Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 18
LISTIR 18 SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MAGNÚS Tómasson átti sér glæsilegan feril í SÚM sem einn af verkhæfustu meðlimum hópsins. Þegar á fyrsta starfsári gallerísins, árið 1969, vakti Magnús ómælda at- hygli fyrir málmsmíði sína. Högg- myndir hans báru með sér fágun um leið og þær vöktu athygli fyrir háðskt og ísmeygilegt inntak sitt. Ef til vill var hnyttnin aðal Magnúsar á sjö- unda og áttunda áratugnum, nokkuð sem ekki var eins áberandi hjá koll- egum hans, jafnvel þótt fyndnin væri með í farteskinu hjá flestum þeirra. Tengslin við súrrealismann voru einnig áberandi í verkum Magnúsar enda var þekking hans á módernískri list milli stríða snöggtum meiri en gerðist og gekk meðal venjulegra SÚM-ara á gullaldarárunum. Lista- menn á borð við René Magritte og háaloftsgrúskarann Joseph Cornell virtust vera honum sérlega hugleikn- ir. Notkun hins fyrrnefnda á frásagn- arlegu myndefni tengdu líkamspört- um og fatnaði, eða samruna líkama og klæða, og hins síðarnefnda á hvers- kyns kössum og hirslum, sem geymdu hið sérkennilegasta saman- safn, virtist höfða sérstaklega til hans eigin hugmynda. Þannig eru heilu myndraðirnar á sýningunni nokkurs konar lágmyndir með ýmsum hlutum og samsetning- um, eða samruni óvenjulegustu hluta í einni heild. Hinn margvíslegasti efniviður, svo sem málmur og steinn, er settur saman með ýmsu móti, ann- að hvort fígúratíft eða abstrakt, en ávallt með mikilli hugkvæmni og til- finningu fyrir eiginleikum hans. Öll bera verkin vott um mikla verkkunn- áttu og hugmyndaríka samfléttun. Eitt þema er þó mjög áberandi í þeim verkum og myndröðum sem Listasafn Íslands á eftir Magnús. Það er flugið. Líkt og da Vinci, Kjarval, Tatlin, Panamarenko og svo margir aðrir hefur flug fugla og manna verið Magnúsi hugleikið. Stundum gengur hann svo langt í flugþrá sinni að sum- um verkunum verður hætt við of bók- staflegri, eða bókmenntalegri smitun. En þegar Magnús leyfir huganum að reika frjálsum eins og fugli verða til óvæntar samsetningar sem sýna listamanninn í sínum besta ham. Þótt Magnús sé ef til vill ekki mjög víð- feðmur, né afkastamikill listamaður í verkum talið hefur hann markað sér mjög ákveðinn og mikilvægan sess í íslenskri listasögu. Myndrænar glettur MYNDLIST L i s t a s a f n Í s l a n d s Til 7. október. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 11–17. BLÖNDUÐ TÆKNI MAGNÚS TÓMASSON Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Hluti af sýningu á verkum Magnúsar Tómassonar í Listasafni Íslands. Halldór Björn Runólfsson STOFNUN Sigurðar Nordals fagn- aði 15 ára afmæli sínu á dögunum með málþingi um stöðu íslenskra fræða við aldamót. Frummælendur voru Ástráður Eysteinsson bók- menntafræðingur, Höskuldur Þrá- insson málfræðingur og Guðmundur Hálfdánarson sagnfræðingur. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra ávarpaði þingið í upphafi og sagði m.a.: „Almennt gerum við okk- ur líklega ekki næga grein fyrir hinni öru breytingu, sem er að verða á þjóðlífi okkar með virkri alþjóðavæð- ingu þess, og á ég þá við þátttöku fólks af erlendum uppruna í öllum greinum atvinnulífsins og aðild fram- haldsskóla og háskóla að alþjóðlegu samstarfi. Ég minnist hér á þetta, því að menntamálaráðuneytið hefur falið Stofnun Sigurðar Nordals að gegna veigamiklu hlutverki varðandi kennslu í íslensku og íslenskum fræð- um erlendis í samvinnu við aðila inn- an Háskóla Íslands sem utan, og auk þess annast stofnunin þjónustu við ís- lenska sendikennara í umboði ráðu- neytisins.“ Í lok ávarps síns sagði Björn: „Reynslan síðustu 15 ár sýnir að Stofnun Sigurðar Nordals gegnir mikilvægu hlutverki á sviði kynning- ar á íslenskri sögu og menningu. Er æskilegt að efla hlut stofnunarinnar og annarra, sem sinna hinum ís- lenska tungumála- og menningararfi. Verður það best gert innan öflugs rannsóknarumhverfis á vettvangi Háskóla Íslands.