Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2001 23 Í KJÖLFARIÐ á þeimvoðaverkum sem hópursérvalinna og vandlegaþjálfaðra manna framdi gagnvart bandarískum almenn- ingi á dögunum, hef ég verið að hugsa eitt og annað. Viðburðir af þessu tagi koma óneit- anlega róti á hugann. Þeir hrófla við hugleið- ingum sem ekki bæra oft á sér. Hugleið- ingum um stöðu manns sjálfs og sinna í heiminum og varnarleysi gagnvart þeirri illsku sem maðurinn einn er fær að innræta, ala á og beita. Vitaskuld finnur maður fyrst og fremst til með öllu því saklausa fólki sem þennan til- tekna þriðjudagsmorgun varð á vegi illsk- unnar og hatursins og var gert að láta lífið í nafni sannfæringar annarra. Þetta fólk hóf þennan dag rétt eins og ég og þú með því að hlusta eða horfa á frétt- irnar, glugga í blað með morgunmatnum, kveðja sína nánustu og leggja af stað til vinnu, eða í ferðalag. Kveðjurnar voru hvers- dagslegar en innilegar, fólk ný- vaknað og yfirleitt jákvætt eins og oftast á þessum tíma dags, áður en álagið og þreytan segir til sín. Svo vissu líka allir að það yrði stutt þangað til þeir hittust aftur. En á sama tíma var annað fólk líka að und- irbúa sig undir verkefni dagsins. Menn, sem ekki ætluðu sér að koma til baka. Menn með sannfæringu. Þeir voru sannfærðir um eitthvað semég verð að játa að ég skil ekki hvaðer, enda virðist það ekki eiga raun- verulegar rætur í nokkrum trúarbrögðum eða þjóðmenningu. Svo sannfærðir voru þeir að þeir höfðu ákveðið að fórna lífi sínu til þess að allur þessi fjöldi manna gæti dáið. Þeir voru líka sannfærðir um það að þeirra yrði minnst af einhverjum einhvers staðar sem hetja og píslarvotta, því orðstír deyr aldregi, eins og við vitum, og eilíft líf í sælu- heimi handan tjaldanna miklu er mun meira virði en tilveran í þessum venjulega heimi. Og það er þetta sem mér finnst, þegar frá líður, mesti óhugnaðurinn. Einhvers staðar hafa menn setið yfir kornfleksinu þennan morgun og talið hver öðrum og sjálfum sér trú um að þeir væru hetjur, að þeir væru að vinna afreksverk, að þeir væru að fórna sjálf- um sér fyrir einhvern málstað, jafnvel ein- hvern guð. Augljóst er að sá guð er í vondum mál-um sem á slíka fylgismenn. En það ernú þannig með guði, eins og sagan sýnir okkur, að þeim virðist flest betur lagið í öllu sínu almætti en að velja sér vini. Þegar að er gáðeru það ekkiguðirnir sem velja mennina, heldur velja mennirnir sér guði og hika þá ekki við að framkvæma á þeim alls kyns breyt- ingar eftir því sem þeim þykir henta hags- munum sínum og geðs- lagi hverju sinni. Síðan beita þeir þessum breytta guði fyrir sig til að innræta, ala á og beita fyrir sig einhvers konar sannfæringu og það ættum við líka að hafa lært af sögunni, að fátt er eins hættu- legt og algerlega sann- fært fólk. Hinar sannfærðu hetjur illskunnar og hatursins sem stigu uppfrá kornfleksskál- unum í Boston, Wash- ington, New Jersey eða New York þriðju- dagsmorguninn 11. september 2001, skildu hetjuskapinn eftir þeg- ar þeir tóku til starfa. Sönn hetja ertilbúin að fórnaeigin lífi fyrir eitthvað sem hún telur mikilvægara. Sá sem tekur sér vald til að fórna lífi hundraða eða þúsunda saklausra karla, kvenna og barna, er ekki hetja. Hann er í senn raggeit og fjöldamorðingi og gerir einmitt þeim sem hann telur ef til vill að hann sé að berjast fyrir, mest og afdrifaríkast ógagn. Það er nefnilega ekki bara glæstur orðstír sem deyr aldregi, burtséð frá frændum, fé og öflugum vinum. Hið sama á við um skömm- ina, og það sem verra er, öfugt við góðan orðstír, á hún það mjög til að dreifa sér og festast við ýmsa fleiri en þá sem gátu sér hana í upphafi. Skömmin deyr aldrei Sönn hetja er tilbúin að fórna eigin lífi fyrir eitthvað sem hún telur mikilvægara, segir Sveinbjörn I. Bald- vinsson. Sá sem tekur sér vald til að fórna lífi hundr- aða eða þúsunda saklausra karla, kvenna og barna, er ekki hetja. Hann er í senn raggeit og fjöldamorðingi og gerir einmitt þeim sem hann telur ef til vill að hann sé að berjast fyrir mest og afdrifaríkast ógagn. HUGSAÐ UPPHÁTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.