Morgunblaðið - 27.07.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.07.2001, Blaðsíða 18
VIÐSKIPTI 18 FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MÁLARAMEISTARINN Skútuvogi 6 • sími 568 9045 Erum fluttir í Skútuvog 6 ÞORBJÖRN Fiskanes hf. hefur skil- að milliuppgjöri og þar kemur fram að 220 milljóna króna tap var af rekstri félagsins á fyrstu sex mán- uðum ársins. Á sama tímabili í fyrra skilaði félagið 84 milljóna króna hagnaði og er meginskýringin á þessari breytingu sú að fjármagns- liðirnir eru nú neikvæðir um 798 milljónir króna en voru jákvæðir um 62 milljónir króna í fyrra. Á móti vegur að 82 milljóna króna hagnaður varð af sölu hlutabréfa og tveggja skipa á fyrri hluta þessa árs. Í fréttatilkynningu frá félaginu er þess einnig getið að sjómannaverk- fall í hálfan annan mánuð á besta rekstrartíma þess eigi þátt í tap- rekstrinum. Þar kemur jafnframt fram að tekjur Þorbjarnar Fiska- ness hafi ávallt verið hærri á fyrri hluta árs en þeim síðari.Það sem veldur hinum háu fjármagnsgjöldum eru erlendar skuldir félagsins, en vegna lækkunar gengis íslensku krónunnar hafa erlend lán hækkað mikið í krónum talið. Heildarskuldir eru 7,7 milljarðar króna og hafa hækkað um 780 milljónir króna frá áramótum. Um mitt ár í fyrra voru skuldir félagsins hins vegar 3,6 millj- arðar króna og hafa frá þeim tíma hækkað um 116%. Framlegð rekstrarins batnar frá síðasta ári Eigið fé félagsins var 11⁄2 milljarð- ur króna um áramótin en um mitt ár- ið var það komið niður í 1,2 milljarða króna. Þessi þróun skulda og eigin fjár veldur því að eiginfjárhlutfallið hefur lækkað verulega. Það var 24,4% um mitt ár í fyrra, 17,8% um áramótin en var 13,5% í lok júní.í ár . Framlegð rekstrar félagsins, það er hagnaður fyrir afskriftir sem hlutfall af tekjum, batnaði frá síð- asta ári og var 29,4% í ár miðað við 28% fyrir sama tímabil í fyrra. Hagnaður fyrir fjármagnsliði batn- aði einnig og var nú 391 milljón króna miðað við 184 milljónir króna í fyrra. Sama má segja um veltufé frá rekstri, það var 487 milljónir króna á fyrri hluta þessa árs en 280 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Sem hlutfall af tekjum lækkaði veltufé frá rekstri þó lítið eitt, því tekjurnar hækkuðu úr 1,2 í 2,2 milljarða milli ára. Í fréttatilkynningu frá Þorbirni Fiskanesi hf. kemur fram að í öllum þáttum starfseminnar séu horfur í rekstri nokkuð góðar um þessar mundir. Eiginfjárhlutfall Þorbjörns Fiskaness lækkar í 13,5% TRYGGVI Pálsson varaformaður stjórnar Verðbréfaþings Íslands segir aðspurður um vanhæfi stjórnarmanna og undirmanna framkvæmdastjóra þingsins til að fjalla um málefni Íslandssíma að farið hafi fram umræða um van- hæfisreglur þingsins og það hafi sett sér starfsreglur í því sam- bandi. Aðspurður hvort Verðbréfaþing- ið teljist stjórnvald og falli þar með undir stjórnsýslulög segir Tryggvi að þegar breytingar voru gerðar á kauphallarlögunum hafi Verðbréfaþingið hætt að vera stjórnvald í sama mæli og áður og þingið hafi fyrst og fremst eftirlit með því að reglum þess sjálfs sé fullnægt enda hafi þingaðilar og skráð félög gengist undir reglur og skyldur þingsins. Verðbréfa- þingið hafi sent