Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 11
Átta liðsmenn Svarta september réðust inn í Ólympíuþorpið í München árið 1972, myrtu tvo liðsmenn ísraelska ólympíuliðsins og rændu níu. Þeir kröfðust þess að 234 arabískir og þýskir hryðjuverkamenn yrðu látnir lausir, þar á meðal Andreas Baader og Ulrike Meinhof. Þýska lög- reglan réðst gegn hryðjuverkmönnunum á flug- velli í München. Hryðjuverkamennirnir myrtu gísla sína níu, en lögreglan skaut fimm af liðs- mönnum Svarta september og handtók þrjá. Hefnd Ísrael Í kjölfar árásar Svarta september hófu Ísrael- ar eina umfangsmestu gagnárás gegn hryðju- verkamönnum sem gerð hefur verið. Að skipan Goldu Meir forsætisráðherra setti ísraelska leyniþjónustan Mossad á laggirnar sérsveitir, sem áttu að hafa uppi á öllum þeim sem komið höfðu að skipulagningu hryðjuverkanna. Mikil leynd hvíldi yfir aðgerðinni og vissu sérsveitirn- ar ekki hver af annarri. Á næstu árum tókst þeim að elta tugi hryðjuverkamanna uppi í ýms- um löndum Evrópu og myrða þá. Svo mikil leynd hvíldi yfir aðgerðunum að ráðherrar í ríkisstjórn Ísraels, sem furðuðu sig á því hvers vegna ísr- aelska leyniþjónustan gat ekki upplýst hver stæði að morðunum, fengu ekkert að vita. Færri og alvarlegri hryðjuverk? Undanfarin ár hafa fræðimenn, sem rannsaka hryðjuverk og þróun þeirra, spáð því að hryðju- verkum muni að líkindum fækka í framtíðinni, en þau verði miklu alvarlegri en áður hafi þekkst. Árásin á Bandaríkin staðfestir þetta. Aldrei hafa jafn margir látist í einni hryðju- verkaárás og í New York, Washington og Penn- sylvaniu. Benjamin Netanyahu, fyrrverandi forsætis- ráðherra Ísrael, spáði því árið 1995 í bók sinni, Baráttan við hryðjuverkin, að bókstafstrúar múslímar myndu í framtíðinni fremja sífellt mannskæðari hryðjuverk og þegar þeir kæm- ust yfir kjarnorkuvopn myndu þeir ekki hika við að beita þeim. Ef sú spá rætist gæti árásin 11. september bliknað í samanburðinum. Hryðjuverk „heiðursmanna“ Áður fyrr var hryðjuverkamönnum ekki í mun að myrða óbreytta borgara og margir þeirra gættu þess vandlega að láta slíkt aldrei til sín spyrjast. Hryðjuverkamenn fyrri tíma litu á sig sem pólitíska baráttumenn með vel skil- greinda óvini. Saklausir borgarar voru ekki óvinir þeirra. Dæmi af þessu tagi er auðvelt að finna. Í byrj- un 20. aldarinnar ákváðu rússneskir byltingar- menn að ráða stórhertoga nokkurn af dögum, en hann hafði sér það til ólífis unnið að vera einn embættismanna keisarans. Ákveðið var að sprengja hestvagn hans í loft upp. Byltingar- maður tók sér stöðu við veginn, með sprengju undir frakkanum, og beið stórhertogans. Þegar vagn aðalsmannsins kom akandi sá byltingar- maðurinn að tvö ung börn sátu í kjöltu hans. Hann ákvað að láta morðið bíða betri tíma. Annað dæmi er af sprengjutilræðum Írska lýðveldishersins í Bretlandi á árunum 1938– 1939. Einn liðsmanna IRA var sendur af stað á hjóli að koma tifandi tímasprengju fyrir við orku- ver. Hann villtist á leiðinni og þegar hann sá að sprengjan í stýriskörfunni myndi springa fljót- lega ákvað hann að kasta frá sér hjólinu og hlaupa í burtu. Fimm vegfarendur létu lífið í sprengingunni. IRA-menn voru miður sín vegna þessa, enda höfðu þeir lagt svo á ráðin að enginn óbreyttur borgari myndi láta lífið. Loks má svo nefna dæmi frá Egyptalandi árið 1944. Tveir liðsmenn hóps hægrisinnaðra zion- ista réðu breskan ráðherra af dögum, en voru handteknir nokkrum mínútum síðar af egypsk- um lögreglumanni. Mennirnir hefðu hæglega getað skotið lögreglumanninn og forðað sér á flótta, en tóku þann kostinn að reyna að fæla lög- reglumanninn frá með því að skjóta upp í loftið. Lögreglumaðurinn hélt sínu striki og þá gáfust mennirnir upp baráttulaust, enda var aldrei ætl- unin að skjóta saklaust fólk, hvort sem það voru lögreglumenn eða óbreyttir borgarar. Hryðjuverkamenn nú á dögum myndu ekki láta börn, aðra saklausa vegfarendur