“ Í erindi sínu um stöðu íslenskrar sagnfræði sagði Guðmundur Hálf- dánarson m.a.: „Íslenskir sagnfræð- ingar líta tæpast lengur á það sem sitt helsta hlutverk að efla einingu þjóðarinnar eða réttlæta tilvist þjóð- ríkisins. Þannig virðast íslenskir sagnfræðingar uppteknari nú á tím- um af átökum á milli einstakra þjóð- félagshópa á Íslandi, eða hagsmuna- togstreitu, en að rækta minningar um eilífa frelsisbaráttu íslensku þjóð- arinnar. Breytingar í iðkun sagnfræðinnar á Íslandi á síðustu áratugum tuttug- ustu aldar áttu sér þó ekki síður þá ástæðu að grundvöllur fræðigreinar- innar sjálfrar tók miklum stakka- skiptum á þessum tíma. Með fjölgun kennara og nemenda efldist kennsla í greininni við Háskóla Íslands, og með því að bjóða upp á doktorsnám í sagnfræði hefur skólinn lýst því yfir að hann sé fullburðug vísindastofnun á alþjóðlegan mælikvarða.“ Höskuldur Þráinsson rakti þróun og stöðu rannsókna í íslenskum mál- vísindum og gerði að lokaorðum sín- um: „Að lokum vil ég leyfa mér að fullyrða að vöxtur og viðgangur mál- fræði og málvísinda á Íslandi á 20. öld sé skólabókardæmi um það að ís- lensk fræðastarfsemi, alveg eins og íslensk menning af öllu tagi, dafnar best þegar hún nær að nýta sér það besta úr erlendum straumum á sinn hátt. Ég held t.d. að það hafi verið mjög mikilvægt fyrir þróun þessara fræða á Íslandi hversu margir ís- lenskir stúdentar og fræðimenn á þessu sviði hafa leitað til útlanda í framhaldsnám, fræðastörf og þátt- töku í ýmsum rannsóknaverkefnum. Nú þegar við erum farin að gefa mönnum kost á því að stunda dokt- orsnám í málfræði hér við Háskóla Íslands þurfum við að gæta þess að það verði ekki til þess að draga um of úr þessum gagnlegu samskiptum og þjálfun.“ Ástráður Eysteinsson vitnaði til ályktunar Háskólafundar frá 18.–19. maí 2000 þar sem kallað er eftir „… að Háskóli Íslands marki sér skýra stefnu í mennta- og menning- armálum í þeim fræðigreinum er varða Ísland og Íslendinga sérstak- lega“. Ástráður sagði í þessu sam- hengi: „Þegar haft er í huga hvílíka lykilaðstöðu Háskóli Íslands hefur sem fræðasetur á Íslandi má ljóst vera að hér er um að ræða gríðarlega mikilvægt en jafnframt viðkvæmt menningarpólitískt mál. Ef til vill er hægt að tilgreina fræðigreinar sem varða Ísland og Íslendinga sérstak- lega en slík afmörkun kann þó að vera mjög umdeilanleg ef hún er skarplega dregin. Enn umdeilan- legra er þó að tala um annars vegar um „íslenska menningu í víðasta skilningi“ og hins vegar um „svið sem telja má séríslensk“. Íslensk tunga og íslensk menning munu ekki lifa góðu lífi nema þeim sé sinnt í víðum skilningi, á breiðum og þverfaglegum vettvangi þar sem íslensk fræði eiga fjörugar samræður við umheiminn.“ „Ör breyting á þjóðlífi“ Ástráður Eysteinsson Málþing Stofnunar Sigurðar Nordals Björn Bjarnason Guðmundur Hálfdánarson Höskuldur Þráinsson HELGA Kristmundsdóttir hefur opnað sýningu á olíumálverkum í baksalnum í Galleríi Fold, Rauð- arárstíg 14-16. Sýninguna nefnir listakonan Heimkomu. Helga stundaði nám við ker- amikdeild Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands 1972-76, vefn- aðardeild sama skóla 1982-86 og málaradeild Århus kunstakademi í Danmörku 1991-95. Helga hefur haldið fjölda einkasýninga víðs- vegar um Danmörku svo og í Þýskalandi, Austurríki, Fær- eyjum, Noregi, Belgíu og Svíþjóð. Hún hefur fengið viðurkenningar fyrir list sína í Danmörku, en þar er hún búsett. Þetta er fyrsta sýning Helgu á Íslandi. