Morgunblaðið - 06.09.2001, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 06.09.2001, Qupperneq 61
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 61 Högnarnir (Tomcats) G a m a n m y n d Leikstjóri: Gregory Poirier. Aðal- hlutverk: Jerry O’Connel, Shannon Elizabeth, Jake Busey. (95 mín.) Myndform. Bönnuð innan 12 ára. HÉR er á ferðinni mynd sem sver sig í ætt við ærslafullan dónahúmor gamanmynda á borð við American Pie og er sem slík ágæt skemmtun enda þótt smekk- leysið sé eflaust ekki að allra skapi. Vinir nokkrir leggja peninga í pott sem fara skal til þess þeirra sem síðastur stendur eftir ógiftur. Nokkrum árum og góðum fjárfest- ingum síðar er potturinn orðinn risa- vaxinn og aðeins tveir úr hópnum enn piparsveinar, skopmyndateikn- arinn Michael og glaumgosinn Kyle. Sá fyrrnefndi þarf nauðsynlega á peningunum að halda og verður að koma hinum í hnapphelduna innan 30 daga. Sem gengur ekki þrauta- laust fyrir sig þar sem Kyle er ófor- betranlegur kvennabósi. Kannski ekki merkilegur söguþráður en myndin nýtir gefin tækifæri til að kitla hláturtaugarnar og kímnin virkar oft ágætlega, þótt lágkúruleg sé. MYNDBÖND Síðasti pipar- sveinninn Íþróttahundurinn 3 (Air Bud: World Pup) G a m a n m y n d  Leikstjóri: Bill Bannerman. Aðal- hlutverk: Kevin Zegers, Caitlin Wachs, Brittany Paige Bouck. (90 mín.) Skífan. Öllum leyfð. ÞETTA er í þriðja skiptið sem undrahundurinn Buddy gengur í félagslið og leiðir það til sigurs á ótrúlegan hátt. Þetta er líka sögu- þráður sem orðinn er með eindæmum þreyttur og nýj- asta viðbótin í myndaröðinni bætir litlu sem engu við kunnug- lega formúluna. Körfubolta er skipt út fyrir fótbolta en öll önnur framvinda myndarinnar er keimlík þeim fyrri. Að vísu eignast Buddy hvolpa í þessari mynd en samband hans við tíkina Molly getur vart talist rík frásagnarleg uppspretta. Enn eru vondir kallar á eftir íþróttaundrinu en forsendur þeirra illskiljanlegar og uppátækin ófynd- in. Eins og svo oft vill verða með svokallaðar fjölskyldumyndir er aðeins lægstu mögulegum sam- nefnurum kvikmyndalistarinnar fullnægt hér. Ég myndi segja að þremur íþróttahundsmyndum sé ofaukið á myndbandamarkaðnum. Heiða Jóhannsdótt ir Fótbolta- hetjan ferfætta HROLLVEKJAN Jeepers Creepers sló óvænt í gegn um helgina vestanhafs. Engin mynd hefur gengið svo vel um- rædda „löngu helgi“. Jeepers Creepers er fremur lítil mynd í sniðum og er sú fyrsta af sjö sem fyrirtæki Francis Ford Coppola, American Zoetrope, gefur út í samvinnu við United Artists. Þess má geta að ein þessara mynda er No Such Thing, sem Hal Hartley tók að hluta á Íslandi og Friðrik Þór Friðriksson er titlaður aðal- framleiðandi að. Velgengni Jeepers Creepers er sögð helgast af því að langt sé síðan hreinræktaða hrollvekju hefur rekið á fjörur. Leikstjórinn er Victor Salva sem er þekktastur fyrir Powder. O með Josh Hart- nett kemur inn í 7. sæti en þar fer nútímaútfærsla á Othello Shakespeares. Mikið fát hefur verið á henni þessari og hún orðin tveggja ára gömul. Iramax hefur hinsvegar ekki lagt í að sýna hana fyrr vegna eldfims viðfangs- efnis, ofbeldis á skólalóðinni.                                                             !           !" !" !" ! " !" !" !" !" ! " ! "   "#$%& "'%$'& " #$(& #'$%& )*$%& ' $'& ($'& "$'& "+$#& "'$%&  Óvæntur hryllingur Jeepers Creepers: Al- vöruóhugnaður! Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.