Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 22
LISTIR 22 SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SEIJA og Päivi eiga það báðar sam- eiginlegt að hafa mikinn og einlægan áhuga á Íslandi og öllu því sem ís- lenskt er. Báðar hafa búið á Íslandi og eru tengdar landinu í gegnum bók- menntir og tungu og Seija er gift Ís- lendingi, Páli S. Pálssyni myndlistar- manni. Báðar tala mjög vel íslensku og eru þess vegna gríðarlega mikil- vægur starfskraftur í þessu nýja sendiráði. Þegar þær eru inntar eftir tilurð bókarinnar kemur í ljós að leið- in að þessu árangursríka samstarfi hefur verið býsna löng og krókótt og eitt leitt af öðru. „Ég vann í finnska sendiráðinu í Osló þegar út kom í Noregi skemmti- leg barnabók um Ísland sem heitir Is- landsboka eftir Anne Ragnhild og Atle Næss. Höfundur hafði samband við finnska sendiráðið varðandi efni í sambærilega bók sem hann var að skrifa um Finnland og þannig kynnt- ist ég honum og vissi af þessum bók- um hans,“ segir Päivi. „Þegar ég byrjaði að vinna í ís- lenska sendiráðinu í Helsinki fann ég strax að það vantaði tilfinnanlega efni á finnsku um Ísland. Ég sagði þáver- andi yfirmanni sendiráðsins, Hannesi Heimissyni, frá þessari bók og hann var strax hlynntur því að bókin yrði þýdd og staðfærð fyrir finnskar að- stæður. Þegar enginn fékkst til að þýða bókina þýddi ég hana sjálf úr norsku og staðfærði og svo gaf Þjón- ustumiðstöð bókasafna hér í landi (Kirjastopalvelu) bókina út árið 1999 undir nafninu Islantikirja. Myndirnar í finnsku Íslandsbókinni eru eftir ís- lenskan ljósmyndara, Lárus Karl Ingason, en í norsku bókinni eru teikningar. Islantikirja er líka miðuð við finnskar aðstæður, t.d. er stærð Þingvallavatns miðuð við vatn í Finn- landi sem finnsk börn þekkja. Þetta hefur orðið mjög vinsæl bók enda Ís- landsáhugi mikill meðal Finna. Eftir að íslenska sendiráðið var opnað var jafnframt opnuð heimasíða sem ég vann að mestu leyti. Seija vann þá í Reykjavík en henni hafði ég kynnst í Osló þegar ég vann þar. Ég var að safna efni á heimasíðuna og þá datt Seiju í hug hvort við vildum ekki hafa smásögu mánaðarins á heima- síðunni. Þetta þótti okkur frábær hugmynd og þannig byrjaði þetta þýðingarstarf.“ Þýddi þjóðsögur Seija tekur upp þráðinn: „Þegar ég var á Íslandi þýddi ég fyrst fjórar ís- lenskar þjóðsögur og valdi þá sér- staklega sögur sem ekki höfðu komið út á finnsku áður. Þessar þjóðsögur eru enn á heimasíðu íslenska sendi- ráðsins. Svo byrjaði ég að þýða smá- sögur eftir að hugmyndin kom frá Päivi um efni á heimasíðuna. Fyrsta smásagan sem ég þýddi var jólasaga eftir Guðberg Bergsson og svo réðst ég í að þýða sögu eftir Ástu Sigurð- ardóttur og smátt og smátt fjölgaði smásögunum á heimasíðunni. Við- brögðin við smásögunum voru mjög góð og ég veit að þessar sögur voru mikið notaðar í skólum og við fundum að þarna var efni sem var vinsælt meðal Finna, en nú höfum við tekið þetta efni af síðunni vegna bókarinn- ar. Smám saman þróaðist sú hugmynd að birta sýnishorn af smásagnaritun á Íslandi síðustu 50 árin á prenti og þá lá beint við að reyna að finna útgef- anda að slíkri bók. Þetta voru auðvit- að krókaleiðir og þess vegna var ekki staðið að útgáfu bókarinnar eins og auðveldast hefði verið og bókin er þess vegna eins og nokkurs konar eft- irþankar. Þegar smásögurnar