Morgunblaðið - 06.09.2001, Síða 61

Morgunblaðið - 06.09.2001, Síða 61
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 61 Högnarnir (Tomcats) G a m a n m y n d Leikstjóri: Gregory Poirier. Aðal- hlutverk: Jerry O’Connel, Shannon Elizabeth, Jake Busey. (95 mín.) Myndform. Bönnuð innan 12 ára. HÉR er á ferðinni mynd sem sver sig í ætt við ærslafullan dónahúmor gamanmynda á borð við American Pie og er sem slík ágæt skemmtun enda þótt smekk- leysið sé eflaust ekki að allra skapi. Vinir nokkrir leggja peninga í pott sem fara skal til þess þeirra sem síðastur stendur eftir ógiftur. Nokkrum árum og góðum fjárfest- ingum síðar er potturinn orðinn risa- vaxinn og aðeins tveir úr hópnum enn piparsveinar, skopmyndateikn- arinn Michael og glaumgosinn Kyle. Sá fyrrnefndi þarf nauðsynlega á peningunum að halda og verður að koma hinum í hnapphelduna innan 30 daga. Sem gengur ekki þrauta- laust fyrir sig þar sem Kyle er ófor- betranlegur kvennabósi. Kannski ekki merkilegur söguþráður en myndin nýtir gefin tækifæri til að kitla hláturtaugarnar og kímnin virkar oft ágætlega, þótt lágkúruleg sé. MYNDBÖND Síðasti pipar- sveinninn Íþróttahundurinn 3 (Air Bud: World Pup) G a m a n m y n d  Leikstjóri: Bill Bannerman. Aðal- hlutverk: Kevin Zegers, Caitlin Wachs, Brittany Paige Bouck. (90 mín.) Skífan. Öllum leyfð. ÞETTA er í þriðja skiptið sem undrahundurinn Buddy gengur í félagslið og leiðir það til sigurs á ótrúlegan hátt. Þetta er líka sögu- þráður sem orðinn er með eindæmum þreyttur og nýj- asta viðbótin í myndaröðinni bætir litlu sem engu við kunnug- lega formúluna. Körfubolta er skipt út fyrir fótbolta en öll önnur framvinda myndarinnar er keimlík þeim fyrri. Að vísu eignast Buddy hvolpa í þessari mynd en samband hans við tíkina Molly getur vart talist rík frásagnarleg uppspretta. Enn eru vondir kallar á eftir íþróttaundrinu en forsendur þeirra illskiljanlegar og uppátækin ófynd- in. Eins og svo oft vill verða með svokallaðar fjölskyldumyndir er aðeins lægstu mögulegum sam- nefnurum kvikmyndalistarinnar fullnægt hér. Ég myndi segja að þremur íþróttahundsmyndum sé ofaukið á myndbandamarkaðnum. Heiða Jóhannsdótt ir Fótbolta- hetjan ferfætta HROLLVEKJAN Jeepers Creepers sló óvænt í gegn um helgina vestanhafs. Engin mynd hefur gengið svo vel um- rædda „löngu helgi“. Jeepers Creepers er fremur lítil mynd í sniðum og er sú fyrsta af sjö sem fyrirtæki Francis Ford Coppola, American Zoetrope, gefur út í samvinnu við United Artists. Þess má geta að ein þessara mynda er No Such Thing, sem Hal Hartley tók að hluta á Íslandi og Friðrik Þór Friðriksson er titlaður aðal- framleiðandi að. Velgengni Jeepers Creepers er sögð helgast af því að langt sé síðan hreinræktaða hrollvekju hefur rekið á fjörur. Leikstjórinn er Victor Salva sem er þekktastur fyrir Powder. O með Josh Hart- nett kemur inn í 7. sæti en þar fer nútímaútfærsla á Othello Shakespeares. Mikið fát hefur verið á henni þessari og hún orðin tveggja ára gömul. Iramax hefur hinsvegar ekki lagt í að sýna hana fyrr vegna eldfims viðfangs- efnis, ofbeldis á skólalóðinni.                                                             !           !" !" !" ! " !" !" !" !" ! " ! "   "#$%& "'%$'& " #$(& #'$%& )*$%& ' $'& ($'& "$'& "+$#& "'$%&  Óvæntur hryllingur Jeepers Creepers: Al- vöruóhugnaður! Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.