eða lög- reglumann stöðva sig. Þeir eru líklegri til að leita uppi fjölmenni, svo sem flestir látist í árásum þeirra og skiptir þá engu þótt það fólk sé sak- laust af því pólitíska óréttlæti sem margir hópar hryðjuverkamanna telja sig beitta. Frelsisbarátta eða hryðjuverk? Sá sem er hryðjuverkamaður í augum eins er frelsisbaráttumaður í augum annars. Í ljósi síð- ustu atburða er vert að rifja upp, að Bandaríkja- menn studdu „freedom fighters“ eða frelsisbar- áttumenn í Afganistan gegn innrásarliði Sovétmanna í stjórnartíð Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta. Osama bin Laden, sem nú er höfuðóvinur Bandaríkjanna, var einn frelsisbar- áttumannanna. Hann studdi baráttu Afgana, bæði með fjárframlögum og með því að taka beinan þátt í átökum. Þeirra á meðal var bardag- inn um Jalalabad, en sigur heimamanna þar stökkti Sovétmönnum á flótta. Í kjölfar sigursins urðu mikil átök um völdin í landinu og fór svo að talibanar náðu yfirhöndinni. Undanfarin ár hafa þeir haldið hlífiskildi yfir bin Laden og mann- réttindabrot talibanastjórnarinnar eru alræmd. Annað dæmi af frelsishetjum sem nutu stuðn- ings Bandaríkjamanna eru Contra-skæru- liðarnir í Nikaragúa. Þeir börðust gegn stjórn Marxista, Sandinistastjórninni, sem naut þó verulegs stuðnings heima fyrir. Bandaríkin höfðu ítrekað lagt hópum víða um heim lið, sem börðust gegn framgangi kommúnismans og Nic- aragúa var engin undantekning. Í nóvember 1986 varð stjórn Reagans fyrir miklum álits- hnekki þegar í ljós kom, að Bandaríkin höfðu selt Írönum vopn í trássi við bandarísk lög og yf- irlýsta stefnu stjórnarinnar. Vopnasalan var ætl- uð til að liðka fyrir lausn bandarískra gísla í Líb- anon. Með vopnasölunni gekk Bandaríkjastjórn þvert á yfirlýsta stefnu um að láta aldrei undan kröfum hryðjuverkamanna. Peningarnir, sem fengust fyrir vopnin, voru sendir til Contra-skæruliðanna, í trássi við bandarísk lög sem bönnuðu slíkan fjárstuðning. Í þokkabót kom svo fram, að bandarísk stjórn- völd höfðu látið stórfelldan fíkniefnainnflutning Contra skæruliðanna til Bandaríkjanna óátalinn. Í framhaldi af þessu máli veltu bandarískir fjölmiðlar því m.a. fyrir sér hvort telja bæri greiðslurnar til Contra-skæruliðanna stuðning Bandaríkjanna við hryðjuverkamenn, en stjórn- völd höfnuðu þeim skilningi. Bandaríkin hafa aldrei viljað líta svo á að stuðningur þeirra við ýmsa hópa víða um lönd teljist „ríkisstyrkt hryðjuverk“, en hins vegar hafa bandarísk stjórnvöld birt lista yfir önnur ríki, sem þau segja styðja hryðjuverkamenn. Frá gamalli tíð má rifja upp, að Menahem Begin, forsætisráðherra Ísrael frá 1977–1983, stýrði og tók þátt í fjölda árása neðanjarðar- hreyfingarinnar Etzel á stjórnarbyggingar Breta í Palestínu, fyrir stofnun Ísraelsríkis. Auk andstöðu við Breta voru samtök hans virk í árás- um á Palestínuaraba. Samtökin myrtu m.a. 91 breskan hermann og óbreytta borgara með sprengju á hóteli í Jerúsalem árið 1946 og myrtu alla 254 íbúa arabísks þorps árið 1947. Á þessum tíma, 1943 til 1948, var Begin hryðjuverkamaður í augum Breta og araba, en frelsishetja í augum stuðningsmanna sinna. Síðar naut stjórn hans velvildar Bandaríkjastjórnar í deilu Ísraela og Palestínumanna. „Hið góða“ og „hið illa“ Margt hefur verið ritað um ástæður þess að gripið er til hryðjuverka. Eftir árásina á Banda- ríkin er gjarnan talað um að hið góða muni sigra hið illa að lokum. Því heyrist jafnvel haldið fram, að leiðtogar heimsins þurfi að setjast á sátta- stóla og koma sér saman um að láta „hið góða“ ráða gjörðum sínum. Ef til væri ein skilgreining á því hvað er gott og hvað illt væri eftirleikurinn líklega auðveldur. En hryðjuverkamenn, sem beita farþegavélum gegn þúsundum saklausra borgara, líta áreiðanlega ekki á sig sem „hina illu“. Þvert á móti, þeir telja sig í heilögu stríði við hin illu öfl heimsins, sem kristallast í öfl- ugasta vestræna ríkinu. Þeir