Morgunblaðið - 27.07.2001, Síða 14
AKUREYRI
14 FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
! "
# $
%%
& '
Við Pollinn, Strandgötu 49, Akureyri, sími 461 2757 og 864 5758
Loksins á Akureyri eftir 33 ára bið
hinir einu sönnu
HLJÓMAR
FRÁ KEFLAVÍK
Föstudags- og laugardagskvöld - húsið opnar kl. 21.00
ÁRLEG flugkeppni Flugskóla Ak-
ureyrar var haldin á Melgerðis-
melum sl. laugardag, þar sem
Baldur Vilhjálmsson fór með sigur
af hólmi. Baldur var með 65 refsi-
stig en í öðru sæti varð Haukur
Jónsson með 109 refsistig og í því
þriðja Anna Kristín Hansdóttir
með 170 refsistig. Bestum árangri
í nemaflokki náði Kristján Þór
Kristjánsson. Keppt var eftir al-
þjóðlegum reglum FAI og voru
keppendur alls sautján.
Eins og áður er getið náði Anna
Kristín Hansdóttir þriðja sæti og
er það í fyrsta sinn sem kona nær
verðlaunasæti í flugkeppni á Ís-
landi, að sögn Kristjáns Víkings-
sonar skólastjóra Flugskóla Ak-
ureyrar. Hann sagði að það færi í
vöxt að konur lærðu flug og eru
nokkrar við flugnám í dag.
Keppendum hlotnaðist sá heiður
að fá Gísla Ólafsson, annan af
stofnendum Flugskóla Akureyrar
árið 1945, í heimsókn. Honum var
að sjálfsögðu boðið í flugferð sem
þessi 92 ára gamla kempa þáði
með þökkum. Að sögn Kristjáns er
Gísli ern og kann frá mörgu að
segja sem frumkvöðull í flugi á
Akureyri.
Kona í verðlauna-
sæti í fyrsta sinn í
flugkeppni
Kristján Víkingsson skólastjóri
Flugskóla Akureyrar og Gísli
Ólafsson annar af stofnendum
skólans árið 1945.
Verðlaunahafar í flugkeppninni, f.v. Haukur Jónsson, Baldur Vilhjálms-
son og Anna Kristín Hansdóttir.
EINÞÁTTUNGUR Ingibjargar
Hjartardóttur, „Hvernig dó mamma
þín?“, verður sýndur í Deiglunni á
Akureyri laugardagskvöldið 28. júlí
kl. 20.30.
Félagar í Leikfélagi Dalvíkur
standa fyrir sýningunni en leikarar
eru þrír, þau Júlíus Júlíusson, Dana
Jóna Sveinsdóttir og Olga Alberts-
dóttir, en leikstjóri er Ingibjörg
Haraldsdóttir. Aðgangseyrir er kr.
1.000.
Einþáttungur
í Deiglunni
HVÍTASUNNUKIRKJAN: Gospel-
kvöld í umsjá unga fólksins föstu-
daginn 27. júlí kl. 21. Bænastund
laugardaginn 28. júlí kl. 20. Vakn-
ingasamkoma sunnudaginn 29. júlí
kl. 20. Yngvi Rafn Yngvason safn-
aðarhirðir predikar. Fjölbreytt lof-
gjörðartónlist og fyrirbænaþjónusta.
Allir hjartanlega velkomnir.
Kirkjustarf
INGÞÓR Ásgeirsson, formaður Mið-
bæjarsamtakanna og verslunarstjóri
í Pennanum/Bókvali, er himinlifandi
með þær hugmyndir einkahluta-
félagsins Himis að byggja verslunar-
húsnæði við Hafnarstræti, í miðbæ
Akureyrar og undir það tekur Vil-
borg Gunnarsdóttir, formaður um-
hverfisráðs. Ragnari Sverrisyni, for-
manni Kaupmannafélags Akureyrar
og kaupmanni í JMJ, líst hins vegar
aðeins sæmilega á hugmyndina. „Ég
held að hér á Akureyri líkt og fyrir
sunnan sé markaðurinn orðinn nokk-
uð mettur af verslunum og þetta sé
því heldur yfir markið,“ sagði Ragn-
ar.
Hann sagði að ef sérverslunum
fjölgaði enn frekar hlyti það að koma
niður á öðrum verslunum. „En allt er
þetta breytingunum háð og við mun-
um að sjálfsögðu taka þátt í sam-
keppninni,“ sagði Ragnar, sem rekur
þrjár verslanir í bænum, skóbúð á
Glerártorgi og fataverslanir við
miðbæinn.
Meiri samþjöppun á
miðbæjarsvæðinu
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær hefur Himir ehf. sótt
um leyfi til þess að byggja 4.000 fer-
metra verslunarhúsnæði með bíla-
kjallara, sunnan gamla hitaveitu-
hússins sem rifið var á dögunum.
Samkvæmt frumtillögum frá Teikni-
stofu arkitekta Gylfa Guðjónssyni og
félögum ehf. er gert ráð fyrir því að
byggja íbúðir ofan á hluta húsnæð-
isins. Stórmarkaður verður í stærst-
um hluta húsnæðisins og helst verið
rætt um Hagkaup í því sambandi en
einnig er gert ráð fyrir minni sér-
verslunum.
