Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ 23. september 1991: „Rík- isútvarpið-sjónvarp mun hefja tilraunaútsendingar á textavarpi 30. september og er sá dagur valinn í tilefni af 25 ára afmæli sjónvarpsins. Tilraunasendingarnr eru því hugsaðar sem eins konar af- mælisgjöf til þjóðarinnar. Sá ljóður er þó á þessu ráði, að langstærstur hluti sjónvarps- notenda getur ekki hagnýtt sér sendingar textavarpsins með íslenzku stafrófi. Ástæð- an er sú, að sjónvarpstækin, sem eru í notkun á landinu, nema ekki þá bókstafi, sem eru sérkenni íslenzks ritmáls. Útsendingar Ríkisútvarpsins sjálfs eru þó með öllum ís- lenzku bókstöfunum.“ . . . . . . . . . . 23. september 1981: „Fræðsla um einokunarverslun Dana og ill áhrif hennar á afkomu þjóðarinnar og hag allan ætti að vera mikil í skólum lands- ins til að veita mönnum strax á unga aldri skilning á mik- ilvægi frjálsræðisins í sókn- inni eftir lýðfrelsi og við- unandi lífskjörum. Einfaldasta lýsingin á böli einokunarinnar felst í sög- unni um Hólmfast Guð- mundsson, hjáleigumann á Brunnastöðum. Hólmfastur gerði sig sekan um að selja í Keflavík 3 löngur, 10 ýsur og 2 sundmagabönd árið 1698 í stað þess að láta Hafnarfjarð- arverslun sitja fyrir kaup- unum. Var Hólmfastur hýdd- ur við staur fyrir tiltækið, af því að hann gat ekki greitt sektir fyrir brotið með öðru en gömlu bátskrifli, sem kaupmaður vildi eigi líta við.“ . . . . . . . . . . 23. september 1971: „Rík- isstjórnin hefur nú fyrir sitt leyti veitt Landsvirkjun leyfi til að halda áfram undirbún- ingi að 150 MW stórvirkjun í Sigöldu og er þá næsta skref- ið að semja um gerð útboðs- gagna. Er gert ráð fyrir, að útboð geti farið fram snemma á næsta ári og að fram- kvæmdir hefjist næsta vor. Með því að fallast á ákvörðun stjórnar Landsvirkjunar um stórvirkjun í Sigöldu hefur ríkisstjórnin viðurkennt að stórvirkjunarstefna Viðreisn- arstjórnarinnar var rétt og núverandi iðnaðarráðherra hefur fallið frá fyrri skoð- unum um smávirkjanir á Suðurlandi.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÁFALL Niðurstaðan í fyrstu um-ferð hlutafjárútboðs íLandssíma Íslands er áfall fyrir einkavæðingarnefnd, sem hefur undirbúið útboðið og tekið lykilákvarðanir um það, Búnaðarbankann, sem sá um framkvæmd þess og fyrirtækið sjálft. Þetta er þeim mun umhugsun- arverðara þar sem það er alveg rétt, sem Friðrik Pálsson, stjórn- arformaður Landssímans, segir í viðtali við Morgunblaðið í gær, en hann sagði: „Ég býst hins veg- ar við að það sé erfitt að finna traustara íslenzkt félag til þess að bjóða bæði stofnanafjárfestum og einstaklingum að kaupa í…“ Það er engin spurning, að Landssími Íslands er eitt öflug- asta fyrirtæki landsins og sem slíkt eftirsóknarverður fjárfest- ingarkostur. Sérfræðingar á fjármálamark- aði hafa haldið því fram, allt frá því tilkynnt var hvert útboðs- verðið yrði, að það væri of hátt Þá hafa þeir væntanlega ekki átt við, að það væri of hátt, þegar tekið væri mið af eignastöðu fyr- irtækisins, rekstri og framtíðar- möguleikum, heldur miklu frem- ur, að það væri of hátt miðað við núverandi markaðsaðstæður. Hins vegar er ljóst, að þeir, sem taka ákvarðanir um sölu rík- iseigna mega ekki verðleggja þær á þann veg, að í kjölfarið fylgi stöðugar ásakanir um að viðkomandi fyrirtæki hafi verið selt á útsöluverði. Hér hefur það augljóslega gerzt, að einkavæðingarnefnd og Búnaðarbanki hafa lagt rangt mat á þá möguleika, sem væru á að selja fyrirtækið við núverandi markaðsaðstæður á því verði, sem vit væri í fyrir seljandann að selja fyrirtækið á. Ekki er ólíklegt að hinar dræmu móttökur, sem hlutafjár- útboð Landssímans