Morgunblaðið - 27.07.2001, Blaðsíða 24
LISTIR/KVIKMYNDIR
24 FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Stretchbuxur kr. 2.900
Konubuxur frá kr. 1.690
Dragtir, kjólar,
blússur og pils.
Ódýr náttfatnaður.
Brandtex fatnaður
Nýbýlavegi 12, sími 5544433
Frumsýningar
BROTHER Bíóborgin, Kringlubíó
VIRGIN Suicides Háskólabíó
SCARY MOVIE 2 Laugarásbíó,
Regnboginn, Stjörnubíó
BLINKENDE LYGTER Háskólabíó/
Filmundur
Driven
Bandarísk. 2001. Leikstjóri Renny Harlin.
Handrit: Jan Skretny. Aðalleikendur: Syl-
vester Stallone, Burt Reynolds, Kip
Pardue.
Bíóhöllin, Bíóborg, Kringlubíó
Animal
Bandarísk. 2001. Leikstjóri og handrit:
Luke Greenfield. Aðalhlutverk: Rob Schnei-
der, Colleen Haskell, John C. McGinley.
Laugarásbíó, Regnboginn
Memento
Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit:
Christopher Nolan. Aðalleikendur: Guy
Pierce, Carrie-Anne Moss, Joe Pantoliano.
Sérlega áhugaverð, um mann með ekkert
skammtímaminni. Frábærlega útsmogin og
úthugsuð, spennandi og fyndin. ½
Bíóborgin
Shrek
Bandarísk. 2001. Leikstjórar Andrew And-
erson, Vicky Jenson: Handrit: Ted Elliott,
o.fl. Teiknimynd. Fjörug og væmnislaus
ævintýramynd um hressari teknimyndafíg-
úrur en menn eiga almennt að venjast.
Pottþétt skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
½
Bíóhöllin, Háskólabíó, Laugarásbíó
Spy Kids
Bandarísk. 2001. Leikstjóri og handrit:
Roberto Rodriguez. Aðalleikendur; Antonio
Banderas, Carla Gugino, Alan Cumming.
Ævintýraleg, spennandi og skemmtileg
mynd fyrir alla fjölskylduna. Regnboginn
Tilsammans
Sænsk. 2001. Leikstjóri og handrit: Lukas
Moodyson. Aðalleikendur: Lisa Lindgren,
Michael Nyqvist, Gustaf Hammarslen. Tra-
gikómedía frá lauslátum tímum kommúna,
blómabarna og frjálsra ásta í pipraðri
Gautaborg. Leikur, handrit, leikstjórn í
óvenju góðum höndum. Háskólabíó
Bridget Jones’s Diary
Bresk. 2001. Leikstjóri: Sharom Maguire.
Handrit: Helen Fielding. Aðalhlutverk: Re-
née Zellweger, Hugh Grant, Colin Firth, Jim
Broadbent. Sagan um ástamál Bridget
verður að hæfilega fyndinni, rómantískri
gamanmynd. Zellweger gerir margt gott í
titilhlutverkinu. ½
Bíóhöllin, Háskólabíó
The Mummy Returns
Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit:
Stephen Sommers. Aðalleikendur: Brend-
an Fraser, Rachel Weisz, John Hannah.
Múmían snýr aftur með miklum látum.
Ósvikin fjölskylduskemmtun með mögn-
uðum brellum. ½
Bíóhöllin
Nýi stíllinn keisarans –
The Emperor’s
New Groove
Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Mark Dindal.
Handrit: Thomas Schumacher.
Það kveður við nýjan tón í nýjustu Disney-
myndinni sem fjallar um spilltan keisara
sem breytist í lamadýr og lærir sína lexíu.
Bráðfyndin mynd fyrir börn og fullorðna.
½
Bíóhöllin
Baise moi
Frönsk. 2000 Leikstjórn og handrit: Virg-
inie Despentes og Coralie Trinh Thi. Aðal-
leikendur: Raffaela Anderson, Karen Bach.
Sérlega átakanleg og raunsæ lýsing á kyn-
lífs- og morðferðalagi tveggja, franskra
undirmálsdama. Tilgangur myndarinnar
eitthvað á huldu, en enginn fer ósnortinn
út af henni. Regnboginn
Crocodile Dundee
in Los Angeles
Áströlsk/bandarísk. 2001. Leikstjóri Sim-
on Wincer. Handrit: Matthew Berry. Aðal-
leikendur: Paul Hogan, Linda Kozlowski,
Jonathan Banks. Krókódílamaðurinn í
bragðdaufum ævintýrum í kvikmyndaborg-
inni. Barnamynd. Bíóhöllin, Bíóborgin, Kringlubíó
See Spot Run
Bandarísk. 2001. Leikstjóri: John White-
sell. Handrit: William Kid. Aðalleikendur:
David Arquette, Michael Clarke Duncan.
Meinlaus barnamynd um hressan bolabít
og heimska tvífætlinga, ástir og uppeldis-
mál. Dágóð til síns brúks. Kringlubíó
Evolution
Bandarísk. 2001. Leikstjórn: Ivan Reit-
man. Handrit: Abraham Vincente Nicholas.
