Morgunblaðið - 27.07.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.07.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Lið á Spáni, í Frakklandi og Portú- gal hafa áhuga á Róberti / C1 Fylkismenn misstu tvö dýrmæt stig í toppbaráttunni / C3 8 SÍÐUR Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is 4 SÍÐUR Sérblöð í dag Á FÖSTUDÖGUM FÉLAG íslenskra bifreiðaeigenda telur að nú sé kominn tími til að olíu- félögin lækki verð bensínlítrans um að minnsta kosti 5 krónur. „Í ljósi þróunar á markaði og þessara já- kvæðu teikna sem eru núna, það er að segja að heimsmarkaðurinn hefur gengið niður annars vegar og hins vegar hefur krónan heldur styrkst, þá er lag til lækkunar um þessar mundir. Miðað við þessar forsendur sem við horfum í og í samræmi við álagningu félaganna undanfarið má segja að það liggi þarna um fimm krónur sem er hægt að lækka 95 oktana bensínlítrann um. Díselol- íuna má einnig lækka,“ segir Run- ólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Í tilkynningu frá FÍB segir að talsmenn olíufélaganna hafi undan- farið talað um að félögin hafi orðið að taka á sig mikið gengistap á fyrri helmingi ársins. Þar sem gengi krónunnar hafi styrkst á ný gagn- vart bandaríkjadollara hljóti nú að vera um umtalsverðan gengishagn- að þeirra að ræða samkvæmt sömu bókhaldsaðferðum. Það sé því ljóst að nú sé svigrúm til umtalsverðrar lækkunar á bensínverði til íslenskra bifreiðaeigenda. Mánaðamót tími verðbreyt- inga á þessum markaði Að sögn Runólfs hafa mánaðamót gjarnan verið tími verðbreytinga á þessum markaði undanfarin ár en þó séu á því undantekningar. Hann nefnir sem dæmi að verðbreytingar hafi átt sér stað 25. júní síðastliðinn og svo aftur 1. júlí og sama hafi verið upp á teningnum í maímánuði, en þá hafi orðið verðbreytingar oftar en einu sinni. „Það er komið það nálægt mánaðamótum að það er ljóst að yf- irlýsing OPEC-ríkjanna um að draga úr framleiðslu er ekki farin að FÍB hvetur til lækk- unar á bensínverði hafa áhrif á bensínverðið. Við erum samt sem áður að sjá mjög hátt bensínverð á heimsmarkaði, saman- borið við meðalheimsmarkaðsverð á síðasta áratug,“ segir Runólfur. Hann segir að hækkunin eigi ræt- ur að rekja til þess að OPEC-ríkin hafi náð samstöðu um að skera niður framleiðslu, en síðan hafi í sjálfu sér fylgt í kjölfarið ákveðin efnahags- lægð í hinum iðnvædda heimi og það hafi dregið aðeins úr eftirspurn. Þetta fylgist í sjálfu sér svolítið að og sú staða sé í rauninni uppi núna. „Maður les bæði þessa skoðun sér- fræðinga um að verðið muni frekar lækka áfram og hins vegar heyrast líka þær raddir að það sé kannski komið að því að það fari ekki mikið niður fyrir það sem það er um þess- ar mundir og ef til vill muni viðleitni OPEC meðal annars til að draga enn úr framleiðslunni með haustinu styrkja það,“ segir Runólfur. LÓÐSINN í Vest- mannaeyjum kom í gær til Grindavíkur með Ted Briggs, eina eftirlifandi skipverj- ann af breska herskip- inu Hood. Briggs hafði daginn áður tekið þátt í minningarathöfn um áhöfn Hood en 1.415 manns fórust þegar skipið sökk eftir skammvinna viðureign við þýska herskipið Bismarck 24. maí 1941. Ágúst Bergsson, skipstjóri á Lóðsinum, sagði í samtali við Morgunblaðið að ferðin hefði geng- ið eins og í sögu. Sjórinn hefði verið því sem næst rennisléttur og allar aðstæður eins og best yrði á kosið. Lóðsinn lagði upp frá Vestmanna- eyjum aðfaranótt þriðjudags en Briggs ásamt myndatöku- og blaða- mönnum kom um borð í Grindavík um morguninn. Þá tók við um sólar- hringssigling talsvert inn í græn- lensku lögsöguna. Þar var fyrir Northern Horizon, skip leitarleið- angursins sem fann flak Hood. Briggs, sem er