fékk endur- spegli að einhverju leyti hið erf- iða efnahagsástand, sem nánast allir aðrir en Seðlabanki Íslands hafa haldið fram undanfarnar vikur, að við stæðum frammi fyr- ir. Þegar við það bætast efna- hagslegar afleiðingar atburðanna í Bandaríkjunum, sem augljós- lega verða mjög víðtækar verður ekki sagt, að það sé tiltakanlega bjart framundan. Vonandi bregst ríkisstjórnin ekki við með því að lækka verðið í þeim áföngum útboðsins, sem framundan eru. Það er betra að bíða betri tíðar. Íslenzka ríkið hefur efni á því að selja ekki þetta verðmæta fyrirtæki að sinni. Hreinn Loftsson, formaður einkavæðingarnefndar sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær, að „...einkavæðing Landssímans heldur áfram eins og ekkert hafi í skorizt.“ Þetta er karlmannlega mælt en veruleikinn er hins vegar sá, að fyrsta umferð í hlutafjárútboði Landssímans mistókst. Sturla Böðvarsson, samgöngu- ráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að „allt bendir til þess, að stóru lífeyr- issjóðirnir hafi haft samráð um að sniðganga þetta útboð“. Er tilefni til að gagnrýna líf- eyrissjóði fyrir það ef þeir kaupa ekki hlutabréf í þessu fyrirtæki eða hinu? Þetta eru sjóðir í eigu þeirra, sem borga iðgjöldin og þeim sem trúað er fyrir umsýslu þeirra ber að taka fjárfestingar- ákvarðanir með hagsmuni sjóð- félaganna í huga. Þeir verða svo að standa sjóðfélögum reiknings- skil gerða sinna. Landssími Íslands er það rík- isfyrirtæki, sem auðveldast ætti að vera að einkavæða. Fyrir mis- tök sem þessi geta menn ekki gagnrýnt aðra en sjálfa sig. Þ EGAR kalda stríðinu lauk varð fleygt þegar Francis Fukuyama talaði um endalok sögunnar. Eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. septem- ber hefur verið haft á orði að sagan sé hafin á ný. Það get- ur verið erfitt að leggja mat á vægi atburða um leið og þeir gerast, en það er ljóst að um þessar mundir er verið að draga línur með mjög skýrum hætti í alþjóðamálum. George Bush Bandaríkjaforseti ávarpaði Bandaríkjaþing á miðvikudag og dró þar víglínuna þegar hann sagði: „Þeir sem eru ekki með okkur eru á móti okkur.“ Þarna er ekki skilið eftir mikið svigrúm og felst í raun í orðunum að ekkert ríki heims geti farið sína eigin leið eða reynt að standa fyrir utan þau átök, sem eru í vændum. Víða er málið hins vegar ekki svo einfalt. Stjórnvöld í Pakistan hafa til dæmis heitið Bandaríkjamönnum aðstoð við að hafa hendur í hári sádi-arabíska hryðjuverka- mannsins Osamas bins Ladens, sem helst er grunaður um að standa að baki hryðjuverkunum í New York og Washington 11. september, og hefur sú ákvörðun valdið mótmælum Pakistana á götum úti. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, birti grein í dagblöðum í gær þar sem hann fjallar um baráttuna gegn hryðjuverkum um allan heim og þá einingu, sem myndaðist í sam- félagi þjóðanna mánudaginn 11. september. Hann segir að viðbrögðin við hryðjuverkunum megi ekki leiða til þess að brestir komi í þá einingu: „Um leið og heimurinn verður að gera sér grein fyrir því að til eru sameiginlegir óvinir allra sam- félaga verður hann að skilja að þá er aldrei hægt að skilgreina út frá trúarbrögðum eða uppruna. Engin þjóð, ekkert svæði og engin trú á að verða skotspónn vegna óhæfuverka einstaklinga. Eins og Giuliani borgarstjóri [New York] sagði er þetta nákvæmlega það, sem við erum að berjast gegn hér. Það að leyfa þessum verkum að dýpka sundr- ungu milli og innan þjóðfélaga væri að sinna ætl- unarverki hryðjuverkamannanna fyrir þá.