Íslandssíma fyr- irspurn vegna afkomuviðvörunar- innar og fengið svör sem það telur ekki fullnægjandi og ekki þótt gefa nægjanlegar skýringar. Ákvörðun verði ekki tekin fyrr en svör Ís- landssíma hafa borist og fram að þeim tíma verði vandlega farið yfir mögulegt vanhæfi. Tryggvi segir að þingið geri sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem á því hvíli og mikilvægt sé að þingið hafi traust markaðarins. Fjármálaeftirlitið ekki myndað sér skoðun Páll Gunnar Pálsson forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir að sumir starfshættir Verðbréfaþings beri keim af stjórnsýsluvaldi. Páll segir að það sé fyrst og fremst Verð- bréfaþingsins að skýra afstöðu þingsins í því sambandi. Fjármála- eftirlitið áskilji sér síðan rétt til þess að hafa skoðun á því máli. Fjármálaeftirlitið hafi ekki skoðað þetta mál sérstaklega hvað svo sem síðar kunni að verða, segir Páll Gunnar. Aðspurður hvort hann telji að þau lög sem gildi séu ekki nægjanlega skýr segir Páll Gunnar að hann telji að ekki þurfi að breyta lögum. Verðbréfaþingið þurfi sjálft að taka afstöðu til málsins. Þær upplýsingar fengust frá við- skiptaráðuneytinu í gær að ráðu- neytið muni ekki tjá sig um mál Verðbréfaþings og Íslandssíma á meðan það sé í skoðun hjá Verð- bréfaþinginu. Álitamál hvort Verðbréfaþing teljist stjórnvald „Ekki stjórnvald í sama mæli og áður“ FISKIÐJUSAMLAG Húsavíkur sendi í gær frá sér níu mánaða uppgjör fyrir tímabilið 1. septem- ber 2000 til 31. maí 2001. Á þessu tímabili voru rekstrartekjur félagsins 1,3 milljarðar króna og rekstrarhagnaður fyrir afskriftir 145 milljónir króna, sem þýðir að framlag rekstrar var 11% á tíma- bilinu. Fjármagnsliðir voru nei- kvæðir um 173 milljónir króna og tap tímabilsins nam 129 milljónum króna. Eignir félagsins námu samtals 1,3 milljörðum króna í lok maí og þar af voru fastafjármunir tæpur einn milljarður króna. Rúmar eitt hundrað milljónir voru afskrifaðar á tímabilinu. Eigið fé nam 277 milljónum króna og skuldir voru rúmur einn milljarður króna. Eig- infjárhlutfall var 21% í lok maí í ár og hafði þá lækkað úr 25% frá því í lok ágúst í fyrra. Veltufé frá rekstri var 55 millj- ónir króna á tímabilinu. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að reikningar þess endur- spegli afkomu í sjávarútvegi á uppgjörstímabilinu og að gert sé ráð fyrir að jafnvægi muni ríkja í rekstri þess síðustu þrjá mánuði rekstrarársins. Níu mánaða uppgjör Fiskiðjusamlags Húsavíkur 129 milljóna króna tap                                ! "# "#$#%      & ' (&'    & )  "  *+ , )   * -  )* -  ". * -  " ** */     0 1 +     2) 3 4  * 5.4 6   0  89:;< ;:=;< 8>9=< 2?@3< ;3:;< ?=33< >9=>< 2:39< 2:;>< 2;?< 2@>< 2>?< 2>;< 8?@< ?=;< ?;9< >9=< ::8<  (   / 4 6   ! 8@@8< ;:93< 8>@8< 2?@2< ;3?>< ?=@:< >=2>< 2:93< 2:;>< 2>>< 233< 2?>< 2>>< 8>2< ?=9< ?@=< 2:2< ::8<  (   / 4 6   8@3;< ;:@=< 8>@8< 2?9?< ;3>9< ?=@>< >9@8< 2:;9< 2:;>< 2?;< 23?< 2?>< 2>=< 82;< >::< ?2;< >@2< ::8<  (   / 4 6 " ! 8@;?< ;:2:< 8>:9< 2?>=< ;89:< ?=>3< >92?< >===< 2:;>< 2::< 2>8< >3@< >99< 8::< ?3:< ?::< >28< ::8<  (   / 4 6  *  *  *    5/5.  8>:< 4/4*5  >::?* *   ?:33< A 44 #   !