voru orðnar fimmhafði Paivi samband við Liisu Korhonen hjá Þjónustumiðstöð bókasafna í Helsinki til að kanna hvort hún hefði áhuga á að gefa sög- urnar út og fékk jákvæðar undirtekt- ir. Liisa gaf okkur frjálsar hendur um bókmenntaumfjöllunina og aukaefn- ið, en bara fjöldi smásagnanna var ákveðinn. Við vorum eiginlega þrjú sem völd- um smásögurnar í bókina. Auk mín voru það Päivi og Erlingur Sigurðs- son sem er lektor í íslensku við Há- skólann í Helsinki. Mest las ég þó því ég vildi hafa góða yfirsýn yfir efnið og það hefur líka alla tíð verið mikil nautn hjá mér að lesa. Sem sagt. Við lásum og lásum og gerðum yfirleitt tillögu að þremur sögum eftir hvern höfund sem við svo völdum á milli. Þegar við vorum orðin sammála um valið var næsta skref að hafa sam- band við höfundinn. Stundum kom það fyrir að höfundur vildi breyta vali okkar og þá var farið eftir því. Það kom líka stundum fram í viðtölum við höfundana að okkur var bent á enn aðra höfunda sem við höfðum ekki verið sérstaklega með í huga. En út- gefandi vildi hafa sögurnar 25 og þar við sat. Af þeim þýddi ég 18 en Päivi 5. Tvær sögur þýddi Marjakaisa Matthíasson sem vinnur sem þýðandi í finnska sendiráðinu í Reykjavík. Í bókinni eru líka höfundarágrip með mynd af hverjum höfundi, ásamt skrá um helstu ritverk hvers og eins. Í bókinni er líka inngangur upp á 13 síður þar sem rakin er þróun ís- lenskra bókmennta í 50 ár. Tengjast allar Íslandi Það togaðist svolítið á í okkur hvort við ættum að velja eitthvert heilstætt þema eða ekki, en svo varð það ofaná að velja sögurnar með það fyrir aug- um að gefa sýnishorn af smásagnarit- un á lýðveldistímanum. Í heild má segja að sögurnar tengist allar Ís- landi og þær gætu hvergi annars staðar hafa gerst. Þegar búið var að þýða allar sögurnar var efninu raðað í heildir, t.d. í sögur sem tengjast haf- inu, tengsl borgar og sveitar og svo framvegis. Við vildum að í þessum smásögum kæmu líka fram þær bylt- ingar sem orðið hafa í íslensku sam- félagi á síðastliðnum 50 árum. Af þessum 25 höfundum eru aðeins þrír látnir, þau Halldór Laxness, Ásta Sigurðardóttir og Jakobína Sigurðar- dóttir. En svona smásagnasafn hefði ekki verið heilsteypt án þeirra. Við fengum finnlands-sænskan bókmenntafræðing, Else Williamson, til að skrifa ramma fyrir höfunda- kynningarnar og svo fylltum við inn í smám saman. Else þekkir vel til ís- lenskra bókmennta og býr meðal annars á Íslandi nú sem stendur. Í bókinni er líka skrá yfir bókmenntir sem þýddar hafa verið á finnsku, bæði prentað efni og útvarpsleikrit sem ekki hafa verið prentuð og eru aðeins til í handriti. Loks skrifaði sendiherrann, Kornelíus Sigmunds- son, formála að bókinni enda er þetta óneitanlega kynning á Íslandi. Með öllum þessum aukaupplýsingum er bókin mjög vel nothæf sem kennslu- bók í íslenskum bókmenntum. Það eru ennþá fleiri sem hafa kom- ið að þessari bók, t.d. móðir mín, Raija Holopainen, sem aðstoðaði við að lesa yfir textann enda vanur þýð- andi og prófarkalesari. Einnig las Timo Karlsson, sem áður var finnsk- ur sendikennari í Reykjavík, yfir nokkrar þýðingar, m.a. þýðinguna á smásögu Laxness. Það verður samt að viðurkenna að mikill meirihluti vinnunnar við að koma þessari bók á prent hefur verið unninn í sjálfboða- vinnu enda er þetta nokkurs konar hugsjónastarf hjá okkur. Titill bókarinnar á finnsku, Meren neitoja ja meren miehiä, hefur verið þýddur á íslensku sem Hafmeyjar og menn hafsins. Það er enn Seija sem er hugmyndasmiðurinn að titlinum. Þessi hugmynd þróaðist smátt og smátt eftir ég hafði fengið tilfinningu fyrir sögunum og skynjaði tengsl manns og hafs. Ég var með þrjár til- lögur en samstarfsfólki mínu féll best við þennan titil. Þetta er orðaleikur, hafsins meyjar eða hafmeyjar – þær þurfa ekki endilega að vera með sporð!