hálfáttræður, var ferjaður um borð í Northern Hori- zon með gúmmíbát. Þar tók hann þátt í minningarathöfn um áhöfn Hood og lagði m.a. blómsveig á hafflötinn fyrir ofan flakið. Þá var minningar- skjöldur um þá sem fórust með Hood fest- ur við flakið. Á skjöld- inn er festur geisla- diskur með nöfnum hinna föllnu skipverja. Breska sjónvarps- stöðin Channel 4 stendur straum af kostnaði við leitina að Hood en sjónvarps- stöðin vinnur nú að heimildarmynd um Hood og Bismarck. Í viðtali við Channel 4 sagði Briggs að margir ættingjar þeirra sem fórust hafi haft samband við sig áður en hann lagði af stað. Þeir hafi lýst yfir ánægju sinni með ferð- ina. „Þetta er tækifæri til að kveðja þá sem létust í hinsta sinn. Ég held að hinir látnu hefðu viljað vita að þeir hafa ekki gleymst. Mér finnst sem ég skuldi þeim lífgjöfina og mér beri skylda til að heimsækja skipið og votta þeim virðingu mína,“ sagði Briggs. „Ég hef lengi hugsað um að gera þetta. Ég hefði löngu átt að vera búinn að láta verða af þessu. Ég er mjög stoltur af því og mér er létt,“ sagði Briggs. Channel 4 Ted Briggs lagði blómsveig á hafflötinn fyrir ofan flakið af Hood. Hinsta kveðja til áhafnar HMS Hood Ted Briggs UNNIÐ er ötullega að endurgerð brúar yfir Skaftá við Eldvatn hjá Ás- um í Vestur-Skaftafellssýslu því ætl- unin er að ljúka verkinu fyrir versl- unarmannahelgi. Þorbjörn Pálsson, rekstrarstjóri hjá Sandafli ehf., sem er aðalverktaki Vegagerðarinnar við framkvæmdirnar, segir að takist þeim ætlunarverk sitt ljúki viðgerð- um tveimur vikum á undan áætlun. Hann segir að undirverktaki við framkvæmdina sé Drangur ehf., skipasmíðastöð í Vestmannaeyjum. Upphaflega segir hann bara hafa átt að sandblása stálið og mála, en svo hafi komið í ljós að skipta þurfti um tréverk í brúnni að mestu. Þeir virtust óhræddir mennirnir sem unnu við brúna í gær, en Þor- björn segir fyllsta öryggis gætt. „Þeir eru með öryggisnet fimm metra undir brúnni,“ sagði Þorbjörn og bætti við að mennirnir væru að auki með sjö metra langa öryggislínu í sér. „Slysin verða helst þannig að of stutt er í öryggislínunni, en þá getur komið slinkur á menn ef þeir detta,“ sagði hann. Morgunblaðið/Rax Sæmundur Oddsteinsson, Lúðvík Bjarnason og Arnar Páll Gíslason við störf í gær. Nota öryggisnet og línu að auki FÓLKSBÍLL með fimm manns innanborðs valt út af veginum um Kaldbaksvík í Strandasýslu um klukkan níu í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hólmavík sluppu far- þegarnir ómeiddir. Ökumaður meiddist lítillega og ætlaði sjálfur að leita sér læknisaðstoðar á Hólmavík. Allir sem voru í bílnum voru með bílbeltin spennt en lög- reglan segir fullvíst að mun verr hefði farið hefði fólkið ekki verið í beltum. Ökumaður sem grunaður er um ölvun við akstur ók bíl sínum upp á umferðareyju við gatnamót Sæ- brautar og Súðarvogs síðdegis í gær. Bíllinn skall harkalega á ljósastaur og voru bæði ökumaður og farþegi fluttir á slysadeild. Strætisvagn og fólksbíll lentu í árekstri á gatnamótum Borgar- túns og Kringlumýrarbrautar laust eftir klukkan sjö í gær. Þá varð þriggja bíla árekstur á Hring- braut í hádeginu. Nokkru áður höfðu tveir bílar skollið saman á gatnamótum Sóleyjargötu og Njarðargötu. Eins og hálfs árs gamalt barn varð undir bíl við Arnarsmára í Kópavogi um áttaleytið í gær- kvöldi. Barnið var með meðvitund en var flutt með sjúkrabifreið á slysadeild til rannsóknar. Að sögn lögreglunnar í Kópa- vogi vildi slysið þannig til að bif- reið, er verið var að bakka úr stæði, lenti á barninu sem fór undir bílinn án þess þó að verða fyrir dekkjum hans. Sluppu vel úr bílveltu Barn undir bíl í Kópavogi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.