram 410 milljónir dollara eigi síðar en 2005 í þróunaraðstoðina. Þessi yfirlýsing stuðlaði að því að það náðist samkomulag um þetta mál,“ sagði Siv. Kyoto-bókunin heimilar ríkjum, sem ekki nýta sínar losunarheim- ildir til fulls, að framselja það sem umfram er til annarra ríkja. Um þetta var mikið rætt á þinginu. „Rætt var hvernig standa ætti að sölu á losunarheimildum. Sam- þykkt var að ríki þyrftu að fara í umtalsverðar aðgerðir heima fyrir áður en eðlilegt teldist að þau keyptu losunarheimildir. Sömuleið- is var komist að niðurstöðu um svo- kallaða sameiginlega framkvæmd, sem lýtur að því að iðnríki aðstoði þróunarríki við að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og geti þar með talið sér það til tekna í auknum losunarheimildum eftir ákveðnum reglum. Þetta gæti þýtt að Íslend- ingar gætu t.a.m. verið þátttakend- ur í verkefnum sem lúta að virkjun jarðvarma í þróunarríkjum, sem við síðar gætum talið okkur til tekna.“ Loks var tekist á um svokölluð framfylgdarákvæði, þ.e. hvernig standa ætti vörð um samkomulagið og eftirlit með því. „Samþykkt var að sérstakar stofnanir fylgdust með framkvæmdinni og upplýsingagjöf frá ríkjunum. Meiri vinna verður lögð í það að útfæra lagalega um- gjörð þessara ákvæða, sem er flókið mál, því í þessu þarf að taka tillit til hugtaka eins og „yfirþjóðlegs valds“. Niðurstaða fékkst ekki í þessa útfærslu og bíður það þings- ins í nóvember.“ Morgunblaðið/ÁsdísSiv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra. AP gara á komandi árum vegna gróðurhúsaáhrifa. gugu@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.