Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 21
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2001 21 HEITAR tilfinningar, háskaleg- ar hugsanir og mikil samkennd setja svip á þessa ljóðabók Mar- grétar Lóu. Hér er talið ákjós- anlegt að gefa sig á vald tilfinn- ingum því að þær eru uppspretta sannrar þekkingar. Minnst er á mikilvægi þess að geta „lifað sig inn í heiminn“ en til þess „verður maður að vera reiður / – mjög reiður“. Það krefst ekki bara ein- beitingar að geta séð heiminn eins og hann er í raun. Ekki er útilokað að færa þurfi töluverðar fórnir til þess að hljóta skýra sýn: kannski þarf „að nudda augasteina okkar / upp úr salti“. Lífinu er stillt upp gegn lær- dómi, tilfinningu gegn reynslu. Til- veran verður síður metin með mælistikum heldur skynjuð, hvort sem er með rökvísum eða órökvís- um hætti. Listin er farvegur sann- leikans, ljóðið heldur manni frá sturlun, en samt er lausnin ekki alltaf einhlít. Orð og merkingar vilja farast á mis. Allt sem við segjum! Allt sem við gerum! Nei það er of smátt! Nei það er of jarðbundið! Aðeins í listinni: … Hugsunin í ljóðunum finnur sér ekki alltaf farveg í sögðum orðum. Togstreitan um að segja það sem innra býr er stundum óleyst. En hvort sem menn segja eða þegja bera ljóðin með sér að orð eru til alls fyrst. Ekki er samt gefið að orðræða leysi all- an vanda en hún er þó affarasæl- asta viðleitnin til að brúa ýmis bil. Því er betra að skrifa en ekki: Orð mín geta lítið bætt. En menn gera samt margt heimskulegra en að skrifa Dvalið er við það sem kann að vera til góðs. Þótt orðin geti lítið bætt þá er víst að ljóðagerðin verður varla nokkrum til hnjóðs. Háværasta röddin í höfði mínu ber með sér vísdómsblæ, reynslu þess sem hef- ur víða ratað, en um leið sýnir hún sam- kennd og jafnvel huggun. Þessi bók er enn ein varð- an á ljóðaferli Margrétar Lóu, ferli sem einkennst hefur af trúverð- ugleika og jöfnum gæðum. BÆKUR L j ó ð Eftir Margréti Lóu Jónsdóttur. Mál og menning 2001 – 62 bls. HÁVÆRASTA RÖDDIN Í HÖFÐI MÍNU Margrét Lóa Jónsdóttir Ingi Bogi Bogason Gegn háskalegum hugsunum JPV-ÚTGÁFA gefur í haust út bókina, Björg – ævisaga Bjargar C. Þor- láksson, eftir Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur prófess- or. Björg C. Þorláksson fæddist árið 1874 norður í Húnaþingi. „Saga hennar er saga ungrar konu sem braust til mennta í trássi við viðteknar hugmyndir um hlutverk kvenna og skóp sér æviferil sem var einstakur á hennar tíð. Hún átti drjúgan hlut í að semja íslensk- danska orðabók ásamt Sigfúsi Blön- dal manni sínum og árið 1926 lauk hún doktorsprófi frá Parísarháskóla fyrst ís- lenskra kvenna. Saga Bjargar speglar átök gamalla og nýrra hug- mynda um hlutverk kynjanna og glímu hennar við viðtekin viðhorf. Fáir hafa þekkt sögu Bjargar en hér vinnur Sigríður Dúna úr margvíslegum heimildum og einkasöfnum sögu ein- stakrar konu sem var brautryðjandi meðal íslenskra kvenna og lifði mikla umbrotatíma,“ segir í kynningu. Dr. Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir Ævisaga Bjargar C. Þorláksson LEIKFERÐ Möguleikhússins með Völuspá, eftir Þórarin Eldjárn, í mennta- og grunnskóla um norð- austurhluta landsins hefst á morgun, mánudag, og verða fyrstu sýningar í Nesskóla í Neskaupstað kl. 11.20 og á Reyðarfirði í Félagslundi kl. 19. Á þriðjudag verða sýningar á Djúpa- vogi kl. 9.45, Breiðdalsvík kl. 13.10 og á Bakkafirði kl.19.30. Þá verður sýning í Þórshöfn kl. 9 á miðvikudag og á Vopnafirði kl. 12.30. Þá verður sýning fyrir Menntaskólann á Egils- stöðum á fimmtudag kl. 13. Leikstjóri sýningarinnar er Dan- inn Peter Holst. Pétur Eggerz leikur öll hlutverkin í Völuspá og Stefán Örn Arnarson sellóleikari gefur hverri persónu verksins sérstakt stef úr sellóinu. Völuspá í leikferð um Austurland PETER Tompkins óbóleikari og Guðríður St. Sigurðardóttir píanó- leikari halda tónleika í sal Borgar- hólsskóla í dag, sunnudag, kl. 16. Öll verk sem flutt verða eru samin á tuttugustu öld og spanna um tugi ára, það elsta var samið árið 1921 og það nýjasta árið 1999. Félag íslenskra tónlistarmanna styrkir tónleikana. Tónleikar í Borgarhólsskóla ♦ ♦ ♦ Á ÖÐRUM tónleikunum í tónleika- röðinni Sunnudags-matinée í tón- listarhúsinu Ými í dag kl. 16 koma fram Elín Ósk Óskarsdóttir sópr- ansöngkona og Gerrit Schuil píanó- leikari og flytja aríur m.a. úr La Wally, Mefistofele, La Gioconda, Don Carlo og La forza del destino. Þá flytur Elín konsertaríuna Ah! Perfido, opus 65, eftir Beethoven. Heimasíða Ýmis er www.kkor.is/ ymir.html. Morgunblaðið/Þorkell Flytjendur dagsins: Gerrit Schuil og Elín Ósk Óskarsdóttir. Aríur á Sunnudags- matinée BRAGI Ólafsson og Þorvaldur Þorsteinsson munu senda frá sér skáldsögur á þessu hausti. Það er bókaútgáfan Bjartur sem gefur út og þaðan berast þær fréttir að Bragi sé um þessar mundir að leggja lokahönd á sína aðra skáld- sögu. Gengur hún undir nafninu Gæludýrin. Þetta er Reykjavíkur- saga úr nútímanum. Bragi fékk tilnefningu til Ís- lensku bókmenntaverðlaunanna fyrir síðustu skáldsögu sína, Hvíld- ardagar. Þorvaldur Þorsteinsson, sem er þekktastur fyrir leikritaskrif og barnabækurnar um Blíðfinn, send- ir frá sér sína fyrstu skáldsögu í haust, Rabarbaramaðurinn (vinnu- heiti). Þar segir frá kennaranum Haraldi Haraldssyni sem lifir tvö- földu lífi og og glímu hans við þá flóknu tilveru sem slíkt líferni skapar. Bjartur gefur einnig út barnabók eftir Þorvald er nefnist Vettlingarnir hans afa. Þetta er fyrsta bókin í nýjum barnabóka- flokki Bjarts, sem kallast Litlir bókaormar. Þorvaldur Þorsteinsson verður mjög í sviðsljósinu í haust því auk bókanna tveggja verða frumsýnd tvö leikverk hans í Borgarleikhús- inu í vetur. Leikgerð eftir sögunum um Blíðfinn í október og leikritið And of course Björk... eftir áramót. Skáldsögur eftir Braga og Þorvald Bragi Ólafsson Þorvaldur Þorsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.