Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÚ skoðun virðist nokkuð út-breidd að árásin á Banda-ríkin þann 11. septembersíðastliðinn sé af trúarleg-um toga og atburðarásin knúin af trúarofstæki. Í kjölfarið hafa múslimar orðið fyrir ónotum og aðkasti, jafnvel hér á Íslandi. Rúmur milljarður manna aðhyll- ist íslam. Þorri múslima er friðsamt fólk sem sinnir brauðstritinu í sveita síns andlitis, sátt við sinn guð og menn. En hvað veldur því að ungir menn sömu trúar, sumir vel menntaðir og sem framtíðin virtist blasa við, ákváðu að fórna lífinu til að fremja hermdarverk á almennum borgurum annarra landa? Menningarheildir takast á Í bók sinni um Íslam (Islam, saga pólitískra trúarbragða, Reykjavík 1993) bendir Jón Ormur Halldórs- son á að menn berjist sjaldan fyrir trú. Hins vegar berjist þeir fyrir sinn hóp og fyrir sínum hagsmun- um. Trúarbrögðin séu einn algeng- asti grundvöllur vitundar manna um hvaða hópi þeir tilheyri. Þannig móti þau sjálfsvitund og sjálfsímynd hópa. Síðan skrifar Jón: „Þegar hagsmunir kljúfast milli hópa berjast menn því oft á grunni trúarbragða. Þó er sjaldnast í reynd tekist á um myndir manna af guði. Rætur að útþenslu kristinna stór- velda er þannig ekki að finna í krist- inni trú og rætur að útþenslu is- lamskra ríkja eru ekkert frekar í islamskri trú. Ræturnar er miklu frekar að finna í stjórnmálasögu og hagsmunum þeirra hópa og þjóða sem tekið hafa þessi trúarbrögð.“ Dagur Þorleifsson, trúarbragða- fræðingur, þekkir vel sögu íslam. Hann segir að þróun mála síðustu vikur þurfi ekki að koma á óvart. Ýmsir hafi talið að nýjar víglínur yrðu dregnar í heiminum. Þannig hafi t.d. bandaríski stjórnmálafræð- ingurinn Samuel P. Huntington sett fram þá kenningu fyrir nokkrum ár- um, í bókinni The Clash of Civiliz- ations, að átök myndu verða á milli menningarheilda þar sem ekki síst trúarbrögð skiptu máli. „Hann segir í því samhengi að landamæri íslams séu blóðug og reiknar með átökum milli Vestur- landa og íslams. Jafnvel að ýmsar menningarheildir sameinist gegn hinum kristnu Vesturlöndum.“ Þær menningarheildir sem um ræðir eru, auk Vesturlanda og íslam, hin rétttrúnaðarkristna Austur-Evrópa, Kína, Japan, Afríka sunnan Sahara, Indland og rómanska Ameríka. Hvað varðar samspil trúarbragða og þjóðfélagsmála hefur íslam nokkra sérstöðu. Um það skrifar Jón Ormur Halldórsson: „Mikið af þeirri baráttu sem fer fram í nafni islams gæti hins vegar ekki farið fram með sama hætti undir merkj- um annarra trúarbragða. Islam... er í eðli sínu pólitískari en önnur trúar- brögð. Grunnhugmynd islams er réttlæti á jörðinni en ekki réttlæti á himnum eins og í kristinni trú.“ Dagur Þorleifsson segir að það sé útbreidd skoðun í íslam að trú og stjórnmál séu ekki aðgreinanleg. „Það er grunnkenning að íslam nái til alls í lífinu. Allt sem maðurinn geri sé því tengt íslam.