Aðalleikendur: David Duchovny, Julianne
Moore, Orlando Jones. Loftsteinn hrapar á
jörðina og getur af sér furðuskepnur í mis-
lukkaðri gamanmynd. ½
Stjörnubíó
Pearl Harbor
Bandarísk. 2001. Leikstjóri Michael Bay.
Handrit William Wallace. Aðalleikarar Josh
Hartnett, Ben Affleck, Kate Beckinsale. Af-
skaplega langdregin og leiðinleg mynd
sem, þegar öllu er á botninn hvolft, fjallar
ekki um neitt. ½
Bíóborgin, Bíóhöllin, Kringlubíó
Tomb Raider
Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Simon West.
Handrit: Martin Hudsucker. Aðalleikendur:
Angelina Jolie, Jon Voight, Iain Glen, Noah
Taylor. Bústinn barmur og bardagaatriði
eru í aðalhlutverki í þessari mynd, sem
byggð er á samnefndum tölvuleik. Ófrum-
legur vitleysisgangur en Jolie er alvöru
töffari. ½
Háskólabíó, Laugarásbíó
Dr Dolittle 2
Bandarísk. 2001. Leikstjóri og handrit
Steve Carr. Aðalleikendur Eddie Murphy,
Jeffrey Jones, Kevin Pollak, Kristen Wilson.
Agalega slök mynd um dýralækninn vin-
sæla. Sagan er of einföld og óáhugaverð
og húmorinn lélegur og ósmekklegur.
Eddie Murphy má fara að hugsa sinn
gang.
Kringlubíó, Regnboginn
Pokémon 3
Bandarísk. 2001. Leikstjóri Michael Haig-
ney. Handrit Haigney og Norman Gross-
feld. Þriðja Pokémon-myndin er einsog
þær fyrri; realísk stuttmynd kemur á undan
háskaævintýrinu þar sem Pokémonar berj-
ast og Ash bjargar málunum. Óaðlaðandi
og óspennandi að öllu leyti.
Bíóhöllin
Bíóin í borginni
Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir
YAMAMOTO (Kitano) er hrakinn
frá heimaborg sinni, Tókýó, þegar
átök brjótast út á milli fylkinga inn-
an japönsku mafíunnar. Hann fer til
Los Angeles í leit að hálfbróður sín-
um, Ken (Claude Maki), og í ljós
kemur að hann er eiturlyfjasali.
Brátt tekur Yamamoto fullan þátt í
starfi hálfbróður síns og veldi þeirra
stækkar ört.
Þannig er söguþráðurinn í
spennumyndinni Bróðir eða Broth-
er sem Sambíóin frumsýna í dag.
Hún er með Takeshi Kitano, Claude
Maki, Omar Epps og Susumu Tera-
jima í aðalhlutverkum og það er
Kitano sjálfur sem leikstýrir auk
þess sem hann fer með aðalhlut-
verkið. En hann gerir meira. Hann
er annar handritshöfundur mynd-
arinnar og svo klippir hann hana
sjálfur.
Takeshi Kitano er stórt nafn í
japanskri hasarmyndagerð en ein
mynd hans hefur verið sýnd hér á
landi, Hana-bi, þar sem hann lék
þöglan einfara er lenti í vondum
málum. Hann hefur fjallað áður í
myndum sínum um japönsku maf-
íuna, yakuza, og gerir það enn á ný
hér.
„Þar sem lagt var af stað með þá
ráðagerð að gera myndina í Banda-
ríkjunum, í Los Angeles, og ég er
Japani með heldur slæma ensku-
kunnáttu, varð myndin einfaldlega
að fjalla um það þegar Japani kem-
ur til Ameríku,“ er haft eftir Kitano.
Omar Epps var fenginn til þess að
leika á móti honum annað aðalhlut-
verkið í Brother. „Omar var einfald-
lega bestur í hlutverkið,“ segir Kit-
ano. „Það er engum blöðum um það
að fletta. Ég leyfi leikurunum að
fara sínu fram þegar við erum
komnir í tökur. Ef mér sýnist að
þeir ætli út af sporinu laga ég það.
Samstarfið við Omar gekk frábær-
lega.“
Leikarar: Takeshi Kitano, Claude Maki,
Omar Epps og Susumu Terajima. Leik-
stjóri: Takeshi Kitano (Kikujiro, Hana-
bi, Sonatine).
Bræðrabönd
í englaborg
BÍÓBORGIN og Kringlubíó frumsýna
spennumyndina Brother með Takeshi
Kitano og Omar Epps.
Takeshi Kitano mundar byssuna Brother.
henni má nefna Anna Faris, Marlon
Wayans, Shawn Wayans, James
Woods, Chris Elliott, Tori Spelling
og Richard Moll.
„Hugmyndin að þessari fram-
haldsmynd,“ segir Keenen Wayans,
„varð til þegar mér varð ljóst að
margar spennumyndir sem fjalla um
yfirnáttúrulega hluti lýsa oft svipuð-
um aðstæðum, sem við erum farin að
þekkja mjög vel, og biðu þess bara
að gert væri grín að þeim.“
Leikarar: Anna Faris, Marlon
Wayans, Shawn Wayans, James
Woods, Chris Elliott, Tori Spelling
og Richard Moll.
