Morgunblaðið - 27.07.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.07.2001, Blaðsíða 39
með börnin og stundum gist í Búð- arnesi og þær stundir eru mér dýr- mætar. Þá var oft margt brallað en það var þannig með okkur ömmu að við þurftum ekki orð til að skilja hvor aðra. Okkur fannst báðum gaman að spila bridge og þó að hvorug kynni mikið létu hinir sem snjallari eru sig hafa það og spiluðu við okkur. Þá var gaman og oft mikið hlegið og erfitt að hætta þótt klukkan væri orðin margt. Oft langaði okkur í bíltúr en að ferðast um landið var eitt af því sem amma naut svo vel. Það var sama um hvaða sveit var farið á land- inu, alltaf þekkti amma til staðhátta og manna sem þar höfðu lifðað og hafði yfir vísur til að leggja áherslu á mál sitt. Bæjarnöfn gekk henni vel að muna og það var gaman að hlýða henni yfir. Þannig kenndi hún mér að meta fósturjörðina og bera virðingu fyrir sköpuninni. Hlutskipti ömmu í lífinu var að byggja upp jörðina og reisa mynd- arbýlið Búðarnes ásamt afa og ala upp börnin og hvetja þau og styrkja í því sem þau tóku sér fyrir hendur. Hún hafði ýmsa hæfileika sem hefðu ef til vill nýst öðruvísi á öðrum vett- vangi en þetta var hennar leiksvið. Hún hafði yndi af söng og spilaði töluvert á orgel og skildi nú lítið í því að ég þyrfti þessar nótur þegar ég var að reyna að læra á sínum tíma. Lestur góðra bóka var henni mikið áhugamál og í hvert sinn sem hún lagðist til hvílu hafði hún eitthvað að lesa og þannig auðgaði hún anda sinn. Trú hennar var sterk og einlæg og hún var sátt við Guð og menn, það ræddum við síðast þegar við hitt- umst, og þótt hún segði það ekki fann ég að hún vissi hvað biði hennar. Vissulega fékk amma að finna fyr- ir veikindum og fór í erfiða aðgerð fyrir ellefu árum og var henni ekki spáð langlífi þá. En amma bognaði þá en brotnaði eigi, eins og hún orð- aði það sjálf í ljóði til dóttur sinnar, og barðist sem hetja og tók því sem að höndum bar með einstöku æðru- leysi. Síðar fór hún í tvær geislameð- ferðir og sú síðasta var nú fyrir jólin og þó að hún hafi verið þreytt gerð- um við margt ógleymanlegt saman þá. Það var yndislegt að sjá hvað þær mamma nutu þessa tíma saman þótt þær svæfu ekki lengi á sama stað þessar vikurnar. Síðasta ferðalag ömmu var til Vestmannaeyja um páskana þegar okkur var boðið í fermingarveislu, þar átti hún góðan tíma með fjölskyldunni og naut þess líka þegar Rúnar kom og spilaði á gítarinn og við sungum öll saman. Ég þakka þér elsku amma fyrir allt sem þú gafst mér. Ég veit að það var einlæg trú þín að til væri líf eftir dauðann og að við munum hittast á ný. Því langar mig að enda þetta á vísu sem þú sendir mér eitt sinn um jól þegar ég bjó erlendis og þau orð geta eins átt við frá mér til þín nú er þú ert farin; Þú ert svo langt í burtu elsku nafna mín nú eru jólin komin með björtu ljósin sín. Þig englar drottins verndi og vaki yfir þér ég veit þú kemur aftur og dvelur stund hjá mér. Guð geymi þig. Ebba Margrét Magnúsdóttir. Elsku amma okkar, nú hittist þið afi á ný eftir aðeins nokkurra mán- aða aðskilnað. Við vitum að ykkur líður mjög vel núna og hvílist eftir að hafa lagt ykkur öll fram við búskap- inn í Búðarnesi mestan hluta ævinn- ar. Við systkinin eigum margar góð- ar minningar úr sveitinni. Á vorin tókum við þátt í sauðburðinum, um sumarið hjálpuðum við til við hey- skapinn og svo á haustin við göng- urnar. Þess utan var alltaf gaman að koma í heimsókn í Búðarnes og alltaf var vel lagt á borð hjá ömmu, hún passaði vel upp á að enginn færi svangur frá borðinu. Þegar við hugs- um til Ebbu ömmu þá var hún yf- irleitt í eldhúsinu í Búðarnesi að hugsa um mat og kaffi fyrir heima- fólkið, vinnufólk og gesti. Hún talaði alltaf um að hún ætti nú ekkert sér- stakt til að bjóða upp á, en tíndi svo fram ótal kræsingar svo fólk varð bókstaflega að stoppa hana af. Hún lét heldur ekki sitt eftir liggja við bú- skapinn og hjálpaði til þegar hún hafði tíma, en þannig var amma allt- af, harðdugleg, ósérhlífin og kvartaði ekki þrátt fyrir mikið annríki og oft slæma heilsu. Amma var mjög léttlynd og gat alltaf séð jákvæðar