Morgunblaðið - 28.07.2001, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001 23
að reikna
ofnum má
ramvegis.
ráðið hafi
ngar upp á
rið um að
runnurinn
núllkvóta
ggur fyrir
örðun um
m,“ segir
ð vísinda-
öðu hinna
fi að segja
ð tiltekinn
agi meðan
að leyfa
danefndar
að ætti að
væri búið
um hvern-
að og þá
u máli til
kvótasetn-
meirihluti
hvalveiði-
ðar þrátt
éu í góðu
nnfremur
móti hval-
i að ljúka
ina til að
stundaðar
rðu sjálf-
hafa fyr-
m hversu
a út. Það
ekki verði
því sam-
ð fyrir al-
erfi. „Það
ðum hvað
ægt og það
að Ísland
þjóðahval-
til þess að
ðisinnaðra
reyna að
m þá yrði
við gætum
ninginn
ægðastur
land fékk
i einu at-
r það vald
a Íslands
einhverjir
ns munað
borga að-
að varðar
er áfram
ð ríki, eins
kuli halda
fram þeirri meginstefnu að það sé
einfaldlega siðferðislega rangt að
drepa hvali. Það er afstaða sem við
getum ekki fellt okkur við.“
Stuðningur við
frumbyggjaveiðar
Þó hvalveiðar séu bannaðar eiga
þær sér stað með þrennum hætti. Í
fyrsta lagi er um að ræða samþykkt
sem Alþjóðahvalveiðiráðið gerði fyr-
ir árin 1998 til 2002 vegna svo-
nefndra frumbyggjaveiða í Banda-
ríkjunum, Rússlandi, Grænlandi og
hjá St. Vincent og Grenadines í Kar-
íbahafinu. Bandaríkjamenn mega
veiða samtals 280 sléttbaka en aldrei
fleiri en 67 sléttbaka á ári, fyrst og
fremst í Alaska, auk þess sem þeir
mega flytja 15 hvali á milli ára.
Rússar mega veiða 620 gráhvali
austast í Síberíu, að hámarki 140
stykki á ári með fyrrnefndum til-
færslum. Grænlendingar mega
veiða 175 hrefnur við Vestur-Græn-
land á ári, 12 hrefnur við Austur-
Grænland og 19 langreyðar. Við St.
Vincent og Grenadines má veiða tvo
hnúfubaka á ári.
Í öðru lagi er um að ræða vísinda-
veiðar Japana en í ár ætla þeir sér að
veiða 160 hvali, 100 hrefnur, 50 skor-
ureyðar og 10 búrhvali.
Í þriðja lagi eru hrefnuveiðar
Norðmanna sem eru hvalveiðar í at-
vinnuskyni í andstöðu við Alþjóða-
hvalveiðiráðið. „Þær eru mjög gott
dæmi um hvalveiðar, sem eru sjálf-
bærar, og sýna svart á hvítu að sá
áróður þess efnis að um leið og veið-
ar hefjist í atvinnuskyni þýði það
allsherjar hrun, á ekki við
rök að styðjast,“ segir
Stefán. „Það er ekkert
slíkt hrun í Noregi.“
Stefán segir að grunn-
munur á afstöðu þeirra
sem styðja almennar
hvalveiðar og hinna sem
sætta sig við hvalveiðar
frumbyggja en ekki aðr-
ar, sé sá að þeir síðarnefndu sam-
þykki fyrrnefnda kvóta á þeirri for-
sendu að um þarfir viðkomandi
samfélaga sé að ræða. Um sé að
ræða hefðbundnar veiðar til að við-
halda menningunni en ekki sé horft
á stofnstærðina sem sé aukaatriði
hjá þeim. „Við tökum hinn pólinn,
viljum meta hversu miklar veiðar
viðkomandi stofn þolir en ekki skipt-
ir máli hvað verður um kjötið,“ segir
Stefán.
Stefán bendir á að Ísland hafi
nokkurn stuðning við málstað sinn í
umræddu máli. Talsverður hluti
ríkja, sem standi pólitískt á móti Ís-
landi í málinu, sé ekki tilbúinn að
láta lögræðilega rétta niðurstöðu
víkja fyrir pólitíkinni. „Hérna voru
ríki sem eru augljóslega á móti hval-
veiðum, en þau voru með álit frá lög-
fræðilegum ráðgjöfum sínum sem
sagði þeim að lögfræðilega væri ekk-
ert hægt að gera til að stöðva Íslend-
inga. Ef ríki ætluðu að mótmæla fyr-
irvara okkar ættu þau að gera það
hvert fyrir sig en ráðið hefði ekki
það vald. Þess vegna voru lönd eins
og Frakkland og Sviss á móti því að
hvalveiðiráðið tæki margnefnda af-
stöðu. Jafnframt var hér fjöldinn all-
ur af ríkjum sem var tilbúinn að
horfa framhjá því sem er lögform-
lega rétt leið til að ná fram þessum
pólitísku markmiðum sínum að
koma í veg fyrir hvalveiðar. Ónefnd-
ir fulltrúar annarra ríkja hafa bein-
línis sagt það við mig að þeir hafi
haft þau fyrirmæli að láta lögform-
legan rétt ekki buga sig heldur láta
pólitísku afstöðuna ráða.“
Stefán segir að hvalveiðiráðið
virki ekki eins og það eigi að gera.
