Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 www.utfararstofa.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga er andlát verður, í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Gestabók Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Blómaskreytingar við öll tilefni Opið til kl. 19 öll kvöld Afi og amma muna gamla tíð, er komuð þið með kærleiksbrosin hlý. Við munum aldrei gleyma ykkur tveim, því kærleikur af ykkur alltaf skein. Afi og amma, Lönguhlíð á Akureyri. Elsku Selma mín og Gabríel. Þú varst svo lífsglöð, hlý og bros- mild, gleðigjafi hvar sem þú komst. Ég er svo þakklát fyrir að hafa feng- ið að njóta návistar þinnar, ég vildi bara að samverustundirnar hefðu fengið að vera fleiri. Ykkar verður sárt saknað. Nanna Marinósdóttir. Elsku Selma og Gabríel. Sár harmur laust alla þá er ykkur þekktu, þegar þið hrifin voruð frá okkur svo ung. Þeir sem Guð elskar, deyja ungir. Kæra frænka. Það sem kemur fram í hugann er viðmót þitt, hlýjan og fallega brosið þitt. Þegar SELMA JÓHANNSDÓTTIR OG GABRÍEL ELÍ BRYNJARSSON ✝ Selma Jóhanns-dóttir fæddist 4. júlí 1973 í Reykjavík og sonur hennar, Gabríel Elí Brynjars- son, fæddist 3. októ- ber 1998 í Reykjavík. Þau létust af slysför- um, hann 8. septem- ber og hún 10. sept- ember síðastliðinn á gjörgæsludeild Landspítalans í Foss- vogi og fór útför þeirra fram frá Hall- grímskirkju 14. sept- ember. mamma þín sýndi mér litlu stúlkuna sína, nýfædda, stoltið og gleðin yfir þessu fallega barni var svo auðsjáan- leg, gleðin í augunum og ástúðin svo mikil. Svo stækkaðir þú, elsku vina, í samheldnum systkinahópi og sýndir hvað í þér bjó. Þú vissir hvað þú vild- ir gera þegar þú yrðir stór, hafðir fallegar hreyfingar og afrekaðir margt í fimleikum. Þú fórst ein út í þennan stóra heim og komst þroskaðri til baka. Systk- inum þínum varstu ætíð mikil hjálp- arhella, samt sú yngsta í hópnum og áttir alltaf góð ráð að gefa þeim. Mömmu þinni og pabba varst þú góð dóttir. Í veikindum mömmu þinnar varstu líka mikil stoð og stytta. Þeg- ar Gabríel, engillinn þinn, kom í þennan heim hafði ekkert slíkt gerst í lífi þínu. Drengurinn var þér ótrú- leg hamingja og var hann mikill augasteinn afa síns. Mömmu þinni sárlasinni var það mikil gleði þegar Gabríel og hin barnabörnin litu inn og fengu að sofa nótt og nótt hjá henni og afa. Elsku Binni minn, Bára, Edda, Jó- hann, Rúnar, Gulla, Hrönn, ykkar fjölskyldur og aðrir ættingjar. Guð styrki ykkur í þessari miklu sorg. Hrönn Hámundardóttir og fjölskylda, Marteinn Hámundarson og fjölskylda, Gunnar Hámundarson og fjölskylda, Birna og fjölskylda, Erna og Ösp. Nú ertu horfin elsku frænka, okkur öllum frá. Sárt við söknum ykkar beggja, um ókomna tíma og ár. Hrönn Hámundardóttir og fjölskylda. Þegar haustar að. Yndisleg ung kona, Selma Jó- hannsdóttir er látin aðeins 28 ára að aldri og ungur sonur hennar Gabríel. Mig langar í fáum orðum að minnast hennar, sem kölluð var burt í hörmu- legu bílslysi, og litla engilsins henn- ar. Ég ætla ekki að rekja hennar lífs- hlaup, það munu aðrir gera. Kynni okkar hófust er ég kom í bakaríið á Breiðumörk 10, hún var þar við af- greiðslu. Það var mér ávallt gleðiefni að spjalla við þessa ungu, gullfallegu konu. Þótt aldursmunur væri mikill á okkur