Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 50
FÓLK Í FRÉTTUM 50 SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ocean Sea eftir Alessandro Baricco. 241 síðna kilja, gefin út af Vintage Int- ernational árið 2000. Fæst í bókabúð Máls og menningar og kostar 1.595 krónur. ALESSANDRO Baricco er ef- laust mörgum Íslendingum kunn- ur, en bók hans „Silki“ hefur kom- ið út í íslenskri þýðingu og hlaut afar góðar viðtökur. Baricco er margverðlaunaður fyrir verk sín, en auk þess að skrifa skáldsögur hefur hann skrifað leikverk og greinar um tónvísindi. Eitt verka hans, Noveccento, hefur verið kvikmyndað og sýnt m.a. í kvik- myndahúsum hér- lendis en það er myndin The Leg- end of 1900 sem hiklaust má mæla með. Í bókinni Ocean Sea fjallar Baricco um sjóinn og mannfólkið. Þær persónur sem hann dregur til leiks eru allar á einhvern hátt tengdar eða háðar sjónum. Hafið hefur, ef svo má segja, örlög þeirra í öldum sér. Í því er fólginn lækningamáttur og það getur líka hrifsað til sín líf. Sögusviðið er lítið gistiheimili við sjávarsíðuna. Þar er fólk úr hinum ýmsu heimshornum, háir sem lágir, sem eiga þangað erindi, sem öll eru á einhvern hátt tengd sjónum. Vísindamaðurinn rannsak- ar hann, málarinn málar hann og áfram mætti telja. Sagan er í fyrstu dálítið losaraleg, þegar höf- undur leiðir hinar ýmsu persónur fram fyrir lesandann. Það er erfitt að koma auga á samhengið milli þeirra, saga hvers og eins er sjálf- stæð eining, en um síðir verður hinn sameiginlegi þráður ljós og Baricco tekst að vefa örlög þessa fólks saman af ótrúlegri færni. At- burðirnir í bókinni gerast stundum á mörkum þessa heims og annars og hinn ljóðræni texti Bariccos fellur yfirleitt vel að efninu, en á stöku stað fer hann yfir mörkin og verður væminn. Það mætti gera margar bækur úr þessari einu, því gestirnir á hótelinu hafa allir frá svo miklu að segja, að hægt væri að skrifa um hvern og einn heila bók. Þeir, sem hafa gaman af sög- um þar sem oft þarf að geta í eyð- ur og flakka til og frá í tíma, ættu að hafa gaman af þessum hafsjó af ástríðum og ævintýrum. Ingveldur Róbertsdóttir Hafsjór af ástríðum og ævintýrum Forvitnilegar bækur EINN STÆRSTI ljósvakarisi Bandaríkjanna ClearChannel Communications, sem rekur á annað þúsundútvarpsstöðva vestanhafs, hefur sent til stjórnenda þeirra lista með 150 lögum sem mælst er til að ekki verði leikin að svo stöddu. Lögin eiga það sameiginlegt að teljast, að mati yfirmanna ris- ans, á einn eða annan hátt kunna að meiða fórnarlömb eða að- standendur þeirra er létust í árásinni á New York og Wash- ington. Ástæður að baki því að viðkomandi lög voru tekin út eru misjafnlega langsóttar. Það má vel skilja að viðkvæmt sé að leika lög eins og „You Dropped A Bomb on Me“ með Gap Band og „Blow Up The Outside World“ með Soundgarden en erfiðara er að átta sig á öðrum lögum sem á listanum eru. Meðal þeirra eru „Ticket to Ride“ með Bítlunum, „On Broadway“ með The Drift- ers og „Bennie and the Jets“ Eltons Johns. Enn undarlegri er nærvera þjóðrembulaga á borð við „America“ með Neil Diamond og bjartsýnissöngva eins og „What a Wonderful World“. Frið- arsöngvar og ljúfsárar perlur sem taldar eru kunna að auka á sorgina eru m.a. „Imagine“ eftir John Lennon, „Bridge Over Troubled Water“ eftir Paul Simon, „Peace Train“ eftir Cat Stevens og „A World Without Love“ sem Peter og Gordon fluttu. Annað Peter og Gordon lag „I Go to Pieces“ þykir heldur ekki ráðlegt að leika vegna þess að „það gæti komið þeim í uppnám sem taka textann bókstaflega“. Meðal annarra laga á listanum eru hin margfrægu „It’s The End of the World As We Know It“ með REM, „Tears in Heaven“ eftir Eric Clapton, „Stairway To Heaven“ Led Zeppelin , „Walk Like An Egyptian“ með Bangles og vitanlega „Burning Down the House“ með Talking Heads. Sumar útvarpstöðvar í New York hafa lýst yfir að þær muni alls ekki fara eftir þessum umdeilda lista og brugðust talsmenn Clear Channel þannig við að segja útvarpsstöðvarnar á engan hátt skyldugar til að fara eftir honum.Sumar einstakar stöðvar hafa hins vegar tekið sig til og bannað ýmiss lög eða hreinlega öll lög sumra hljómsveita. Þannig hefur lagið „Fly“ með Sugar Ray víða verið tekið úr spilun og „American Pie“, með Don McLean og Madonnu, einnig. Einna mestu athygli vekur þó að margar stöðvar hafa sett blátt bann á hljómsveitina Rage Against The Machine. Ástæðan fyrir því er sú að forsprakki hennar Tom Morello hefur verið duglegur við að lýsa yfir skoðunum sínum á hryðjuverkunum og að bandarísk yfirvöld yrðu ekkert betri en þeir sem að ódæðisverkunum stóðu ef ráðist verður á heila þjóð og þar með talið saklausa borgara sem ekkert hefðu haft með árásirnar að gera. Menn velta nú fyrir sér hversu lengi þarf að vernda almenning fyrir hverju því sem kann að vísa til árásanna, á misjafnlega lang- sóttan hátt. Bush forseti hefur varað fólk við að stríðið gegn sökudólgunum geti staðið yfir um langa hríð og spurning er hvort öll lög þar sem minnst er á flug, fall, sprengju, stríð, frið, ást, sorg og jafnvel gleði verði látin safna ryki á meðan á því stendur. Banna vel kunn dægurlög Viðbrögð útvarpsstöðva við harmleiknum vestra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.