Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 16
LISTIR 16 SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ K ONSTANTIN Kavafis (1863– 1933) er eitt af höfuðskáldum Grikkja. Eftir því sem árin líða er hann æ meir metinn. Í einni af stærstu bókabúð- um Madrídborgar um daginn var ég að kynna mér nýjar bækur og fletta þeim. Ég rakst þá á stóra bók með heildarútgáfu af ljóðum Kavafis og einnig nokkrar bækur um hann. Þetta kom mér á óvart en verður að teljast til marks um stöðu hans í ljóðlist heimsins. Dagana 10.–15. október verður Bókastefn- an í Frankfurt. Grikkir eru í öndvegi að þessu sinni. Þótt af nógu sé að taka í grískum bók- menntum má gera ráð fyrir að Konst- antin Kavafis verði ein helsta skraut- fjöðrin. Kavafis fæddist í Alexandríu af ætt grískra kaupsýslu- manna frá Konstantínópel. Hann bjó þar og á Englandi í bernsku en frá 1885 var hann bú- settur í Alexandríu. Hann fékk stöðu í egypska embættismannakerfinu til 1922 en sneri sér þá alfarið að skáldskap og lét lítið á sér bera. Hans er þó getið í Alexandríu- kvartett Lawrence Durrels, mikið lesinni bók, en sjaldan er hún nefnd nú. Kavafis orti oft um hið liðna, heiðni og kristni, tók mið af sögunni og velti henni fyrir sér. Fornöldin stígur upp í ljóðum hans sem hluti af samtíðinni. Býsans er heimur hans. Ljóð hans eru oftast í lausu máli og ástaljóðin eru sérstaklega áhrifarík. Hann var samkyn- hneigður og heillaðist af ungum drengjum. Í ljóði um ástríðuna er sérkennileg líking: „Líkt og fagrir líkamar af horfnum dauðum sem aldurinn hefur ekki merkt/ – þeim er ýtt við táraflóð inn í björt grafhýsi/ höfuð böðuð í rósum jasmínur við fætur –/ þannig eru einnig ástríðurnar sem fylla okkur/ án þess að hljóta fróun, án þess að nokkur þeirra nái/ fullnægju að næturlagi eða á kristaltærum morgni.“ Eitt kunnasta ljóð Kavafis er Beðið eftir barbörunum. Fólk safnast saman og bíður þeirra. Þeir koma ekki. Boð berast um að þeirra sé ekki von. Undir lokin er spurt hvað muni verða um okkur án barbaranna. Það er gefið í skyn að þeir séu lausnin. Kvafis yrkir ekki um náttúruna eins og fleiri grísk skáld heldur borgina, ekki síst undirheima hennar þar sem hann hélt til móts við ástarævintýri og leyndardómsfullt líf. Ljóðin urðu sífellt fágaðri og innilegri en menn hafa bent á tvísæi sem einkenni þeirra margra. Kavafis dró sig smám saman í hlé og það sem mestu máli skipti voru vinirnir. K avafis var ekki einróma hylltur sem skáld í fyrstu. Hann yrkir um ungt skáld sem er statt í neðstu tröppu og virðist ekki komast lengra. Honum er sagt að sætta sig við þennan hlut. Hann sé þrátt fyrir allt virðingarverður. Talið er að hér sé Kavafis að yrkja um sálfan sig. Í ljóðinu Röddum fagnar skáldið því að hon- um berast tónar fyrsta skáldskaparins í lífi sínu, óraunverulegar og kærar raddir hinna dánu eða þeirra sem hafa glatast okkur líkt og þeir væru dánir: „Stundum tala þeir við okkur í draumum okkar,/ stundum nemum við þá í hugsunum okkar.“ Annað grískt skáld sem uppi var ásjöttu öld fyrir Krist gleymist seintog mun vafalaust tróna hátt í Frank-furt. Þetta er Sappho sem Bjarni Thorarensen þýddi svo listilega. Hver kannast ekki við upp- haf ljóðsins Eftir Sappho: „Goða það líkast un- un er/ andspænis sitja á móti þér/ og stjörnu sjá, þá birtu ber,/ á brúna himni tindra.“ Sappho var ástaljóðaskáld eins og Kavafis. Hún var frá einni Lesbos og draumsýnir hennar voru ekki drengir eins og hjá Kavafis heldur ungar stúlkur. Ekki liggur mikið eftir Sappho, þetta dæmi- gerða ástaskáld. Í einu ljóða sinna ákallar hún Afródítu: „Komdu enn á ný, frelsa mig/ frá angri mínu. Láttu rætast þrár hjartans./ Og þú sjálf, Afródíta vertu mér/ systir í barátt- unni.