Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 17
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2001 17 Nú býðst þér ótrúlegt tækifæri til þessarar heillandi borgar á verði sem hefur aldrei fyrr sést. Þú bókar tvö sæti til Prag, en greiðir bara fyrir eitt, og kemst til einnar fegurstu borgar Evrópu á frábærum kjör- um. Allar ferð- ir í október eru nú uppseldar og þér bjóðast nú síðustu sætin þann 8. og 15. október á einstökum kjörum. Hjá Heimsferð- um getur þú valið um gott úrval 3ja og 4 stjörnu hótela og fararstjórar Heimsferða bjóða þér spennandi kynnisferðir meðan á dvölinni stendur. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 16.850 Flugsæti á mann, m.v. 2 fyrir 1. 33.700/2 = 16.850.- Skattar kr. 2.870, ekki innifaldir. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Forfallagjald, kr. 1.800. Síðustu sætin 8. október – 28 sæti 15. október – 47 sæti Verð hótela: Verð á mann Hotel Korunek – 3 stjörnur, kr. 3.890 nóttin í tveggja manna herbergi. Expo – 4 stjörnur, kr. 4.900 nóttin í tveggja manna herbergi. Hotel Ibis – 3 stjörnur, kr. 3.900 nóttin í tveggja manna herbergi. Síðustu sætin til Prag í október 2 fyrir 1 til Prag með Heimsferðum 8. eða 15. október frá kr. 16.850 Sinfóníuhljómsveit Íslands leggur land undir fót og heldur sjö tónleika á Aust- urland í vikunni, tvenna skólatónleika og fimm al- menna tónleika. Þeir fyrstu verða á Vopnafirði á mánudag kl. 16 og kl. 20. Á Egilsstöðum á þriðjudag kl. 14 og kl. 20. Í Neskaupstað miðviku- dag kl. 20, á Djúpavogi kl. 19.30 og Höfn í Hornafirði kl. 19.30 á föstudag. Tónleikarnir verða allir haldnir í íþróttahúsi bæjanna. Hljómsveitarstjóri er Bernharð- ur Wilkinson og einleikari Sigurð- ur Þorbergsson, en hann var ráð- inn básúnuleikari hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 1989. Á efnisskránni eru verk- in Pulcinella eftir Ígor Stravinskíj, Básúnukons- ert eftir Ferdinand David og 9. sinfónía Dvoraks, Frá Nýja heiminum. Á Höfn syngur Karla- kórinn Jökull sönglög með hljómsveitinni í stað bás- únukonsertsins. Á skólatónleikun- um verður flutt verkið Ástarsaga úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helga- dóttur en tónlist við verkið hefur Guðni Franzson samið sem einnig fer með hlutverk sögumanns með meiru. Sinfóníuhljóm- sveit Íslands heim- sækir Austurland Sigurður Þorbergsson VÆNTANLEG er hjá Vöku- Helgafelli fyrsta skáldsagan eftir Matthías Johannessen. Heiti bókar- innar er Hann nær- ist á góðum minningum og mun þetta vera minninga- skáldsaga er segir frá eldri manni í nútímanum og hvernig hann minnist upp- vaxtarára sinna. Að sögn þeirra er gerst þekkja til mun í þeim efnum koma margt heim og saman við ævi Matthíasar sjálfs. Matthías Johannessen er löngu þjóðkunnur fyrir skáld- skap sinn, ljóð, viðtalsbækur, smásögur, leikrit og greinar ásamt því að hann var ritstjóri Morgunblaðsins í 40 ár. Skáldsaga eftir Matthías Johannessen Matthías Johannessen Í KATUAQ, Menningarhúsinu í Nuuk á Grænlandi, stendur nú yfir myndlistarsýning tíu íslenskra listakvenna, en þær eru allar fé- lagar í Íslenskri grafík. Þær eru Anna G. Torfadóttir, Ásrún Tryggvadóttir, Elín Perla Kolka, Gréta Mjöll Bjarnadóttir, Helga Ármanns, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Kristín Pálmadóttir, Magdalena Margrét Kjartansdóttir, Margrét Guðmundsdóttir og Þorgerður Sig- urðardóttir. Fjórar listakvennanna fóru til Nuuk, settu upp sýninguna, voru við opnun hennar og buðu upp á al- íslenskar veitingar. Um sýninguna hefur verið fjallað í grænlenska sjónvarpinu og dagblöðum og hún fengið mikla athygli og góða dóma. Hægt er að heimsækja Katuaq menningarhúsið á vefsetrinu www. katuaq.gl/ og sýninguna á www.katuaq.gl/katuaq2001/ udstilling.html. Sýningin er liður í að efla tengsl grafíklistamanna á Íslandi, Græn- landi og í Færeyjum. Gréta Mjöll, Margrét, Helga, Elín, Þorgerður, Ásrún, Kristín og Anna. Fjarverandi eru Ingibjörg og Magdalena. Íslensk myndlist í Nuuk  MANNLÍF og saga fyrir vestan, 9. hefti er komið út. Í heftinu er fjallað um vestfirskt mannlíf að fornu og nýju á svæðinu frá Bjargtöngum að Djúpi. Meðal efnis í þessu hefti er „Þetta er bara bóla“, umfjöllun um Fiskiðju Dýrafjarðar hf. á Þingeyri og hina sérstæðu persónuleika sem þar unnu, þáttur er um dýrfirska kraftamennið Guðmund Justsson, sem talinn var stekasti maður á Vest- fjörðum á sinni tíð, og Vestfirskar sagnir fyrr og nú eru á sínum stað. Fjallað er um fræðimanninn Ingi- vald Nikulásson frá Bíldudal og birt- ur 1. kafli ritgerðar hans, Frá liðnum tímum á Bíldudal og Arnarfirði. Þá má nefna Jónínusögur, gamansögur af Jónínu frá Gemlufalli, sem fyrst ís- lenskra kvenna tók meirapróf. Fjöldi ljósmynda eru í þessu hefti sem þeim fyrri og margir höfundar leggja hönd að verki sem áður. Ritstjóri ritraðarinnar er Hall- grímur Sveinsson á Hrafnseyri. Útgefandi Vestfirska forlagið, Hrafnseyri. Ritið er 80 bls., prentað í Ásprenti/POB, Akureyri. Verð: 1.500 kr. Rit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.