Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 1
MORGUNBLAÐIÐ 23. SEPTEMBER 2001 217. TBL. 89. ÁRG. SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 í strætinu Milli 40 og 60 manns búa þessa stundina á göt- unni í Reykjavík. Þetta fólk á hvergi heima, það er allslaust og á í fá hús að venda. Halldór Hall- dórsson lifir í þessum heimi. Ragna Sara Jónsdóttir blaðamaður og Ásdís Ásgeirsdóttir ljósmyndari fylgdust með honum í sólarhring og kynntust lifnaðarháttum götunnar, möguleikunum og lokuðum dyrum. 12 Sólarhringur ferðalögÞýski boltinnbílarSportlegur dísilbíllbörnSkriðdýrin í ParísbíóEkta gervigreind? Sælkerar á sunnudegi Sess ólífuolíunnar um aldir Elsta, hollasta og eitt mest heillandi kryddið Prentsmiðja Morgunblaðsins Sunnudagur 23. september 2001C Ódæði í nafni æðri málstaðar 10 24 Heilög vandlæt- ing eða hatur 12 BANDARÍKJASTJÓRN herti enn í gær á und- irbúningi sínum undir aðgerðir í Afganistan er hún sendi 50 sprengju- og njósnaflugvélar til liðs við þann herafla, sem kominn er til Austur- landa. Talibanastjórnin sakaði í gær Banda- ríkjastjórn um að neyða hana til stríðsátaka en einangrun hennar fer vaxandi. Rannsókn á fjár- málaumsvifum hugsanlegra hryðjuverkamanna verður æ umfangsmeiri. Talsmaður talibanastjórnarinnar sagði í gær, að hún gæti ekki orðið við kröfum Bandaríkja- stjórnar um að framselja Osama bin Laden og myndi reyna að koma í veg fyrir, að hann yrði handtekinn. Wakil Ahmed Mutawakel, utanrík- isráðherra talibana, sagði, að réðust Banda- ríkjamenn á Afganistan, ættu talibanar ekki annan kost en lýsa yfir heilögu stríði. Einangrun talibana jókst í gær er Sameinuðu arabísku furstadæmin slitu stjórnmálasambandi við þá og skipuðu fulltrúum þeirra í landinu að hafa sig á brott innan sólarhrings. Um 50 sprengju- og njósnaflugvélar voru sendar í gær frá Bandaríkjunum til Austur- landa en George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur heitið að beita tiltækum ráðum í barátt- unni gegn bin Laden og hryðjuverkasamtökum hans. Tilkynnti Tyrklandsstjórn í gær, að hún hefði opnað lofthelgi sína fyrir bandarískum herflugvélum og heimilað þeim afnot af herflug- völlum. Rannsókn á fjármálaumsvifum hugsanlegra hryðjuverkamanna miðar vel og að því er segir í þýska vikuritinu Der Spiegel, sem kemur út á morgun, hafa yfirvöld í Luxemborg fundið vís- bendingar, sem „kunna að leiða beint inn í mitt fjármálanet bin Ladens og hryðjuverkasamtaka hans“. Snúast þær um tilraunir fransks lög- fræðings, sem reyndi árangurslaust fyrir hönd umbjóðanda síns að yfirfæra tæplega hálfan milljarð ísl. kr. 12 manns hafa verið handtekin í Evrópu vegna rannsóknar á hryðjuverkunum og lýst hefur verið eftir nokkrum mönnum. Bandaríkin efla herstyrkinn í Austurlöndum vegna væntanlegra aðgerða Talibanastjórnin segist vera neydd til stríðsátaka Washington, Kabúl, Berlín. AFP, AP. HLJÓÐRITI bandarísku far- þegaflugvélarinnar, sem hrapaði til jarðar í Pennsylv- aníu 11. september, leiðir í ljós, að til „ofsalegra átaka“ kom um borð. Kom þetta fram í New York Times í gær. Blaðið segir, að heyra megi, að mikil átök hafi verið um borð og fólk hrópað á ensku og arabísku. Þótt ekki sé unnt að átta sig nákvæm- lega á atburðarásinni virðist samt alveg ljóst, að því er blaðið segir, að átökin hafi leitt til þess, að flugvélin hrapaði til jarðar. Margir telja, að flugræningjarnir hafi ætlað að fljúga henni á Hvíta húsið. Bandarísk yfirvöld höfðu áður komist að þeirri niðurstöðu, að farþegarnir hefðu komið í veg fyrir fyr- irætlan flugræningjanna og virðist hljóðritinn staðfesta það. „Ofsaleg átök“ í vélinni Washington. AFP. FJÁRMÁLARÁÐHERRAR Evr- ópusambandsríkjanna komu saman til fundar í Liege í Belgíu í gær til að ræða ástandið í flugmálum. Eins og nú horfir kann allt flug að stöðvast vegna mikilla hækkana á tryggingum í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkj- unum. Tryggingafélög hafa gefið evr- ópsku flugfélögunum frest til mánu- dags til að undirrita nýja samninga um miklu hærri iðgjöld og verði þeir ekki undirritaðir blasir við, að stór hluti flugrekstrarins í álfunni stöðv- ist. Krefjast tryggingafélögin allt að 15-faldrar hækkunar á iðgjöldum auk þess sem bótagreiðslur verða tak- markaðar við fimm milljarða ísl. kr. Breska stjórnin ákvað í fyrradag að ábyrgjast hugsanlegar skaðabætur breskra flugfélaga vegna hryðju- verka næsta mánuðinn og þýska stjórnin hefur boðað ákvörðun þess efnis „mjög bráðlega“. Þá hefur Ástr- alíustjórn ábyrgst 500 milljarða kr. framlag í þessu skyni fyrir flugfélög þar í landi og stjórnvöld í Hong Kong eiga í viðræðum við flugfélög og tryggingafélög. Didier Reynders, fjármálaráð- herra Belgíu, sagði í gær, að beinn styrkur til flugfélaganna væri vand- kvæðum bundinn vegna samkeppnis- reglna en Karl-Heinz Grasser, fjár- málaráðherra Austurríkis, sagði, að í raun væri ekki verið að ræða um fjár- framlög, heldur ábyrgðir. ESB ræðir neyðar- ástandið í flugmálum Liege, Sydney. AFP. FARÞEGI á Staten Island-ferjunni horfir yfir til Manhattan-eyju í New York þar sem reykjarmökkurinn frá rústum World Trade Center- byggingarinnar grúfir enn yfir, tæplega hálfum mánuði eftir árás hryðju- verkamannanna 11. september. Vinstra megin á myndinni má sjá grilla í Empire State-bygginguna í gegnum móðuna en hún er nú aftur orðin hæsta byggingin á Manhattan-eyju. Morgunblaðið/Einar Falur Reykjarmökkur yfir Manhattan  „Rústin, sorgin, fáninn“. Morgunblaðið í New York/B1 Hryllingur í Afganistan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.