Morgunblaðið - 27.07.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.07.2001, Blaðsíða 20
ERLENT 20 FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ CONDOLEEZZA Rice, öryggisráð- gjafi George W. Bush Bandaríkjafor- seta, sagði í gær að Bandaríkin myndu ekki bíða eftir því að sam- komulag næðist við Rússa um eld- flaugavarnir áður en tilraunum yrði haldið áfram vegna þeirra. Hún sagði hins vegar að nú væri gott tækifæri til að ná árangri í afvopnunarviðræðum við Rússa og að það bæri að nýta til að ná slíku samkomulagi. Rice er nú í Moskvu og hefur átt fundi með Vladimír Pútín Rússlands- forseta og varnarmálaráðherra lands- ins, Sergei Ivanov, auk annarra hátt- settra embættismanna. Heimsókn Rice kemur í kjölfar þeirrar ákvörð- unar Bush og Pútíns í Genúa um síð- ustu helgi að hefja viðræður um fækkun kjarnavopna og endurskoðun gagneldflaugasamningsins frá 1972 (ABM). Ivanov sagði eftir fund hans og Rice að hann hefði verið gagnlegur en ekki væri hægt að búast við raun- verulegum ávinningi eftir einn stutt- an fund. Langt samninga- ferli framundan Rice hefur lagt á áherslu á að við- ræðurnar verði að ganga hratt fyrir sig enda séu Bandaríkjamenn langt á veg komnir í þróun gagneldflauga- kerfisins og vilji ekki brjóta ákvæði ABM-sáttmálans. Náist ekki sam- komulag við Rússa um breytingar á sáttmálanum munu Bandaríkjamenn rifta honum einhliða og halda áfram þróun kerfisins. Vladimír Rúshajlo, öryggisráðgjafi Pútíns, sagði hins vegar eftir fund Pútíns og Rice að við- ræðurnar myndu líklega dragast á langinn og að breytingar á ABM-sátt- málanum krefðust lagabreytinga í Rússlandi, sem tefja myndu ferlið enn frekar. Bandarísk stjórnvöld vonast til þess að Rússar fáist til að samþykkja breytingar á ABM-sáttmálanum gegn því að Bandaríkin samþykki frekari fækkun kjarnavopna. Pútín hefur lagt til að bæði ríkin fækki kjarnaoddum sínum niður í 1.500 en Rice sagði að á fundinum hefðu ná- kvæmar tölur ekki verið ræddar. Ge- orge W. Bush fékk í gær stuðning leiðtoga demókrata í neðri deild Bandaríkjaþings við þessa áætlun en Tom Daschle, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, er ennþá andvígur gagneldflaugakerfinu og segir Bush hegða sér eins og einræðisherra í málinu. Eldflaugavarnir sagðar auka hættu á stríði Rússar hafa alla tíð verið sann- færðir um að ABM-sáttmálinn sé einn af hornsteinum öryggismála í heiminum. Rökin fyrir banni við gagneldflaugakerfum eru þau að ekk- ert ríki muni beita kjarnavopnum að fyrra bragði nema það sé öruggt um að geta varið sig fyrir gagnárás óvina- ríkis. Eldflaugavarnir geri því kjarn- orkustríð líklegra en ella. Bandaríkjamenn telja hins vegar að þessi hugsunarháttur sé úreltur og leita þurfi nýrra leiða til að tryggja öryggi í heiminum. Hættan sem steðji að Bandaríkjunum og öðrum vest- rænum ríkjum komi ekki frá Rúss- landi heldur hryðjuverkahópum og svokölluðum útlagaríkjum eins og Norður-Kóreu og Íran. Reuters Condoleezza Rice öryggisráðgjafi (t.h.) ásamt Vladimír Rúshajlo. Öryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta ræðir eldflaugavarnir í Rússlandi Ekki verður beðið eftir samkomulagi Moskva, Washinton. AP, AFP. KÍNVERSK stjórnvöld létu í gær lausa tvo kínversk-bandaríska fræði- menn, sem höfðu á þriðjudag verið dæmdir til tíu ára fangelsisvistar fyrir njósnir í þágu Taívana. Stjórn- málaskýrendur segja lausn fólksins ætlað að draga úr spennu milli stjórnvalda í Peking og Washington áður en