“ Sappho var snemma talin mikið skáld en samkynhneigð hennar olli hneyksli. Um hana hefur verið skrifað: „Sappho átti þrjár vinkon- ur, Atthis, Telesippa og Megara, og hún fékk á sig óorð fyrir hneykslanlega vináttu við þær.“ Sjálf segir skáldkonan í ljóði: „Hugsanir mínar um ykkur, fögru vinkonur, munu vara.“ Meðal þess sem endurreisti Sappho var áhugi rithöfunda á síðustu öld á ljóðum henn- ar og sérkennum þeirra. Meðal þessara höf- unda var Hilda Doolittle. Bjarni Thorarensen og fleiri íslenskir þýð- endur áttuðu sig á mikilvægi hennar. Þýðing Bjarna gefur engan veginn í skyn að ljóðið sé ort af konu um konu. Ljóð Sappho eru í senn persónuleg oggædd sérstakri sammannlegri dýpt.Eins og fyrr segir munu Grikkir eigaauðvelt með á Bókastefnunni í Frank- furt að halda fram og benda á marga snjalla gríska rithöfunda, skáld og skáldsagnahöf- unda. Eftir suma þessara höfunda hefur verið þýtt á íslensku, til dæmis Giorgos Seferis og Niko Kazantzakis. En þekking okkar á grísk- um bókmenntum nú er afar bágborin. Fornskáldin, einkum leikskáldin, eru í mestu uppáhaldi. Bókastefnan í Frankfurt mun að stórum hluta snúast um sölumennsku. Breski rithöf- undurinn Fay Weldon hefur gefið tóninn með því að ganga til liðs við ítalskt stórfyrirtæki en sagt er að skáldsaga hennar, The Bulgari Connection, gjaldi þess ekki og er þá mikið unnið. Segja verður að hér séu viss tímamót en enginn veit með vissu hvort um einsdæmi er að ræða. Margar ábendingar um skylt efni hafa komið frá Bernard Richards í TLS (14. september). Fullyrða má þó að hann gangi of langt, m.a. þegar hann nefnir dæmi um kunn ljóðskáld sem tekið hafi inn heiti gosdrykkja og annars varnings í ljóð sín. Dylan Thomas, Ted Hughes og Sylvia Plath sleppa, en Plath ekki alveg því að dæmi eru um að hún nefni nytjahluti sínu rétta nafni. Sum stórblöð settu ritdóma um The Bulgari Connection á viðskipta- og markaðssíður (samanber The Wall Street Journal) og spurt var hverjum Weldon seldi sig næst: Disney, Levi’s eða McDonald? Reuters Tunglið gnæfir yfir Meyjarhofinu á Akrópólis í Aþenu. Hofið var reist til dýrðar Aþenu Parþenos. AF LISTUM Eftir Jóhann Hjálmarsson johj@mbl.is Goða það líkast unun er ÍSLENSKT táknmál er mál sem er talað fyrst og fremst af heyrn- arlausum og heyrnarskertum Ís- lendingum og fjölda annarra sem tengjast táknmálssamfélaginu á Íslandi á einhvern hátt. Táknmál er myndað af hreyf- ingum handa, höfuðs og líkama, með svipbrigðum, munn- og augnhreyfingum. Í táknmáli fær augnsambandið aukið mikilvægi því í samskiptum við heyrnar- laust fólk verðum við alltaf að halda augnsambandi við þann sem við erum að ræða við. Svip- brigði fá aukna og ákveðna merk- ingu eða málfræðilegt hlutverk og staða líkamans hefur áhrif á blæbrigði og merkingu. Þessar munnhreyfingar og svipbrigði eru í mörgum tilvikum framandi og geta jafnvel virst afkáralegar eða dónalegar meðal þeirra sem ekki þekkja til. Hvernig málið er myndað eða hvað sumum finnst ræður þó ekki neinu, þannig er málið og þeir sem læra táknmál vel sjá fljótt að það er töfrandi mál sem getur tjáð allt sem segja þarf. Táknmál eru sjálfsprottin mál sem hafa þróast í samfélagi heyrnarlausra manna alls staðar í heiminum. Táknmál er ekki al- þjóðlegt heldur sérstakt fyrir hvert land. Í sumum löndum er jafnvel mállýskumunur á tákn- máli milli landsvæða. Skyldleiki táknmálanna er oft ólíkur skyld- leika raddmálanna í viðkomandi löndum. Til dæmis er bandaríska táknmálið talið töluvert skylt því franska en nánast ekkert skylt því enska. Heyrnarlaus Banda- ríkjamaður á auðveldara með að tala við heyrnarlausan Frakka en heyrnarlausan Breta! Táknmál eru byggð upp af táknum og ákveðnar málfræði- reglur gilda um það hvernig táknin eiga að raðast saman. Röð tákna í setningu er ólík þeirri orðaröð sem við eigum að venjast í íslensku. Ef við röðum tákn- unum upp eins og um íslenska setningu væri að ræða