“ Páll S. Pálsson gerði kápumyndina sem undirstrikar haf, skip, meyjar og menn og einnig allar myndskreyting- ar í bókinni. Sjóari og hafmeyja „Sagan um sjóarann og hafmeyj- una eftir Andra Snæ kom mér í gott skap endar þekkti ég vel til þeirrar veraldar sem hann kynnir þarna,“ segir Páll. „Ég er fæddur á Stokks- eyri og var sjálfur sjóari í mörg ár. Ég þekkti móralinn og heitið á bókinni og hugmyndin höfðaði því til mín.“ „Áhugi Finna á Íslandi er mjög mikill og við finnum það vel í starfinu í sendiráðinu,“ segir Päivi. „Mér hefur jafnvel dottið í hug að stofna ferða- skrifstofu fyrir eldri borgara sem hafa átt þann draum alla ævi að heim- sækja Ísland. Fólk verður stundum fyrir vonbrigðum þegar það kemur til Íslands og finnur samfélag sem er allt öðru vísi en það átti von á. Sagt hefur verið að einn finnskur rithöfundur hafi legið í drykkju á Hótel Sögu í lengri tíma vegna þess hvað vonbrigði hans voru mikil með sollinn sem hann sá í Reykjavík. En þeir eru miklu fleiri sem eru mjög ánægðir og vilja koma aftur og aftur. Áður vildi fólk fara í einhvers konar rómantíska píla- grímsferð, en núna hefur unga fólkið miklu meiri möguleika til að komast á milli landa og getur ferðast á auðveld- ari hátt en áður. Nemendaskipti eru algeng og einnig það þykir mjög eft- irsóknarvert fyrir unga Norðurlanda- búa að fara í sumarvinnu til Íslands. Flestir koma til landsins til að upplifa náttúruna, loftið og ljósið, en fólk skiptist í tvo hópa, annars vegar eru þeir sem vilja koma aftur og aftur og hins vegar þeir sem flýta sér í burtu. Þessi áhugi Finna á Íslandi er líka miklu eldri en tilurð sendiráðsins, t.d. hafa íslenskar bókmenntir verið þýddar á finnsku í um hundrað ár. Þó er ekki alltaf ljóst úr hvaða málum hefur verið þýtt. Bækur Gunnars Gunnarssonar og Kristmanns Guðmundssonar hafa ef- laust verið þýddar úr norsku. Bækur Laxness hafa nú trúlega verið þýddar úr sænsku en sá fyrsti sem þýddi beint úr íslensku var líklega Jyrki Mäntylä sem var forstjóri Norræna hússins um skeið. Hann þýddi meðal annars Íslendingasögurnar á finnsku og síðan hafa fleiri þýðendur bæst við. Þó að þessi smásagnabók sé nú komin út erum við ekki hættar. Næst langar okkur að taka til þýðingar ís- lenskar smásögur fyrir börn og ung- linga því það eru margir góðir barna- bókahöfundar sem eru algerlega óþekktir í Finnlandi. Við vonum bara að útgáfan á þess- um smásögum verði til þess að ennþá fleiri Finnar skreppi til Íslands og við bjóðum líka Íslendinga hjartanlega velkomna hingað til Finnlands. Finn- land hefur upp á margt að bjóða sem ætti að geta heillað Íslendinga og landið er nógu ólíkt Íslandi til að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.