Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ KRISTINN Jakobsson, milliríkja- dómari í knattspyrnu, er einn af átta dómurum sem valdir hafa verið til að dæma lokaleikina á heimsmeistara- móti drengja, 17 ára og yngri, sem nú stendur yfir í Trínidad og Tób- agó. Kristinn var í hópi 16 dómara sem dæmdu í riðlakeppninni á sama stað en nú hafa átta þeirra verið sendir heim. Kristinn hefur dæmt tvo leiki til þessa, milli Paraguay og Írans og á milli Spánar og Burkina Faso, og fengið mjög góðar einkunnir fyrir frammistöðu sína. Í leik Paraguay og Írans þurfti Kristinn að sýna rauða spjaldið þrisvar, þar af tvisvar eftir að leiknum lauk en þá var grunnt á því góða milli leikmanna liðanna. Í dag, sunnudag, dæmir hann viður- eign Ástralíu og Nígeríu í átta liða úrslitum keppninnar. Þess má geta að allir æðstu menn dómaramála í heiminum eru staddir á Trínidad og Tóbagó vegna mótsins og ljóst að Kristinn er að festa sig í sessi enn frekar í sessi í alþjóðadóm- gæslu, en hann komst fyrr á þessu ári í úrvalshóp efnilegra evrópskra knattspyrnudómara. Kristinn dæmir áfram á Trínidad ALÞJÓÐASAMBAND Rauða krossins og Rauða hálfmánans sendi út hjálparbeiðni á föstudagskvöld til 176 aðildarfélaga um heim allan til að bregðast við yfirvofandi flótta- mannavanda í ná- grannalöndum Afgan- istan. Í beiðninni, sem var send út að ósk Rauða hálfmánans í Pakistan og Íran, er óskað eftir 8,8 milljón- um svissneskra franka til að meta flóttamanna- vandann og undirbúa aðstoð við flóttamenn. Vitað er að þúsundir Afgana eru á flótta út úr landinu, eða til afskekktra landbún- aðarhéraða í Afganistan. Rauði kross- inn telur að rúmlega ein milljón flótta- manna gæti á næstu vikum streymt yfir til landa sem liggja að Afganistan. Rauði krossinn hér á landi hefur það fyrir reglu að svara öllum slíkum hjálparbeiðnum og mun skýrast eftir helgi hvernig brugðist verður við þessari beiðni. Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi RKÍ, hélt til Pak- istan á föstudag þar sem hann mun gegna starfi upplýsingafull- trúa á vegum Alþjóða- sambandsins. Didier J. Cherpitel, framkvæmdastjóri Al- þjóðasambands Rauða kross félaga, sem nú er staddur hér á landi, sagði í samtali við Morgunblaðið að Rauði krossinn hafi frá því hörmungarnar dundu yfir í Bandaríkjunum þann 11. september undirbúið viðbrögð við hugsanlegu neyðar- ástandi, sérstaklega í löndunum í kringum Afganistan. Einnig sé Rauði krossinn með undirbúning í Súdan, sem og í Miðausturlöndum; Írak, Sýr- landi, Líbanon, Palestínu og Ísrael. Cherpitel segir að ástandið í Afgan- istan sé þegar erfitt, miklir þurrkar hafi hrjáð Afgani síðustu tvö ár og að tæplega fimm milljónir manna lifi nú á aðstoð alþjóðlegra hjálparsamtaka á svæðinu. Hann segir að hjálparsam- tök hafi, að ósk stjórnar talibana, flutt alþjóðlega hjálparstarfsmenn af svæðinu vegna öryggisráðstafana fyrir rúmri viku. „Við höfum gert Rauða hálfmánan- um í löndum sem eiga landamæri að Afganistan viðvart um að búa sig und- ir að taka á móti flóttamönnum. Nú eru landamæri Afganistan lokuð, en við vitum ekki hversu lokuð þau eru,“ segir Cherpitel. Hann segir að þegar hafi verið sendur búnaður sem nægir til að aðstoða 10 þúsund flóttamenn, en það dugi skammt. Cherpitel segir erfitt að meta hversu margir hafa þegar yfirgefið Afganistan. Flóttamannavandinn var þegar til staðar áður en hryðjuverka- menn gerðu árás á Bandaríkin. Þann- ig voru fyrir atburðina um 1,4 millj- ónir afganskra flóttamanna í Íran sem Rauði hálfmáninn er að hjálpa. Hann segir að ástandið sé óstöðugt í þessum löndum og því hafi Rauði krossinn og hálfmáninn áhyggjur af öryggi starfsmanna sinna þar. Cherpitel segir að t.d. sé merki Rauði krossins ekki lengur notað á svæðinu, á öllum merkjum sé aðeins merki Rauða hálfmánans, en yfirleitt eru bæði merkin notuð. „Við höfum einnig flutt sendifulltrúa af svæðinu sem ekki tala tungumálið eða hafa ekki að- lagast lífinu í landinu. Við höfum síðan flutt þangað fulltrúa sem geta