Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Traust persónuleg alhliða útfararþjónusta. Áratuga reynsla. Símar 567 9110 & 893 8638 utfarir.is Kveðja frá fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum Látinn er einn af máttarstólpum sjálfstæðismanna í Vestmannaeyj- um, Jóhann Friðfinnsson frá Odd- geirshólum, í seinni tíð oftast nefndur Jói á Hólnum, en hér áður fyrr Jói í Drífanda. Jói var einn af þessum eðal-sjálf- stæðismönnum, sem aldrei hvikuðu frá þeirri stefnu og hugsjón sem flokkurinn hefur að leiðarljósi. Ungur að árum gerðist hann virkur í flokkn- um, fyrst í félagi ungra sjálfstæðis- manna og var þar formaður um skeið, síðar í mörgum öðrum störfum fyrir flokkinn. Í fulltrúaráðinu hefur hann setið um áratugaskeið og var þar alla tíð mjög virkur félagi. Marga ferðina fór hann fyrir flokkinn bæði á fundi kjördæmisráðsins og landsfundi flokksins sótti hann um áratugaskeið. Jóhann var bæjarfulltrúi flokksins í nokkur ár og bæjarstjóri var hann þegar Guðlaugur heitinn Gíslason, sem þá var bæjarstjóri, sat á Alþingi. Hann gegndi líka ýmsum öðrum störfum fyrir flokkinn, bæði hér í heimabyggð og á landsvísu. Of langt mál yrði að telja það allt hér upp, það bíður síns tíma. Það fór enginn í grafgötur með hvar Jói stóð í pólitík, þar var hann á heimavelli og lét sínar skoðanir í ljós hvar og hvenær sem honum henta þótti. Jói var hafsjór fróðleiks um Vestmannaeyjar, bæði mann- og at- hafnalíf í Eyjum, og þá þekkti hann mörg örnefni hér og var gott til hans að leita í þeim efnum. Ekki þó síst um menn og málefni, þar var Jói í essinu sínu og komst þá oft á feiknaflug í sögum sínum. Var alveg unun á að hlýða. Muna margir eftir honum þeg- ar hann var safnvörður á byggðasafn- inu og ekki síður þeir er heimsóttu hann á Hólinn. Eiga margir góðar minningar frá þeim tíma. Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyj- um kveðja góðan félaga og biðja Drottin allsherjar að styrkja og styðja börn hans og aðstandendur í sorg þeirra. Minningin um góðan dreng lifir. Fallinn er í valinn kær vinur, Jó- hann Friðfinnsson. Það vissu allir hver Jói í Drífanda var og síðan Jói á Hólnum en þannig kynnti hann sig JÓHANN FRIÐFINNSSON ✝ Jóhann Frið-finnsson fæddist í Vestmannaeyjum 3. nóvember 1928. Hann lést á Land- spítala – háskóla- sjúkrahúsi í Fossvogi 13. september og fór útför hans fram frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum 21. september. hin síðari ár. Ég man ekki eftir að honum hafi orðið misdægurt frá því að við kynntumst. Mér brá þegar hann kom út á flugvöll 30. júlí á leið til Reykjavíkur, í rann- sókn. Þá hafði ég ekki séð hann frá miðjum júlí, aðeins talað við hann í síma. Hann var að sjá mikið sjúkur. Hann kom heim 27. ágúst og fór aftur suður 29. ágúst. Þegar hann kvaddi bar hann sig vel. Handtak hans var þétt að vanda. Ég kynntist Jóhanni vel þegar ég var dyravörður í Samkomuhúsinu. Hann var formaður stjórnar hússins og kom oft á sunnudagsmorgnum í kaffi. Þar voru málin rædd og spáð í lífið og tilveruna. Jóhann setti mikinn svip á bæjar- lífið, til hans var gott að leita. Hann greiddi götu margra þegar hann var í bæjarstjórn og um tíma bæjarstjóri. Hann var maður málamiðlunar. Það voru góð ráð sem hann gaf mér í ýms- um málum á þeim tíma sem ég var í bæjarstjórn. Jóhann átti sæti í stjórn Viðlagasjóðs. Þar kom það sér vel hvað hann þekkti vel til íbúanna og vissi hverjir þurftu á aðstoð að halda og átti góðan þátt í því að útvega Vestmannaeyingum hús og íbúðir í gosinu. Börnin hans voru honum mjög kær. Hann fylgdist vel með þeim og talaði oft um það hvað þau höfðu fyrir stafni. Ég þekkti best þau Jóhann Þorkel, Kristínu og Davíð sem unnu hjá Flugleiðum á Vestmannaeyjaflug- velli á sumrin á námsárum sínum. Þau voru öll góðir og vandaðir starfs- menn sem hafa komið sér hvarvetna vel í störfum sínum. Oft hringdi Jóhann á kvöldin og sagði: „Það er heitt á könnunni.