“ Heilög vandlæting Böndin beinast nú að Osama bin Laden sem höfuðpaur hermdar- verkamannanna sem réðust á Bandaríkin. Í nýjasta hefti tímarits- ins TIME er fjallað um bakgrunn Osama. Sagt er að hann eigi margt sameiginlegt með öðrum múslimsk- um öfgamönnum. Þar sé að finna öfgafulla trúrækni og valdsmanns- lega túlkun á íslam. Heilaga vand- lætingu vegna yfirráða hinna ver- aldlegu og spilltu Bandaríkja, ekki síst í arabaheiminum. Bin Laden stundaði nám við há- skóla Abdel Azis konungs í Jidda. Sagt er að bin Laden hafi orðið fyrir sterkum áhrifum frá palestínskum kennara, Abdullah Azzam að nafni. Azzam var lykilmaður í Múslimska bræðralaginu, félagsskap sem hefur hvatt til aukinnar trúrækni á meðal múslima. Bin Laden mun hafa verið trú- rækinn frá barnæsku, en kynni hans af Azzam virtust dýpka mjög trú hans. Ekki er síst vitnað til þeirra áhrifa frá Azzam að leggja fremur áherslu á samstöðu múslima á heimsvísu en samstöðu araba sem slíkra. Dagur Þorleifsson bendir á að Osama bin Laden hafi farið til Afg- anistan að berjast gegn Sovéthern- um. Þar fór hann fyrir liði sem kall- að var „Arabískir afganar“ og var stórtækur í fjáröflun fyrir málstað- inn. Á þessum árum voru Banda- ríkjamenn og Osama bandamenn en það breyttist þegar Saddam Huss- ein tók Kúveit herskildi. „Sádar urðu þá mjög hræddir því olíusvæði þeirra eru stutt fyrir sunnan landamæri Kúveit. Osama bauð konungi Sádi-Arabíu að koma með her sinn og tryggja öryggi olíu- svæðanna. Sádarnir treystu honum ekki til þess og fengu Bandaríkja- menn í staðinn. Þá fór að magnast reiði Osama gegn Bandaríkjunum og valdstéttinni í Sádi-Arabíu.“ Dagur segir að það virðist hafa verið all útbreidd skoðun meðal araba að það væri gróf vanhelgun á landi Múhameðs að vantrúaður her skyldi vera kallaður til að vernda helgustu staði íslams og ofan á allt annað að það skyldu vera verndarar hinna helgu staða, sjálfir Sádarnir, sem kölluðu eftir Bandaríkjaher. Þetta þótti óskapleg niðurlæging og Osama virðist hafa getað nýtt sér þá reiði sem þá gróf um sig meðal araba. Kvenfrelsi þyrnir í augum Það eru ekki síst viðtekin vestræn viðhorf sem valda andúðinni og ótt- anum. Dagur vitnar í marokkóska fræðikonu að nafni Fatima Mern- issi. Sú fæddist og ólst upp í kvenna- búri í Marokkó en menntaðist á Vesturlöndum. „Fatima segir að ótti við konuna, sem slíka, og hinn kven- lega þátt tilverunnar sé ákaflega sterkur í íslam. Þetta ráði miklu um viðbrögð múslima í samskiptum við umheiminn. Ótti þeirra við Vestur- lönd, vanmetakennd og heift tengist kvenfrelsi Vesturlanda þar sem konur hafa mikið að segja og eru frjálsar. Það er algengt viðhorf í trúarbrögðum að hinn kvenlegi þáttur tilverunnar sé annars vegar gyðjan, sem gefur frjósemi og líf, og hins vegar tröllkonan, sem rífur og tætir. Í íslam hefur óttinn í þessu samhengi orðið mjög ríkur. Hinni kvenlegu hlið er að mestu útrýmt úr trúarbrögðunum. Það er Allah einn sem ræður og hann er karlmann- legur. Gyðingar eru með Jahve einn, en kristnir menn bættu úr þessu með Maríu mey.