talað við fólkið á þess máli og eiga auðveld- ara með að falla inn í þjóðfélagið. Líta t.d. eins út, og helst viljum við að þeir séu íslamskir,“ segir hann. „Við erum að reyna að sjá vandann fyrir. Því betur sem þú undirbýrð þig í neyðarástandi, því betri verður hjálpin. Við vitum ekki á þessu stigi hvað mun gerast, en við erum að und- irbúa hvað við getum gert til að draga úr þjáningu þeirra sem minnst mega sín. Við búumst við fólksflutningum og þurfum því að vera búin undir að útvega grundvallarhjálp eins og skjól, mat, drykk og læknisaðstoð,“ segir Cherpitel. Hann segir erfitt að segja til um hversu margir hjálparstarfs- menn séu þegar á svæðinu og segir að í löndunum í kringum Afganistan starfi margir innfæddir á vegum Rauða hálfmánans, bæði sem sjálf- boðaliðar og starfsmenn. Cherpitel segir að Alþjóðasamband Rauða krossins leggi einnig mikla áherslu á að í þeim löndum sem Rauði krossinn starfar verði gripið til ráð- stafana til að koma í veg fyrir að kyn- þáttafordómum vaxi fiskur um hrygg og fólki verði mismunað á grundvelli kynþáttar eða trúarbragða. Hjálparbeiðni send út Rauði krossinn undirbýr flótta- mannaaðstoð við Afganistan Morgunblaðið/Ásdís Afgönsk fjölskylda á flótta frá Kabúl. Óttast er, að hálf önnur milljón manna reyni að flýja Afganistan á næstu vikum. Didier J. Cherpitel ÁRNI Tómasson, bankastjóri Búnað- arbankans, segist vera undrandi á yf- irlýsingu Sturlu Böðvarssonar sam- gönguráðherra í Morgunblaðinu í gær um að Búnaðarbankanum „hafi mistekist að nokkru leyti að fást við verkefnið“, þ.e.a.s. sölu á Landssím- anum. Árni segist vera algerlega ósammála þessu. Hann segir mikil- vægt að hafa í huga að Búnaðarbank- inn hafi ekki komið nærri ákvörðun um verð hlutabréfanna. „Ég er bæði undrandi og algerlega ósammála því sem fram kemur hjá ráðherranum um þátt Búnaðarbank- ans í sölu hlutabréfanna. Við höfum alls staðar fengið mikið hrós fyrir okkar þátt í málinu. Sölu- og útboðs- lýsing hefur verið talin ein sú besta sem gerð hefur verið. Við höfum haft forgöngu um að þróa rafrænt sölu- og skráningarkerfi sem auðveldar al- menningi þátttöku. Við höfum átt fjöl- marga fundi með fjárfestum og staðið fyrir ítarlegri kynningu á málinu. Það hefur aldrei verið markmið okkar að tala sig inn á eitthvert verð heldur að birta réttar og ábyggilegar upplýs- ingar þannig að fjárfestar geti mynd- að sér sjálfstæða skoðun á verðlagn- ingu. Það er okkar skoðun að við eigum að vinna þannig að málum. Það er svo rétt að vekja athygli á því að bankinn kom hvergi nærri ákvörðun um verð á hlutabréfunum. Það var í höndum annarra að taka þá ákvörð- un,“ sagði Árni. Árni sagðist ekki geta svarað spurningu um hvort Búnaðarbankinn hefði verið ósammála þeirri ákvörðun sem tekin var um verðlagningu hluta- bréfanna. Samtöl aðila væru trúnað- armál. „Við höfum alltaf sagt að við teljum verðið sanngjarnt miðað við hvað Landssíminn er að hagnast og að skapa mikið fjármagn í rekstri. Við teljum að verðið þoli alla skoðun þeg- ar til lengri tíma er litið, en almennt má segja að ef sala gengur ekki geti þrennt skýrt það. Annað hvort er var- an ekki nógu góð, verðið ekki rétt eða ytri aðstæður eru þannig að hitt tvennt skipti ekki máli. Ég held að þetta síðasta atriði vegi þarna þyngst,“ sagði Árni. Lífeyrissjóðirnir kann- ast ekki við samráð Samgönguráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að allt benti til að stóru lífeyrissjóðirnir hefðu haft sam- ráð um að sniðganga útboðið. For- svarsmenn lífeyrissjóðanna vísa þessu á bug. Magnús L. Sveinsson, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunar- manna, sagðist ekki kannast við að líf- eyrissjóðirnir hefðu haft samráð um að sniðganga útboðið, a.m.k. hefði Líf- eyrissjóður verzlunarmanna ekki tek- ið þátt í slíku samráði, hefði það átt sér stað. Hugsanleg kaup í Landssím- anum hefðu aldrei verið rædd í stjórn lífeyrissjóðsins. „Við að sjálfsögðu hugum vel að málum áður en við tök- um ákvörðun um stórar fjárfestingar. Ekki