verður hún málfræðilega röng og leiðir iðulega til misskilnings. Þess vegna er mikilvægt að þeir sem nota tákn- mál en eiga íslensku að móðurmáli reyni að forðast að mynda setningarnar á ís- lensku og snara þeim svo jafnharðan. Tákn- mál er annað mál. Málfræði táknmáls- ins er flókin og spennandi og orða- forðinn litskrúðugur og frjór. Táknmál er nú um stundir afar spennandi rannsókn- arvettvangur mál- fræðinga. Þarna er hægt að rannsaka mál sem hafa annan miðil en raddmál og niðurstöður þeirra rannsókna hafa áhrif á hefðbundnar hug- myndir manna um málfræði. Svipbrigði, munnhreyfingar og líkamsstaða Sem dæmi um málfræði tákn- málsins má nefna svipbrigði, munnhreyfingar og líkamsstöðu. Allan tímann sem táknmál er tal- að er andlitið hreyft. Munnurinn er á ferð og flugi og líkaminn færist til hægri og vinstri. Allt hefur þetta málfræðilega þýð- ingu. Sumar munnhreyfingar eru skyldubundnar og þannig hluti af tákninu. Til dæmis má nefna táknið sem merkir langur. Þetta tákn telst ekki rétt myndað ef munnhreyfingin sl fylgir ekki með. Sama gildir um munnhreyf- inguna í tákninu sem merkir af- brýðisamur. Stundum eru munn- hreyfingar og svipbrigði notuð til að auka við merk- ingu, t.a.m. að herða á merkingu lýsing- arorða. Þannig er munur á svipbrigð- unum eftir því hvort merkingin er feitur eða mjög feitur. Munurinn á þessu tvennu felst aðeins í svipbrigðunum. Svipurinn felur þá í sér viðbótarmerk- ingu og er notaður eins og atviksorð. Loks geta svipbrigð- in gegnt setningar- legu hlutverki. Munurinn á spurningu og fullyrðingu getur legið í svipbrigðunum einum sam- an. Þegar spurt er á táknmáli eru ákveðin svipbrigði skyldubundin og þeim haldið út setninguna. Þessi svipbrigði eiga ekki við eitt tiltekið tákn heldur setninguna alla. Táknmál án svipbrigða og munnhreyfinga er óskiljanlegt og málfræðilega rangt. Þetta er einungis dæmi um hluta af málfræði íslenska tákn- málsins. Það er ánægjuleg staðreynd að sífellt fleiri hafa áhuga á að læra íslenskt táknmál. Frá stofnun Samskiptamiðstöðvar heyrnar- lausra og heyrnarskertra fyrir tíu árum hafa 4.700 manns sótt námskeið í táknmáli. Íslenskt táknmál – hvað er það? Í tilefni af evrópsku tungumálaári fjallar Svandís Svavarsdóttir um táknmálið. Greinin er birt í samvinnu við Stíl, samtök tungumálakennara. Svandís Svavarsdóttir Höfundur er táknmálsfræðingur á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. NÚ STENDUR yfir sýning í Þjóð- skjalasafni Íslands í tilefni af út- gáfu afmælisrits Einars Laxness, sem er sjötugur um þessar mund- ir. Sýnd eru skjöl sem snerta nokkrar af ritgerðum hans og tengist sýningin fjórum ritgerðum. Þrjár þeirra snerta sjálfstæðisbar- áttu Íslendinga hver með sínu móti – þ.e. þættirnir um Kópa- vogsfundinn, Jón Guðmundsson ritstjóra og alþingismann og af- komendur hans og Einar Arnórs- son ráðherra, en fjórða efnið er um Skaftárelda. Sýningin er opin alla virka daga frá 9-12 og 13-17 og stendur til 1. desember. Sýning á skjölum Ein- ars Laxness ♦ ♦ ♦  ÓPERUBLAÐIÐ er komið út, 2. tölublað 14. árgangs. Meginþema að þessu sinni er Töfraflautan, sem nú er sýnd í Ís- lensku óperunni. Í blaðinu er m.a. að finna viðtöl við helstu söngvara og listræna stjórnendur, fréttir af starfi Íslensku óperunnar og Vina- félagsins, umfjöllun um óperulistina í fortíð og nútíð og einnig skrifa þrír valinkunnir söngvarar um drauma- gengi sitt í Töfraflautunni. Ritstjóri blaðsins er Margrét Sveinbjörnsdóttir, kynningarstjóri Íslensku óperunnar. Í ritnefnd eru Soffía Karlsdóttir, Ólafur Jóhannes Einarsson og Ingjaldur Hannibals- son, öll stjórnarmenn í Vinafélaginu. Útgefandi er Vinafélag Íslensku óperunnar. Blaðið kemur út tvisvar á ári í 2.000 eintökum og er 32 síður. Verð: 690 kr. Tímarit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.