Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2001 29 arabalandanna og því er stuningur þeirra einnig nauðsynlegur. Veikleikarnir liggja hins vegar víða og þau ríki, sem ætla má að taki þátt aðeins af ótta við mátt Bandaríkjanna, eru nokkur. Viðbrögð talibana í kjölfar árásanna á New York og Washington bera sennilega ekkert síður vitni pólitískri nauðsyn en samhug og sama má líkast til segja um viðbrögð Moammars Gaddafis, leiðtoga Líbýíu. Leiðtogar talibana þurfa ekki sérstaka skarpskyggni til að átta sig á því að reiði Bandaríkjamanna muni beinast gegn þeim, sem skjóta skjólshúsi yfir hryðjuverkamenn. Sú kann jafnvel að vera ástæð- an fyrir því að enginn hefur lýst ábyrgð á ódæð- isverkunum á hendur sér að stjórnvöld þess ríkis, sem hýsir forsprakkana, hafi fyrirskipað þeim að þegja til að kalla ekki yfir sig bandarískar árásir. Stjórn Pakistans milli steins og sleggju Stuðningur Pakistana við Bandaríkjamenn hefur ekki fallið í góð- an jarðveg meðal al- mennings þar í landi. Nokkra daga í röð hef- ur komið til óeirða og á föstudag höfðu fjórir menn látið lífið og fjöldi særst. Afganar hafa verið fjöl- mennir í þessum mótmælum, enda hafa Pakist- anar tekið á móti miklum fjölda flóttamanna frá Afganistan. Í mótmælunum hefur verið lýst yfir stuðningi við talibanastjórnina í Afganistan og hafa ræðumenn einmitt höggvið eftir því að Bush notaði orðið krossferðir: „Ef Bandaríkjamenn vilja krossferð erum við tilbúnir í heilagt stríð,“ sagði einn predikari á mótmælafundi í Pakistan. Pervez Musharraf, forseti Pakistans hefur verið varaður við samvinnu við Bandaríkin og sagði prestur við eina moskuna í Islamabad að Mushar- raf skyldi hlusta: „Þjóðin sættir sig ekki við ákvörðun þína og allt samstarf við Bandaríkin eru landráð.“ Skipuleggjendur mótmæla í Pakistan sögðu við fréttastofuna Associated Press að leyfðu pakistönsk yfirvöld Bandaríkjamönnum að nota pakistanska lofthelgi og land yrði lýst yfir heilögu stríði gegn stjórninni. Mikill viðbúnaður er í Pakistan vegna óvissuástandsins og eru 15 þúsund lögregluþjónar í viðbragðsstöðu. Yfirvöld í Pakistan hafa verið að reyna að hafa áhrif á talibanastjórnina og fá hana til að afhenda bin Laden. Eftir að hafa tekið sér umþóttunar- tíma vegna krafna Bandaríkjamanna lýstu ísl- amskir klerkaleiðtogar í Afganistan yfir því að lagt yrði að bin Laden að fara sjálfviljugur úr landi. Þetta var í fyrsta skipti, sem leiðtogar landsins hafa sýnt að þeir standa ekki eindregið með hryðjuverkaleiðtoganum, en dugði hvergi nærri til að friða Bandaríkjamenn, sem höfnuðu þessu tilboði umsvifalaust, meðal annars á þeirri forsendu að bin Laden gæti einfaldlega farið úr einni öruggri höfn í aðra. Eftir þessa yfirlýsingu klerkanna virðast aðgerðir Bandaríkjanna óum- flýjanlegar og það hlýtur að vekja óhug hjá ráða- mönnum í Pakistan. Efnahagur landsins er bágur og þeir eiga í stöðugum erjum við Indverja. Staða þeirra er svo veik að þeir gátu ekki annað en sagst ætla að leggja Bandaríkjamönnum lið, sama hversu hikandi stjórn landsins var. Án stuðnings Pakistana hefði verkefni Bandaríkjamanna orðið mun erfiðara. Bæði þurfa þeir á lofthelgi þeirra og herstöðvum að halda og einnig upplýsingum um bin Laden og samstarfsmenn hans frá pakist- önsku leyniþjónustunni eigi þeir að finna hann. Pakistanski herinn er talinn búa yfir kjarnorku- vopnum, en slíkur hernaðarmáttur dugar skammt gegn eigin þjóð. Ef til stríðs kemur gæti herfor- ingjastjórn Musharrafs hæglega hrökklast frá og verður