Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2001 45 DAGBÓK Meðvirkni Námskeið um meðvirkni, samskipti, tjáskipti og tilfinningar verður haldið föstudagskvöld 28. september og laugardaginn 29. september í kórkjallara Hallgrímskirkju. Stefán Jóhannsson, MA, fjölskylduráðgjafiNánari upplýsingar og skráning í síma 553 8800 Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið Gullsmiðir Kápur og frakkar í miklu úrvali Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00.                                           VILTU KYNNAST JÓGA? Erum að hefja vetrarstarfið. Námskeið og opnir tímar fyrir byrjendur sem og lengra komna. Hugræktarskóli Ananda Marga, Hafnarbraut 12, 200 Kópavogi. Upplýsingar í síma 554 7434. www.anandamarga.is anandamarga@anandamarga.is Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake VOG Afmælisbarn dagsins: Þú ert ævintýragjarn og uppátektarsamur, sem vek- ur öðrum gleði, þótt sumir kunni ekki að meta þig. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þér bjóðast ýmis tækifæri til þess að bæta stöðu þína, en þú þarft að gæta þess að falla ekki í þá freistni að sýna öðr- um yfirgang og tillitsleysi. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú mátt finna til svolítið meira sjálfstrausts því það skemmir fyrir þér hversu reikull og hikandi þú ert. Taktu málin föstum tökum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þótt þú hafir í mörgu að snú- ast skaltu kasta mæðinni og fara yfir gang mála í hugan- um. Það hjálpar þér til þess að sjá atburðarásina betur. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Nú er lag til þess að taka upp nýja háttu. Leggðu af alla ósiði og taktu upp heilbrigt líferni. Það mun strax auka lífsfyllingu þína og lífsgleði. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Gefðu börnunum hlutdeild í degi þínum. Þau eru fram- tíðin og þau lóð sem þú legg- ur á þeirra metaskálar munu skila þér margföldum ávinn- ingi. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Skemmtanaiðnaðurinn laðar og lokkar, en þar sem annars staðar er hóf best á hverjum hlut. Þú þarft að gæta þess að lofa ekki upp í ermina á þér. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú þarft að gæta þess að láta ekki hlutina drabbast heima fyrir. Þú þarft að sinna þín- um hluta ef þú vilt að aðrir standi við sitt. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Láttu þér ekki bregða þótt einhver þér nákominn leiti til þín með undarlega bón. Þótt þér lítist ekki á málið í fyrstu skaltu gefa því tækifæri. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Nú er komið að því að þú verður að setjast niður með fjölskyldunni og ræða þau mál sem hafa komið upp en verið látin dankast. Sýndu tillitssemi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Berðu framtíðarplön þín undir einhvern þér nákom- inn og sjáðu hvaða undir- tektir þú færð. Þó þær séu ekki einhlítar máttu læra af þeim. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Auðgaðu andann með því að lesa eitthvað óvenjulegt sem þú hefur ekki lagt þig eftir áður. Láttu athugasemdir annarra sem vind um eyru þjóta. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Taktu þér tíma til þess að fara í gegnum bókhaldið og athuga hvort þar er ekki allt með felldu. Þá kemur líka í ljós hvar þú stendur. