Morgunblaðið - 27.07.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.07.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ráðstefna í ónæmisfræði Helstu nýjungar kynntar Á MORGUN hefst áHótel Loftleiðumráðstefna í ónæm- isfræði sem haldin er á vegum Ónæmisfræði- félags Íslands. Ráðstefnan er haldin í tengslum við heimsþing ónæmisfræð- inga sem nú stendur yfir í Stokkhólmi og lýkur í kvöld. Björn Rúnar Lúð- víksson er formaður skipulagsnefndar ráð- stefnunnar hér á landi, hann var spurður hvert væri meginviðfangsefni hennar. „Umfjöllun ráðstefnunnar, sem fram fer á ensku, er helguð helstu nýjungum og fram- förum sem orðið hafa á sviði bólusetninga og sjúk- dóma sem eiga rætur að rekja til röskunar slímhúða. Margir al- gengir sjúkdómar eins og astmi, ofnæmi og slímhúðarsýkingar eru dæmi um sjúkdóma sem verða til umfjöllunar á þinginu.“ – Hvaða nýjungar er efstar á blaði hjá ykkur? „Meðal gestafyrirlesara eru dr. Per Brandtzaeg sem mun fjalla um nýjustu vitneskju um marg- breytileika ónæmissvara slím- húða, dr. Jiri Mestecky hefur ver- ið í forystu í rannsóknum á notkun nýrra tegunda bóluefna til þess að auka virkni þeirra á yf- irborði slímhúða og mun segja frá þessum rannsóknum, en hann hefur einnig verið að þróa bólu- efni gegn HIV-veirunni. Dr. Warren Strober ræðir um hvern- ig stjórna megi bólgubreytingum sem verða í slímhúðum. Rann- sóknir dr. Strober hafa m.a. leitt til þess að nú eru hafnar í til- raunaskyni nýjar meðferðir gegn slíkum sjúkdómum með gjöf ein- stofna mótefna.“ – Hvað með nýjungar úr ís- lenskum rannsóknum? „Dr. Kári Stefánsson mun fjalla um nýjustu uppgötvanir er varða erfðafræðilegan þátt ónæmis- sjúkdóma. Auk þess munu fleiri athyglisverð erindi verða flutt á ráðstefnunni af íslenskum og er- lendum vísindamönnum.“ – Hver er mesta nýjungin að þínu mati í ónæmisfræðum nú- tímans? „Það sem er mest spennandi eru beinskeyttari og sértækari meðferðarmöguleikar sem hafa komið upp með aukinni vitneskju. Má þar helst nefna nýjungar í bólusetningarleiðum, t.d. bólu- setningar í nös, notkun erfða- breyttra matvæla við bólusetn- ingar auk notkunar mótefna gegn bólgusjúkdómum í slímhúð.“ – Er að vænta nýjunga í með- ferð t.d. liðagigtar og ofnæmis? „Innan fárra ára munu nokkrir nýir meðferðarmöguleikar koma á almennan markað en mörg slík lyf eru nú á lokastigum læknis- fræðilegra prófana. Má þar nefna lyf sem ræðst gegn einum af grunnþáttum ofnæmis auk bólu- efna sem hægt verður að gefa í nös.“ – Er ofnæmi enn vaxandi vandamál í vestrænum samfélög- um? „Allar rannsóknir sem gerðar hafa verið síðustu ár sýna fram á vaxandi tíðni ofnæmis og ofnæm- istengdra sjúkdóma í hinum vest- ræna heimi.“ – Er það rétt að við búum í of „hreinu“ umhverfi? „Margar rannsóknir og rann- sóknaraðilar hafa leitt líkum að því að ef ónæmiskerfið og sér- staklega ónæmiskerfi slímhúða fái ekki nægilega ertingu á upp- vaxtarárum okkar geti það leitt til ofnæmis af ýmsu tagi og þá sér- staklega hjá þeim sem eru frekar erfðafræðilega útsettir fyrir slík- um sjúkdómum. Ljóst er að hætt- an á að börn fái ofnæmi er umtals- vert meiri ef annað foreldri er með ofnæmi eða um 35% og eykst sú áhætta í 50% ef báðir foreldrar eru með ofnæmi.“ – Gefa erfðarannsóknir vonir um að hægt sé að bregðast við þessu t.d. á fósturstigi? „Þegar og ef slík gen finnast þá væri fræðilega mögulegt að gera slíkar athuganir en ljóst er að stór hluti vísindasamfélagsins yrði mótfallinn slíkum aðgerðum vegna siðfræðilegra álitamála.“ – Hvað með mengun? „Mikil og stöðug erting í efri og neðri loftvegi er augljóslega ekki til þess fallin að viðhalda heil- brigði slímhúðanna en faralds- fræðilegar rannsóknir benda til þess að tíðni astma og ofnæmis sé hærri í stórborgum heldur en í sveitum.“ – Er að vænta nýrra meðferð- armöguleika við astma? „Nokkur ný lyf gegn slíkum sjúkdómum hafa nýlega komið á markað og beinast þau gegn ákveðnum bólgumiðlum sjúk- dómsins. Auk þess er innan skamms væntan- legt á markað einstofna mótefni er mun beinast gegn virkjun ofnæmis- ferlisins. Slík meðferð mun gagnast þeim hluta fólks er hefur astma vegna þekkts of- næmis.“ – Sækja margir þessa ráð- stefnu? „Um 80 manns úr ýmsum heil- brigðisstéttum hafa þegar skráð sig og koma gestir víða að, t.d. frá Suður- og Norður-Ameríku, Asíu og frá mörgum löndum í Evrópu.“ Björn Rúnar Lúðvíksson  Björn Rúnar Lúðvíksson fædd- ist 1964 í Keflavík. Hann tók stúdentspróf 1983 frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og lauk prófi frá læknadeild Há- skóla Íslands 1989. Að því loknu fór Björn Rúnar í framhaldsnám í lyflæknisfræði við University of Wiconsin og útskrifaðist þaðan 1994. Hann fór þá í framhalds- nám í klíniskri ónæmisfræði í NIH í Bandaríkjunum og lauk því árið 1997. Eftir það starfaði hann sem sérfræðingur við sömu stofnun þar til árið 1999 að hann hóf störf sem dósent við lækna- deild HÍ og sérfræðingur við Landspítala – háskólasjúkrahús. Hann er kvæntur Rósu Karls- dóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau fjóra syni. Beinskeyttari og sértækari meðferðar- möguleikar með aukinni vitneskju Skepnurnar, þeir nota alveg sömu aðferð og við notum til að verja kvótakerfið okkar, þá skiptir rétt eða rangt heldur engu máli, Dóri minn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.