Colin Powell, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, kemur til Kína á laugardag. Að sögn kínverska utanríkisráðu- neytisins var þeim Gao Zhan og Qin Guangguang veitt lausn af heilsu- farsástæðum, en þau eru bæði búsett í Bandaríkjunum. Gao þjáist af hjartasjúkdómi, en ekki er vitað til þess að Qin eigi við heilsubrest að stríða. Kínversk stjórnvöld hafa hins vegar áður veitt föngum lausn af heilsufarsástæðum í málum sem vakið hafa alþjóðlega athygli. Colin Powell fagnaði því í gær að fólkið hefði fengið frelsi. Gao flaug strax í gærmorgun áleiðis til Detroit í Bandaríkjunum og búist var við að Qin héldi frá Pek- ing síðar um daginn ásamt eiginkonu sinni. Li vísað úr landi Gao, sem er fræðimaður við Am- erican University í Washington, var handtekinn á flugvellinum í Peking í febrúar, en hún hafði ætlað að heim- sækja fjölskyldu sína í Kína. Eigin- maður hennar og sonur voru einnig teknir höndum og sátu í varðhaldi í 26 daga áður en þeim var leyft að snúa heim til Bandaríkjanna. Gao var á þriðjudag fundin sek um að hafa aðstoðað Li Shaomin, banda- rískan ríkisborgara sem var fyrr í þessum mánuði dæmdur fyrir njósn- ir í þágu Taívana. Li var vísað úr landi á miðvikudag og er nú kominn til Bandaríkjanna. Kínversk stjórnvöld hafa ekki veitt neinar upplýsingar um mál Qins, en mannréttindasamtök í Hong Kong fullyrtu á miðvikudag að vegabréf eiginkonu hans og dvalar- leyfi í Bandaríkjunum hefðu verið gerð upptæk. Dregur úr spennu fyr- ir heimsókn Powells Peking. AFP, AP. Kínversk stjórnvöld láta dæmda njósnara lausa OLÍUVERÐ hækkaði nokkuð á mörkuðum í gær, fór í 25,33 dollara fatið á markaði síðdegis í London og hækkaði einnig í New York. Á miðvikudag skýrðu fulltrúar Sam- taka olíuútflutningsríkja, OPEC, frá því að heildarframleiðsla aðild- arríkjanna ellefu yrði minnkuð um milljón föt á dag. Ástæðan fyrir að- gerðunum er að verðið hefur farið lækkandi undanfarna mánuði og var meðalverðið komið í 23,78 doll- ara fatið á miðvikudag. Framleiðslusamdrátturinn kem- ur til framkvæmda 1. september. OPEC hefur sett sér það markmið að heimsmarkaðsverðið sé um 25 dollarar en ljóst þykir að verði það mikið yfir þeim mörkum gæti það aukið mjög á efnahagssamdráttinn í heiminum. Ríkin í OPEC framleiða um 40% af allri olíu sem notuð er í heim- inum, langmestur er útflutning- urinn frá Sádi-Arabíu og þar eru einnig mestu olíulindir í heimi. Löndin ellefu skipta milli sín heild- arkvóta og munu Sádi-Arabar fá að selja um 7,5 milljónir olíufata á dag, Íranar um 3,4 milljónir fata, Venesúela nær 2,7 milljónir og Sameinuðu arabísku furstadæmin rúmlega tvær milljónir. Önnur að- ildarríki eru Nígería, Kúveit, Líbýa, Indónesía, Alsír og Katar. Írakar, sem var vísað úr samstarf- inu fyrir áratug, mótmæltu í byrjun júní viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna með því að hætta allri olíusölu til útlanda en þeir fram- leiddu um 2,2 milljónir fata á dag. OPEC ákvað að bregðast við þeirri ákvörðun með því að auka söluna til að vega upp á móti írösku olí- unni. (")*+,-".#/", (0.1 (2 (")3.+/               !"#$ "%&%'()!*+  +,-,.",&.-&"/'.0)1'.( -&. 2"."31&().(-1).&, !"1.4-!.&%%31& /)5 $) 1&.( ""1&%& *6% !"$,/'711)!4)&.*(&%%, 41((",)&(1(&%,-1..&%%$) 1&.( "%7       8 9 9 :8 :9 ;8 ;9 1)., !"$&!<%/)!*/ ")"+/ )) & *6%&)$,/' :8 :: := :> :   :888 :88   :888 :88 1?101) :;+:& *7 Olíuverð upp á við London, Vín. AP, AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.