Morgunblaðið - 27.07.2001, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 27.07.2001, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. Þú getur tilkynnt aðsetursskipti á www.postur.is Veit Pósturinn hvar þú býrð .....á bólur........... ÁBURÐUR MEÐ DJÚPVIRKUM ENSÍMUM Fæst í apótekum og heilsubúðum. X Y Z E T A / S Í A ÁKVEÐIÐ var á fundi Alþjóða- hvalveiðiráðsins í Lundúnum í gær að framlengja banni við hvalveið- um í ágóðaskyni um eitt ár. Þar með fór út um þúfur tilraun, sem Japanir og Norðmenn fóru einkum fyrir, til að fá aflétt banninu, sem staðið hefur í 15 ár. Árni M. Mat- hiesen sjávarútvegsráðherra segir bannið í engu breyta áformum Ís- lendinga um undirbúning veiða. Ekki kom til þess að greidd væru atkvæði um hvort aflétta bæri banninu, einkum sökum þess að fulltrúar á fundinum komu sér ekki saman um hvaða stjórnkerfi ætti að styðjast við, yrðu takmark- aðar veiðar heimilaðar. Árni M. Mathiesen sjávarút- vegsráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að íslensk stjórnvöld hefðu aldrei búist við því að þessi tilraun Norðmanna og Japana tækist. Niðurstaðan breytti því í raun engu varðandi áætlanir Íslendinga um að hefja hvalveiðar. „Það hefði breytt okk- ar áformum hefði banninu verið af- létt, en það að bannið haldi áfram, breytir engu um það sem við höf- um verið að undirbúa,“ sagði Árni. Aðspurður hvort hann sæi fram á að hvalveiðiráðið myndi aflétta banninu í næstu framtíð sagði Árni að hann leyfði sér ávallt að vona. Afstaða þeirra þjóða í hvalveiði- ráðinu sem eru andvígar hvalveið- um hafi þó ekki orðið til þess að auka honum bjartsýni. Fulltrúar Japana sögðu í samtölum við fréttamenn að veiðibannið væri út- rætt að sinni en boðuðu að málið yrði tekið upp á næsta ári þegar ráðið fundar í Tókýó. „Hvað veiði- bannið varðar hefur verið staðfest að það mun gilda í eitt ár til við- bótar,“ sagði fulltrúi japanskra stjórnvalda. Fulltrúar umhverfissamtaka fögnuðu þessum málalokum. Felld var tillaga um „hvalaverndunar- svæði“ í Suður-Kyrrahafi. Ársfundi hvalveiðiráðsins lýkur í dag. Breytir ekki áformunum Lundúnum. AFP. Sjávarútvegsráðherra um framlengingu hvalveiðibanns FJALLSJÖKULL í Austur-Skafta- fellssýslu hefur hopað um rúma hundrað metra frá árinu 1996 en á meðfylgjandi mynd má sjá stórbrot- ið landslag jökulsins. Og þótt fis- flugvélin sé ekki stór í verunni verður hún agnarsmá yfir jökul- breiðunni. Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur hjá vatnamælingum Orkustofnunar, segir að ástæðan fyrir því sé annars vegar hlýnun á loftslagi sem hefur mest að segja og hins vegar til- tölulega lítil úrkoma síðustu ár. Segir hann að íslenskir jöklar hafi nánast allir hopað síðastliðin fjögur ár. Að sögn Odds rann Fjallsjökull áður saman við Breiðamerkurjökul en þeir slitnuðu í sundur árið 1946. „Breiðamerkurjökull hefur hopað einna mest íslenskra jökla. Byrjað var að mæla hann árið 1932 og síð- an þá hefur hann hopað um rúma þrjá kílómetra.“ Ljósmynd/GÓ Fjallsjökull hefur hopað um 100 metra gervitunglatækni. Þá sé verið að færa fundarstaði plantna í Surtsey á tölvutækt form. Leiðangursmenn fengu heimsókn tveggja japanskra jarðfræðinga til Surtseyjar, ásamt forstjóra og starfsmanni Náttúrufræðistofu Suðurlands. Japanarnir voru komn- ir í þeim tilgangi að sannprófa nýja tækni til að aldursgreina berg- kviku. Íslensku vísindamennirnir fylgd- ust með ástandi fuglalífs á svæðinu og að sögn Sturlu setja mávarnir eðlilega mestan svip á eyna. Þar eru einnig um sextíu rituhreiður í sjáv- arbjargi og fýll verpur þar í hömr- um og einnig uppi í gígunum. Hann