Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                    !  "       # #        $      BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. EITT AF hinum ljúfu lögum Sig- fúsar Halldórssonar er Somm- erens sidste blomster, gert við lítið ljóð sem Kristmann Guðmundsson orti á Noregsárum sínum. Eins og svo oft hjá Sigfúsi fellur andi lags og ljóðs, rómantískur og angur- vær, einkar vel saman svo úr verð- ur listræn heild. Guðmundur Guð- jónsson hefur sungið þetta fallega lag á plötu við undirleik tónskálds- ins, en einnig er það til á geisla- diski. Nú bregður svo við að farið er að syngja Sommerens sidste blomster í útvarpi af geisladiski undir allt öðrum texta, einhverjum langdregnum samsetningi sem Ómar Ragnarsson er skráður fyr- ir. Má kannski búast við að Ómar fari í framhaldinu að setja saman nýja texta við lag Sigfúsar við Við Vatnsmýrina, lag Páls Ísólfssonar við Í dag skein sól eða lag Sig- valda Kaldalóns við Ísland ögrum skorið? Það hvarflar að manni að Ómar hafi leyft sér þetta smekklausa uppátæki af því að upprunalegi textinn er ekki á íslensku. En hann á ekki að njóta minni vernd- ar fyrir því, vilji menn sýna höf- undi lagsins og höfundi ljóðsins virðingu við hæfi. Sama myndi til dæmis gilda um lag Karls O. Run- ólfssonar við Den farende svend eftir Jóhann Sigurjónsson. Sú heild lags og ljóðs sem felst í þeim listaverkum sem hér hafa verið talin á að fá að njóta sín í friði. Fer best á að láta svo framvegis sem nýi textinn við Sommersens sidste blomster sé ekki til. GUNNAR STEFÁNSSON, Kvisthaga 16, Reykjavík. Lag Sigfúsar – ljóð Kristmanns Frá Gunnari Stefánssyni: UM MÁNAÐAMÓTIN janúar-febr- úar árið 2000 brann íbúðarhúsið að Skálabrekku í Þingvallasveit til grunna. Regína og Hörður voru þá búandi þar, en þau voru ekki heima þegar eldurinn kom upp. Það var pósturinn sem kom að brunarústun- um og hafði þá allt brunnið sem brunnið gat. Var innbú þeirra Reg- ínu og Harðar algerlega ótryggt og misstu þau allt sitt í brunanum. Enn hafa þau ekki náð að komast yfir þetta mikla áfall. Nú hefur verið opnuð söfnunarbók til styrktar þeim Herði og Regínu. Er söfnunarbókin í Sparisjóði Kópavogs, banka 1135, höfuðbók 05 og er reikningsnúmerið 350270. Kennitala reikningsins er 231141-2519. Vil ég með þessu bréfi hvetja landsmenn alla til þess að styðja þau Hörð og Regínu með framlögum. Margt smátt gerir eitt stórt. Fyrir hönd Harðar og Regínu frá Skálabrekku, ÞÓRHALLUR HEIMISSON, Hafnarfjarðarkirkju. Söfnun til styrktar heimilisfólkinu að Skálabrekku Frá Þórhalli Heimissyni: UNDANFARIN ár hafa frammá- menn eldri borgara haft orð á því, að nú þyrfti að semja við stjórnvöld um leiðréttingu á skattlagningu eftir- launa og ellilífeyris eldri borgara. Ekkert hefur samt gerst í þessum málum að því er virðist. Fróðlegt væri að fá að heyra, hvernig und- irtektir stjórnvalda voru, því þessi tilmæli um endurskoðun skattanna eru sanngjörn. Í september 1994 ræddi þáverandi Víkverji í Mbl. um sparnað og skattlagningu og lauk pistli sínum þannig: „Hvað bera þeir síðan úr býtum sem iðnastir voru að leggja fyrir í lífeyrissjóði, sem eru að verða stærsti hluti lánakerfisins hér á landi? Hjá þeim er hvorki meira né minna en „þríheilagt“! Í fyrsta lagi skattleggur stóri-bróðir iðgjöld þeirra í lífeyrissjóði, sem fyrrum voru skattfrjáls. Í annan stað skatt- leggur hann lífeyrinn (ávöxtinn af sparnaðinum) þegar hann er fólki borgaður á efri árum, þvert á það sem gildir um aðra ávöxtun. Í þriðja lagi – og til að kóróna sparnaðarrefs- inguna í landi umframeyðslunnar – sitja þeir, sem lagt hafa fyrir til efri ára með iðgjaldagreiðslum í lífeyr- issjóði við stórskertan bótahlut hjá almannatryggingum. Ef þeir hefðu sóað „iðgjöldunum“ væru þeir á hinn bóginn verðlaunaðir með hinum hærri bótunum.“ Ég held að lýsingin á þessu rang- læti verði vart orðuð betur. BORGÞÓR H. JÓNSSON, veðurfræðingur, Háteigsvegi 38, 105 R. Sparnaður! Frá Borgþóri H. Jónssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.