“ Hann var duglegur að bjóða vinum sínum í mat um helgar. Þá var glatt á hjalla, sagðar ferðasögur og málin rædd. Jóhann hafði yndi af ferðalög- um og lýsti mannlífi og því sem bar fyrir augu hans á lifandi og skemmti- legan hátt. Jóhann átti gott með að umgang- ast fólk. Hann gaf sig á tal við jafnt háa sem lága. Enda kom það berlega í ljós þegar fólk átti við veikindi að stríða að var hann mjög ötull við að heimsækja það á sjúkrahús, hvort sem það var hér eða í Reykjavík. Heimili hans stóð öllum opið. Það koma margir til með að sakna kaffi- hlaðborðsins á þrettándanum. Í mörg ár hefur það þótt sjálfsagt að bæði fullorðnir og börn kæmu við hjá Jóa eftir þrettándagleði til að þiggja kaffi, gos og heitt súkkulaði ásamt góðu meðlæti. Við Laufey biðjum góðan guð að styrkja eftirlifandi börn og ættingja á þessari sorgarstundu. Fráfall Jó- hanns bar brátt að, illvígur sjúkdóm- ur gaf ættingjum lítinn tíma. Blessuð sé minning góðs vinar. Bragi I. Ólafsson. „Ó, syng þínum skapara lofgjörð- arlag. Syngið nýjan söng, og kunn- gjörið hjálpráð hans dag eftir dag. Öll veröldin vegsami Drottin.“ Þannig segir í sálmi eftir séra Valdimar Briem. Jóhann Friðfinnsson söng með Kór Landakirkju í meira en hálfa öld. Þar var hann einstaklega samvisku- samur og góður félagi. Kórfélagi sem lét sig ekki vanta og lét ekki sitt eftir liggja í lofgjörð til skaparans hvort heldur um var að ræða hátíðar- og gleðistundir eða þegar leitað var styrks, huggunar og uppörvunar í trúnni. En auk þessa mikla starfs með Kór Landakirkju sýndi Jóhann hug sinn til kirkju og kristni einnig í því að hann var valinn til setu í sóknarnefnd árið 1970 og varð formaður sóknar- nefndar frá árinu 1976 til dauðadags. Það var honum mikils virði að geta með þeim hætti komið að kristnihaldi í Vestmannaeyjum og hann lagði sig fram um að stuðla að samstöðu og friði í söfnuðinum um leið og hann vildi sjá öflugt og þróttmikið kirkju- starf. Einnig starfaði hann að málefnum kirkjunnar í Kjalarnesprófastsdæmi og á öðrum vettvangi innan kirkjunn- ar. Jóhann var mikill Eyjapeyi eins og hann sagði sjálfur. Hann kom víða við í störfum sínum fyrir bæjarfélagið. Hann bar hag heimabyggðar sinnar mjög fyrir brjósti og vildi sjá fagurt og gott mannlíf í Vestmannaeyjum. Jóhann lagði sitt af mörkum til að svo mætti verða og setti svip sinn á sam- félagið í Eyjum. Jóhann og bróðir hans Finnbogi ól- ust upp við mikla umhyggju góðra foreldra og við öryggi og festu á heimilinu. Það var ævintýri líkast að alast upp í Eyjum í stórbrotinni nátt- úru þar sem fólk hvaðanæva af land- inu kom á vertíð og þar var iðandi mannlíf og ákaflega fjölbreytt. Svo var veðrið svo gott – eða eins og Jó- hann sagði gjarnan frá að þá voru strákarnir í stuttbuxum og ermalaus- um bol frá vori til hausts. Jóhann var kaupmaður í Drífanda árið 1973 þegar eldgosið varð á Heimaey. Nóttina þegar ósköpin hófust fór Jóhann í Landakirkju og kveikti þar ljós