Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2001 35 LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 störfum, er þau hafa tekið sér fyrir hendur. Sjaldan fellur eplið langt frá eik- inni. Margar ferðir voru farnar innan- lands og utan til þess að sjá þau og heyra. Ekki er hægt að minnast þín án þess að minnast á Finnboga einka- bróður þinn, aðeins eitt ár var á milli ykkar bræðra, þið voruð einstaklega samrýmdir alla æfi, svo að eftir var tekið, alltaf sem einn maður. Er sökn- uður Boga því sár á þessum tímamót- um og ómetanleg er sú vinátta og um- hyggja sem Kristjana eiginkona hans sýndi þér gegnum árin, sem þú mast mikils. Ekki gleymist æðruleysi ykkar bræðra og dugnaður, þegar Vest- mannaeyjagosið dundi yfir árið 1973. Foreldrum ykkar reyndust þið þá svo sem endranær, sem best verður á kosið og var það þannig þar til æfi þeirra var öll. Ég læt öðrum eftir að skrifa um störf Jóhanns í þágu samfélagsins. Vestmannaeyjar voru þinn heim- ur. Þar varst þú fæddur, þar vildir þú vera. Orð eru lítils megnug, en minning- in lifir um mann, sem var glaðastur, er hann gaf sem mest, mann sem hlustaði og skildi. Ég og fjölskylda mín sendum ykk- ur börnum hans, tengdabörnum, barnabörnum og ástvinum öllum, okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja ykkur á þess- um erfiðu tímamótum. Ebba frænka og fjölskylda. Hann var engum líkur hann Jói á hólnum. Hreint magnað eintak sem fór sannarlega lifandi í gegnum æv- ina. Hann státaði af því að hafa ekki þurft að leita læknis eða vera á lyfjum fyrr en nú fyrir fáeinum mánuðum. Hann var allt fram á síðustu daga hraustur svo af bar og var ófeiminn að þakka Guði líf og heilsu og allar aðrar góðar gjafir. Hann treysti Guði og var honum falinn í allri sinni veru og á öllum sínum ferðum. Hann treysti því að frelsarinn myndi vel fyrir sjá, eins og hann hafði heitið. Hann Jói var gestrisinn svo eftir var tekið og verður vart leikið eftir. Hann munaði ekki um að „sletta á nokkrar tertur“ eins og hann kallaði það, og taka á móti tugum manna í kaffi eða matarsamsæti heima á hin- um ævintýralega hóli. Þar sem hann hafði komið sér fyrir og naut þess að vera til og taka á móti gestum, inn- lendum sem erlendum. Jói var víðförull og hafði sérlega gaman af því að ferðast. Mér er minn- isstætt jólakortið sem hann sendi mér jólin eftir sjötugsafmælið sitt með mynd af sér stöddum á Torgi hins himneska friðar í Kína. „Og hér er ég staddur, á torgi Hins himneska friðar, og gef Guði dýrðina.“ Baðandi út öllum öngum eins og frjáls fugl sem hefði lent þarna á hinu dæma- lausa torgi rétt sí svona á ferð sinni um heiminn. Kynni mín af Jóa á hólnum voru ekki síst í gegnum sameiginlegt verk- efni okkar vegna starfa Gídeonfélags- ins. Jói var einn af stofnfélögum Gíd- eondeildarinnar í Vestmannaeyjum árið 1981 og er hann sá síðasti í þeim hópi stofnfélaga deildarinnar sem enn var í félaginu. Hinir eru annað- hvort látnir, fluttir eða hættir. Jói á hólnum hafði sérstakt hjarta- lag fyrir því að útbreiða Guðs orð um landið og um heimsbyggðina alla. Hann var afar trúfastur og samvisku- samur liðsmaður í Gídeonfélaginu og formaður Gídeondeildarinnar í Vest- mannaeyjum í ein sex ár. Á hverju hausti naut hann þess að gefa æsku landsins það besta sem hann vissi, eintak af Guðs heilaga orði. Ég minn- ist og er þakklátur fyrir samveruna með Gídeonfélögum í Vestmannaeyj- um. Það verður ógleymanlegt að hafa fundað á hólnum og hvað þá gist þar í öruggu skjóli hins umtalaða og trausta ævintýramanns. Jóa á hólnum verður sárt saknað. Enda munu fáir treysta sér í fötin hans. Hann var þvílíkt stórbrotið ein- tak sem litaði tilveruna með nærveru sinni og nálgun allri. En líf Jóa heldur áfram þótt ævinni sé lokið. Frelsarinn okkar Jesús sagði: „Hjarta yðar skelfist ekki. Trú- ið á Guð og trúið á mig. Í húsi föður míns eru margar vistarverur. Væri ekki svo, hefði ég þá sagt yður, að ég færi burt til að búa yður stað? Þegar ég er farinn burt og hef búið yður stað, kem ég aftur og tek yður til mín, svo að þér séuð einnig þar sem ég er. Veginn þangað sem ég fer, þekkið þér.