Morgunblaðið - 27.07.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.07.2001, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Er hægt að gera hag-fræðilega rannsókn ááhrifum reykinga al-veg án þess að taka til- lit til þess að reykingar kosta mannslíf? Er hægt að meta efna- hagsleg áhrif dauðsfalla alveg án þess að hafa í huga að hvert ein- asta dauðsfall er fráfall mann- eskju? Sennilega er svarið við báðum þessum spuringum jákvætt. Það er að segja, það er tæknilega mögulegt að gera svona stúdíur og fá útkomu í plús eða mínus. Og nýlega var einmitt gerð svona rannsókn í Tékklandi. En er vit í svona rannsóknum? Reiknimeistarar sem leigðir voru af tóbaksverkandanum Phil- ip Morris, mesta sígarettuseljara í heimi, reiknuðu út að tékknesk yfirvöld hefðu sparað sem sam- svarar um 15 milljörðum króna vegna tóbaksneyslu í landinu. Þeir fengu þetta út með því að leggja saman annars vegar beinar tekjur af skattheimtu af tóbaks- sölu, tekjuskatti á tóbaksfyr- irtæki og tolli af tóbaki umfram þann kostnað sem hið opinbera þyrfti að leggja í vegna heilbrigð- isþjónustu við reykingafólk, og hins vegar það sem sparaðist vegna þess að ekki þyrfti að leggja í kostnað við heilbrigð- isþjónustu við þá sem deyja fyrir aldur fram af völdum reykinga. Reiknimeistararnir skiluðu samviskusamlega skýrslu með niðurstöðum sínum til Philip Morris. Skýrslan komst í hámæli og sígarettuseljarinn var um leið fordæmdur af hvers kyns sam- tökum og atvinnupalladómurum. „Er skynsamlegt eða siðlegt af samfélagi eða ríkisstjórn að líta svo á að það sé betra að þegnarnir deyi fyrir aldur fram? Auðvitað ekki,“ hafði fréttastofan AP eftir dr. Douglas Bettcher, fulltrúa Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar (WHO). Umræddar niðurstöður, eins og greint var frá þeim í fjöl- miðlum um allan heim, voru nátt- úrulega eins kaldranalegar og hægt er að hugsa sér. Og það sem var kuldalegt við þær var að fólki var breytt í tölur. Hver ein- staklingur var gerður að hlut, og síðan reiknaður út kostnaðurinn við þennan hlut, og sparnaðurinn af því að þurfa ekki að leggja í kostnað við þennan hlut. Það er að segja, hver ein- staklingur var sviptur manngildi sínu og í staðinn gefið verðgildið eitt – hann var gerður að „kostn- aðareiningu“. Talsmaður Evrópuskrifstofu Philip Morris, Remi Calvet, sagði að skýrslan hefði einfaldlega ver- ið „klassísk efnahagsstúdía“ og markmiðið með henni hefði verið að veita upplýsingar í umræðum um skatta af tóbaki. „Okkur þykir mjög miður að svo virðist sem tal- ið sé að það sé á nokkurn hátt til bóta fyrir samfélagið að fólk deyi fyrir aldur fram,“ hefur AP eftir Calvet. Afstaða tóbaksverkenda til reykinga hefur undanfarið verið skringilega tvíbent. Annars vegar halda þeir áfram að framleiða og selja sígarettur, en hins vegar láta þeir í veðri vaka að þeir vilji draga úr reykingum. Þar sem tóbaksverkendur eru jú fyrst og fremst kaupsýslumenn hljómar þessi tvöfalda afstaða fremur ótrúverðuglega. Er í rauninni eitthvað að marka þetta? Matthew Myers, talsmaður bandarískra samtaka sem heita Campaign for Tobacco-Free Kids og berjast gegn reykingum barna, segir að umrædd skýrsla sýni einmitt svo ekki verði um villst, að Philip Morris hafi í raun- inni engan áhuga á öðru en fjár- hagslegum ávinningi af tóbaks- sölu. Og hvers vegna skyldu þeir hjá Philip Morris hafa áhuga á ein- hverju öðru en hagnaðinum? Þeir eru jú sölumenn fyrst og síðast. Þeir hafa tekjur af því að fram- leiða og selja ákveðna vöru. Svo lengi sem fólk kaupir vöruna er hægt að hafa tekjur af því að framleiða hana og selja. Þeir hjá Philip Morris eru ekki læknar, þeir eru ekki siðfræð- ingar – þeir eru sölumenn. Þeir stjórnast því af lögmálum fram- boðs og