„Markmið stofnsamnings þess er að
vernda hvalastofna til þess að gera
nýtingu þeirra sjálfbæra til lengri
tíma en ekki er verið að vinna sam-
kvæmt því markmiði. Hins vegar
virðist stuðningurinn frekar vera að
færast í okkar átt. Fleiri ríki bætast
í hópinn sem styður sjálfbæra nýt-
ingu hvalastofna en hópinn sem
stendur á móti. Þróunin er okkur í
hag og það er okkur í hag að reyna
að vinna innan ráðsins. Ég held að
það sé ekki rétt að meta það þannig
að það hafi verið mistök
að gerast aftur aðilar.“
Að sögn Stefáns er
nokkuð breið samstaða
innan ráðsins um að
breyta reiknireglunni,
sem notuð sé til að
reikna út fjárframlög,
til að auðvelda fátækum
ríkjum aðild að ráðinu.
Vinnuhópur hafi skoðað ýmsar leiðir
og virðist vera góður vilji til að koma
því máli áfram. „Ég hef trú á því að
ekki líði á löngu þar til þessum
reglum verði breytt sem yrði þá til
þess að fjölga þróunarríkjum í
ráðinu og sú þróun á eftir að reynast
okkar málstað vel. Þetta eru ríki
sem vilja geta nýtt þær náttúruauð-
lindir sem þær hafa og eru síður gin-
keypt fyrir þeirri hugmynd að hvalir
séu svo sérstakar skepnur að það sé
siðferðislega rangt að skaða þær.“
r, að loknum 53. ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins
kkur í hag
AP
neytinu og formaður íslensku sendinefndarinnar, og Þórður Ásgeirsson fiskistofu-
nds á ársfundi Alþjóða hvalveiðiráðsins í London.
Samstaða
um að fjölga
þróunar-
ríkjum í
ráðinu hentar
Íslandi
steg@mbl.is
MIKIL umræða hefur ver-ið um mengun vegnastórbúskapar í svína-rækt og hvernig leysa
megi vandamál varðandi kostnað við
nýtingu lífræns búfjárúrgangs frá
búunum við jarðrækt og upp-
græðslu.
Varlega áætlað falla til nálægt 80
þúsund tonn af svínamykju frá
svínabúum hér á landi á ári.
Svínabúum í landinu hefur fækkað
og eru nú rúmlega 30 talsins, en þau
hafa jafnframt stækkað á seinustu
árum. Alls eru tæplega 4.000 gyltur
og um 70 þúsund eldisgrísir í landinu
í dag. Samkvæmt Handbók
bænda gefur hvert fullorðið
svín af sér um 400 kg af bú-
fjáráburði á mánuði og grís-
ir um 200 kg, en hver grís er
alinn í 5 ½ mánuð þar til
hann nær sláturstærð.
Kristinn Gylfi Jónsson,
formaður Svínaræktar-
félags Íslands og svínabóndi
í Brautarholti á Kjalarnesi,
segir að stærsti hluti úr-
gangs á svínabúum sé nýtt-
ur til áburðardreifingar.
„Svo er verið að vinna að
lausnum hvað annað varðar
á sumum búum,“ segir
hann.
Fram kom á síðasta ári að
svínaskítur hefði verið los-
aður í sjó í umtalsverðum
mæli. Hefur það nú almennt verið
bannað þótt veittar hafi verið tíma-
bundnar undanþágur á meðan ein-
stök bú eru að koma upp búnaði eða
gera aðrar ráðstafanir til að losa sig
við svínamykjuna.
Mögulegt að setja blauthluta
úrgangsins í sjó sem skolp
Kristinn Gylfi segir að þeir svína-
bændur, sem hafa losað í sjó, séu að
vinna að lausnum á sínum málum.
„Svínaskítur hefur farið í sjóinn og
hefur það verið háð undanþágu frá
heilbrigðisyfirvöldum þar til viðkom-
andi bú hafa uppfyllt kröfur sem
settar hafa verið. Það er alveg ljóst
að það er bannað að setja ómeð-
höndlaðan skít út í sjóinn, en ef búið
er að meðhöndla hann og uppfylla
ákveðin skilyrði af hálfu hins opin-
bera varðandi hreinsun úrgangsins,
þá verður mögulegt að setja blaut-
hluta hans í sjó eins og hvert annað
skolp. Það er verið að skoða lausnir í
því sambandi,“ segir Kristinn Gylfi.