“ Tómas segir við hann: „Herra, vér vitum ekki, hvert þú ferð, hvernig getum vér þá þekkt veginn?“ Jesús segir við hann: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig.“ Í trausti til þessara orða frelsarans er ég viss um að fara mun vel um Jóa á þeim hól sem honum verður úthlutað í ríki himnanna. Á hól í nálægð frelsarans þar sem ríkir jafnrétti og bræðralag. Þar sem er fólk af öllu þjóðerni. Sann- arlega eitthvað fyrir Jóa. Þótt Jóa á hólnum verði sárt saknað getum við huggað okkur við það að í himinhæð- um mun fara vel um hinn óviðjafn- anlega Jóa á hólnum Sigurbjörn Þorkelsson, forseti Landssambands Gídeonfélaga á Íslandi. Í dag kveðjum við fyrrum sam- starfsmann okkar, Jóhann Friðfinns- son, er alla jafnan var kallaður Jói á Hólnum, sem lést fimmtudaginn 13. september síðastliðinn á 73. aldurs- ári. Jóhann var starfandi við Byggða- safnið í Safnahúsinu frá 1992 til árs- loka 1999, þegar hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Sem samstarfsmaður var Jóhann léttur og kátur og hafði gaman af að spjalla við gesti og gangandi. Hann tók vel á móti öllum sem áttu leið til hans hvort sem þeir heimsóttu Byggðasafnið eða heimili hans á Hólnum. Hann hafði yndi af því að kynna fólki sögu og menningu eyjanna og heimabyggðin, Vestmannaeyjar, var honum allt. Í gegnum vinnu sína á Byggða- safninu eignaðist hann vini víðsvegar um heiminn og fór hann í nokkrar ferðir erlendis til að vitja vina sem hann hafði kynnst. Jóhann var mjög greiðvikinn við samstarfsmenn og sýndi þeim mikla ræktarsemi innan sem utan Safna- húss. Kunnum við honum bestu þakk- ir fyrir, nú þegar við kveðjum hann hinstu kveðju. Dýpsti leyndardómur lífsins er sá að það eina sem er þess vert að gjöra er það sem við gjörum í þágu annarra. (Lewis Carroll.) Ég flyt ættingjum og vinum sam- úðarkveðjur fyrir hönd fyrrum sam- starfsmanna í Safnahúsi Vestmanna- eyja. Nanna Þóra Áskelsdóttir, forstöðumaður Safnahúss Vestmannaeyja. Lífið er dásamlegt, sagði Jói á Hólnum svo oft og iðulega í mannlífs- spjallinu og lífsins melódí. Jóhann Friðfinnsson setti mikinn svip á sína samtíð. Hann var ávallt boðinn og bú- inn til góðra verka, hafði einstaklega ríka samkennd með meðbræðrum sínum og hikaði ekkert við að láta hana í ljós. Hann var fastur liður í svo mörgu: kirkjukórnum, sóknarnefnd, á góðra vina fundum, í pólitíkinni og um langt árabil var hann ötull safn- vörður. Hann var fastur liður í bæj- arbragnum og aufúsugestur. Stundum var eins og Hóllinn væri járnbrautarstöð eða samgöngumið- stöð, því það var einstaklega gest- kvæmt hjá Jóa. Hann var búinn þeirri náttúru að geta gengið að fólki hvar sem var í heiminum, gefið sig á tal við það, og orðið vinur þess á auga- bragði. Það var því ósjaldan að hann brá sér í heimsóknir út í heim eða fékk heimsóknir að utan. Hann hafði mikið gaman af þessum stíl, enda ein- stakur spjallari og alltaf var stutt í gamansemina. Fyrir nokkrum árum hitti ég hann úti á nýja hrauni við Eldfellið ásamt rússneskri vinkonu sinni. Þau voru búin að grafa einar tuttugu holur með skóflum sem þau voru með. Ég spurði hvað væri á döf- inni. „Við erum að leita að rúgbrauðs- dunkinum sem við grófum til bakst- urs,“ svaraði Jói glaðhlakkalega. Jói var einstaklega góður sögu- maður og var mjög laginn við það að gera grín að sjálfum sér í bland. Hann var snjall ræðumaður og fylginn sér, en talaði alltaf stutt og hnitmiðað. Jói sagði stundum að hann hefði fyrst tekið við sér í seinni hálf- leik og átti þá við að hann væri meira á ferð og flugi. En fyrst og fremst hafði hann gaman af þessu öllu og þrettándaboðin hjá honum voru með miklum brag. Hann bakaði sjálfur, bjó til kramarhúsin og hlóð veislu- borð