og þegar ógnin var afstaðin og aftur byggð í Eyjum vildi Jóhann gjalda Guði þökk – fyrir vernd hans og skjól. Jóhann var um margt óvenjulegur maður og ég hef engan þekkt sem hafði jafn brennandi áhuga á fólki og mannlífinu í kringum sig. Hann hafði mikla ánægju af ferðalögum – en það voru ekki suðrænar sólarstrendur sem heilluðu heldur miklu fremur stórborgirnar með iðandi lífi og óvæntum uppákomum. Það var sann- arlega í anda Jóhanns að þegar hann varð sjötugur var hann staddur á torgi hins himneska friðar í fjölmenn- asta ríki veraldar. Á þessum ferðum eignaðist hann fjölda kunningja og vina. Það voru margir sem heimsóttu hann á Hólinn í Eyjum og áttu með honum góðar stundir. Hann var ekkert sérlega hlé- drægur enda sagði hann stundum „ég er nú bara svona gerður, ég hef svo gaman af þessu“. Kunningjunum fjölgaði ár frá ári. Auk þess sem hann var sérstaklega gestrisinn var hann ótrúlega duglegur að heimsækja fólk og sýndi með því mikla tryggð og um- hyggju fyrir fólki. Það kom vinum Jóa á óvart þegar hann veiktist og áreiðanlega kom það honum sjálfum á óvart. En hann kaus að vera bjartsýnn og vongóður allt til enda og var það mikil líkn fyrir ást- vini hans. En sjúkdómurinn tók hann heljartökum og hann lést að kvöldi dags fimmtudaginn 13. september sl. Það er gott að hugsa til þess að síð- ustu misserin og í veikindum Jóhanns hafði hann stuðning og samfylgd Stefönu Gunnlaugar Karlsdóttur og duldist ekki að það var honum mikils virði og þeim báðum. Útför Jóhanns var gerð frá Landa- kirkju – þá var hann heima. Heima í Eyjum sem fóstruðu hann svo vel og hann reyndist svo vel – og heima í Landakirkju sem var honum svo kær og hann starfaði við af svo mikilli ein- lægni. Þar syngur söfnuðurinn Guði lofgjörðarlag og þar er Guði þakkað líf og starf Jóhanns um leið og Jóa á Hólnum er boðin góð nótt og þökkuð samfylgdin og samstarfið. Ég þakka Jóhanni frábært sam- starf í Landakirkju og margar ógleymanlegar samverustundir í kirkjunni, á fundum og á heimili hans á Hólnum – og fjölskylda mín þakkar vináttu Jóhanns og fjölskyldu hans árin okkar í Eyjum. Við felum Jóhann Guðs föðurhlíf og vottum ástvinum hans innilega samúð. Kjartan Örn Sigurbjörnsson. Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum það yrði margt, ef telja skyldi það. Í lífsins bók það lifir samt í minnum er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta, þá helstu tryggð og vináttunnar ljós. Er gerir jafnvel dimma vetur bjarta úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margrét Jónsdóttir.) Með þessari vísu vil ég kveðja mág minn, Jóhann Friðfinnsson, sem lést 13. september sl. eftir stutta en erfiða baráttu við krabbamein. Það tók að- eins sex vikur að vinna á þessum sí- unga, hrausta og lífsglaða manni. Við söknum góðs vinar sem stóð ætíð með okkur í gleði og sorg, nær daglegur gestur á heimili okkar Boga í áratugi. Vísan segir allt sem ég segja vildi. Innilegar samúðarkveðjur til barna Jóa frænda og annarra ástvina hans. Guð blessi minningu hans. Kristjana. Með miklu þakklæti og ótal litrík- um minningum hugsum við hjónin til Jóhanns Friðfinnssonar. Það er gæfa að eiga góða samferðamenn og í þeim hópi er Jóhann svo sannarlega. Hann var maður sem ekki féll í fjöldann og lifði sínu lífi af sérstakri kúnst. Einu sinni var Jóhann á ferðalagi að vitja dóttur sinnar í Berlín. Seint um kvöld þurfti hann að taka strætisvagn milli borgarhluta. Þegar hann stígur inn í vagninn skynjar hann að loft er þar læviblandið því tveir hvítir menn standa fyrir miðjum vagni og eru að þjarma að blökkumanni sem situr skelfingu lostinn í sæti sínu en far- þegarnir hafa raðað sér aftar í vagn- inn ráðalausir. Þegar Jói á Hól sér stöðuna horfir hann með sínum glað- hlakkalega svip yfir mannskapinn og byrjar að syngja þar sem hann stend- ur í gráa frakkanum sínum með ljósa hárið: „It’s a long way to Tipparery, it’s a long way to go ...