Morgunblaðið - 27.07.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.07.2001, Blaðsíða 19
VERÐ á eldislaxi á mörkuðum Evrópusam- bandsins er í lágmarki um þessar mundir en forsvarsmenn íslenskra eldisfyrirtækja, sem selja fyrst og fremst til Bandaríkjanna, hafa ekki áhyggjur af stöð- unni. Annars vegar sé um tímabundið ástand að ræða og hins vegar sé reynt að ganga frá samn- ingum þegar verðið sé sem hæst. Um 200 kr. fást fyrir kg af smáum laxi en á sama tíma í fyrra feng- ust um 400 kr. fyrir kg af norskum eldislaxi. Jón- atan Þórðarson, framkvæmdastjóri Silungs ehf., segir að verðið, 21 norsk króna, hafi oft sést, en verðið haldist ekki lengi og það hækki fljótlega aft- ur. Jónatan segir að verðið á markaðn- um í New York sé líka lágt um þessar mundir en það sé einnig tímabundið ástand og hafi engin áhrif hérna. „Þetta er dæmigert sumarástand og við erum í allt öðrum sölumálum,“ segir hann, en hjá Silungi er slátrað um 500 til 600 tonnum af laxi og álíka miklu af bleikju í ár. Guðmundur Valur Stefánsson, framkvæmdastjóri Sæsilfurs ehf., segir að laxaverð hafi alltaf sveiflast upp og niður og komi til með að halda því áfram. Vitað sé að markaðurinn vaxi um 15% á ári og sé framboðið meira lækki verðið. Þetta sé spurning um framboð og eftirspurn hverju sinni. Sæsilfur áformar að hefja slátrun næsta haust. Stefnt er að því að árs- framleiðslan verði um 8.000 tonn en að ári verði slátrað um 1.000 tonnum. Gert er ráð fyrir að heildarslátrun á Íslandi í ár verði um 5.500 tonn af laxi og um 1.500 tonn af bleikju, en talið er að slátrunin fjórfaldist á næstu fimm árum og heildarslátrun í fiskeldi verði 40.000 til 50.000 tonn innan 10 ára, að sögn Vigfúsar Jóhannessonar, fram- kvæmdastjóra Stofnfisks, formanns Landssambands fiskeldis- og hafbeit- arstöðva á Íslandi og formanns Al- þjóðasambands laxeldisframleiðenda. Kvíar settar saman í Vestmannaeyjum vegna eldis Íslandslax hf. í Klettsvík. „Dæmigert sumarástand“ Lágt verð á eldislaxi í Evrópu Morgunblaðið/Sigurgeir ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 19 GK REYKJAVÍK Enn meiri verðlækkun!!!!! 60% afsláttur af öllum vörum konur kringlunni menn laugavegi BÁTAGERÐIN Seigla í Reykjavík afhenti í vikunni sína þriðju ný- smíði, plastbát af gerðinni Seigur 1000. Eigandi bátsins er Guð- mundur Egilsson frá Stykkishólmi, en báturinn heitir Steini Randvers SH 147. Báturinn er 5,8 rúmlestir eða 9,7 tonn að stærð og er búinn til neta- veiða. Í bátnum er 450 hestafla Volvo-vél og fiskileitar- og sigl- ingatæki frá Simdrad. Að öðru leyti er báturinn allur smíðaður hjá Seiglu. Hann ber 16.380 lítra fiskiker og gengur 30 mílur tómur en 25 með fjögur tonn innan borðs. Eyðsla á 30 mílna keyrslu er um þrír lítrar á míluna. Guðmundur Egilsson segist fara með bátinn á net, en hann stundar róðra á Breiðafirði. Steini Rand- vers er í aflamarkskerfinu og er kvóti hans ígildi 40 tonna af þorski. „Það er alltof lítið og þess vegna leigjum við mikið til okkar. Við seljum aflann svo á fiskmarkaði, annars gengur dæmið ekki upp. Þetta er líka ódýr og hagkvæmur bátur, en hann kostar um 16 millj- ónir tilbúinn til veiða. Við þurfum að sækja langt á netin frá Stykk- ishólmi vegna netalínunnar í firð- inum og þá kemur ganghraðinn sér vel,“ segir Guðmundur Eg- ilsson. Sigurjón Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Seiglu, segir að fyr- irtækið hafi í 10 ár stundað við- gerðir og breytingar á plastbátum. Þá reynslu hafi þeir síðan nýtt sér til að búa til góðan og hagkvæman fiskibát. „Við höfum í þessum bát sett saman það bezta sem við höf- um séð í öðrum og síðan þróað hann áfram á ýsman hátt. Nið- urstaðan er sú að við teljum okkur vera með fiskibát sem gengur 5 mílum meira en aðrir bátar í þess- um stærðarflokki. Þetta er þriðja nýsmíðin og viðtökur hafa verið mjög góðar. Það er því ekkert um annað að ræða en halda þessu áfram,“ segir Sigurjón. Seigla afhendir nýjan bát Morgunblaðið/Arnaldur Sigurjón Ragnarsson, framkvæmdastjóri Seiglu, og Guðmundur Egilsson, eigandi bátsins, í Stykkishólmi við hið nýja fley. FORMAÐUR Alþjóðahvalveiði- ráðsins tilkynnti í gær ekkert væri athugavert við kjörbréf Indlands á ársfundinum í London og fulltrúar Indlands væru bærir til að greiða atkvæði. Skýrslu nefndar, sem skipuð var fulltrúum Japans og Ástralíu með starfsmanni ráðsins til að kanna málið, var dreift í gær. Ástralía komst að þeirri niðurstöðu að kjör- bréfið væri í lagi og umræddir Ind- verjar hafi verið bærir til að greiða atkvæði, en Japan var á öndverð- um meiði. Málið var síðan tekið fyrir í stærri nefnd þar sem voru fulltrúar allra þjóða og féllst mikill meirihluti á að umrædd atriði væru í lagi og kom ekki til atkvæða- greiðslu um málið. Í kjölfarið úr- skurðaði formaðurinn að kjörbréf- ið væri í lagi og að Indverjar hefðu getað greitt atkvæði á fundinum eins og þeir hefðu gert. Ekkert athugavert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.