Morgunblaðið - 28.07.2001, Blaðsíða 35
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001 35
HELGIHALD þarfnast ekki hús-
næðis heldur lifandi fólks. Kirkja
Jesú Krists er ekki steypa, heldur
lifandi steinar, manneskjur af holdi
og blóði. Þess vegna er hægt að fara
út úr kirkjubyggingum með helgi-
hald og fagnaðarerindið og mæta
fólki í dagsins önn. Í tilefni af því
bjóðum við til messu í Kolaportinu
sunnudaginn 29. júlí kl. 14.
Bjarni Karlsson, sóknarprestur í
Laugarneskirkju, predikar og þjón-
ar ásamt Eygló Bjarnadóttur guð-
fræðinema og Önnu Jónu Ármanns-
dóttur. Þorvaldur Halldórsson leiðir
lofgjörðina. Áður en Kolaportsmess-
an hefst kl. 13.40 mun Þorvaldur
Halldórsson flytja þekktar dægur-
perlur. Þá er hægt að leggja inn fyr-
irbænarefni til þeirra sem þjóna í
messunni.
Í lok stundarinnar verður fyrir-
bæn og smurning. Messan fer fram í
kaffistofunni hennar Jónu í Kola-
portinu sem ber heitið Kaffi port,
þar er hægt að kaupa sér kaffi og
dýrindis meðlæti og eiga gott sam-
félag við Guð og menn.
Það eru allir velkomnir.
Miðborgarstarf KFUMog K.
Safnaðarstarf
Hallgrímskirkja. Hádegistónleikar
kl. 12-12.30. Lára Bryndís Eggerts-
dóttir leikur á orgel.
Kolaportsmessa
KIRKJUSTARF
M O N S O O N
M A K E U P
lifandi litir
SESSELJA Jónsdóttir opnar sýn-
ingu í dag á 25 olíumálverkum í
Kaffistofunni Lóuhreiðri í Kjör-
garði við Laugaveg. Sesselja er
fædd í Skerjafirðinum en uppalin í
Laugarnesinu. „Reykvíkingur í húð
og hár,“ segir hún.
Þetta er fyrsta einkasýning Sess-
elju en hún byrjaði að fást við mál-
verk fyrir 3 árum með því að sækja
námskeið hjá eldri borgurum.
„Þetta eru eins konar fantasíu-
landslagsmyndir sem ég mála,“
segir Sesselja og segist eiga leið-
beinanda sínum, Jean-Marc Capaul,
mest að þakka fyrir að hafa hvatt
sig áfram.
Morgunblaðið/Sverrir
Sesselja Jónsdóttir.
Málverk í
Lóuhreiðri
ÞRIGGJA daga kynningarnámskeið
í Falun Gong, sem er ævafornt kín-
verskt sjálfsræktarkerfi, verður
haldið dagana 31. júlí til 2. ágúst,
milli klukkan 18 til 21 hvern dag.
Námskeiðið er haldið í Hljómskála-
garðinum, nærri Hljómskálanum við
styttu Jónasar Hallgrímssonar.
Kenndar verða 5 grunnæfingar Fal-
un Gong og innsýn gefin í þá heim-
speki sem liggur að baki Falun
Gong. Námskeiðið er öllum opið og
samkvæmt hefð Falun Gong er ekk-
ert þátttökugjald.
Falun Gong-
námskeið
FERÐAFÉLAGIÐ Útivist fer
sunnudaginn 29. júlí kl. 09.00 í
gönguferð um gamla þjóðleið úr
Hvalfirði í Skorradal er nefnist Síld-
armannagötur.
Þetta er skemmtileg 5 – 6 klst.
ganga sem ekki er síður áhugaverð
en þjóðleiðin þekkta um Leggjabrjót
milli Hvalfjarðar og Þingvalla.
Brottför er frá BSÍ og stansað við
Select Vesturlandsvegi. Verð er
1.900 kr. fyrir félaga í Útivist og
2.100 kr. fyrir aðra.
Gönguferð
um Síldar-
mannagötur
Í KVÖLD, laugardag, 28. júlí, heldur
Vésteinn Ólason prófessor fyrirlest-
ur að Skriðuklaustri í Fljótsdal sem
hann nefnir Dauði Baldurs og draug-
ar í fornum sögum. Í fyrirlestrinum
mun hann fjalla um afstöðu til dauð-
ans og dauðra í íslenskum fornbók-
menntum. Jafnframt verða lesnir
kafla úr þeim textum sem til umfjöll-
unar eru.
Fyrirlesturinn hefst kl. 20.00 og
aðgangseyrir er kr. 500.
Dauði Baldurs
og draugar í
fornum sögum
ÁRIÐ 1951 varð ÍA fyrst félaga utan
Reykjavíkur til að vinna Íslands-
meistaratitil í meistaraflokki karla í
knattspyrnu. Í sumar eru 50 ár frá
þessum tímamótum í íþróttasögu
Akraness og hefur því verið ákveðið
að efna til fagnaðar sunnudaginn 29.
júlí nk. til þess að minnast þessa at-
burðar.
Dagskráin verður eftirfarandi:
kl. 16 látinna félaga minnst í Akra-
neskirkju, kl. 17 dagskrá í tilefni
dagsins í sal Grundaskóla, kl. 20
Símadeildin ÍA-KR.
„Heiðursgestir dagsins eru leik-
menn ÍA árið 1951 og konur þeirra.
Öllum íbúum Akraness og aðdá-
endum Gullaldarliðsins er boðið að
taka þátt í dagskránni og eldri knatt-
spyrnumenn og stjórnarmenn í
íþróttahreyfingunni á Akranesi eru
hvattir til að koma,“ segir í frétta-
tilkynningu.
Hálf öld frá því
ÍA varð fyrst
Íslandsmeistari Í DAG verður Tröllakeppnin í fjalla-
hjólreiðum haldin í Mosfellsbæ og
nágrenni. Vegalengdin sem hjóluð
verður er u.þ.b. 40 km. Lagt verður
af stað frá Íþróttamiðstöðinni á
Varmá kl. 11 og hefst skráning kl.
10 og er skráningargjald kr. 700.
„Leiðin er mjög fjölbreytt og
mátulega krefjandi. Hjólað er á
malbiki, malarvegum og -slóðum,
reið- og skógarstígum, jafnframt
sem að hjólað er yfir þrjár árspræn-
ur.
Keppt verður í þremur flokkum,
A-flokki karla, kvennaflokki og B-
flokki. Veitt verða verðlaun fyrir
fyrstu þrjú sæti í hverjum flokki,
auk þess verða úrdráttarverðlaun.
Keppnin er haldin af Trölla-
klúbbnum, sem samanstendur af
áhugafólki um fjallahjólreiðar,“ seg-
ir í fréttatilkynningu.
Tröllakeppni í
fjallahjólreiðum
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