að teljast ósennilegt að Bandaríkjamenn myndu finna bandamenn meðal nýrra leiðtoga. Ýmsir áhrifamenn úr röðum bæði stjórnmála- og menntamanna hafa stigið fram til að reyna að snúa almenningsálitinu og sagt að þótt erfitt væri að kyngja þessari stefnu forsetans væri hún nauð- synleg og í þjóðarhag. Áður en Musharraf reyndi að bjarga Afganistan hefði hann þurft að bjarga Pakistan. En það er ekki aðeins ótti og ólga í Pakistan. Í Líbanon var tekið eftir því þegar Vincent Battle, sendiherra Bandaríkjamanna þar í landi, sagði að Líbanar skytu enn skjólshúsi yfir hryðjuverka- samtök. Óttast Líbanar að Bandaríkjamenn muni nota tækifærið til að skera upp herör gegn hizboll- ah-skæruliðum, sem gefið er að sök að hafa framið mannrán og gert sjálfsmorðsárásir á Bandaríkja- menn í Líbanon á níunda áratugnum. Ef Líbanar ætla sér að taka þátt í herferðinni gegn hryðju- verkum þyrftu þeir sennilega að framselja ýmsa menn, sem grunaðir eru um hryðjuverk, en heima fyrir eru taldir hafa stökkt Ísraelum frá Suður- Líbanon. Nú hafa margir þessara manna söðlað um og eru meðal annars komnir á þing. Banda- ríkjamenn hafa ekki afhent Líbönum lista yfir ein- staklinga, en með 2.600 milljarða króna skuld á bakinu hafa Líbanar ekki efni á að kalla yfir sig reiði Bandaríkjamanna í hefndarhug. Jemenar hafa lýst yfir stuðningi við Banda- ríkjamenn, en þar ríkir einnig ótti við aðgerðir Bandaríkjamanna. Bandaríska herskipið Cole var í höfn í Aden þegar hryðjuverkamenn réðust á það í október á liðnu ári og landið var á lista yfir þau, sem veittu hryðjuverkamönnum griðastað, þar til í fyrra. Hryðjuverkin gætu einnig haft áhrif á friðar- ferlið fyrir botni Miðjarðarhafs. Einn ásteytingar- steinninn í samskiptum Bandaríkjanna við araba- löndin er stuðningurinn við Ísrael. Í Persaflóa- stríðinu setti stjórn Bush eldra mikinn þrýsting á Ísraela að taka upp þráðinn við Palestínumenn og var því meðal annars hótað að veita ekki fjárhags- aðstoð nema Ísraelar hættu að reisa svokallaðar landnemabyggðir á Vesturbakkanum og Gaza. Nú er Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, undir miklum þrýstingi Bandaríkjamanna um að blása nýju lífi í friðarferlið. Á þriðjudag var lýst yfir vopnahléi, en það hefur ekki gengið eftir. Ef allt hleypur í bál og brand milli Ísraela og Palest- ínumanna er hætt við að samstaðan við Banda- ríkjamenn bresti. Bush hefur þegar brennt sig á því að gefa Ísraelum lausan tauminn. Ein forsend- an fyrir því að honum takist að ná samstöðu með hófsamari öflum í arabalöndum er að stjórn hans setji Ísraela í skrúfstykki og beiti áhrifum sínum til að fá þá til að semja við Palestínumenn. Áhrifasvæði Rússa og sam- staðan gegn hryðjuverkum Aðgerðirnar gegn hryðjuverkum kalla á víðtækara samstarf en hér hefur verið lýst og er þar sennilega for- vitnilegast að líta á stöðu Rússa. Þeir lýstu yfir stuðningi við Bandaríkjamenn og var Vladimír Pútín Rússlandsforseti fyrsti leiðtoginn, sem ræddi við Bush eftir að árásin var gerð. Málið vandast hins vegar þegar sýna þarf stuðninginn í verki og gæti ákvörðun Rússa breytt samskiptum þeirra við Evrópu og Bandaríkin næstu árin. Rússar hafa verið andvígir því að Bandaríkja- menn kæmu fyrir herliði í gömlu Sovétlýðveld- unum í Mið-Asíu og líta á þau sem sitt áhrifa- svæði, en Ígor Ívanov utanríkisráðherra gaf til kynna í vikunni að þar gæti verið orðin breyting á er hann lýsti yfir því að hvert land fyrir sig réði því að hve miklu leyti það tæki upp samstarf við Bandaríkin. Ríkin