Morgunblaðið - 27.07.2001, Page 8

Morgunblaðið - 27.07.2001, Page 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ráðstefna í ónæmisfræði Helstu nýjungar kynntar Á MORGUN hefst áHótel Loftleiðumráðstefna í ónæm- isfræði sem haldin er á vegum Ónæmisfræði- félags Íslands. Ráðstefnan er haldin í tengslum við heimsþing ónæmisfræð- inga sem nú stendur yfir í Stokkhólmi og lýkur í kvöld. Björn Rúnar Lúð- víksson er formaður skipulagsnefndar ráð- stefnunnar hér á landi, hann var spurður hvert væri meginviðfangsefni hennar. „Umfjöllun ráðstefnunnar, sem fram fer á ensku, er helguð helstu nýjungum og fram- förum sem orðið hafa á sviði bólusetninga og sjúk- dóma sem eiga rætur að rekja til röskunar slímhúða. Margir al- gengir sjúkdómar eins og astmi, ofnæmi og slímhúðarsýkingar eru dæmi um sjúkdóma sem verða til umfjöllunar á þinginu.“ – Hvaða nýjungar er efstar á blaði hjá ykkur? „Meðal gestafyrirlesara eru dr. Per Brandtzaeg sem mun fjalla um nýjustu vitneskju um marg- breytileika ónæmissvara slím- húða, dr. Jiri Mestecky hefur ver- ið í forystu í rannsóknum á notkun nýrra tegunda bóluefna til þess að auka virkni þeirra á yf- irborði slímhúða og mun segja frá þessum rannsóknum, en hann hefur einnig verið að þróa bólu- efni gegn HIV-veirunni. Dr. Warren Strober ræðir um hvern- ig stjórna megi bólgubreytingum sem verða í slímhúðum. Rann- sóknir dr. Strober hafa m.a. leitt til þess að nú eru hafnar í til- raunaskyni nýjar meðferðir gegn slíkum sjúkdómum með gjöf ein- stofna mótefna.“ – Hvað með nýjungar úr ís- lenskum rannsóknum? „Dr. Kári Stefánsson mun fjalla um nýjustu uppgötvanir er varða erfðafræðilegan þátt ónæmis- sjúkdóma. Auk þess munu fleiri athyglisverð erindi verða flutt á ráðstefnunni af íslenskum og er- lendum vísindamönnum.“ – Hver er mesta nýjungin að þínu mati í ónæmisfræðum nú- tímans? „Það sem er mest spennandi eru beinskeyttari og sértækari meðferðarmöguleikar sem hafa komið upp með aukinni vitneskju. Má þar helst nefna nýjungar í bólusetningarleiðum, t.d. bólu- setningar í nös, notkun erfða- breyttra matvæla við bólusetn- ingar auk notkunar mótefna gegn bólgusjúkdómum í slímhúð.“ – Er að vænta nýjunga í með- ferð t.d. liðagigtar og ofnæmis? „Innan fárra ára munu nokkrir nýir meðferðarmöguleikar koma á almennan markað en mörg slík lyf eru nú á lokastigum læknis- fræðilegra prófana. Má þar nefna lyf sem ræðst gegn einum af grunnþáttum ofnæmis auk bólu- efna sem hægt verður að gefa í nös.“ – Er ofnæmi enn vaxandi vandamál í vestrænum samfélög- um? „Allar rannsóknir sem gerðar hafa verið síðustu ár sýna fram á vaxandi tíðni ofnæmis og ofnæm- istengdra sjúkdóma í hinum vest- ræna heimi.“ – Er það rétt að við búum í of „hreinu“ umhverfi? „Margar rannsóknir og rann- sóknaraðilar hafa leitt líkum að því að ef ónæmiskerfið og sér- staklega ónæmiskerfi slímhúða fái ekki nægilega ertingu á upp- vaxtarárum okkar geti það leitt til ofnæmis af ýmsu tagi og þá sér- staklega hjá þeim sem eru frekar erfðafræðilega útsettir fyrir slík- um sjúkdómum. Ljóst er að hætt- an á að börn fái ofnæmi er umtals- vert meiri ef annað foreldri er með ofnæmi eða um 35% og eykst sú áhætta í 50% ef báðir foreldrar eru með ofnæmi.“ – Gefa erfðarannsóknir vonir um að hægt sé að bregðast við þessu t.d. á fósturstigi? „Þegar og ef slík gen finnast þá væri fræðilega mögulegt að gera slíkar athuganir en ljóst er að stór hluti vísindasamfélagsins yrði mótfallinn slíkum aðgerðum vegna siðfræðilegra álitamála.“ – Hvað með mengun? „Mikil og stöðug erting í efri og neðri loftvegi er augljóslega ekki til þess fallin að viðhalda heil- brigði slímhúðanna en faralds- fræðilegar rannsóknir benda til þess að tíðni astma og ofnæmis sé hærri í stórborgum heldur en í sveitum.“ – Er að vænta nýrra meðferð- armöguleika við astma? „Nokkur ný lyf gegn slíkum sjúkdómum hafa nýlega komið á markað og beinast þau gegn ákveðnum bólgumiðlum sjúk- dómsins. Auk þess er innan skamms væntan- legt á markað einstofna mótefni er mun beinast gegn virkjun ofnæmis- ferlisins. Slík meðferð mun gagnast þeim hluta fólks er hefur astma vegna þekkts of- næmis.“ – Sækja margir þessa ráð- stefnu? „Um 80 manns úr ýmsum heil- brigðisstéttum hafa þegar skráð sig og koma gestir víða að, t.d. frá Suður- og Norður-Ameríku, Asíu og frá mörgum löndum í Evrópu.“ Björn Rúnar Lúðvíksson  Björn Rúnar Lúðvíksson fædd- ist 1964 í Keflavík. Hann tók stúdentspróf 1983 frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og lauk prófi frá læknadeild Há- skóla Íslands 1989. Að því loknu fór Björn Rúnar í framhaldsnám í lyflæknisfræði við University of Wiconsin og útskrifaðist þaðan 1994. Hann fór þá í framhalds- nám í klíniskri ónæmisfræði í NIH í Bandaríkjunum og lauk því árið 1997. Eftir það starfaði hann sem sérfræðingur við sömu stofnun þar til árið 1999 að hann hóf störf sem dósent við lækna- deild HÍ og sérfræðingur við Landspítala – háskólasjúkrahús. Hann er kvæntur Rósu Karls- dóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau fjóra syni. Beinskeyttari og sértækari meðferðar- möguleikar með aukinni vitneskju Skepnurnar, þeir nota alveg sömu aðferð og við notum til að verja kvótakerfið okkar, þá skiptir rétt eða rangt heldur engu máli, Dóri minn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.