sem tugir vina og vandamanna sóttu árlega. Þá var glatt á Hólnum. Það varð brátt um þennan blíða vin og hans er sárt saknað, því það fylgdi honum alltaf svo góður andi. Hann fór um með reisn og gaf meira en hann þáði. Börnum hans og bróður og öðrum ástvinum sendum við Dóra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi minningin um góðan dreng gefa birtu og yl í ljósi þess að lífið er dásamlegt. Árni Johnsen. Jóhann Friðfinnsson vinur minn og söngfélagi andaðist hinn 13. sept. sl. á Landspítala Fossvogi eftir nokk- urra vikna baráttu við illvígan sjúk- dóm. Við Jóhann sungum saman í Kór Landakirkju í 48 ár og störfuðum saman í sóknarnefnd Landakirkju í 20 ár. Ég hætti í kórnum sl. vor en þó sungum við saman við jarðarför laug- ardaginn 28. júlí sl. og vorum þá tveir í tenórnum, eins og svo oft hér á árum áður. Daginn eftir, sunnudaginn 29. júlí, söng Jóhann við messu í Stafkirkj- unni. Engum duldist þá að hann var mikið veikur. Það fer ekki hjá því að það myndist mikil tengsl á milli manna sem starf- að hafa saman í nærri hálfa öld, og það á miklum átakatímum í lífi okkar Vestmannaeyinga. Ég kveð vin minn og söngfélaga með þakklæti og virðingu og sendi börnum hans og fjölskyldum þeirra einlægar samúðarkveðjur. Jóhann Björnsson. Það er barið að dyrum, inn snarast léttum skrefum hávaxinn eldri mað- ur, býður góðan og blessaðan daginn, sælt veri fólkið á þessum drottins degi. Hann er ákaflega snyrtilegur til fara, með silkihálsklút, en sportlegur. Hann hefur fréttir að færa úr ævin- týrum sem hann hefur lent í. Ef það eru ekki ævintýri, þá verða þau það í hans frásögn. Hann hefur greinilega gaman af lífinu og nýtur þess að hitta fólk, ferðast og upplifa óvænta at- burði. Sá sem hér er lýst er Jóhann Friðfinnsson, öðru nafni Jói á Hóln- um. Jói var heimilisvinur fjölskyldunn- ar, eins og svo margra annarra. Hann var tryggur vinum sínum og ræktaði vináttuna með innliti til þeirra, kom yfirleitt óvænt, stoppaði stutt og var alltaf léttur í lund. Hann elskaði rjómatertur og allt sætabrauð, en af- þakkaði hverskyns brauð, því það sagðist hann geta borðað heima hjá sér! Jói var skrautfjöður í mannlífs- flórunni. Hann var ófeiminn og hafði einstakt lag á að koma sér að, þar sem eitthvað var um að vera. Hann var reglumaður á vín og tóbak, en var ímynd þess lífsstíls „að gleðin er besta víman“. Þrettándaboðin hans voru víðfræg. Þá naut hann sín í gest- gjafahlutverkinu, skenkti kaffi úr silf- urkönnu og gott sætabrauð með. Gestrisni hans var einstök og eru þeir ófáir sem nutu gistingar og veitinga á Hólnum, en svo kallaði hann heimili sitt, sem var gott nafn á því húsi, en það stendur hátt í bænum með góðu útsýni og er glæsilegt í alla staði. Jóhann gegndi ýmsum trúnaðar- störfum og verða aðrir til þess að rekja þau. Eina sögu sem lýsir Jóa vel læt ég fylgja. Einu sinni sem oftar var hann í Þýskalandi, nánar tiltekið í Ham- borg. Hann var að fara heim með strætisvagni að kvöldi til, en hann hélt til í úthverfi Hamborgar. Fleira fólk var með strætisvagninum og fann hann að eitthvað lá í loftinu. Honum var litið aftast í vagninn, þar sat hópur af karlmönnum af ýmsum þjóðernum, sem voru til alls vísir. Jó- hann sest aftarlega í vagninn og brátt fer hann að syngja „It’s a long way to Tipperary“. Ekki leið á löngu þar til allir í vagninum tóku undir, líka skuggalegu mennirnir sem sátu aft- ast. Þeir fóru síðan út úr vagninum á undan Jóa. Bauðst þá strætóbílstjór- inn til að keyra Jóa heim að dyrum, því hann taldi að hann hefði bjargað honum frá kynþáttauppreisn í vagn- inum. Margar fleiri sögur eru til af ferð- um hans og ævintýrum. Þær væru efni í heila bók. Persónuleikar eins og Jói eru skraut í tilveruna, en eins og með annað skraut er smekkur manna misjafn. Jói lét það ekki á sig fá þó fólk væri mishrifið af hans uppátækj- um og hélt sínu striki. Þegar veik- indin heimsóttu hann