Brautarholtsbúið fékk í fyrra
tímabundið leyfi umhverfisráðuneyt-
is til að losa úrgang frá búinu í sjó.
Að sögn Kristins Gylfa lauk því um
síðustu áramót og hefur Brautar-
holtsbúið ekki sett úrgang í sjó upp
frá því. „Við höfum annars vegar
borið á okkar tún eða komið áburð-
inum fyrir til dæmis í Sorpu.“
Kristinn Gylfi segir svínabændur
almennt vinna að því að þessi mál séu
í góðu lagi. ,,Gerðar hafa verið aukn-
ar kröfur varðandi frárennslis- og
úrgangsmál og svínabændur munu, í
samræmi við góða búskaparhætti,
hafa þessi mál í lagi hjá sér, vera með
nægilegt geymslurými og hafa þessi
mál í því horfi sem yfirvöld á hverj-
um stað eru sátt við,“ segir hann.
Skilyrði í leyfi Stjörnugríss að
úrgangi sé dreift sem áburði
Heilbrigðisnefnd Vesturlands hef-
ur veitt svínabúi Stjörnugríss á Mel-
um starfsleyfi, en það er meðal
stærstu svínabúa landsins. Er gert
ráð fyrir að hýsa megi 8.000 grísi
samtímis á búinu eða rúmlega 20
þúsund grísi á ári. Áætlað er að 12
þúsund tonn af svínamykju falli til á
búinu árlega þegar það verður komið
í fullan rekstur.
Meðal skilyrða sem sett eru í leyf-
inu er að rekstur búsins megi ekki
leiða til mengunar í vatni eða sjó. All-
an svínaskít sem til verður við starf-
semina skal nýta sem áburð og safn-
þrær fyrir svínaskít skulu rúma
a.m.k. sex mánaða birgðir. Sambæri-
legar reglur hafa verið settar svína-
búinu að Hýrumel, sem er með 500
gyltur, að sögn Helga Helgasonar,
heilbrigðisfulltrúa á Vesturlandi.
Hafa slíkar hauggeymslur verið
reistar á búinu að Melum, að sögn
Helga.
Skv. starfsleyfinu er Stjörnugrís
heimilt að dreifa skít á tímabilinu frá
1. apríl til 1. nóvember, en aldrei má
þó dreifa á frosna jörð eða gegn-
blauta. Eru þetta nokkuð rýmri skil-
yrði um dreifingartíma en sett voru í
upphaflegum starfsleyfisdrögum
vegna búsins, þar sem gert var ráð
fyrir að dreifa mætti skít á tímabilinu
1. maí til 1. október. Bannað er að
dreifa skít beint í læki, vötn, skurði
og sjó og skal haga dreifingu þannig
að tekið sé tillit til vindátta, þannig
að hún valdi nágrönnum sem minnst-
um óþægindum, en á seinustu árum
hefur í vaxandi mæli borið á kvört-
unum vegna stækrar lyktarmengun-
ar frá svínamykju, sem dreift hefur
verið frá svínabúum. Þá er gerð
krafa um að hræ séu sett í lokaða
gáma og færð á viðurkenndan urð-
unarstað.
Dreifa búfjáráburði á tún og til
landgræðslu í Vesturlandsskógi
Ekki hefur orðið annars vart en
svínabúin á Vesturlandi hafi fylgt
þeim starfsreglum sem þeim hafa
verið sett af heilbrigðisyfirvöldum,
að sögn Helga. Hann
segir búfjáráburðinum
dreift á tún og samið
hafi verið við aðra
bændur um að taka við
svínaáburði, auk þess
sem hann hafi verið not-
aður við landgræðslu í Vesturlands-
skógi. Í starfsleyfinu er sett það skil-
yrði,að ekki megi dreifa meira en 175
kílóum af köfnunarefni á hvern hekt-
ara lands og ef landrými skorti þarf
svínabóndinn að finna aðrar leiðir til
förgunar úrgangsins.
Nýlega héldu samtökin Gróður
fyrir fólk í landnámi Ingólfs ráð-
stefnu um nýtingu á svínaskít við
landgræðslu, en þar kom fram að í
könnun meðal íbúa vegna lyktar-
mengunar á Kjalarnesi frá svínabú-
um, töldu 67% óþefinn mikið vanda-
mál. Flestir sögðust þó jákvæðir í
garð svínaræktar á svæðinu. Þá hef-
ur verið í gangi tilraunaverkefni á
vegum Sorpu og umhverfisráðuneyt-
isins við endurvinnslu úr bylgju-
pappa og svínaskít til áburðar.