hliðar á hlutun- um, hún hló oft innilega þegar við vorum að gera að gamni okkar. Hún var alltaf svo blíð og góð við okkur krakkana og alla sem hún umgekkst, alltaf fundum við fyrir hjartahlýju hennar hvernig sem stóð á hjá henni. Elsku amma, við minnumst þín með söknuði og fjölmörgum góðum minningum. Við vitum þó að núna líð- ur þér vel og þarft ekki lengur að kljást við erfið veikindi. Þín ömmubörn, Brynjar Þór, Sigurbjörg Ýr og Guðrún Hildur Guðmundsbörn. Fyrir rúmum tíu árum fórum við amma einn vordag í bíltúr og keyrð- um frá Búðarnesi að Hólum í Hjalta- dal og hring í Skagafiði. Á leiðinni sagði amma mér frá frændfólki okk- ar sem bjó á bæjum í Blönduhlíðinni. Mig grunaði ekki þá að ég ætti eftir að eiga heimili á einum bænum þar og vinna svipuð störf að hluta til og amma áður vann. Húsmóður- og sveitastörf sem nú eru samt mjög ólík því sem amma vandist þegar hún var ung. Það hefur eflaust oft verið unninn langur dagur þegar þau afi voru að byggja upp jörðina sína og eiga börnin öll. Hún amma ól upp sjö börn og átti orðið stóran hóp barna- barna og langömmubarna. Hún var stolt af hópnum sínum og hennar metnaður var að hlúa að honum og gleðjast yfir áföngum í lífi allra. Hún vildi fyrst og fremst að allir væru heiðvirðar og sannar manneskjur. Hún hafði lag á því að fá mann til að líta björtum augum á tilveruna og sagði óðara að hlutirnir gætu verið verri ef maður kvartaði eitthvað. Það mikilsverðasta sem mér finnst ég hafa lært af henni ömmu er að vera sönn í mínu þótt eitthvað bjáti á. Hún var höfðingi heim að sækja og ég hugsa oft um það síðan ég flutti í sveitina hvernig líf hennar hefur ver- ið, að hlúa að heimilinu og gera vel við gesti og gangandi. Amma unni náttúrunni og átti fallegan garð á meðan hún hafði þrótt til þess að hugsa um hann. Henni fannst mjög gaman að ferðast um landið og naut þess að skoða og fræðast. Það var gaman að geta farið með henni í nokkrar ferðir þegar ég var barn og unglingur. Þótt ég hafi alls ekki átt von á því fyrir tíu dögum að amma væri að kveðja settist að mér sú tilfinning að ég yrði að heimsækja hana sem fyrst. Ég hafði það á orði, að um leið og færi að rigna færi ég norður. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa getað heimsótt hana sunnudaginn áður en hún dó. Krakkarnir sungu lög fyrir langömmu og áður en við vissum af var amma farin að syngja með. Hún amma var afar ljóðelsk og kenndi okkur barnabörnunum vísur og kvæði. Það var alltaf gaman að hlusta á hana fara með kvæði og tala um þau. Vísur hennar sjálfrar eru líka perlur í sjóð minninga okkar sem hana þekktum. „Nú er hann langafi glaður að langamma er kom- in til hans upp í himininn,“ minning þeirra lifir og styrkir okkur sem eftir erum í dagsins önn. Lára Gunndís Magnúsdóttir og fjölskylda.  Fleiri minningargreinar um Ebbu Guðmundsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 39 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Traust persónuleg alhliða útfararþjónusta. Áratuga reynsla. Símar 567 9110 & 893 8638 utfarir.is Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284 ✝ Anna Helgadótt-ir fæddist í Súða- vík 9. ágúst 1929. Hún lést á Landspít- ala Landakoti að kvöldi 15. júlí síðast- liðins. Foreldrar hennar voru Helgi Jón Jónsson, verka- maður og skáld, f. 23.6. 1880, d. 21.2. 1959, og kona hans Pálína Sigurðardótt- ir, f. 23.9. 1889, d. 30.8. 1966. Systkini Önnu eru Símon Jó- hann, f. 1909, d. 1988, Soffía Magdalena, f. 1910, d. 1986, Snorri, f. 1912, d. 1914, Friðrika, f. 1913, d. 1914, Friðrik, f. 1915, d. 1942, Sigurður Friðgeir, f. 20.11. 1917, Marsibil Guðmunda, f. 15.1. 1921, og Heiðrún, f. 1931, d. 1997. Anna giftist eftirlifandi eigin- manni sínum, Jóni Bryntý Zoëga Magnússyni, 29. september 1951. Börn þeirra eru fjögur: Pálína Ellen, f. 11.7. 1952, eigin- maður hennar er Örn S. Björnsson, f. 26.6. 1944; Jóhanna Guðrún Zoëga, f. 2.6. 1956, eiginmað- ur hennar er Ragn- ar Ólafsson, f. 30.10. 1954, og eru börn þeirra Ólafur Krist- ján, f. 19.10. 1974, unnusta hans er Guðrún Alda Harðardóttir, f. 12.6. 1976, Jón Bryntýr, f. 4.4. 1979, og Anna Helga, f. 4.5. 