var ég stolt af því að eiga þessa ungu vinkonu. Brosið hennar Selmu og ávarpið alltaf svo blítt, þegar komið var inn í bakarí, það verður mér ógleymanlegt. Sumarið hennar Selmu er liðið. Hún hafði afkastað miklu og beið óþreyjufull eftir vorinu til að hefja störf í garði sínum, en fjölskyldan var svo til nýflutt í húsið sitt á Arn- arheiði 27. Ég flyt Brynjari, sambýlismanni hennar, uppeldisdóttur, foreldrum og fjölskyldu innilegustu samúðar- kveðjur okkar hjóna. Liðinn tími bregður þér birtu. Ég bið góðan guð að blessa minningu þeirra Selmu og Gabríels. Ég þakka kæra kynning sem knýtti vinabönd og spor þín mun ég móta á minninganna lönd. Of fljótt varð skin að skugga við skiljum ei guðs ráð sem breytir vina vegleið fljótt hann veitir öllum náð. Þitt skap var milt og mótað af móðurlegri hyggð þú vógst á veikum armi þín verk af hjartans dyggð og vinum þínum varstu æ vökul lífs um stig en saman aldrei sjáumst hér við syrgjum einatt þig. (Lárus Salómonsson.) Brynja Lárusdóttir. Mikið er nú sárt að horfa á eftir svona ungu og yndislegu fólki í blóma lífsins. Eftir standa svo fal- legar minningar um fallega, góða og brosmilda stúlku og augastein henn- ar. Við Selma æfðum saman fimleika í mörg ár. Við áttum yndislegar stundir saman hvort sem þær voru inni í leikfimisal eða uppi í sumarbú- stað. Hvar sem við gátum, æfðum við fimleika. Ef við sáum þúfu, þá not- uðum við hana sem stökkbretti og æfðum handahlaup án handa, kraft- stökk án handa eða eitthvað annað sem okkur datt í hug að framkvæma. Það var meira að segja smíðuð slá uppi í sumarbústað hjá foreldrum mínum þar sem við gátum æft okkur tímunum saman án þess að finna til svengdar. Þegar ég læt hugann reika til baka, þá var þetta alveg stórkostleg- ur tími. Við vorum svo ungar og full- ar af áhuga og ætluðum okkur að ná langt, enda gerðum við það. Ungar og áhyggjulausar hoppuðum við og skoppuðum, héngum í klifurgrindum og ímynduðum okkur að við værum á tvíslá, notuðum kantsteina fyrir slá, grasbletti notuðum við fyrir stökks- eríur og þúfurnar sem stökkbretti. Við vorum óþreytandi. Elsku Selma mín, mig langar að þakka þér fyrir allar okkar yndislegu stundir saman. Nú eru þeir horfnir stólparnir þrír í safnað- arstarfinu í Grindavík sem voru nánustu sam- starfsmenn mínir meðan ég var þar sóknarprestur á níunda áratug lið- innar aldar. Áður hafa kvatt þeir Svavar Árnason og Jón Hólmgeirs- son og nú síðastur Kristján Ólafur Sigurðsson, múrarameistari og síðar starfsmaður sóknarinnar eða Óli múr eins og hann var jafnan kall- aður. Óli var borinn og barnfæddur Grindvíkingur og bjó þar alla sína ævi að undanskildum nokkrum árum er hann bjó í Reykjavík og lærði iðn sína. Hann var til sjós á unglings- árum eins og ungra mann var háttur þar um slóðir á fyrri hluta aldarinn- ar. Hann sá Grindavík vaxa úr litlu fiskveiðiþorpi í myndarlegan kaup- stað þar sem byggt var hús við hús. Vaxandi bær þarfnaðist fleiri stétta en sjómanna og því lærði Óli múr- verk og starfaði við þá iðn þar til hann varð umsjónarmaður kirkju og kirkjugarðs. Hann byggði fjölda húsa og er óhætt að fullyrða að öll lofa þau meistara sinn því Óli var afar vand- virkur iðnaðarmaður og skilaði ekki verki nema hann væri fyllilega ánægður með vinnu sína. Hann var KRISTJÁN ÓLAFUR SIGURÐSSON ✝ Kristján ÓlafurSigurðsson, fyrrv. múrarameist- ari, fæddist á Akur- hóli í Grindavík 7. maí 1919. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 18. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grindavíkurkirkju 25. ágúst. hæglátur og dagfars- prúður en skapmikill og ákveðinn í skoðun- um, ekki síst í pólitík. Hann vildi gjarnan ræða pólitík og meta ákvarðanir stjórnmála- manna og best naut hann umræðunnar ef hún var gagnrýnin og með ögn háðsku ívafi. Óli var félagshyggju- maður í gegn og þoldi illa órétt og misskipt- ingu gæða lands og sjávar og sanngjarn þótti hann með afbrigð- um er hann gerði mönnum reikning fyrir vandaða vinnu sína. Hann var sjálfum sér samkvæmur til orðs og æðis. Óli sat í sóknarnefnd um árabil og átti ríkan þátt í að byggð var ný og glæsileg kirkja í Grindavík. Hann var meistari að þeirri byggingu og annaðist múrverk hennar og þar sem annars staðar var nákvæmni og vandvirkni í fyrirrúmi. Hann unni kirkju sinni og eftir að hann hætti að syngja í kórnum sótti hann guðs- þjónustur reglulega ásamt eigin- konu sinni, Huldu. Hann hugsaði vel um kirkjuna yst sem innst og á sumrin lagði hann sig allan fram um að hirða kirkjugarð- inn og vinna að fegrun hans og end- urbótum. Góð vinátta tókst með okkur og höfum við haldið sambandi frá því ég fór úr Grindavík árið 1990. Ég kveð Óla með þakklæti fyrir góð kynni og einlæga vináttu og bið góðan Guð að blessa Huldu eiginkonu hans og fjöl- skyldu auk eftirlifandi systur hans, Þórdísi og Matthildi. Reykjavík 23. ágúst 2001. Örn Bárður Jónsson. ✝ Þórarinn HeiðarÞorvaldsson, fæddist á Akureyri 11. febrúar 1928. Hann andaðist á Landspítalanum íFossvogi 16. septem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Þorvaldur Guðjónsson, brúar- smiður, f. 12.03. 1907, d. 4.6. 1999 og Signý Þórarinsdóttir húsmóðir, f. 18. 8. 1901, d. 28.12. 1990. Systur Þórarins eru Andrea Margrét Þorvalds- dóttir, f. 15.1. 1930 og Hrafnhild- ur Þorvaldsdóttir, f. 31. 7. 1932. Þórarinn kvæntist Sigurlínu Jónsdóttur 30.8. 1954. Börn þeirra: 1) Jón Örn, f. 27. 1. 1954, d. 17. 8 1956. 2) Signý f. 30.10. 1956, dóttir hennar er Heiðrún Sigurðardóttir f. 2.1. 1990. 3) Jón Örn f. 7.6. 1958, d. 28.6. 1972. Þórarinn ólst upp í foreldrahúsum á Ak- ureyri. Lauk gagn- fræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Ak- ureyrar 1945. Hann vann hjá föður sín- um við brúarsmíði og var um tíma lang- ferðabílstjóri. Hann fluttist til Reykjavík- ur ásamt eiginkonu sinni 1954 og starfaði hjá Olíufélaginu hf. óslit- ið til sjötugs. Útför Þórarins fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 24. september og hefst athöfnin kl. 13.30. Elsku heimsins besti afi. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Ég man þegar þú komst og sóttir mig og við keyrð- um mömmu í frænkupartý og fór- um svo til ömmu. Eftir kvöldmat horfðum við á fréttirnar og síðan fórum við út í bílskúr og smíðuðum eitthvað sniðugt. Daginn eftir vöknuðum við snemma og fórum að kubba og leyfðum ömmu að sofa. Ég sakna þín svo mikið og allra góðu stundanna sem við áttum saman. Ég og mamma pössum ömmu vel. Guð geymi þig. Þín Heiðrún. ÞÓRARINN HEIÐAR ÞORVALDSSON MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.