eftirspurnar, sem sam- kvæmt boðskap nýfrjálshyggj- unnar, hinnar ríkjandi hugmyndafræði, eru náttúrulög- mál, og alveg óháð því hvað fólki finnst rétt eða rangt. Markaðurinn ákveður sig sjálf- ur, og mennirnir verða einfald- lega að hlýða honum, samanber þau orð Vals Valssonar, banka- stjóra Íslandsbanka, í viðtali við Morgunblaðið fyrir skemmstu, að markaðurinn sé „harður hús- bóndi“. Þess vegna kemst maður ekki hjá því að efast um að talsmaður Philip Morris hafi meint það af einlægni þegar hann sagði að þeim hjá fyrirtækinu þætti „mjög miður“ hvernig fór. Var hann ekki bara að segja þetta til að gæta ímyndar fyrirtækisins, fremur en til að láta í ljósi raunverulega óánægju með stöðu mála? Ánægja, óánægja, eftirsjá, ein- lægni, manngildi ... allt eru þetta hugtök sem hafa afskaplega litla, ef nokkra, merkingu í heimsmynd nýfrjálshyggjunnar, er byggist á markaðslögmálum einvörðungu. Nýfrjálshyggja er í rauninni öfga- stefna vegna þess að hún smættar allan skilning, öll gildi, niður á strangt afmarkað svið mannlífs- ins – markaðinn – og hafnar öllum öðrum skilningi. Þetta hefur náttúrulega þann kost að vera einfalt og þægilegt, og heimsmynd nýfrjálshyggj- unnar hentar því kannski vel þeim mönnum sem ekki eru færir um mjög flókna hugsun – ekkert vesen með að líta á hlutina frá ýmsum sjónarhornum. Margumrædd skýrsla um hagnað af reykingum er einmitt dæmi um svona smættun á gild- um niður á svið sem þau eiga ekki heima á. Með skýrslunni var reynt að breyta fólki í kostn- aðarliði. En manngildi er í raun- inni ósamrýmanlegt verðgildi, sama hvað nýfrjálshyggjusinnar rembast. Þess vegna fengu þeir hjá Phil- ip Morris skömm í hattinn; fólki ofbauð einfeldningshátturinn. Það er í raun og veru ekki hægt að gera „klassíska efna- hagsstúdíu“ með því að breyta fólki í kostnaðareiningar. „ ... mjög miður ... “ „Okkur þykir mjög miður að svo virðist sem talið sé að það sé til bóta fyrir sam- félagið að fólk deyi fyrir aldur fram.“ VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is Remi Calvet, yfirmaður samskiptadeildar Evrópuskrifstofu Philip Morris. ✝ Jakobína Krist-rún Jóhannes- dóttir fæddist á Syðra-Hóli í Glæsi- bæjarhreppi í Eyja- firði 7. mars 1912. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 20. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jóhannes Júlíusson, f. 9.9. 1874 á Kotá á Akureyri, d. 26.4. 1948, og Þorgerður Elísdóttir, f. 25.6. 1872 á Norðfirði, d. 21.11. 1952. Systur Jakobínu voru: Þorgerður Lilja, f. 3.8. 1899, d. 8.8. 1981, María Magnea, f. 2.7. 1901, d. 16.12. 1980, Ingibjörg Elísa, f. 17.12. 1903, d. 11.5. 1989, Sigríður Vil- borg, f. 22.12. 1907, d. 23.5. 1993, og Guðrún, f. 15.1. 1910, d. 11.7. 1911. Uppeldisbróðir þeirra er Haukur A. Bogason, f. 21.11. 1919. Hinn 20. ágúst 1943 giftist Jak- obína Ármanni Jóhannssyni, sjó- manni og verkamanni, f. 25.10. 1915 í Þykkvabæ, d. 28.5. 1989. Þau eignuðust tvö börn. Þau eru: 1) Jó- hann, f. 7.10. 1943, maki Patricia Ar- mannsson, f. 17.3. 1944. Hans börn frá fyrra hjónabandi eru: a) Armann Dav- d Armannsson, f. 27.5. 1970, maki Donna Armannsson, f. 14.6. 1963, barn þeirra er Amanda Marie Armannsson. b) Kiersten May Ar- mannsson, f. 9.9. 1972. Hennar sonur er Josef Strycharz, f. 6.1. 1992. 2) Erna, f. 7.4. 1945. Hennar börn eru: a) Anna Linda Robinson, f. 25.10. 1963, maki Magnús Geir Sigurgeirsson, f. 27.8. 1958, barn þeirra er Sandra Kristrún Magn- úsdóttir, f. 11.6. 1990. b) Raymond Edward Novicelli, f. 1.2. 