Leikstjóri: Keenen Ivory Wayans: (I’m
Gonna Git You Sucka, A Low Down Dirty
Shame).
Í FRAMHALDSMYNDINNI Scary
Movie 2, sem frumsýnd er í dag í
fimm kvikmyndahúsum, er skopast
að frægum hrollvekjum og drauga-
myndum eins og Særingarmannin-
um og Poltergeist í bland við nýlegri
myndir eins og Hannibal, What Lies
Beneath og The House on Haunted
Hill.
En það er ekki aðeins skopast að
slíkum myndum heldur fá aðrar líka
að kenna á því eins og Charlie’s Ang-
els og Mission: Impossible 2.
Leikstjóri myndarinnar er Keen-
en Ivory Wayans en á meðal leikara í
Grínast með hryll-
ing og spennu
Stjörnubíó, Laugarásbíó, Regnboginn,
Nýja bíó Keflavík og Borgarbíó Akureyri
frumsýna bandarísku gamanmyndina
Scary Movie 2.
Grín er gert að særingamanninum í Scary movie 2.
KVIKMYNDIN 101 Reykjavík
hefur verið tekin til sýninga hjá
Film Forum í New York. Dómar
um myndina birtust í vikunni í
dagblaðinu The New York Times
og vikuritinu Time Out.
„Meistari þróttleysisins hrærist
í tilfinningalegu híði á Íslandi,“
segir gagnrýnandinn Elvis Mitch-
ell í fyrirsögn með ítarlegum dómi
The New York Times og segir
myndina skorta skriðþunga og
kraft á við Engla alheimsins en
segir leikinn svo góðan að þrótt-
leysið verði hluti af stemmingu
myndarinnar.
Almodóvar
norðursins
Mitchell segir 101 Reykjavík
vera nokkurs konar norðurskauts-
útgáfu af gamanmyndum Almodóv-
ars, og að ef til vill hafi það verið
það sem laðaði Almodóvar-leikkon-
una Victoriu Abril að gerð mynd-
arinnar.
„Kuldi Íslands kann að skýra
skort á skriðþunga í tilfinninga-
legum flækjum persónanna. Höf-
undi myndarinnar virðist meira í
mun að skapa ýmsar aðstæður fyr-
ir persónurnar – þar með talin
samskipti Hlyns við móður sína
sem eru á mörkum þess að vera
lostafull – fremur en að kafa ofan í
þau öfl sem búa þeim að baki.
Myndin gefur okkur samhengið en
engar skýringar, þrátt fyrir frjáls-
lynda umgjörð.“
Veikleikinn í
aðalpersónunni
Dýpstu tilfinningar aðalpersón-
unnar telur Mitchell skína í gegn-
um yfirlæti Hlyns sem bendi til
þess að honum finnist heimurinn
standa í þakkarskuld við sig.
„Það lýsir skammsýni að svipta
Hlyn fyrirlitningunni sem gerjast
innra með honum og honum tekst
að láta í ljós með svo sannfærandi
hætti, til þess eins að benda á að
honum geti líka sárnað. Þörf [Balt-
asars] Kormáks fyrir að gefa
myndinni meiri fyllingu drekkir
henni í ósamræmi.“ Höfundur
kemst þó að þeirri niðurstöðu að
myndin sýni að leikstjórinn sé fær
um að sinna leikurum sínum sem
skyldi, hins vegar sé veikleiki hans
fólginn í meðförinni á aðalpersón-
unni.
Með sakbitið
bros á vör
„Hlynur er ekki eins og fólk er
flest“, hann er „óviðbjarganlegur
slugsi“, sem býr ásamt móður sinni
á heimili „þrungnu Ödipusar-
spennu“ í „því sem sagt er vera
heitasta hverfi landsins“ með póst-
fanginu 101.
Þetta kemur fram í dómi Mike
D’Angelo í vikuritinu Time Out.
„Ég get auðveldlega séð fyrir
mér að 101 Reykjavík, þar sem að-
alpersónan er fráhrindandi prakk-
ari og melódramatískur söguþráð-
urinn er hreint hlægilegur, kunni
að fara skakkt ofan í einhverja
áhorfendur. En [Baltasar] Kor-
mákur – leikari sem er að leikstýra
sinni fyrstu mynd – stendur sig vel
svo úr verður undarleg blanda
þess spillta og þess bælda, og það
er nóg af grípandi atriðum til að
njóta, …
Ef þú nærð að leiða ruglings-
legan söguþráðinn hjá þér og ein-
beita þér að hrífandi umgjörðinni
og einnota bröndurunum er líklegt
að þú gangir út úr kvikmyndahús-
inu með eilítið sakbitið bros á vör.
Þetta er ekki 101 Reykjavík, og
það er myndinni til hróss.“
101 Reykjavík
í New York
Góður
leikur,
þróttlaus
mynd
New York. Morgunblaðið.