1985; Helgi Jón, f. 9.10. 1960; og Heið- ar Bryntýr, f. 8.12. 1964. Útför Önnu fer fram frá Há- teigskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Elsku mamma, mikið munum við systkinin sakna þín og pabbi okkar þó allra mest, því foreldrar okkar voru afar samrýndir og stóðu dyggi- lega saman alla tíð og gott er að eiga slíka foreldra. Þau hefðu haldið upp á gullbrúðkaup sitt í haust, hefði mamma lifað. En við eigum margar góðar minningar um mömmu og það er hughreystandi að rifja þær upp. Mamma okkar fluttist frá Súðavík til Ísafjarðar með foreldrum sínum, var hún þá fimm ára. Var hún einnig hjá systur sinni Marsibil Guðmundu, Mummu, og manni hennar Jens Guðmundssyni á Lónseyri við Ísa- fjarðardjúp í uppvextinum, sem við systkinin vorum síðar hjá í sveit á sumrin, hvert af öðru. Til Reykjavík- ur flutti mamma um miðjan fimmta áratug síðustu aldar, vann fyrst í Botnsskála í Hvalfirði, síðar í Litlu blómabúðinni á Laugavegi hjá Jó- hönnu J. Zoëga. Það var árið 1949 að hún kynntist þar syni hennar, Jóni Bryntý, sem varð eiginmaður henn- ar tveimur árum síðar. Mamma var fær blómaskreytingakona og voru blómastörfin rauður þráður í störf- um hennar utan heimilis. Hún vann síðar í Árbæjarblómi, sem hún eign- aðist seinna og rak um nokkurra ára skeið. Einnig vann hún í Blómabúð- inni Flóru. Seinna vann hún í gjafa- vöruversluninni Tókýó í Hafnar- stræti, í bakaríi og þvottahúsi og þá er ekki allt upp talið því lífsbaráttan var hörð, foreldrar okkar fóru ekki varhluta af húsnæðiseklunni eftir stríðið og sveiflum í hag þjóðarinnar í heild. Mamma var fæddur listmálari, lærði til þess á Ísafirði og einnig hér fyrir sunnan. Hæfileikar hennar urðu Magnúsi bróður pabba fljótt ljósir og gaf hann mömmu hennar fyrstu málaratrönur. Eftir hana liggja uppundir fjörutíu málverk í olíulitum hjá ættingjum og ýmsum öðrum vítt og breitt merkt henni með AH. Hún málaði aðallega lands- lag og uppstillingar en líka margar minni myndir fyrir okkur börnin í fjölskyldunni af englum, dvergum og jólasveinum. Seinni árin skipti hún yfir í vatnsliti og málaði nokkrar slíkar. Elsku mamma. Þú varst sannköll- uð kjarnakona og hetja. Far þú í friði. Pálína Ellen, Jóhanna Guðrún, Helgi Jón og Heiðar Bryntýr Jóns og Önnubörn. Elsku frænka – nei nafna. Þú vild- ir ekki heyra frænka heldur nafna þar sem ég var skírð í höfuðið á þér. Þegar þið yngstu systurnar fluttuð til Reykjavíkur frá Ísafirði til að vinna, þú u.þ.b. 18 ára og mamma 16 ára, leigðuð þið saman herbergi og voruð alla tíð samrýndar. Kynntust mannsefnum ykkar og giftust og byrjuðu að eignast börn. Þegar mamma ætlaði að skíra mig Helgu sagðist þú eiga það nafn þar sem þið Jón voruð gift og þú ætlaðir að skíra Helga Jón Jónsson ef þú eignaðist strák í höfuðuð á afa skáldi frá Súða- vík. Fannst þér heillaráð að skíra mig í höfuðið á þér, þar sem nafnið væri alveg eins afturábak og áfram og svo varð. Svo sannarlega naut ég þess að heita þessu nafni og þú hélst alltaf upp á mig og varst mér svo góð. Langar mig að þakka allar góðu stundirnar á Bergþórugötunni, í sumarbústaðnum við Elliðaárvatn og í Hraunbænum. Bæði sorgir og gleði á tímum þar sem fjölskyldurn- ar hittust á hverjum sunnudegi og samgangur fjölskyldnanna var mik- ill. Þú varst með afbrigðum listræn, málaðir, föndraðir og varst mikil saumakona. Heilsuleysi þitt var mik- ið og sérstaklega hin síðar ár en Jón var ósérhlífinn að keyra þig í hjóla- stólnum um allt. Þegar mamma veiktist og lagðist inn á Landspítal- ann komuð þig Jón nær daglega og tókst þú það mjög nærri þér að litla systir væri að dauða komin. Eftir að hún lést í júní 1997 hrakaði heilsu þinni fljótlega og má segja að þú haf- ir ekki náð þér síðan. Vona ég að þú hittir nú systur þínar og takir gleði þína á ný. Samúðarkveðjur frá okkur Ronna og börnunum til þín, Jón minn, og barnanna ykkar, Pálínu, Jóhönnu, Helga og Heiðari, tengdasonum og barnabörnum. Guð styrki ykkur í sorg ykkar. Anna Einarsdóttir. ANNA HELGADÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Önnu Helgadóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.