Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2001 13 www.yogastudio.is Auðbrekku 14, Kópavogi, sími 544 5560 og 864 1445 Yoga Studio – Halur og sprund ehf., Umboðsaðili fyrir Custom Craftworks nuddbekki og Oshadhi ilmkjarnaolíur o.fl. YOGA - breyttur lífsstíll með Daníel Bergmann hefst 3. október — Mán. og mið. kl. 18.30 4ra vikna grunnnámskeið fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu spor í jóga. Lögð er áhersla á jógastöður (asana) og öndunaræfingar sem hjálpa að losa um spennu auk slökunar. Hentar fólki á öllum aldri, reynsla af jóga ekki nauðsynleg. Opnir jógatímar á haustönn — Sjá stundaskrá á www.yogastudio.is Kvöldtímar hefjast 1. október og verða á mán. og mið. kl. 20.00-20.50. Næsta jógakennaraþjálfun með Ásmundi Gunnlaugssyni hefst helgina 5.—7. október. Daníel em, sem er þriðja helgasta borg ísl- am, er setin af gyðingum sem Bandaríkjamenn styðja. Barátta Osama og félaga er til frelsunar helgustu stöðum íslams. Þessir stað- ir eru í þeirra hugum hin heilaga miðja heimsins. Fyrir utan þessa al- mennu reiði út af Flóastríði, Mekku, Medínu og Jerúsalem, er feiknamik- il heift út af Palestínu og Ísrael. Það má segja að þessi heift múslima gagnvart Vesturlöndum og kristna heiminum kristallist í málefnum Ísr- aela og Palestínuaraba. Bandaríkin hafa verið helstu bandamenn Ísr- aels. Það er spurning hvort Ísrael stæðist deginum lengur ef þess stuðnings nyti ekki við.“ Heilagt stríð Osama bin Laden lýsti yfir jihad, heilögu stríði, gegn Bandaríkjunum í ágúst 1996. En hvað er heilagt stríð? Jón Ormur Halldórsson út- skýrir það í bók sinni: „Strangt til tekið vísar jihad til einarðrar baráttu fyrir trú múslima, hvort sem það er einstaklingsbundin barátta innra með manninum og gegn freistingum, eða barátta margra manna með rökum, eða með vopnum gegn andstæðingum trúar- innar. Í daglegri notkun vísar það hins vegar til stríðs til varnar trúnni. Heilagt stríð er hluti af varn- arkerfi trúarinnar en ekki hluti af tilraunum til útbreiðslu hennar. Hugsunin á bak við þetta er sú, að þó einn maður eigi ekki að taka líf annars manns, þá sé velferð sam- félags hinna trúuðu mikilvægara en líf einstakra manna. Sé samfélaginu ógnað er það því beinlínis skylda manna að verja það með lífi sínu. Um þetta gilda þó ákveðnar reglur og meðal annars sú, að það er ein- ungis skylda múslima að verjast með heilögu stríði ef samfélag þeirra er undir árás frá ríki undir stjórn óvina trúarinnar.“ Markmiðið með stríðsyfirlýsingu Osama bin Ladens 1996 var m.a. að reka bandaríska herinn frá Arabíu- skaga, steypa ríkisstjórn Sádi-Arab- íu, frelsa helgar borgir múslima og styðja við íslamska byltingarhópa víða um heim. Í febrúar 1998 gaf Osama út sameiginlega yfirlýsingu ásamt nokkrum öðrum samtökum undir nafninu World Islamic Front. Í yfirlýsingunni sagði m.a. að músl- imar ættu að deyða Ameríkana, þar á meðal óbreytta borgara, hvar sem væri í heiminum. Dagur Þorleifsson segir að það sé löng hefð fyrir því að múslimar lýsi yfir heilögu stríði. Í Flóabardaga 1991 hafi stríðsaðilar til dæmis lýst yfir heilögu stríði á báða bóga, bæði Sádi-Arabar og Írakar. „Hinir trúuðu hlaupa ekki sjálf- krafa til þótt lýst sé yfir heilögu stríði, en þetta getur haft áhrif við viss skilyrði,“ sagði Dagur. Þótt heilagt stríð sé fyrst og fremst hugs- að til varnar íslam getur vörnin fal- ist í sókn, líkt og Dagur bendir á. „Það er þekkt kenning úr her- fræðinni að sókn sé besta vörnin. Margt stríðið hefur byrjað þannig. Það má alveg reikna með að margir bókstafssinnar telji íslam vera í hættu sem slíkt. Það er um að ræða í íslam all útbreidda vanmetakennd gagnvart Vesturlöndum og sérstak- lega Bandaríkjunum.“ Til skýringar nefnir Dagur efnahagserfiðleika í mörgum löndum múslima og erfið lífskjör. Þau megi sín lítils gagnvart Vesturlöndum. „Það er mál margra araba að Sádarnir séu orðnir slappir í trúnni, bæði spilltir og drekki á laun. Áfengisneysla er mikil synd í íslam. Auk alls konar spillingar séu þeir algjörir leppar Bandaríkjanna. Bandaríkin eru eina risaveldi heims- ins og þar að auki forystuþjóð vantrúaðra. Sádarnir, sem teljast ráðamenn og verndarar hinna helgu borga, eru því í vanhelgu bandalagi. Þetta þykir mikill blettur á ímynd og sjálfsvirðingu íslams.“ Margföld borgarastríð Dagur segir að svo virðist sem nú stefni í átök sem ekki verða bundin við landamæri. Þar geti verið beitt margs konar vopnum í grimmileg- um átökum, hernaði og hryðjuverk- um innan frekar en milli ríkja. Þetta geti orðið margföld borgarastríð. „Það er nokkuð ljóst að bókstafs- sinnar, fjandsamlegir Sádunum og sennilega í slagtogi með Osama, eru margir í Sádi-Arabíu. Hvað gerist ef þessi öfl verða það sterk að þau taki völdin? Þau eru þá komin með stjórn á mesta olíuútflutningsríki heims, með fjórðung allra olíubirgða í jörðu. Þar að auki með fullkomn- ustu vopnakerfi sem Bretar og Bandaríkjamenn hafa útvegað.“ Í fyrrnefndum stríðsyfirlýsingum brýnir Osama bin Laden múslima til að búast í heilagt stríð. Láta einskis ófreistað til að reka heiðingjana af helgri jörð, frelsa helgistaðina og stofna nýtt íslamskt ríki. Þar kemur fram sterk örlaga- og fyrirhugunar- hyggja. „Æska okkar trúir á paradís eftir dauðann. Hún trúir því að þátt- taka í baráttunni muni ekki flýta degi hennar (dauðdaga); og að halda sig til hlés mun ekki seinka degi hennar.“ Síðan er vitnað í ljóðlínu sem hljóðar svo: „Sé dauðinn fyr- irfram ákveðin nauðsyn, þá er skömm að því að deyja sem heigull.“ gudni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.