Morgunblaðið - 27.07.2001, Side 19

Morgunblaðið - 27.07.2001, Side 19
VERÐ á eldislaxi á mörkuðum Evrópusam- bandsins er í lágmarki um þessar mundir en forsvarsmenn íslenskra eldisfyrirtækja, sem selja fyrst og fremst til Bandaríkjanna, hafa ekki áhyggjur af stöð- unni. Annars vegar sé um tímabundið ástand að ræða og hins vegar sé reynt að ganga frá samn- ingum þegar verðið sé sem hæst. Um 200 kr. fást fyrir kg af smáum laxi en á sama tíma í fyrra feng- ust um 400 kr. fyrir kg af norskum eldislaxi. Jón- atan Þórðarson, framkvæmdastjóri Silungs ehf., segir að verðið, 21 norsk króna, hafi oft sést, en verðið haldist ekki lengi og það hækki fljótlega aft- ur. Jónatan segir að verðið á markaðn- um í New York sé líka lágt um þessar mundir en það sé einnig tímabundið ástand og hafi engin áhrif hérna. „Þetta er dæmigert sumarástand og við erum í allt öðrum sölumálum,“ segir hann, en hjá Silungi er slátrað um 500 til 600 tonnum af laxi og álíka miklu af bleikju í ár. Guðmundur Valur Stefánsson, framkvæmdastjóri Sæsilfurs ehf., segir að laxaverð hafi alltaf sveiflast upp og niður og komi til með að halda því áfram. Vitað sé að markaðurinn vaxi um 15% á ári og sé framboðið meira lækki verðið. Þetta sé spurning um framboð og eftirspurn hverju sinni. Sæsilfur áformar að hefja slátrun næsta haust. Stefnt er að því að árs- framleiðslan verði um 8.000 tonn en að ári verði slátrað um 1.000 tonnum. Gert er ráð fyrir að heildarslátrun á Íslandi í ár verði um 5.500 tonn af laxi og um 1.500 tonn af bleikju, en talið er að slátrunin fjórfaldist á næstu fimm árum og heildarslátrun í fiskeldi verði 40.000 til 50.000 tonn innan 10 ára, að sögn Vigfúsar Jóhannessonar, fram- kvæmdastjóra Stofnfisks, formanns Landssambands fiskeldis- og hafbeit- arstöðva á Íslandi og formanns Al- þjóðasambands laxeldisframleiðenda. Kvíar settar saman í Vestmannaeyjum vegna eldis Íslandslax hf. í Klettsvík. „Dæmigert sumarástand“ Lágt verð á eldislaxi í Evrópu Morgunblaðið/Sigurgeir ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 19 GK REYKJAVÍK Enn meiri verðlækkun!!!!! 60% afsláttur af öllum vörum konur kringlunni menn laugavegi BÁTAGERÐIN Seigla í Reykjavík afhenti í vikunni sína þriðju ný- smíði, plastbát af gerðinni Seigur 1000. Eigandi bátsins er Guð- mundur Egilsson frá Stykkishólmi, en báturinn heitir Steini Randvers SH 147. Báturinn er 5,8 rúmlestir eða 9,7 tonn að stærð og er búinn til neta- veiða. Í bátnum er 450 hestafla Volvo-vél og fiskileitar- og sigl- ingatæki frá Simdrad. Að öðru leyti er báturinn allur smíðaður hjá Seiglu. Hann ber 16.380 lítra fiskiker og gengur 30 mílur tómur en 25 með fjögur tonn innan borðs. Eyðsla á 30 mílna keyrslu er um þrír lítrar á míluna. Guðmundur Egilsson segist fara með bátinn á net, en hann stundar róðra á Breiðafirði. Steini Rand- vers er í aflamarkskerfinu og er kvóti hans ígildi 40 tonna af þorski. „Það er alltof lítið og þess vegna leigjum við mikið til okkar. Við seljum aflann svo á fiskmarkaði, annars gengur dæmið ekki upp. Þetta er líka ódýr og hagkvæmur bátur, en hann kostar um 16 millj- ónir tilbúinn til veiða. Við þurfum að sækja langt á netin frá Stykk- ishólmi vegna netalínunnar í firð- inum og þá kemur ganghraðinn sér vel,“ segir Guðmundur Eg- ilsson. Sigurjón Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Seiglu, segir að fyr- irtækið hafi í 10 ár stundað við- gerðir og breytingar á plastbátum. Þá reynslu hafi þeir síðan nýtt sér til að búa til góðan og hagkvæman fiskibát. „Við höfum í þessum bát sett saman það bezta sem við höf- um séð í öðrum og síðan þróað hann áfram á ýsman hátt. Nið- urstaðan er sú að við teljum okkur vera með fiskibát sem gengur 5 mílum meira en aðrir bátar í þess- um stærðarflokki. Þetta er þriðja nýsmíðin og viðtökur hafa verið mjög góðar. Það er því ekkert um annað að ræða en halda þessu áfram,“ segir Sigurjón. Seigla afhendir nýjan bát Morgunblaðið/Arnaldur Sigurjón Ragnarsson, framkvæmdastjóri Seiglu, og Guðmundur Egilsson, eigandi bátsins, í Stykkishólmi við hið nýja fley. FORMAÐUR Alþjóðahvalveiði- ráðsins tilkynnti í gær ekkert væri athugavert við kjörbréf Indlands á ársfundinum í London og fulltrúar Indlands væru bærir til að greiða atkvæði. Skýrslu nefndar, sem skipuð var fulltrúum Japans og Ástralíu með starfsmanni ráðsins til að kanna málið, var dreift í gær. Ástralía komst að þeirri niðurstöðu að kjör- bréfið væri í lagi og umræddir Ind- verjar hafi verið bærir til að greiða atkvæði, en Japan var á öndverð- um meiði. Málið var síðan tekið fyrir í stærri nefnd þar sem voru fulltrúar allra þjóða og féllst mikill meirihluti á að umrædd atriði væru í lagi og kom ekki til atkvæða- greiðslu um málið. Í kjölfarið úr- skurðaði formaðurinn að kjörbréf- ið væri í lagi og að Indverjar hefðu getað greitt atkvæði á fundinum eins og þeir hefðu gert. Ekkert athugavert

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.