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. SUÐUR spilar þrjú grönd í sveitakeppni og fær út smáan tígul: Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠ ÁK ♥ 1083 ♦ 54 ♣ KD9873 Suður ♠ G7643 ♥ Á65 ♦ ÁG9 ♣Á2 Vestur Norður Austur Suður -- 1 lauf Pass 1 spaði Pass 2 lauf Pass 3 grönd Pass Pass Pass Austur lætur tígulkóng, sem er drepinn með ás. Og nú er það spurningin: Hvernig verða níu slagir best tryggðir? Hættan í spilinu felst í því að austur stoppi laufið og komist inn til að spila tígli í gegnum G9. (Það þýðir ekkert að dúkka tíg- ulinn tvisvar, því vörnin ræðst þá á hjartað.) Þetta er dæmigert „bókarspil“, enda fengið að láni hjá skoska höfundinum Hugh Kelsey. Lausn Kelseys er nokkuð fyrirsjáanleg – að spila lauftvisti að blindum í öðrum slag … Norður ♠ ÁK ♥ 1083 ♦ 54 ♣ KD9873 Vestur Austur ♠ D952 ♠ 108 ♥ G94 ♥ KD72 ♦ D10762 ♦ K83 ♣G ♣10654 Suður ♠ G7643 ♥ Á65 ♦ ÁG9 ♣Á2 … og dúkka ef vestur sýnir gosann. Þetta er „rétt“ spilað í þessari legu, en það má velta fyrir sér öðrum möguleikum. Líkur á því að vestur sé með stakan laufgosa eru á bilinu 2-3%. Sem er ekki mikið og því væri fengur í því ef annar möguleiki væri til staðar. Segjum að austur hafi byrjað með Dx í spaða. Þá má tryggja fjóra spaða- slagi með því að taka fyrst ÁK í spaða, fara svo heim á laufás og spila spaða- gosa og meiri spaða. Vest- ur lendir inni á spaðatíu og getur engan óskunda gert. Ef spaðinn liggur þannig duga þrír slagir á lauf. Líkur á því að austur sé með drottninguna tvíspil í spaða eru 8-9%. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 70 ÁRA afmæli. Nk.þriðjudag 25. sept- ember verður sjötugur Karl Finnbogason, matreiðslu- meistari og fyrrverandi bryti hjá Eimskipafélagi Ís- lands. Hann tekur á móti ættingjum og vinum í sal Stangaveiðifélags Hafnar- fjarðar, Flatahrauni 29, Hafnarfirði, kl. 18 á afmæl- isdaginn. 70 ÁRA afmæli. Ámorgun, mánudag- inn 24. september, verður sjötugur Jón Ólafsson, Lá- gengi 12, Selfossi. Eigin- kona hans er Gunnþórunn Hallgrímsdóttir. Þau hjón verða að heiman á afmælis- daginn. 50 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 23. september, er fimmtug Guð- björg Eygló Þorgeirsdóttir, snyrti-, nudd- og fótaað- gerðarfræðingur, Rauða- læk 31, Reykjavík. Eigin- maður hennar er Sveinbjörn Reynir Pálmason. Þau verða að heiman í dag. LJÓÐABROT ÍSLANDS MINNI Ísland ögrum skorið, eg vil nefna þig, sem á brjóstum borið og blessað hefur mig fyrir skikkun skaparans; vertu blessað, blessi þig blessað nafnið hans. Eggert Ólafsson. STUNDUM getur notkun orða verið vandmeðfarin og engan veginn sama, hvernig þau koma fyrir í umhverfi sínu. Vissulega er smekkur manna ekki alltaf hinn sami og það svo, að það orð, sem einhverj- um finnst ágætt á einum stað, finnst öðrum tæplega eða ekki nothæft. Ég vil hér minnast á dæmi um þetta. Í nýlegri bók er frá- sögn um helför, sem farin var um Kjöl árið 1780 og kennd er við bræður frá Reynistað í Skagafirði, enda voru þeir langyngstir í ferðinni. Þar segir svo orðrétt, þar sem bein þeirra fundust. „Hóllinn sá, við austurenda Kjal- fells, er vettvangur um frægasta harmleik sem gerst hefur á íslenskum fjallvegum.“ Hér er það lo. frægur, sem ég hnýt um á þessum stað og finnst óvið- felldið að nota um þennan hörmungaratburð. Fræg- ur er oftast a.m.k. jákvætt orð. Við tölum um frægan sigur, fræga ferð eða fræga ræðu, ekki sízt, þegar svo vel tekst til, að atburðurinn eða ræðan lifir í minningu manna, jafnvel um aldir. En einhvern veginn finnst mér tæplega unnt að tala um frægan dauðdaga, og allra sízt, þegar hann hefur orðið með hryggilegum hætti. Í því sambandi má áreiðanlega nota önnur lýs- ingarorð, t.d. eftirminni- legur eða hryggilegur. Í dæminu hér að ofan um Reynistaðabræður mætti jafnvel tala um þekktasta eða kunnasta harmleik á ís- lenzkum fjallvegi. Ég vil taka það fram, að ég hef al- veg nýlega séð í blaði lo. frægur notað á svipaðan hátt og hér hefur verið rætt um. Engu að síður kemur þetta lo. illa við mál- tilfinningu mína í því um- hverfi, sem það er notað. JAJ ORÐABÓKIN Merking orða Þeir úr kvörtunardeildinni eru komnir ... MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.