ómerkari stofnun en Íslands- banki taldi að það væri yfirverð á bréfunum í Landssímanum og ég myndi halda að það hafi einhver áhrif haft á menn. Mér finnst ekki ólíklegt að menn hafi vilji doka við og sjá hvað gerðist. Viðbrögð almennings við út- boðinu finnast mér einnig benda til að honum hafi fundist verðið hátt og betra væri að sjá til. Mat almennings og lífeyrissjóðanna virðist því hafa farið saman,“ sagði Magnús. Verðið of hátt Halldór Björnsson, varaformaður lífeyrissjóðsins Framsýnar, segist ekki kannast við neitt samráð. Hann segir að rætt hafi verið um að lífeyr- issjóðirnir kæmu sameiginlega að út- boðinu, en ekkert hafi orðið úr því. Hann segir að á fundi lífeyrissjóðanna á fimmtudag hafi útboð Landssímans verið rætt, en þar hafi engin áform eins og samgönguráðherra hefur gef- ið í skyn, verið rædd. „Þeir verða bara að átta sig á því að þetta er skökk tímasetning hjá þeim þegar þeir eru að bjóða þetta út,“ seg- ir Halldór. Hann segir að Framsýn hafi tekið þá ákvörðun að taka ekki þátt í útboðinu vegna ástandsins á verðbréfamarkaði. Einnig hafi ráð- gjafar um hlutabréfakaup talið að verð bréfanna væri of hátt. Hann seg- ir að ástandið í Bandaríkjunum hafi sömuleiðis áhrif á söluna. Því hefði verið skynsamlegt að fresta sölunni. Stjórnarformaður Framsýnar er Þórarinn V. Þórarinsson sem jafn- framt er forstjóri Landssímans. Hall- dór segir að hann hafi ekki tekið þátt í neinum fundum þar sem útboð Landssímans var rætt. Hallgrímur Gunnarsson, stjórnar- formaður Sameinaða lífeyrissjóðsins, sagðist ekki kannast við að stóru líf- eyrissjóðirnir hefðu haft neitt samráð um að kaupa ekki hlutabréf í Lands- símanum. Hann sagði að Sameinaði lífeyrissjóðurinn væri að sjálfsögðu opinn fyrir fjárfestingatækifærum á hlutabréfamarkaði. „Ákvarðanir okk- ar ráðast af því hvað það eru góðir fjárfestingarkostir í boði hverju sinni. Það var okkar mat að útboðsgengi á Landssímanum væri einfaldlega of hátt og að það myndi lækka. Við töld- um raunar að það gætu skapast kaup- tækifæri þegar þessi lækkun væri komin fram. Það má ekki gleyma því að vextir eru háir um þessar mundir og á óvissutímum hafa fjárfestar til- hneigingu til að kaupa frekar skulda- bréf. Það hafði einnig áhrif á ákvörð- un okkar um að taka ekki þátt í útboðinu,“ sagði Hallgrímur. Ögmundur Jónasson, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, sagði að sérfræðingar LSR í fjárfestingum hefðu farið vel yfir þetta mál. Í stjórninni hefði ekki verið andstaða við að sjóðurinn keypti í Símanum ef þeir hefðu metið það hag- kvæmt. LSR hefði ekkert samráð haft við aðra sjóði um að kaupa ekki. „Landssíminn er traust fyrirtæki og eðlilegt að lífeyrissjóðirnir horfi til hans og vilji hafa hann í eignasafni sínu. Því er hins vegar ekki að leyna að mörgum finnst undarleg tilfinning að kaupa eign af sjálfum sér, en þjóð- in á bæði Símann og lífeyrissjóðina. Það er greinilegt að tímasetning var röng og að það stendur mjög í mönnum að það er ekkert vitað hver kjölfestufjárfestirinn verður. Senni- lega verður það erlent símafyrirtæki sem myndi þá vera með ráðandi hlut í fyrirtækinu. Íslendingum finnst held ég mörgum undarlegt að þeim skuli vera ætlað pláss á öðru farrými.“ Ögmundur sagði að talsvert hefði verið rætt um verðið og sagðist telja að menn hefðu metið það rangt með hliðsjón af öðrum þáttum. „Mér finnst undarlegt að menn skuli vera að leita að blóraböggli, sérstaklega í ljósi þess að það gera menn sem eru mjög upp- teknir af markaðslögmálunum. Nú þegar markaðurinn hagar sér ekki eins og þeim líkar verða þeir reiðir.“ Árni Tómasson, bankastjóri Búnaðarbanka Íslands, um sölu Landssímans Bankinn kom ekki nærri ákvörðun um verð bréfanna Stjórnendur lífeyrissjóða og Búnaðarbank- ans vísa ummælum samgönguráðherra um útboð Landssímans á bug, en ráðherra sagði að Búnaðarbankanum hefði að nokkru leyti mistekist og að lífeyrissjóðirnir hefðu sammælst um að sniðganga útboðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.