1966, maki Cheryl Beth O’Brien. Einnig ólu Jakobína og Ármann upp dótt- urdóttur sína, Önnu Lindu. Útför Jakobínu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst af- höfnin klukkan 15. Frá unga aldri heyrði ég talað um að heimsækja Bínu og Manna á Frakkastíginn þegar til stóð að fara til Reykjavíkur. Bína var litla systir Gerðu ömmu minnar og Manni var sjómaðurinn hennar sem var sjaldan heima. Ég man eftir gráa skeljasandshúsinu næst- um því við hliðina á Hallgríms- kirkju, grænmáluðu útihurðinni og vinalegu brakinu í timburstiganum sem heyrðist þegar fjölskyldan þrammaði upp í íbúðina hjá Bínu frænku. Ég man hve hjartanlega okkur var heilsað af hnellinni brosandi konu í skrítnum inni- skóm. Fyrir í heimsókn voru oft aðrar fjölskyldur, sem sátu og drukku kaffi saman og spjölluðu um alla heima og geima. Bína hafði til veitingar handa öllum jafnframt því sem hún ræddi við unga sem aldna. Bína fylgdist vel með þjóðmál- unum og las öll blöð og tímarit sem fáanleg voru. Auk þess las hún mikið af allskonar bókmennt- um og hafði skoðun á þeim. Þegar jólabækurnar komu út voru þær strax pantaðar á bókasafninu. Bína þekkti flestum betur til á Skóla- vörðuholtinu, varðandi bæði sögu húsa og manna. Hún bar Morg- unblaðið út í mörg ár og naut þess að ganga um Skólavörðuholtið eld- snemma á morgnana. Þá átti hún heiminn ein og hafði næði til að hugsa um atburði líðandi stundar og það sem var að gerast í lífi hennar og okkar hinna. Ég veit ekki hvernig Bínu tókst að halda utan um allt sitt fólk, vini og vandamenn sem komu til hennar á hverjum degi og sumir áttu hrein- lega heima hjá henni um lengri eða skemmri tíma. Hún tók jafn vel á móti öllum og veitti rausn- arlega í mat og drykk. Það var alltaf nóg til í búrinu hjá Bínu og Manna, hvernig sem áraði. Bína lét sér annt um að fylgjast með hjartslætti ættarinnar. Það var oft haft á orði að það sem hún vissi ekki um okkur vissi enginn eða það væri ekki þess virði að vita það. Ég lærði að fara til Bínu eins og aðrir í ættinni, hún var nokkurs konar amma sem hlustaði vandlega á hvað maður sagði og með greinilegri umhyggju. Það var ekki fyrr en ég fór í nám í Háskól- anum að ég kynntist Bínu enn bet- ur og fékk oftar tækifæri til að hitta hana eina. Það voru bestu stundirnar með henni. Ég sagði henni eins og vinkonu frá spenn- andi atburðum í lífi mínu og deildi með henni áhyggjum þegar þær komu upp. Ég heimsótti hana jafn- vel um miðja nótt eftir ball og end- aði á að bera út með henni blöðin í sparifötunum. Bína hafði sérstakt lag á að láta mér líða vel. Stress og æsingur í hinu daglega lífi hvarf hreinlega við að stíga inn fyrir þröskuldinn. Ungur sonur minn sofnaði oftast á gólfinu hjá Bínu, umkringdur dóti sem Bína hafði galdrað fram á augabragði fyrir hann. Þegar hann varð eldri vildi hann sjálfur labba til Bínu því hann sagði að hún bakaði geðveikt góðar kökur, væri frábær og segði skemmtilegar sögur. Bína var greind, minnug og hafði ríka kímnigáfu. Hún var for- vitin að eðlisfari og hafði mikla ánægju af að umgangast fólk. Hún gat þó átt það til að vera hvöss og lét mann stundum heyra það ef henni þótti nóg komið. Hún var sjálfstæð og dugleg kona sem vildi sjá um sig og sína. Það var henni mikið áfall þegar Manni dó og einnig þegar hún þurfti heilsu sinnar vegna að flytja af Frakka- stígnum. En Bína bjó sér sama hlýlega heimilið á Norðurbrún 1 og sá um sig sjálf eftir bestu getu með góðri aðstoð dóttur og dótt- urdóttur. Á mánudegi varð hún fyrir því óhappi að fótbrotna. Áfallið af slysinu og meðferð í framhaldi af því urðu henni um megn. Elsku Bína, ég og fjölskylda mín munum sakna þín, sakna þess að hlusta á þig segja frá nýjum og gömlum atburðum og þess að eiga þig ekki lengur að í lífsins ólgusjó. Megi allar góðir vættir geyma þig og veita þínum nánustu stuðning á erfiðri stundu. Ragnheiður. Sómakonan Jakobína Jóhannes- dóttir, móðursystir mín, hefur kvatt þetta líf, nú um mitt sum- arið. Ef hún hefði mátt