sl. sumar var enginn uppgjafartónn í kappanum. „Þeir verða nú ekki lengi að bjarga þessu, þeir eru svo flinkir læknarnir,“ sagði hann sallarólegur þegar við kvöddum hann á sjúkrahúsinu um miðjan ágúst. Tíminn var ekki lengri sem hann fékk, til að ferðbúast í sína síðustu ferð. Við þökkum honum samfylgdina og vottum aðstandendum og vinum samúð. Guðný Bjarnadóttir, Kristján G. Eggertsson. Kunningsskapur okkar Jóhanns hófst ekki fyrr en 1986 er hann tók við starfi því er ég hafði gegnt í nokk- ur ár við Byggðasafn Vestmanna- eyja. Ekki var svo að við vissum eigi hvor af öðrum, hann var áberandi í bæjarmálum og pólitík, átti stóra og mikla verslun í Drífanda, bjó í stóru fallegu húsi á einum fegursta stað í bænum, átti stóra og góða fjölskyldu. Þá voru yngsti sonur hans, Davíð, og yngsti sonur okkar, Óskar, mikið saman og miklir vinir, búa nú báðir í Þýskalandi. Einn morgun stuttu eftir að hann tók við Safninu kom hann hér kl. 9.30 til þess að spurja mig einhvers varð- andi Safnið. Við buðum honum kaffi og ég skrapp niður í bakarí og náði í ný vínarbrauð og þá kom upp úr dúrnum að þau voru eitt af því besta sem han fékk. Eftir þetta spjall í eld- húsinu hjá okkur brást það ekki öll þessi ár sem hann lifði að hann kæmi ekki alltaf á hverjum fimmtudegi og alveg á sama tíma, 9.30. Ef hann var ekki í bænum eða utanlands var hann alltaf vanur að hringja á þessum sama tíma til okkar og senda kveðju og segja að við þyrftum ekki að búast við honum í dag. Ég var viss um að hann lenti á réttri hillu þegar hann tók að sér Byggðasafnið, hann var góður tungu- málamaður, talaði bæði ensku og þýsku auk Norðurlandamálanna. Hann hafði líka þann sérstaka eigin- leika að geta strax talað við fólk sem það væru gamlir og góðir kunningjar, gekk með því um safnið og sýndi því það sem þar var að sjá. Stundum varð fólk af flugi eða komst ekki til baka á þeim tíma sem það hafði ætlað. Þá átti hann það til að bjóða því heim í kaffi og í mat og jafnvel gistingu þegar þannig stóð á. Upp úr þessu varð oft góður kunn- ingsskapur og vinátta sem bauð upp á heimsóknir til annarra landa, sem hann oft þáði, brúðkaup í Ísrael, ferð- ir til Kína og Japans og til Ameríku, Rússlands og víðar. Hann naut þess að ferðast og hafði gaman af að segja okkur ferðasöguna, því það var nærri alltaf eitthvað sögulegt og skemmti- leg er gerðist í hverri ferð. Það var oft gaman hér við eldhús- borðið er hann sagði frá þessum ferð- um sínum því alltaf lenti hann í ein- hverju sérstöku sem var frásagnarvert. Hann var einstaklega minnungur á nöfn manna og atburði liðinna tíma, hafði góða frásagnar- hæfileika og átti gott með að koma því frá sér bæði í orði og skrifuðu máli, alls ófeiminn við að segja hverja sögu eins og honum þótti hæfa hverju sinni. Jói var einstakt snyrtimenni, bar sig vel og var reglumaður bæði á vín og tóbak, einstaklega heilsuhraustur, hafði aldrei orðið veikur sem kallað er fyrr en í sumar er hann fór að finna fyrir hinum skæða sjúkdómi er lagði hann að velli á skömmum tíma og kom mörgum í opna skjöldu. En svona er lífið, enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Þær voru margar ánægjustundirnar sem við áttum saman hér við eldhúsborðið í morg- unspjallinu yfir kaffi og vínarbrauði. Það var margt sem bar á góma um menn og málefni og aldrei talaði hann illa um fólk. En ef maður kom með eitthvað er honum féll ekki vel í geð var hann fljótur að slá mann út af lag- inu og braut þá upp á nýju umræðu- efni. Við hjónin kveðjum hann með söknuði og þökkum einstaka ræktar- semi í okkar garð, því í hvert skipti er við vorum á spítala í Reykjavík eða hér í Eyjum var hann alltaf kominn í heimsókn og spurði um líðan okkar og ég vissi að svo var um fleiri þegar þannig stóð á fyrir þeim. Við sendum ættingjum og vinum innilegar sam- úðarkveðjur. Dóra og Sigmundur Andrésson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.