“ Viðkvæmasta málið er beiting valds Í leiðara í dagblaðinu The New York Times í dag, laugardag, er að finna varnaðarorð til Bandaríkjaforseta um næstu skref: „Við- kvæmasta málið er hins vegar beiting valds. Ráðamenn í Washington verða að varast að sá skilningur vakni erlendis að stríðið gegn hryðju- verkum sé einfaldlega enn ein birtingarmynd bandarísks hroka eða jafnvel útþensla hnattvæð- ingar með valdi til þjóða, sem þegar hafa illan bif- ur á úbreiðslu vestrænnar menningar og við- skipta. Slík túlkun kann að virðast órökrétt og ósennileg í augum Bandaríkjamanna, en það er allt of líklegt að hún verði ofan á í mörgum þeirra landa þar sem stríðsaðgerðir gætu brátt hafist.“ Leiðarahöfundar blaðsins eru með þessum orð- um ekki aðeins að vísa til þeirra ríkja, sem aðgerð- irnar munu beinast gegn – hverjar sem þær verða og hvenær sem þær hefjast – heldur einnig þeirra, sem munu veita bandarískum herafla aðstöðu til að athafna sig. Bandaríkjamenn hafa undanfarna daga verið að færa til herafla til að undirbúa vænt- anlegar aðgerðir. Hernaðarsérfræðingar í Evr- ópu og Bandaríkjunum búast við því að Banda- ríkjamenn muni velja þann kostinn að beita sérsveitum gegn bin Laden, fremur en hinum hefðbundna herafla, sem knúði fram sigur í Persa- flóastríðinu. Er talið að það verði ofan á þrátt fyrir efasemdir innan bandaríska varnarmálaráðuneyt- isins um notagildi sérsveitanna, en þar á bæ hall- ast menn að því að affarasælast sé að beita slíkum hernaðarstyrk að andstæðingurinn verði kaffærð- ur. Benda sérfræðingar á að í þessu tilfelli sé hins vegar enginn andstæðingur til að fara gegn með þeim hætti. En einnig hefur verið bent á að rúss- neskar sérsveitir, spetsnats, hafi ekki aukið hróð- ur sinn í Afganistan á sínum tíma. Á móti kemur hins vegar að afganskir skæruliðar nutu þá hjálp- ar Bandaríkjamanna, Pakistana, Saudi-Araba og Kínverja í baráttunni við Sovétmenn, en nú er um að ræða mun einangraðri hóp. Talið er að bin La- den hafi nokkur þúsund liðsmenn á eigin vegum og geti að auki reitt sig á 20 þúsund hermenn tal- ibana, sem fara með völd í stærstum hluta Afgan- istans. Í Morgunblaðinu í dag, laugardag, kemur fram að ágreiningur sé um það innan stjórnar Bush hvernig haga eigi framhaldinu. Bæði sé deilt um umfang aðgerða og tímasetningu. Samkvæmt því, sem fram hefur komið, þrýsta Paul Wolfowitz, að- stoðarvarnarmálaráðherra, Dick Cheney varafor- seti og Lewis Libby, starfsmannastjóri varafor- setans, á um að gripið verði til víðtækra hernaðaraðgerða sem fyrst. Ekki verði aðeins ráðist gegn bin Laden í Afganistan, heldur einnig á bækistöðvar hryðjuverkamanna, sem talið er að séu í Írak og Bekadal í Líbanon. Markmiðið í Írak yrði einnig að koma Saddam Hussein frá völdum, jafnvel þótt ekki sé hægt að tengja hann hryðju- verkunum í síðustu viku. Kemur fram að Colin Powell utanríkisráðherra hafi hins vegar reynt að sannfæra Bush um að stjórnin þyrfti að taka sér tíma til undirbúnings fyrir aðgerðir. Bandaríkjamenn yrðu að ráðfæra sig við bandamenn sína og safna gögnum þannig að hægt yrði að réttlætta aðgerðir með tilliti til þjóðaréttar. Powell gerir sér grein fyrir því að í Mið-Austurlöndum beinist talsverð reiði gegn Bandaríkjamönnum og stjórnvöld ríkja þar taka talsverða áhættu með því að styðja aðgerðir Bandaríkjamanna. Því þurfi að fara með gát. Mörgum innan Bandaríkjastjórnar finnst nú vera kærkomið tækifæri til að gera árás á Bagdað og ljúka verkinu, sem hófst í Persaflóastríðinu þegar George Bush, faðir núverandi forseta, sat í forsetastóli og Powell var yfirmaður bandaríska herráðsins. Hins vegar hafa ýmis arabaríki, sem eru vinveitt Bandaríkjunum, áhyggjur af því að þetta tækifæri verði notað til að láta til skarar skríða gegn