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10-18, laugardaga til 17 og sunnudaga frá kl. 14-17. Sýningunni lýkur 7. október næstkomandi. Helga Kristmundsdóttir við eitt verka sinna. Olíumálverk í baksal Gallerís Foldar BERGÞÓR Pálsson, Ólafur Kjartan Sigurðarson og Jónas Ingimundar- son endurflytja Glúntana í Salnum nk. þriðjudagskvöld kl. 20. Meiri Glúntar Nýlistasafnið Nú stendur yfir í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b, sýningin Sjálfbær þró- un. Listamennirnir munu leiða gesti um sýninguna í dag, sunnudag, kl. 15. Leiðsögn um sýningu UNGLINGAMYNDIR dagsins eru ýmist grínmyndir sem fjalla um kynlíf eða hrollvekjur sem fjalla um ekki neitt. „Crazy/ Beautiful“ er óvenjuleg og fersk unglingamynd í því ljósi vegna þess að hún er vönduð, vel leikin og alvarleg úttekt á sálarlífi ungr- ar stúlku sem líður fjarska illa og á í mesta brasi með að vinna úr því. Sú ágæta ungleikkona Kirsten Dunst leikur stúlku þessa og tekst fjarska vel upp. Faðir hennar er moldríkur þingmaður sem gefist hefur upp á henni. Vonda stjúpan vill hana af heimilinu. Skólinn er partýstaður og einvera er kvöl. Í skólanum hittir hún dreng af mexíkóskum ættum, efnilegan námsmann sem Jay Hernandez leikur, og þau fara að vera saman en langþreyttur faðir stúlkunnar gengur svo langt að vara drenginn við. Haltu þig frá henni, segir hann. Hún boðar ekki annað en vandræði fyrir þig. „Crazy/Beautiful“ kemur inn á marga hluti af skynsemi og virð- ingarverðu látleysi. Hún fjallar um gerólíkt umhverfi stúlkunnar og stráksins og kynþáttamun með nokkuð nýstárlegum hætti; í þessu tilfelli á fátæki Mexíkóinn að gæta sín á hvítu, ríku stúlkunni. Heima- fyrir á hann í vök að verjast því fjölskylda hans þykist líka sjá framtíð hans verða að engu. Myndin fjallar um brotakennt samband stúlkunnar og föður hennar og hún er auðvitað ekki síst áhugaverð ástarsaga milli tveggja gerólíkra einstaklinga. En fyrst og fremst fjallar mynd- in um stúlku sem veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga eftir áfall sem hún hefur orðið fyrir í lífinu og Dunst tekst smám saman að vinna samúð áhorfandans og taka hann með sér inn í sögu stúlk- unnar, örvæntingu og ótta og veika von um að ná landi. Um allt þetta heldur leikstjórinn John Stockwell öruggum höndum og tekst einstaklega vel að ná góð- um leik úr ungu leikurunum sín- um. Unglingur í kreppu KVIKMYNDIR B í ó h ö l l i n , B í ó b o r g i n , N ý j a b í ó K e f l a v í k , N ý j a b í ó A k u r e y r i Leikstjóri: John Stockwell. Hand- rit: Phil Hay og Matt Manfredi. Að- alhlutverk: Kirsten Dunst, Jay Hernandez, Bruce Davidson, Her- man Osorio, Miguel Castro. Banda- rísk. 2001. 95 mín. „CRAZY/BEAUTIFUL“  Arnaldur Indriðason  ÚR stundaglasinu eru minningaþættir Ár- manns Halldórssonar frá Snotrunesi á Borg- arfirði eystra, sem lengi var kennari við Alþýðu- skólann á Eiðum, síðar forstöðumaður Héraðs- skjalasafns Austfirð- inga. Eftir Ármann liggja áður nokkur ritverk, einkum af fræðilegum toga, en þekktastur er hann fyrir útgáfu Múlaþings, sem hann ritstýrði í 19 ár og umsjón með ritinu „Sveitir og jarðir í Múlaþingi“, sem í heimahéraði gengur undir nafninu Búkolla. Bróðir höfundar, Elí- as B. Halldórsson list- málari, hefur mynd- skreytt bókina. Útgefandi er Gullvör ehf. Dreifing: Dreifing- armiðstöðin ehf. í Garðabæ. Prentun: Prentsmiðj- an Oddi. Hönnun kápu: Sigur- laugur Elíasson. Nýjar bækur Ármann Halldórsson KVIKMYNDIN Gamalt og nýtt eftir leikstjórann Sergei Eisen- stein verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, í dag, sunnudag, kl. 15. Í kvikmynd þessari er fjallað um umskiptin sem urðu í landbúnaði Rússlands eftir byltinguna, stofn- un samyrkjubúanna og vélvæð- ingu, segir í fréttatilkynningu. Myndin er sýnd í sinni uppruna- legu gerð, þögul og án seinni tíma hljóðsetningar eða þýddra skýr- ingartexta. Aðgangur er ókeypis. Þögul mynd í MÍR ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.