Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Allt í einu er afi far- inn frá okkur. Hann sem var búinn að eiga heima á Sæbóli síðan við fæddumst og þar bjó hann þangað til hann dó. Okkar fyrstu uppvaxtarár bjuggum við í sama húsi og afi og amma. Síð- an fluttum við með mömmu og pabba í eigið hús. Við fluttum þó ekki langt í burtu, bara skáhallt yfir götuna. Afi og amma voru alltaf heima og var þar ákveðinn fastur punktur í tilverunni. Fjölskyldan kom mjög oft saman á Sæbóli. Það var alltaf venja til margra ára að safnast saman hjá afa og ömmu í lok aðfangadagskvölds og gamlárs- kvölds. Afi hafði mikla frásagnar- gáfu og var mjög minnugur. Hann hafði ákaflega gaman af því að segja okkur frá því sem hann hafði upp- lifað um ævina. Hann sagði okkur frá uppvaxtarárum sínum fyrir austan, hvernig hann hitti ömmu og margar sögur af sjónum sem hann stundaði mestan part ævi sinnar. Hann upplifði báðar heimsstyrjald- irnar, þorskastríðið og nánast allt sem gerðist á 20. öldinni, frá lífinu í torfkofum til tölvualdar. Afi átti bát sem hann gat sjósett frá Sæbólslóð- inni. Hann fór stundum með okkur á sjóinn þegar við vorum krakkar til að fiska í matinn. Afi fór að missa MAGNÚS GUÐMUNDSSON ✝ Magnús Guð-mundsson fædd- ist 14. febrúar 1907 í Kjólsvík í Borgar- fjarðarhreppi í Norður-Múlasýslu. Hann lést á hjúkrun- arheimilinu Eir 12. september síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 21. septem- ber. sjón með tímanum sem orsakaðist af skemmd í augnbotnunum og varð hann nánast blindur þótt hann hefði örlitla hliðarsjón. Hann varð þá að hætta að fara á sjóinn sem var honum svo kær. Það var hon- um mikils virði að geta fylgst í staðinn með Óla, maka Írisar, sem stundar sjóinn og deilt með honum þeirri reynslu yfir kaffibolla. Afi vildi hafa mikið fyrir stafni og ræktaði kartöflur í garðinum á hverju sumri og gerði það alveg þangað til í fyrra. Oft þegar við komum í heimsókn spurði hann hvort okkur vantaði ekki kartöflur í matinn og leysti okkur þá út með kartöflupoka sem hann átti uppi á háalofti. Afi var mjög barngóður og hafði ákaflega gaman af barnabarnabörn- unum þegar þau fóru að koma í heiminn. Öll kölluðu þau hann afa á Sæbóli. Við systkinin og okkar fjölskyld- ur eigum mjög margar ljúfar minn- ingar um afa sem við geymum í hjarta okkar og vonum að hann og amma hafi nú sameinast á ný. Hulda, Magnús og Íris. Þegar langamma dó fyrir tveimur árum hafði ég ekki tækifæri til að kveðja hana. Því vil ég með þessum orðum minnast þeirra beggja, lang- ömmu Bjargar og langafa Magnús- ar, eða ömmu og afa eins og ég kall- aði þau alltaf. Þegar ég átti að byrja í skóla, tæpra 6 ára gömul, vaknaði sú spurning hver skyldi líta eftir mér þegar ég kæmi heim eftir skóla á daginn. Ég var svo lánsöm að eiga ömmu og afa á Sæbóli að, sem töldu ekkert sjálfsagðara en að leyfa mér að vera hjá þeim. Á Sæbóli bjuggu líka frændsystkini mín Kári og Freyja sem ég gat leikið mér við svo að þetta fyrirkomulag var alveg kjörið. Það má segja að með því að hafa fengið að vera í pössun hjá ömmu og afa á Sæbóli hafi ég náð í skottið á gamla tímanum. Afi sagði okkur ótal sögur héðan og þaðan af litríkum æviferli. Hann fór á skíðum milli bæja sem strákur og rakst m.a.s. á ísbjörn 10 eða 11 ára gam- all. Hann dreymdi fyrir ömmu, bláa blóminu sem hann þyrfti að bíða eftir ef hann veldi það. Hann þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um. Hann var á sjónum til margra ára og kunni óteljandi sögur þaðan. Þær urðu því ófáar sögustundirnar við eldhúsborðið uppi á lofti á Sæbóli. Ömmu man ég vel eftir sýslandi í eldhúsinu eða sitjandi í stólnum sín- um í horninu á svefnherberginu. Þeir voru ófáir vettlingarnir og sokkarnir sem hún prjónaði til að halda á okkur öllum hita á köldum vetrardögum. Eins ef við krakkarn- ir komum með fífla úr garðinum var hún vön að segja að við ættum að leyfa þeim að vera úti í garði, þeir væru langfallegastir þar. Samt setti hún alltaf litlu vendina okkar í vatn og leyfði þeim að standa þar til blóminn var horfinn. Nú fæ ég ekki lengur að heyra afa segja sögurnar af því þegar ég kom hlaupandi upp stigann á Sæ- bóli eftir skóla, næstum kallandi áð- ur en ég kom inn um dyrnar: „Amma, ég er svo voðalega svöng.