Hussein. Í þessum löndum liggja stjórnvöld nú þegar undir ámæli heima fyrir vegna refsiaðgerða Sameinuðu þjóðanna á hendur Írökum. Byggist gagnrýnin á því að aðgerðirnar hafi bitnað á saklausu fólki og börnum án þess að hafa nein áhrif á Hussein. Clovis Maksoud, fyrr- verandi sendiherra Arababandalagsins hjá Sam- einuðu þjóðunum og prófessor í þjóðarétti við Am- erican University í Washington, segir að verði ráðist á Írak muni slík gagnrýni magnast og því vonuðu arabaríkin að Bandaríkjamenn myndu einbeita sér að bin Laden. Í ræðu sinni á miðvikudag sagði Bush að út- sendarar bins Ladens skiptu þúsundum og þeir væru dreifðir um 60 lönd. Bandaríska utanrík- isráðuneytið hefur hins vegar sett sex lönd á lista þeirra, sem styðja hryðjuverkamenn, sem þýðir að þau fá ekki efnahagsaðstoð, geta ekki keypt hergögn eða tengdar vörur og njóta ekki stuðn- ings Bandaríkjamanna þegar þau sækja um lán til alþjóðlegra lánastofnana. Þessi ríki eru, auk Afg- anistans og Íraks, Íran, Kúba, Líbýa, Norður-Kó- rea, Súdan og Sýrland. Bandaríkjastjórn hefur þegar leitað til þriggja þessara ríkja í því skyni að fá þau á sitt band í baráttunni gegn hryðjuverk- um, en þau eru Kúba, Súdan og Sýrland. Bush Bandaríkjaforseta er mikill vandi á hönd- um í þeirri viðleitni sinni að knýja fram samstöðu gegn hryðjuverkum. Samuel Huntington, pró- fessor við Harvard, gaf um miðjan síðasta áratug út bók, sem nefndist „Árekstur menningarheima“ þar sem hann hélt því fram að ágreiningur íslams og kristni tæki í raun við af hinu kalda stríði milli kommúnisma og kapítalisma. Bin Laden talar um að hann sé í stríði við krossfarana fremur en heimsvaldasinnana og hinn mikla Satan og á þar við Bandaríkin, sem hann ætlar að reka af hönd- um araba rétt eins og krossfararnir voru reknir frá Jerúsalem forðum. Það var því einkar óheppi- legt að Bush skyldi segja að herferðin gegn hryðjuverkum væri krossferð. Það er ekki skyn- samlegt að nota orðalag, sem vekur upp ímynd krossferða miðalda, þegar leita á samstarfs við arabaþjóðir til að ná bin Laden. Talsmenn Bush hafa síðan sagt að hann iðrist mjög þessa orðavals og beðist afsökunar fyrir hans hönd. Það hefur áður komið fram á síðum Morgun- blaðsins að Osama bin Laden var bandamaður Bandaríkjamanna er hann tók þátt í baráttunni gegn Sovétmönnum í Afganistan, en snerist síðan gegn þeim þegar bandarískur her kom til Sádi- Arabíu í Persaflóastríðinu og fór hvergi þegar því var lokið. Bin Laden var ekki einn um þessi við- brögð og ólga meðal almennings veikir stjórnir þessara landa. Ef Bandaríkjamenn fara fram af vanhugsun eiga þeir á hættu að grafa svo undan bandamönnum sínum að þeim verði meiri vandi á höndum en nú er. Bandaríkjamenn verða að gera sér grein fyrir því að þótt óvinurinn kunni að vera sameiginlegur eru hagsmunirnir ekki endilega sameiginlegir og til þess verður að taka tillit. Bandaríkjamenn þurfa einnig að átta sig á því að það bandalag, sem nú er verið að mynda og þarf að ná yfir mörk landsvæða, uppruna og trúar- bragða, verður að endast. Hryðjuverkum mun ekki linna þótt takist að ná bin Laden eða drepa. Samstaðan verður að vera nægilega sterk til að hægt verði að halda starfinu áfram, ekki aðeins næstu mánuði eða ár, heldur jafnvel áratugi. Þar er vissulega mikilvægt að vestræn ríki standi saman og nægir þar að benda á að hluti hryðju- verkamannanna, sem létu til skarar skríða í Bandaríkjunum, virðist hafa látið fyrirberast í Þýskalandi meðan á undirbúningnum stóð og síð- ustu daga hafa menn verið handteknir víða um Evrópu. En bin Laden sækir liðsmenn sína til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.