“ Dagur segir að það hafi enn aukið á vandlætingu araba að í Flóabar- daga sendu Bandaríkjamenn kven- kyns hermenn til Sádi-Arabíu. Ljós- hærðar og léttklæddar konur sem gengu í buxum og óku bílum og öðr- um hernaðartækjum. Þarlendum konum er hins vegar bannað að setj- ast undir stýri. Þá þótti sigur Bandaríkjamanna á herjum Saddams Hussein vera mjög niðurlægjandi fyrir íslam og einkum Araba. „Bandaríkjamenn léku sér að því að gersigra íraska herinn, sem líklega var sterkasti her arab- íska heimsins. Þetta varð múslimum og einkum Aröbum einkar sár auð- mýking. Að þessi vantrúaði her á heilagri jörð íslams skyldi leika einn sterkasta her þeirra svo grátt. Eftir því sem heyrst hefur eftir Osama og hans mönnum þá eru ekki aðeins Mekka og Medína, helgustu staðir múslíma, hersetnir af vantrú- uðum Bandaríkjamönnum. Jerúsal- Reuters Mekka er helgasti staður íslam. Bókstafssinnaðir múslímar á borð við Osama bin Laden eru fullir vandlætingar vegna þess sem þeir telja vanhelgun á helgu landi Múhameðs. Þeir álíta yfirvöld í Sádi-Arabíu spillt og geta ekki fyrirgefið að Bandaríkjamenn voru kallaðir til að berjast við Íraksher í Flóabardaga. Sú herför þótti mikil niðurlæging fyrir öflugasta her múslíma. Frelsa verður helgustu staði íslam, þ.e. Mekka, Medína og Jerúsalem, úr klóm heiðingja og gyðinga. Bandaríkin eru álitin höfuðandstæðingur og má beita öllum meðulum til að klekkja á þeim, hvar sem er í heiminum. Heilög vandlæting eða hatur Mörgum er spurn hvort kveikjan að hermdarverk- unum í Bandaríkjunum nýverið hafi verið heilög vandlæting eða hatur. Guðni Einarsson kynnti sér trúarlega þræði málsins. Reuters Palestínumenn setja fána sinn á Al-Aqsa-moskuna í Jerúsalem. Þar er þriðji helgasti staður íslam. Íslam eru yngst höfuðtrúarbragða mannkyns og stofnuð af Múhameð spámanni á árunum 610-632. Orðið íslam merkir undirgefni við Allah. Fylgismenn trúarinnar nefnast múslímar. Þeir skiptast í tvo meg- inflokka: Sunníta, sem flestir arabar tilheyra, og shíta, sem eru mun fjöl- mennari. Fjölmennasta ríki múslíma er Indónesía. Meira en milljarður manna aðhyllist íslam. Íslam er eingyðistrú og einkum sótt til fornarabískra þjóðflokka, gyðingdóms og kristni. Allah op- inberaði Múhameð orð sín og eru þau skráð í Kóraninn. Einnig styðj- ast múslímar við súnna, það er sið- venjur og breytni fyrsta safnaðar íslam sem sagt er frá í Hadith. Spá- menn Gamla testamentisins og Jesús teljast einnig hafa opinberað vilja Allah. Enginn er guð nema Allah og Mú- hameð er spámaður hans. Múslímar ákalla Allah fimm sinnum á dag og snúa sér til Mekka á meðan. Guðs- þjónustur þeirra fara fram í mosk- um. Múslímum ber skylda til að gefa ölmusu. Þeir fasta í níunda mánuði íslamska ársins, ramadan, frá sól- arupprás til sólarlags. Hver múslími fer í pílagrímsför til Mekka að minnsta kosti einu sinni á ævinni, eigi hann þess nokkurn kost. Múslímar líta ekki einungis á ísl- am sem trúarbrögð heldur einnig lögmál, sharia, sem hlýða skal í einu og öllu. Sharia er gefið í eitt skipti fyrir öll, ný löggjöf er óhugsandi, einungis túlkun lögmálsins kemur til greina. Samkvæmt því eiga íslam og samfélagið að vera órofa heild. Fé- lag múslíma á Íslandi er skráð trú- félag. Þann 1. desember sl. voru fé- lagsmenn 164 samkvæmt þjóðskrá. Heimild: Íslenska alfræðiorðabókin, AP, Hagstofan og vefsíður um Íslam. Íslam
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.