sem um ræðir eru Tadsikistan og Úsbekistan, sem eiga landamæri að Afganist- an. Bandaríkjamenn vilja fá aðstöðu í löndunum báðum til að geta gripið til skyndiaðgerða og hafa sennilega fengið vilyrði frá Úsbekum. Rússar líta á íslamska hryðjuverkamenn sem ógn við öryggi sitt og yfirlýsingar þeirra bera vitni stuðningi við að uppræta hryðjuverk úr þeirri átt. Þeir eiga hins vegar erfitt með að hleypa Banda- ríkjamönnum inn í Mið-Asíu. Rússar líta á sig sem verjendur Tadsikistans gegn talibönum og þeir eru með herlið á landamærum landsins að Afgan- istan. Einnig hafa Rússar gert varnarsamning við Túrkmena, sem einnig eiga landamæri að Afgan- istan, um að koma þeim til hjálpar verði landið fyrir árás. Rússar óttast að afskipti Bandaríkja- manna á svæðinu mundu grafa undan áhrifum þeirra og valdastöðu um leið og Bandaríkjamenn næðu þar tangarhaldi. Þarna leynast hins vegar einnig tækifæri fyrir Rússa. Í fyrsta lagi fengju þeir sennilega frjálsar hendur í Tsjetsjníju. Þar hafa Rússar framið hryllilega verknaði. Þeir hafa hins vegar haldið fram að þeir eigi þar í höggi við íslamska hryðjuverkamenn og það yrði erfitt að leggjast gegn baráttu Rússa gegn hryðjuverkum ef þeir legðu öðrum lið í sinni baráttu. Þá hefur verið bent á að Rússar hafi þarna tækifæri til að vinna sér traust á Vesturlöndum og verða hluti af fyrirkomulagi varnarmála í Evrópu. Það geti þeir gert með því að skuldbinda sig til að taka þátt í stríði, sem þeir geti hvort sem er ekki komist hjá því að taka þátt í. Hryðjuverkin 11. september hafa hrint af stað atburðarás, sem ekki sér fyrir endann á. Ef út- koman verður sú að menningarheimi verður stefnt gegn menningarheimi hefur hryðjuverka- mönnunum tekist ætlunarverk sitt. Ef tekst að mynda bandalag, sem gengur þvert á mörk heimshluta, trúarbragða og kynþátta, er hafið nýtt skeið, sem ógerningur er að segja hvað mun bera í skauti sér. Það má hins vegar ekki gleyma því að þótt Vesturlönd séu ekki komin í stríð við íslam má þessi atburður ekki verða til þess að þau gildi, sem lýðræðið felur í sér, gleymist. 11. sept- ember sagði Bush Bandaríkjaforseti að gerð hefði verið árás á frelsið og bætti við: „Frelsið verður varið.“ Samstarf við önnur ríki til að ráða nið- urlögum hryðjuverkamanna felur ekki í sér við- urkenningu á því stjórnarfari, sem í þeim ríkjum tíðkast. Vesturlandabúar þurfa einnig að hafa var- ann á. Kröfur um aukið eftirlit eru nú háværar. Það er talað um að hlera síma og fylgjast með því hvaða bækur fólk les, eftirlit með námsmönnum og samkeyrslu gagnagrunna. Eins og Páll Þór- hallsson bendir á í grein í þessu tölublaði Morg- unblaðsins hafa þungar refsingar við glæpum lítil áhrif á hryðjuverkamenn, sem eru tilbúnir að fórna lífi sínu. Til að stöðva hryðjuverkamenn þarf að byrja á hinum endanum og það þýðir aukið eft- irlit. Aukið eftirlit hefur hins vegar í för með sér skorður við persónufrelsi og heggur skörð í frið- helgi einkalífsins. Frelsið verður ekki aðeins varið með því að sækja gegn hryðjuverkamönnum held- ur einnig með því að leyfa ekki hryðjuverkamönn- unum að koma því til leiðar að við skerðum frelsi okkar sjálfviljug. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Í LANDMANNALAUGUM Frelsið verður ekki aðeins varið með því að sækja gegn hryðjuverkamönn- um heldur einnig með því að leyfa ekki hryðjuverka- mönnunum að koma því til leiðar að við skerðum frelsi okk- ar sjálfviljug. Laugardagur 22. september
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.