Ingþór sagði að með byggingu
verslunarhússins yrði um að ræða
meiri samþjöppun á miðbæjarsvæð-
inu og að jafnframt yrði þarna til
verslunarsvæði sem væri mótvægi
við verslunarmiðstöðina Glerártorg.
„Ég er því mjög ánægður með þessar
hugmyndir. Í kjölfarið verður farið í
nauðsynlegar breytingar bílastæð-
um þarna. Einnig munu fyrirhugað-
ar breytingar á göngugötunni hafa
jákvæð áhrif og verslanir þar munu
verða sýnilegri eftir að umferðinni
verður hleypt í gegn,“ sagði Ingþór.
Vilborg sagði að væntanlegt versl-
unarhúsnæði ætti að geta tengst
miðbænum og að göturýmið þar á
milli myndi breytast. Hún sagði að
bæjaryfirvöld ættu í viðræðum við
lóðareigendur við Hafnarstræti um
breytingu á lóðarmörkum til að af
þessari framkvæmd orðið. Þá séu
væntanlegir framkvæmdaraðilar
búnir að kaupa eitt hús við götuna.
„Þetta verður stórglæsilegt hús og
mun breyta og bæta mjög götumynd-
ina við Drottningarbraut,“ sagði Vil-
borg.
Ekki til bóta fyrir miðbæinn
Ragnar sagðist ekki hafa trú á því
að verslunarmiðstöð á umræddu
svæði yrði til bóta fyrir miðbæinn. „Í
miðbænum eru sérverslanir að
stærstum hluta og ef koma nýjar
slíkar verslanir, hvort sem er á þess-
um stað eða lengra frá miðbænum,
hlýtur það að bitna á verslunum þar.
Ég held að þessi þróun sé svipuð fyr-
ir miðbæinn á Akureyri og fyrir
Laugaveginn og miðbæ Reykjavíkur
þegar Smáralind verður tekin í notk-
un og þá setji miðbærinn hér niður
líkt og í Reykjavík.“
Miðbærinn verð-
ur mótvægi við
Glerártorg
Frumtillögur að verslunarhúsnæði í miðbæ Akureyrar, frá Teiknistofu
arkitekta Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.
Formaður Miðbæjarsamtakanna ánægður með nýja verslunarmiðstöð
FJÓRÐA ljóðakvöldið í Húsi skálds-
ins á þessu sumri verður á Sigur-
hæðum í kvöld – föstudag 27. júlí, og
hefst kl 20.30. Þar ætlar Erlingur
Sigurðarson, forstöðumaður húss-
ins að fara í gegnum „Þorpið“ í sam-
fylgd Jóns úr Vör og miðla til áheyr-
enda því sem hann verður vís af
orðum Jóns og hugleiðingum hans á
göngu sinni um bernskuslóðir.
„Þorpið má hiklaust telja eina al-
merkustu ljóðabók liðinnar aldar,
þótt því fari fjarri að allir hefðu sam-
þykkt það er hún kom út 1946. Eink-
um létu menn hið frjálslega form
ljóðmyndanna fara fyrir brjóstið á
sér,“ segir m.a. í frétt um ljóðakvöld-
ið frá Húsi skáldsins.
Ljóðakvöld á
Sigurhæðum
LÖGREGLAN í Ólafsfirði hefur
haft í nógu að snúast. Þrír voru tekn-
ir í Múlagöngum fyrir of hraðan
akstur og sá sem hraðast ók var á
107 km hraða, en 50 km hámarks-
hraði er í göngunum. Viðkomandi
ökumaður þarf ekki að hafa áhyggj-
ur af því hvernig hann hegðar sér í
umferðinni á næstunni því hann hef-
ur verið sviptur ökuleyfi.
Á föstudag var verið að þrífa
Múlagöngin og myndaðist þá mikill
mökkur þannig að ökumenn sáu tak-
markað framfyrir sig, en engin slys
hlutust þó af. Á föstudag voru þrír
ökumenn teknir fyrir of hraðan akst-
ur á Árskógsströnd, í samstarfi lög-
reglunnar í Ólafsfirði og á Dalvík. Sá
sem hraðast ók var á 122 km hraða.
Glæfraakstur
í Múlagöngum
Ólafsfjörður
ágætt en á sunnudag á svo að snú-
ast aftur til norðlægrar áttar með
kólnandi veðri. Hitamælirinn á Ráð-
hústorgi fór rétt upp fyrir 20 gráð-
ur í gær en hitamælir Veðurstof-
unnar við lögreglustöðina sýndi 15
stig kl. 15 og 13 stig um hádegi.
EFTIR leiðindatíð lengst af í júlí-
mánuði fór sólin að skína glatt á
Akureyri í gær og að auki rauk
hitamælirinn loks í tveggja stafa
tölu. Norðlendingar gera sér nú
vonir um að sumarið sé loksins
komið og útlitið næstu tvo daga er
Morgunblaðið/Kristján
Hún gretti sig skemmtilega upp í sólina þessi unga dama sem var á ferð
um göngugötuna á Akureyri í blíðunni í gær.
Sólin skein glatt á ný
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