“ Morgunblaðið/Sigrún Klara Päivi Kumpulainen og Seija Holopainen í Íslenska sendiráðinu. Í baksýn er listaverk eftir Önnu Þóru Karlsdóttur. Ljósmynd/Jónína Sigmundsdóttir Aðstandendur smásagnasafnsins við útkomu þess: Aftari röð: Päivi Kumpulainen, Tarja Kettunen, Páll S. Pálsson myndlistarmaður, Korn- elíus Sigmundsson sendiherra, Erlingur Sigurðsson lektor. Fremri röð: Liisa Korhonen, Johanna Williamson, móðir Else Williamson, og Seija Holopainen. Íslenskar bókmenntir á finnska tungu Komin er út bók með 25 íslenskum smá- sögum sem þýddar hafa verið á finnsku. Sigrún Klara Hannesdóttir brá sér í ís- lenska sendiráðið í Helsinki til að ræða við þýðendur þessarar nýju bókar, Seiju Holopainen og Päivi Kumpulainen, og til að inna þær eftir Íslandsáhuga þeirra og tilurð þessarar bókar. ÁRLEGIR minningartónleikar um tónmenningarhjónin Sigríði og Ragnar H. Ragnar verða í dag kl. 16 en þeir teljast meðal helstu viðburða tónlistarlífsins á Ísafirði. Tónleikarnir eru ætíð haldnir sem næst fæð- ingardegi Ragn- ars, en hann var fæddur 28. sept- ember 1898 á Ljótsstöðum í Laxárdal, S- Þingeyjarsýslu, en flutti ungur til Vesturheims, þar sem hann dvaldi við nám og störf, þar til hann gekk sem sjálfboðaliði í bandaríska herinn til að berjast við ógnaröfl nasism- ans og var sendur til Íslands. Hér kynnstist hann konu sinni, Sigríði Jónsdóttur frá Gautlöndum í Mý- vatnssveit. Eftir stríð fluttu þau til Bandaríkjanna, en urðu við áskorun Ísfirðinga um að flytja til Ísafjarðar 1948 og taka við ný- stofnuðum Tónlistarskóla Ísa- fjarðar, sem þau gerðu að einni öflugustu tónmenntastofnum landsins og störfuðu bæði við á meðan kraftar leyfðu. Á tónleikunum í ár sem verða í Hömrum, sal tónlistarskólans, verður dóttir þeirra, píanóleik- arinn Anna Áslaug, í fyrirrúmi, en hún hefur um langt skeið búið í Þýskalandi, þar sem hún hefur getið sér góðan orstír. Með henni leika fjórir tónlistarmenn, þau Laufey Sigurðardóttir fiðluleik- ari, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari, Richard Talkowsky sellóleikari og Hávarður Tryggvason sem leikur á kontra- bassa. Á efnisskránni eru píanókvin- tett eftir ungverska tónskáldið Johann Nepomuk Hummel, strengjakvartett eftir óp- erutónskáldið Gioacchino Rossini og Silungakvintettinn eftir Franz Schubert. Hinn nýi tónleikasalur Tónlist- arskóla Ísafjarðar, Hamrar, hefur fengið mjög góða dóma, en með tilkomu hans hefur öll aðstaða til tónleikahalds stórbatnað og er salurinn mikið notaður. Það er Tónlistarfélag Ísafjarð- ar, sem stendur að tónleikunum, en nýtur styrkja frá fyrirtækjum og einstaklingum. Fram- kvæmdastjóri félagsins er Jónas Tómasson tónskáld. Þeim fer sífellt fjölgandi, sem nota tækifærið til að setjast nið- ur, minnast Sigríðar og Ragnars og þeirrar lífsfyllingar sem þau gáfu samborgurum sínum og njóta um leið tónlistar eins og hún gerist best. Minningar- tónleikar um Sigríði og Ragnar H. Ragnar Ísafirði. Morgunblaðið. Anna Áslaug Ragnar LINDA Oddsdóttir opnar sína fyrstu einkasýningu á Café Presto, Hlíðarsmára 15, í dag, sunnudag. Á sýningunni eru eingöngu olíumál- verk, unnin á þessu ári. Myndefnið er aðalega sótt í nátt- úru landsins. Linda hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum undanfarin ár. Hún hefur stundað námskeið hjá Reyni Katrínar. Sýningin er opin virka daga kl. 10- 23, um helgar kl. 12-18 og lýkur 19. október. Myndlistar- sýning á Café Presto ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.