segir, að það markverðasta af fugl- um að segja hafi samt verið, að þarna búi snjótittlingar og hafi þeir verið þarna með unga. Leiðang- ursmenn, sem voru í Surtsey 15. júní í sumar, hafi fundið eitt hreiður með þremur eggjum uppi í hraun- gígnum. „Einnig er hugsanlegt að máríatla hafi orpið í hraunskúta í Surtsey í vor, því hún er orðin þarna hagvön og sást núna á flögri með stálpaða unga,“ segir hann. Lundinn nemur líka land Að sögn Sturlu var fróðlegt að sjá upprótaðar holur í gróðurþekju sunnan við mávabólið. Þeir félagar álitu að þessi ummerki væru eftir lunda, sem væru að gera þarna fyrstu tilraun til landnáms. „Þarna var ungt lundapar að fá úthlutað fyrstu lóðinni fyrir nýbýlið,“ segir hann. Sturla segir að mávarnir beri stöðugt æti og plöntuleifar til eyj- arinnar og við það aukist gróskan á aðallandnámssvæðinu sunnanvert í Surtsey. Gróðursvæðið sé að breið- ast út til austurs, en þangað sé mávavarpið að flytjast. Annars staðar í sandorpnu hrauninu, þar sem fjöruarfinn ráði ríkjum, sé gróður einnig að þéttast smám sam- an, en þar komi mávurinn ekki við sögu. Að hans sögn brýtur sjór nú ört af norðurskaga eyjarinnar og hefur myndað vík í nesið, þar sem í fyrra hafi orðið jarðsig í eynni. AUGNFRÓ, ný tegund háplantna, hefur bæst í lífríki Surtseyjar, en vísindamenn voru í eyjunni í þriggja daga leiðangri sem lauk í gær. Líffræðingarnir dr. Sturla Friðriksson og dr. Borgþór Magn- ússon, ásamt Sigmari Metúsal- emssyni landfræðingi, voru þar á ferð í þetta skipti. Að sögn Sturlu þótti þeim mark- verðast að finna enn eina nýja teg- und háplantna, sem bæst hefur í líf- ríki Surtseyjar eða augnfró eins og fyrr segir. Augnfró vex hér á landi venjulega á harðbölum, en þarna var hún hvanngræn og grósku- mikil, þar sem hún dafnaði í máva- dritinu. Sturla segir að þeir hafi fundið aftur 45 tegundir af þeim 56 há- plöntutegundum, sem hafi numið land í Surtsey í 38 ára sögu eyj- arinnar. Sumar þeirra 11 tegunda, sem þeir hafi ekki séð í þessari ferð, séu vandfundnar plöntur, en aðrar hafi ekki náð að sigrast á erfiðum aðstæðum í nýja landinu og hafi lot- ið í lægra haldi vegna ytri skilyrða. Nú er unnt að staðsetja með GPS- miðunartækjum fundarstaði ein- stakra sjaldséðra plantna og segir Sturla að það auðveldi alla könnun og úrvinnslu gagna. „Áður þurfti að merkja hverja plöntu með núm- eruðum hælum, til þess að staðsetja tilveru hennar,“ segir hann og bendir á að í þessari ferð hafi ein- mitt verið unnið að því að hnitmiða út þessa gömlu hæla með aðstoð Ný plöntutegund í Surtsey Augnfró er nýjasti landnemi háplantna í Surtsey. Ljósmynd/Sturla Friðriksson ÍSLENSKA ákvæðið á 6. aðildar- ríkjaþingi Kyoto-samkomulagsins, sem haldið er í Bonn í Þýskalandi, verður að öllum líkindum ekki tekið til afgreiðslu fyrr en á 7. aðildarríkja- þinginu, sem fram fer í Marakesh í Marokkó í nóvember nk. Halldór Þor- geirsson, skrifstofustjóri sjálfbærrar þróunar og alþjóðamála hjá umhverf- isráðuneytinu, sem á sæti í íslensku samninganefndinni, segir að íslenska ákvæðið sé hluti af öðrum málaflokk- um, sem vonir stóðu til að samþykktir yrðu í dag, á grundvelli pólitískrar niðurstöðu sem náðist sl. mánudag. „Vinnan hefur gengið samkvæmt áætlun en það er mikið mál að útfæra öll tækniatriðin. Það er margt sem bendir til þess að í stað þess að ljúka þessum málum hér verði þráðurinn tekinn upp í Marakesh. Verði það nið- urstaðan, verður málið sem snýr að Íslandi ekki tekið til afgreiðslu á morgun frekar en önnur mál.“ Íslenska ákvæðið bíður til hausts  Markmið/30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.