“ Og brátt taka fleiri undir uns allur vagninn ómar af söng og ofbeldisseggirnir skynja að þeir hafa ekki lengur tögl og hagldir, lympast niður og verða spakir. Enginn nema Jói á Hól hefði getað þetta. Hann var næmur á fólk og hafði friðelskandi hjartalag sem m.a. gerði það að verkum að hann var góð- ur og farsæll sóknarnefndarformað- ur, en á þeim vettvangi kynntumst við honum þegar við störfuðum sem prestar í Vestmannaeyjum í nokkur ár. Minnumst við þess ætíð hve sér- stakur mannasættir hann var og óbif- anlegur í umhyggju sinni fyrir vexti og viðgangi safnaðarstarfsins í Landakirkju. Einu sinni á ári fékk fjölskylda okkar að njóta Jóhanns á sérstakan hátt. Það var að lokinni miðnætur- messu í Landakirkju á jólanótt. Þá söknuðum við þess að hafa ekki afa og ömmur í eyjunni og Jóhann var sömuleiðis með hugann við fólkið sitt vítt og breitt um veröldina. Því voru það dýrmætar stundir fyrir okkur og börnin þegar Jóhann birtist á tröpp- unum í sínu fínasta pússi og fyllti heimilið sinni glaðlegu og velviljuðu nærveru á helgri nóttu yfir súkkulaði og smákökum. Með sérstakri virð- ingu og þökk kveðjum við góðan vin og samhryggjumst ástvinum við leið- arskil. Jóna Hrönn Bolladóttir og Bjarni Karlsson. Mig langar með nokkrum orðum að minnast Jóa okkar á Hólnum sem sóknarnefndarformannsins í Landa- kirkju. Kirkjunni þar sem ég steig mín fyrstu skref sem prestur. Hann hafði fyllt tvo tugina og gott betur í sóknarnefnd og unni kirkjunni sinni af alhug. Hann vildi veg hennar sem mestan hvarvetna og ræddi oft og tíð- um um kirkjumálin. Margt gat ég af honum lært og þyrfti ég vitneskju um fortíð Landakirku eða mannlífs í Vestmannaeyjum yfirleitt kom ég aldrei að tómum kofunum hjá honum. Jóhann var mikill félagsmálamaður, hafði verið í bæjarpólitík á árum áður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Eyjum. Reynsla hans af félagsmálum nýttist honum vel í formannsstarfi sóknar- nefndar. Krabbameinið, sem skyndi- lega lagði hann í rúmið í sumar, hefur sjálfsagt gert honum erfiðara um vik síðustu misseri í þjónustu við kirkj- una, en alltaf bar hann höfuðið hátt. Hann gat verið hrókur alls fagnaðar á mannamótum og frábær fundarstjóri á stórum samkomum. Það hefur lík- lega ráðið úrslitum að hann var valinn fundarstjóri á Héraðsfundum Kjalar- nesprófastsdæmis undanfarin þrjú ár. Á héraðsfundi í Vestmannaeyjum sl. haust fór hann á kostum, svo að salurinn lá hvað eftir annað í krampa- köstum af hlátri. Þar verður hans saknað í haust. Hann hafði einstakan áhuga á velferð einstæðinga og verð- ur hans víða sárt saknað. Þar sannar sig máltækið: Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Jóhann var mikill félagsmálamaður, hafði yndi af því að vera innan um fólk og opnaði heimili sitt gestum og gangandi um- fram nokkurn mann sem ég hef kynnst, enda átti hann heimboð víða um veröld alla. Hann fagnaði sjötugs- afmælinu á Torgi hins himneska frið- ar en til Kína