“ Ég mun geyma þá sögu í hjarta mínu og það fólk sem þar kom við sögu. Mér finnst ég vera svo rík að hafa fengið að eiga öll þessi ár með lang- afa mínum og langömmu. Ást þeirra náði yfir himin og haf og nú vona ég að þau hafi náð saman á ný á fal- legum stað, sem vonandi minnir á dalverpin fyrir austan þar sem þau stigu sín fyrstu skref saman. Heiða Dögg. Amma mín, ég kveð þig með tárum og sökn- uði. Tárin eru full af glöðum og fallegum minningum, söknuður- inn lætur mig vita hvað ég elskaði þig mikið. Þú varst alltaf að hugsa til og um okkur, samt hafðir þú mörg börn, barnabörn og barnabarnabörn að hugsa um. Amma mín, núna er gullvagninn búinn að sækja þig, ég vona að þú hafir fengið góða ferð. Elsku afi, langafi, mamma, Sæunn amma, Magný, Sólveig, Svala, Svan- hildur, Sonja og fjölskyldur. Innileg- ar samúðarkveðjur sendum við ykk- ur. Birna Sylvia, Tommy, Sæunn Anna Bára, Freyja Amelía Perla og Dennis. Það getur ekki verið að hún Amý sé dáin, hún er ódauðleg. Þetta var mín fyrsta hugsun, þeg- ar mamma hringdi og sagði mér að hún Amý væri dáin, þó hringdi hún í mig kvöldið áður til að segja mér að Amý væri mikið veik, en hún Amý hafði áður verið mikið veik en náði sér alltaf aftur. Hún Amý var atorkusöm kona, alltaf hress, fínt klædd og vel tilhöfð, hún var líka mikið á ferðinni og innan um fólk, hún hafði skoðun á öllum hlutum og AMELÍA MAGNÚSDÓTTIR ✝ Amelía Magnús-dóttir fæddist í Reykjavík 16. nóv- ember 1931. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 12. septem- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogs- kirkju 19. septem- ber. lagði eitthvað til mál- anna í umræðu dags- ins. Ég kynntist Amý og fjölskyldu fyrir nærri 40 árum þegar foreldr- ar mínir fluttu í sama hús og þau Jói bjuggu með börnunum sínum sjö, dætrunum 6 og einkasyninum Magga Jóa, en hann lést fyrir nokkrum árum og kynntist þá fjölskyldan mikilli sorg. Magný, elsta barn þeirra Amý- ar og Jóa, var á sama aldri og ég og við urðum miklar vin- konur, yngri systurnar voru mikið með yngri systrum mínum, svo sam- gangur á milli heimilanna var mikill og er enn því Amý er ein af bestu vinkonum mömmu. Fjölskylda mín varð fyrir mikilli sorg fyrir nokkrum árum, þá stóð Amý þétt við bak okkar og fáum við það seint fullþakkað. En svona var Amý, alltaf til staðar, alltaf bauð hún hjálparhönd. Amý var búin að vera sjúklingur í mörg ár, en hún var alltaf svo hress og glaðleg að það var svo auðvelt að gleyma því. Ég sá hana síðast fyrir nokkrum dögum í eldhúsinu hjá mömmu, þær voru að fara í afmæli til Betu vinkonu þeirra beggja. Þá var Amý glöð og fín og kallaði glaðlega til mín: „Bless, Steinunn mín, góða ferð norður.“ Ég ætla að minnast hennar Amý- ar eins og ég sá hana síðast. Bless Amý mín, góða ferð á góðan stað til hans Magga þíns. Ég sendi mínar dýpstu samúðar- kveðjur til Jóa, Magnýar æskuvin- konu minnar, Sæunnar, Sólveigar, Svölu, Svanhildar, Sonju, eigin- manna ykkar, barna og tengda- barna. Steinunn Steinþórsdóttir. EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Skilafrestur minning- argreina                                                      ! "   #$ $#  "   !      $ $ "$  #     % $ #&  " ' $ #$ ( #  & )  $ $ * "                                                     !"  #$ "% &'&  ( # )&% ''  (" *+,- . '&    /#*+,- ( '&    ( ''                                 !""#   !" #$ %!&&  & ' # $ (    % (  ) &(* % (   "# % (  %*  & *+ !&&    % (    %!&&   " % (  #$  %" & !&&  (#, , -                   ! "# $ %&                      !""# '  ( )*   +(  , - .( /(*)*   !  ' +(   (   * ' )* .(  ' )* )0 , - +(  12  , - +(  0)*.( , - )*3   (*, - )*3                                          !"#       $       !# # !%#%&# '      (        )     *   #     !" #$ $ % !" #$ $! $ $$   &$!' (  ) $* *  $    $ +  ,$!*  -  -%  $   &$!-$$$. ** /  0!1  $    ) $* *  1 $1/ $! !$1/ $0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.