eru tilbúnir að fórna eigin lífi, enda trúa þeir að þeir eigi vísa sæluvist eftir afrek sín í þágu „hins góða“. Þeir eru ekki örvæntingarfullir, eins og oft er haft á orði, heldur vel skipulagðir og þrautþjálfaðir. Þeir sem rannsakað hafa hryðjuverk segja að markmið hryðjuverkamanna sé í sjálfu sér ekki að myrða fólk eða valda sem mestum skemmd- um, heldur að draga úr trausti fólks á stjórnvöld sem ná ekki að vernda það fyrir árásum. Og hryðjuverkamennirnir myndu seint taka undir þau orð að verknaður þeirra sé tilgangslaust of- beldi. Þeir ná að ógna og skelfa og þar með er þeirra tilgangi náð. Sjálfsmorðsárásir Sjálfsmorðsárásir eru ekki nýjar af nálinni. Til eru frásagnir af öfgahópi múslíma, sem fór með ofbeldi um Austurlönd nær í upphafi mið- alda. Bæði kristnir menn og múslímar urðu fyrir barðinu á hópnum, sem hafðist alla jafna við í fjöllum Íran og Sýrlands. Þeir fengu nafngiftina „assasins“, sem nú er samheiti yfir launmorð- ingja. Nafnið er talið dregið af arabíska orðinu hashish (hass). Ekki er vitað hvort öfgamenn- irnir notuðu fíkniefnið, en fórnarlömb þeirra voru sannfærð um að þeir hlytu að vera undir annarlegum áhrifum, eða viti sínu fjær, til að fremja sum fólskuverkanna. Á 13. öld ritaði landkönnuðurinn Marco Polo frásögn af æðsta leiðtoga launmorðingjanna. Leiðtoginn safnaði um sig hópi ungra manna í kastala sínum og sagði þeim sögur af paradís. Þegar leiðtoginn ákvað að ráða skyldi prins af dögum sagði hann einum lærisveina sinna að vinna verkið og fullvissaði hann um að þótt hon- um mætti ekki auðnast að komast lifandi frá verkinu ætti hann vísa paradísarvist. Assasins gættu þess ávallt að vega menn í fjölmenni, til að vekja sem mesta athygli á sér. Þessi hópur á sér margar samsvaranir í nútímanum og þarf ekki nema líta til Osama bin Laden og lærisveina hans til að sjá að aðferðirnar teljast enn góðar og gildar meðal öfgamanna. Fjölmörg önnur dæmi eru til um sjálfsmorðsárásir, t.d. hafa ýmsir hryðjuverkahópar Palestínumanna notað slíkar árásir óspart. Bakteríur og tölvur í vopnabúrinu? Áður en árásin var gerð á Bandaríkin hafði bandaríska alríkislögreglan, FBI, sagt að mesta hryðjuverkaógnin sem steðjaði að Bandaríkjun- um væri vegna þess að hryðjuverkamenn hefðu undir höndum miklu öflugri vopn en áður. Þar var t.d. vísað til efnavopna, í líkingu við eiturgas- árás Aum Shinrikyo samtakanna í neðanjarð- arlestarstöðvum í Tókýó árið 1995, þar sem 12 létust og um 5.000 veiktust. FBI hafði einnig áhyggjur af hugsanlegri bakteríudeifingu hryðjuverkamanna á stór svæði, t.d. með því að smita vatnsból. Þáverandi forstjóri FBI, Louis J. Freeh, sagði í skýrslu sinni fyrir öldungadeild bandaríska þingsins í maí sl., að áhugi hryðju- verkamanna á vopnum af þessu tagi hefði stór- aukist. Auk þess væru allar líkur á að hryðju- verkamenn myndu reyna að nota Netið til að brjótast inn í tölvukerfi og vinna skemmdarverk með því að lama orkudreifingu, samgöngur, fjar- skipti og ýmsa opinbera þjónustu. Heimildir og slóðir: Bandaríska alríkislögreglan: www.fbi.gov Edward Herman og Gerry O’Sullivan: The Terrorism Ind- ustry (Pantheon Books, New York, 1989). Michael Waltzer: Just and unjust wars (BasicBooks, USA, 1977). Walter Laqueur: Terrorism (Abacus, London 1978) The Terrorism Research Center: www.terrorism.com Encyclopædia Britannica: www.britannica.com Washington Post: www.washingtonpost.com Observer: www.observer.co.uk Guardian: www.guardian.co.uk Alexander B. Calahan: Countering Terrorism: The Israeli response to the 1972 Munich Olympic massacre and the development of independent covert action teams (lokarit- gerð til mastersgráðu við háskóla landgönguliðs Bandaríkja- hers 1995). Public Broadcasting Service: www.pbs.org Greinasafn Morgunblaðsins. ðri málstaðar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2001 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.