Þór Tómasson, verkefnisstjóri hjá
Hollustuvernd ríkisins, segir svína-
skít kjörinn til landgræðslu og tilval-
inn áburð á tún eins og farið sé að
gera, en því fylgi þó vaxandi vanda-
mál vegna lyktarmengunar, þar sem
svínabú hafi stækkað og íbúðabyggð-
ir færst nær búunum.
Svínaskítur er mjög blautur en um
90% hans er vatn. Þarf hann því mik-
ið geymslurými yfir veturinn og
kostnaðarsamt er að flytja úrgang-
inn. Þór segir engar auðveldar lausn-
ir á þessum vandamálum.
Á áðurnefndri ráðstefnu
kom fram í máli Ríkharðs
Brynjólfssonar, prófess-
ors, að skv. upplýsingum
frá Danmörku skili hver
gylta með 21 sláturgrís af
sér 14,2 tonnum af úrgangi
á ári. Í þessu magni væru
133 kg af köfnunarefni, 105
kg af fosfór og 40 kg af kal-
íum. Samtals mætti því
verðleggja áburðarefnin í
þessu magni af skít á um
15.300 kr. Ekki sé því eftir
miklu að slægjast hjá
framleiðendum vegna
kostnaðar við flutning úr-
gangsins.
,,Bændur vilja náttúr-
lega lágmarka flutnings-
kostnað og kostnað al-
mennt við þetta en staðreyndin er sú,
að þeir sem hafa áhuga á að nota
þetta í uppgræðslu og annað vilja
ekkiborga mikið fyrir það enn sem
komið er. Þeir sem búa til skítinn og
þeir sem hafa þörf fyrir hann þurfa
kannski að mætast einhverstaðar á
miðri leið varðandi kostnaðinn við
koma þessu fyrir,“ segir Kristinn
Gylfi.
Ögmundur Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Sorpu, segir ljóst að
finna verði einhverjar aðrar lausnir á
meðferð svínaskíts, sem ekki er
dreift sem áburði, en keyra hann á
förgunarsvæði Sorpu í Álfsnesi. Það
sé engin lausn. Ögmundur bendir á
að um 60% af svínakjötsframleiðslu í
landinu sé að finna á svæðinu um-
hverfis höfuðborgarsvæðið og þar
falli til tugir þúsunda af svínaskít á
ári.
„Þetta er gríðarlegt magn, mest af
þessu hefur farið í sjó og kannski er
það allt í lagi, a.m.k. hafa ekki komið
fram nein merki um skaðsemi þess.“
Ögmundur tekur undir að mjög
dýrt sé flytja efnið til uppgræðslu og
ræktunar, vegna þess hversu mikið
vatnsinnihald sé í skítnum. ,,Það er
enginn tilbúinn að borga á Íslandi í
umhverfismál,“ segir hann.
Hann segir að svínabændur hafi
tekið á þessum málum. „Það er ekki
nokkur vafi á því að menn eru á fullu
að taka á málinu, en þetta kostar
mikið fé. Það hefur verið litið á allt
sem varðar þennan úrgang sem núll-
kostnað, en hér er þetta
eins og allsstaðar annars
staðar í heiminum að
verða stór kostnaðarþátt-
ur, sem verður að taka til-
lit til í allri framleiðslu. “
segir hann.
Að mati Ögmundar stafa vanda-
málin þó ekki hvað síst af því að gerð-
ar eru mismunandi kröfur til búanna
eftir byggðarlögum. Framleiðendur
sitji ekki við sama borð eftir því hvar
þeir eru á landinu. Vilji menn taka á
þessum málum betur á einum stað en
öðrum kosti það fjárútlát og fram-
leiðendur vísi til þess, að þeir séu
ekki samkeppnisfærir við bú í öðrum
byggðum, þar sem slakað hefur verið
á kröfum vegna hreppapólitíkur og
atvinnusköpunar. ,,Þetta er í hnot-
skurn vandinn við það þegar menn
byrja staðbundið, en menn þurfa að
taka á þessu,“ segir Ögmundur.
Skiptar skoðanir eru um nýtingu úrgangs frá svínabúum
Aukinn vandi
fylgir skítnum
Áætla má að nálægt 80
þúsund tonn af svína-
mykju falli til árlega á
Íslandi. Fram kemur í
grein Ómars Friðriks-
sonar að svínaúrgang-
ur er kjörinn til land-
græðslu en kostnaður
fylgir dreifingu hans.
Tímabundnar
undanþágur til
losunar svína-
skíts í sjó
omfr@mbl.is
Hver gylta gefur af sér um 400 kg af búfjáráburði á
mánuði og hver grís um 200 kg.
Morgunblaðið/Árni Sæberg