$ %&    ) + #(    5&  23(3: 7  /* (? (   ",(      AB8::C7 29=(?:=2< ?:=@< ?33;(?@2:< ?@@>< ?@@>< ??:;< ????< ?:=@< %#  DA   *    * 73: 4 "+   -A7   -A7 ?7(27C ??@?< ?9:9< 9;:< 9;:(?:@3< " ! ,&6A-  /*A--   *A-23 7  *A-3: 7   AE/ (    /*A-  9:;(93@< ??82< ?39:< ?@23< ?3=?(?@3=< ?:9@(???@< ?@@;<  A- A- ,)* A-   *(    "&6 A-23 '*- +;9  /*A- 3=9< 9:9< 988(??:8< ?:3>(??2@< ?33;< ?@2:< ?@38<   ! F++  "+   "+  23 "+  ;9 "+  3: A  /*A- 8@8(?:8< 88>< ?33=< ?@?=< ?@2:< ?:9?< ?@3=< ' A)  A ?7C >7C 27C =:9< ?:>9< ?:39< ??39< GUÐJÓN Már Guðjónsson, stjórnarformaður OZ og eig- andi eignarhaldsfélagsins Lux Communications sem á 5,18% í Íslandssíma, segir í yfirlýsingu sem hann sendi Morgunblaðinu í gær vegna sölu á tæpum 3% af hlutafjár- eign félagsins í Íslandssíma: „Sala á þeim hluta sem til umræðu hefur verið átti sér stað innan hluthafahóps Ís- landssíma skömmu áður en útboð fór fram, vegna upp- gjörs á milli aðila. Ég lít á fjárfestingu í fyrirtækinu sem langtímafjárfestingu og mun að öðru leyti ekki tjá mig um þetta mál.“ Uppgjör innan hluthafa- hóps Ís- landssíma HELSINGIN Sanomat er stærsta dagblað á Norðurlöndum, lesið af um fjórðungi finnsku þjóðarinnar á hverjum degi. Blaðið er í eigu fjöl- miðlarisans Sanoma WSOY, en fyr- irtækið er það stærsta sinnar teg- undar á Norðurlöndunum. Auk Helsingin Sanomat gefur það út Ilta- Sanomat, stærsta æsifréttablað Finnlands, auk daglegra fjármála- tíðinda, Taloussanomat. Fyrirtækið er ört stækkandi á fjölmiðlamarkaði og hefur aukið um- svif sín verulega að undanförnu. Stjórnendur Sanoma WSOY töldu ekki möguleika á frekari stækkun á finnskum markaði og því var ákveðið að færa út kvíarnar bæði til austurs og vesturs. Kaupir fjölmiðla í Rússlandi og Hollandi Nýlega keypti Sanoma WSOY 19% hlut í Smena, sem er annað stærsta dagblað í St. Pétursborg í Rússlandi. Þá hóf fyrirtækið innreið sína á evrópskan tímaritamarkað með kaupum á VNU, fimmta stærsta tímaritaútgefanda í álfunni. Kaup- verðið var rúmur milljarður dala. Auk útgáfu dagblaða og tímarita hefur Sanoma WSOY rekið fréttavef síðan 1999 og hyggst fyrirtækið leggja enn meiri áherslu á netútgáfu þegar fram í sækir. Mest áhersla verður þó lögð á útgáfu tímarita en á þeim markaði sér fyrirtækið mesta möguleika. Finnskur fjölmiðla- risi eykur umsvif NORSKA símafélagið Telenor hefur keypt ungverska símafélagið Pann- on af KPN, Sonera og Tele Danmark fyrir sem samsvarar um 100 millj- örðum íslenskra króna, að því er m.a. kemur fram á fréttavef Dagens Næringsliv. Pannon er þriðja fyrirtækið sem Telenor fjárfestir svo mikið í á skömmum tíma. Fyrir tveim vikum keypti Telenor sjónvarpsfyrirtækið Canal Digital fyrir tæpa 30 milljarða íslenskra króna og fyrr í sumar keypti Telenor hlut British Telecom í Telenordia. Fyrirhugað er að auka hlut Telenor í malasíska fjarskipta- fyrirtækinu digi.com. Tormod Hermansen, forstjóri Telenor, hefur lýst því yfir að hluta- fjáraukning upp á 15 milljarða norskra króna, um 165 milljarða ís- lenskra króna, sé nauðsynleg til að viðhalda vexti fyrirtækisins. Norsk stjórnvöld hafa ekki tekið undir þetta sjónarmið. Telenor fjár- festir í Ung- verjalandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.