Vísir - 16.08.1979, Page 17
17
VÍSIR
Fimmtudagur 16. ágúst 1979
VÍSIS-RALL - VÍSIS-RALL - VÍSIS-RALL - VISIS-RALL - VISIS-RALL - VISIS-RALL -
HAFA HALDH SEX
RÖLL FRA RYRJUH
Sigurvegarar í rðllum bíkr frá upphafi
VÍSISRALL
16-19.ágúst 1979
3. Halldór Olfarsson og Tryggvi
Aðalsteinsson á Toyotu.
4. Birgir Þ. Bragason og Hafþór
Guðmundsson á Datsun.
5. Sigurður Grétarsson og Sig-
björn Björnsson á Escort.
Þetta eru þau röll sem BÍKR
hefur staðið fyrir. Siðan BIKR tók
til starfa hafa þrir aðrir bifreiöa-
Það eru hvorki fleiri né færri en sex röll sem
Bifreiðaiþróttaklúbbur Reykjavikur hefur staðið
fyrir frá þvi að hann var stofnaður, haustið 1976,
og þó eru ekki taldar með sparaksturskeppnir, is-
akstrar eða rallikrosskeppnir. Hér skulu nú talin
upp þau röll sem BÍKR hefur staðið fyrir og leið
þeirra rakin i mjög stuttu máli.
Páskarallið
■
Það var haldið hinn 9. april 1977
og var það um 350 km að lengd.
Fjöldi bila tók þátt i rallinu, eða
23 og luku sex þeirra ekki keppni.
1 fimm efstu sætunum urðu:
1. Ómar Þ. Ragnarsson og Jón R.
Ragnarsson á Simca.
2. Vilmar Þ. Kristinsson og Jón R.
Ragnarsson á VW Golf.
3. Jón R. Sigmundsson og Dröfn
Björnsdóttir á Fiat 128.
4. Halldór Jónsson og Úlfar
Hauksson á Fiat 128.
5. Ólafur Benediktsson og Þórólf-
ur Halldórsson á Lancer.
Næturrallið
Það var haldið dagana 1.—2.
október 1977. Leiðin var 960 km
löng og lögðu 17 bilar af stað en
tveir þeirra luku ekki keppni.
Ekið var allt austur fyrir Mýr-
dalsjökul, Fjallabaksleið, aö
Gullfossi, Kaldadal og Borgar-
fjörð.
Fimm fyrstu i þessu ralli voru:
1. Ómar Þ. Ragnarsson og Jón R.
Ragnarsson, Simca.
2. Sigurður Grétarsson og Björn
Ólsen, Escort.
3. Clfar Hinriksson og Sigurður
Sigurösson, Escort.
4. Vilmar Þ. Kristinsson og
Sigurður Ingi Olafsson, VW Golf.
5. Birgir Guðmundsson og Birgir
Halldórsson, Escort.
Skeifurallið
Þessi keppni var haldin dagana
18.—19. mars 1978.
Til keppni mættu 28 bilar en
fimm þeirra luku ekki keppni.
Ekið var frá Reykjavik, um
Þrengslin, undir Ingólfsfjall, að
Sogsvirkjun, niður að Selfossi,
um Gaulver jabæjarhrepp,
Skeiðin, Landeyjar, Landsveit, aö
Búrfelli, um Flúðir og að Laugar-
vatni.þaðan aftur út á Reykjanes,
um Krýsuvík og til Reykjavikur.
í fimm efstu sætunum urðu:
1. Halldór (Jlfarsson og Jóhannes
Jóhannesson á Vauxhall
Chevette.
2. Jón R. Sigmundsson og Dröfn
Björnsdóttir á Alfa Romeo.
3. —4. Hafsteinn Aðalsteinsson og
Magnús Pálsson á Datsun.
4—5. Sigurður Jóhannsson og
Ólafur M. Ásgeirsson á Fiat.
5. Halldór Jónsson og Olfar
Hauksson á Fiat.
Visisrallið
Visisrallið i fyrra var lang-
lengsta rall sem þá hafði verið
haldið. Ekið var frá Reykjavik
um Kaldadal og upp i Borgarf jörð
og allt út i Mýrarsýslu, þaðan
niður á Akranes og farið með
Akraborginni i bæinn. Seinni dag-
ur keppninnar var um Reykjanes
og Suðurlandsundirlendi.
Fimm fyrstu bilarnir urðu:
1. Omar Þ. Ragnarsson og Jón R.
Ragnarsson á Simca.
2. Hafsteinn Aðalsteinsson og
Magnús Pálsson, á Datsun.
3. Hrafnkell Guðmundsson og
Þorvaldur Guðmundsson á Saab
96.
4. Sigurður Grétarsson og Halldór
Úlfarsson á Escort.
5. Bragi Þ. Haraldsson og Þor-
steinn Friðjónsson á Lada.
Haustrall
Haustrallið var i fyrrahaust og
var ekið um Þingvelli niður
Grafning um Suðurland allt aust-
ur að Dimon upp aö Næfurholti,
um Skálholt og Laugarvatn,
Lyngdalsheiði um Þingvelli bg
tslandskort meö ieiðinni I Visisrallinu opinberað I fyrsta sinn. Greinilegt er að Sigurjóni Haröarsyni,
einum af keppendum, er mikið skemmt: „Ha, ha, ha. Sprengisandur! Ha, ha, ha, ha, ha.”