ráða hefði hún sennilega valið að kveðja að sumri, þar sem hún elskaði sum- arið, blómin og allan gróður. Bína, eins og allir kölluðu hana, fæddist og ólst upp á Syðra- Brennihóli í Glæsibæjarhreppi í Eyjafjarðarsýslu. Þær slóðir voru henni til mikillar gleði og tryggð- ar. En framtíð hennar beið í Reykjavík. Þar eignaðist hún heimili, einstakan mann, Ármann Jóhannsson, og tvö óskabörn, þau Jóhann og Ernu. Fyrstu kynni mín af Bínu frænku voru eftir að hún hafði flutt til Reykjavíkur. Hún kom flest sumur með fjölskylduna norð- ur að Hóli eins og sagt var, á með- an hennar fólk bjó þar, og dvaldi yfir sláttinn á æskuslóðunum. Ekki var það til hvíldar, því ég man ekki eftir öðru en Bína væri alltaf úti á túni í heyskap. Ármann lagaði ýmislegt sem aflaga hafði farið eða málaði framgaflinn á íbúðarhúsinu, en mestur hluti þess var úr torfi. Við krakkarnir lékum okkur eða fylgdumst með. Seinna þegar ég lagði leið til Reykjavíkur var alltaf talað um að um að fara til Bínu á Óðinsgöt- unni. Þegar hún flutti á Grett- isgötuna var farið þangað, síðast og lengst af á Frakkastíginn, því alltaf lá leiðin til Bínu. Við nám í Reykjavík dvaldi ég hjá Bínu, þegar hún og Ármann bjuggu á Frakkastígnum. Ekkert var það málefni sem ég bar undir ykkur, sem ekki var lagt lið og leyst á góðan hátt. Þá kynntist ég hversu traust og hjálpsöm þið vor- uð. Á þessari stundu er mér efst í huga hversu góður ráðgjafi þú varst ungum manni. Nú ertu farin, elsku Bína mín, þín er beðið af þeim sem farnir eru á undan þér og þótti vænt um þig, ég geymi minningu þína með þakklæti. Jóhannes Þorgeir. Með þessum orðum langar mig að kveðja Bínu. Mig tekur það sárt að kveðja þig eins snögglega og ég þurfti að gera, eitt símtal með þeim fregnum að þú hefðir lær- brotnað og ekki náð þér og hefðir dáið síðastliðinn föstudag. Þetta er stór biti að kyngja þegar ástvinur á í hlut en allar þær fjölmörgu minningar sem ég á um þig munu eflaust hjálpa mér í gegnum sorg- ina. Mér verður hugsað til baka til æskuáranna þegar ég var að koma í bæjarferð og búin að vera að labba á Laugaveginum, þá var allt- af gott að koma til ykkar Manna á Frakkastíginn og hvíla lúnar lapp- ir og ekki sakaði að svangur mag- inn fylltist alltaf af ýmsu góðgæti yfir skemmtilegu spjalli sem ég átti við ykkur. Alveg var sama hvort ég var ein á ferð, með fjöl- skyldu minni eða vinum, alltaf tókstu vel á móti okkur. Einnig rifjast upp skondin atvik, t.d. með dyrabjölluna á Frakkastígnum sem við ýttum nú yfirleitt oftar á en þurfti. Einhvern tímann spurð- irðu okkur af hverju við hömuð- umst alltaf á bjöllunni og hlóst svo bara þegar við systkinin höfðum það svar á reiðum höndum að hljóðið í henni væri svo skemmti- lega frekjulegt. Svo var það slag- urinn sem var alltaf með gestabók- ina, alltaf reyndi maður að sleppa við að skrifa en komst sjaldnast upp með það. Þegar ég kíkti síðast á þig í Norðurbrúninni vorum við einmitt að tala um hvað væri gam- an að kíkja í gestabókina til að skoða hvað skriftin hefði nú skán- að með hverri heimsókninni. Já, þær eru fjölmargar stund- irnar sem ég átti með þér á Frakkastígnum og í Norðurbrún- inni og núna get ég einungis varð- veitt þær í hjarta mínu og þakkað fyrir að hafa fengið þær, en eitt er víst að sögurnar sem þú hefur sagt mér þær eru geymdar en ekki gleymdar og verða áfram rifjaðar upp oftar en einu sinni. Þú hefur gefið mér gott veganesti um það hvernig ég á að haga mér þegar ég verð komin á elliheimilisaldurinn. Kæru Ármann og Erna og aðrir ættingar og vinir Bínu, ykkur sendum við Elli okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi guð vera með ykkur. Þín, Sigurlaug Dóra. JAKOBÍNA JÓHANNESDÓTTIR Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.