og Japans hafði hann fengið heimboð og lét drauminn ræt- ast. Hann fékk oft sendar gjafir frá erlendum ferðamönnum sem notið höfðu velvildar hans er þeir áttu leið um Eyjar. Frásagnargleði hans var oft leiftrandi og skemmtileg svo það verður margs að sakna. Jóhann horfði með mikilli eftir- væntingu til afmælisfagnaðar kristnitökuhátíðar í Eyjum. Við unn- um saman að undirbúningi veglegrar messu sem haldin var 18. júní árið 2000 á Skansinum, nærri þeim stað sem Landnáma segir að Gissur hvíti og Hjalti Skeggjason hafi fyrst komið til lands, þriðjudaginn 18. júní árið 1000, er þeir stefndu til Þingvalla með kristniboðsskipun konungs. Boð konungs var einnig að kirkjuvið skyldu þeir færa á land þar sem þeir kæmu fyrst að landi. Vestmannaeyj- ar urðu fyrsti áfangastaðurinn og var kirkja reist af kirkjuviði konungs. Þessi saga varð grunnur þess að Norðmenn gáfu íslensku þjóðinni Stafkirkju á þúsund ára afmæli ís- lensku kirkjunnar. Þegar Jóhann Friðfinnsson var að undirbúa þessa messu ásamt mér, og mörgu fleiru góðu fólki, talaði hann alltaf eins og hann hefði tekið á móti Gissuri og Hjalta í eigin persónu hinn 18. júní árið 1000. Það vantaði ekkert nema nákvæma tímasetningu upp á sek- úndu, þannig var málefnið honum heilagt. Hann hafði hlakkað til þessa dags frá bernsku þegar kennari hans hafði vakið athygli nemendanna á því hversu heppin þau væru að halda upp á þúsaldamótin og af því kristin kirkja var honum svo kær varð mess- an sunnudaginn 18. júní 2000 honum heilög stund. Hann átti hugmynd að því að kirkjugestir skrifuðu nöfn sín á gæruskinn til minningar um daginn. Skinnið varð þéttskrifað með um eða yfir fjögur hundruð nöfnum og varð- veitist nú í Landakirkju. Það var að- eins eitt sem hann sveið undan á ald- arafmæli kirkjunnar, það var hversu fálega honum fannst fólk sinna ald- arafmælinu. Gæruskinnið góða frá messunni 18. júní getur varðveist í marga mannsaldra, ef vel er á haldið, en sál og andi Jóhanns Friðfinnssonar varð- veitist um eilífð í faðmi þess Guðs sem allt umvefur með elsku sinni á bak og brjóst. Ég votta börnum hans, tengdabörnum, barnabörnum og öðr- um ástvinum mína dýpstu samúð. Séra Bára Friðriksdóttir. Kær frændi minn og vinur, Jóhann Friðfinnsson hefur kvatt þetta líf okkar, hérna megin grafar. Það er erfitt að tjá sig með orðum þegar minningarnar hrannast upp. Það er enn óraunverulegt, að þú eigir aldrei eftir að koma til okkar í Sörlaskjól 72, banka á dyrnar og heilsa okkur á þinn ljúfa og elskulega hátt, alltaf hress og glaður. Jafnvel þegar þú varst orðinn hel- sjúkur, ekki orð um veikindi, svo maður leiddi hjá sér að spyrja um líð- an þína, en þú varst alltaf að gefa okk- ur af sjálfum þér, með gleði þinni og góðsemi, sem þú áttir í svo ríkum mæli og miðlaðir þú henni til sam- ferðamanna þinna. Ég var stolt af því að eiga þig að frænda og vini, þú vild- ir öllum svo vel og margar voru heim- sóknir þínar til þeirra, er sjúkir voru eða ellimóðir. Ég tek orð nóbelskálds okkar Hall- dórs Laxness mér í munn, þar sem hann segir; „Sannleikann finnur mað- ur ekki í bókum. Ekki í góðum bók- um, heldur í mönnum, sem hafa gott hjartalag.“ Gleði þín fólst í því, að börnum þínum, tengdabörnum og barnabörnum liði sem best. Varst þú innilega þakklátur fyrir, að eiga þín góðu börn og gladdist yfir hverjum áfanga í lífi þeirra. Öllum hefir þeim vegnað vel í þeim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.