Mosfellsheiöi og út á Reykjanes,
Grindavik, um Krýsuvik og i bæ-
inn.
Þetta rall var um 600 km og i
fimm efstu sætunum urðu þessi:
1. Hafsteinn Aðalsteinsson og
Magnús Pálsson á BMW.
2. Árni Bjarnason og Sigbjörn
Björnsson á Lada.
3. Jóhann Hlööversson og Jóhann
Sæberg á Escort.
4. Sigurður Grétarsson og Þor-
valdur Guðmundsson á Escort.
5. Þórhallur Asgeirsson og Asgeir
Þorsteinsson á Escort.
Finluxrallið
Fyrsta ralliö á þessu ári var
Finluxrallið. Það var haldið i
byrjun april.
Þá var ekið út á Reykjanes um
Grindavik að Sogsvirkjun, Selfoss
um Gaulverjabæjarhrepp um
Hellisheiði og Heiðmörk og i bæ-
inn.
Sigurvegarar i þessu ralli voru:
1. Ómar Þ. Ragnarsson og Jón R.
Ragnarsson, á Simca.
2. Hafsteinn Aðalsteinsson og
Magnús Pálsson á BMW.
iþróttaklúbbar veriö stofnaðir. 1
Borgarfirði, Sauðárkróki og
Húsavik. Klúbburinn á siöast-
nefnda staðnum er þeirra elstur
og hefur gengist fyrir þremur
röllum en sá i Borgarfirði einu.
Klúbburinn á Sauðárkróki hefur
enn ekki haldið neina keppni enda
stofnaður i vor.
Allir þessir klúbbar starfa mjög
mikiö að framkvæmd Visisralls-
ins sem hefst nú i dag og útvega
meðal annars timaveröi og annað
starfsfólk.
— SS —
VISIS-RALL - VISIS-RALL - VISIS-RALL - VISIS-RALL - VISIS-RALL - VISIS-RALL -
VÍSISRALLIÐ
í TÖLIIM
Hér skulu nú nokkrar upplýsingar gefnar i
tölum um þetta Visisrall:
Eins og komið hefur
fram i Visi áður og
margir vita, þá er rall
nokkurs konar keppni
við timann. Keppendur
keppa við að ná sem
bestum tima hver i sínu
lagi. Markmiðið er að ná
alltaf uppgefnum tima á
hinum ýmsu leiðum.
Rall skiptist i sérleiðir og ferju-
leiöir. A sérleiðum fer hin eigin-
lega keppni fram. Þar er. mjög
knappur timi gefinn upp og verða
keppendur að skila sér í mark á
nákvæmlega uppgefnum tima og
má ekki skeika sekúndu. Komi
menn of fljótt fá þeir timaskekkj-
una tvöfalda I minus, en komi
þeir of seint fá þeir einfaldlega
timaskekkjuna i mlnus. Aftur á
móti má skeika allt að 59 sekúnd-
um i nákvæmni á ferjuleiðum,
enda eru ferjuleiðir yfirleitt á
fjölförnum og ágætum vegum.
Þær tengja saman sérleiöirnar
sem yfirleitt eru á lélegri vegum,
hæðóttum, holóttum, hlykkjóttum
og þröngum.
Sem fram hefur komið, þá
þykir rallökumönnum eftir-
sóknarverðast aö fá sem flestar
sérleiðir i rallkeppnum. Erlendis
er þaö ýmsum vandkvæðum
bundiðog þóaðallega vegna þess
aö erlendis er yfirleitt um háþró-
aö vegakerfi aö ræða, en hér á
landi ökum við i hjólförum þess
san á undan fer”, eins og einn
rall-ökumaöurinn vildi lýsa is-
lenska þjóðvegakerfinu.
1 Visisrallinu núna er hlut-
fall sérleiða á móti ferjuleiðum
hærra en það hefur verið nokkru
sinni áður, eða 33.83%.
Fimmtudagur:
— Fyrsti bill ræstur kl. 16.00 frá
Sýningahöllinni. — Komutimi til
Sauðárkróks til gistingar
03:38:15. — lengd fyrstu dag-
leiðar: 530.760 km.þar af lengd
sérleiða 115.730. km — hlutfali
sérleiða á móti ferjuleiðum á
fyrsta degi: 21.80%.
Föstudagur:
— Sá rallbiH sem bestan tlma á
eftirfyrstadag verður ræstur kl.
09:00— Komutimi til Húsavikur
til gistingar 00:07. — Lengd
dagleiðar 699.440 km. þar af
lengd sérleiða 138.83 km. —
hlutfall sérleiöa á móti ferju-
I leiðum 19.85%.
Laugardagur:
— Billinn meðbesta árangurinn
ræstur kl 06.00.— Komutimi til
Laugarvatns til gistingar 02.29.
— Lengd dagleiðar 1072.120 km.
þar af lengd sérleiða 441.390 km.
— Hlutfall sérleiöa á móti ferju-
leiöum 41.39%.
Sunnudagur:
— Billinnmeö besta árangurinn
ræstur kl 08.00.— Komutimi til
Reykjavikur, i endamark við
Sýningarhöllina, 19.53. — Lengd
dagleiðar 594.470 km. þar af
lengd sérleiðar 185.890 km. —
Hlutfall sérleiða á móti ferju
leiðum 33.83%.