Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2001 49 Segjast 97% vera mjög ánægð með námskeiðið og mæli sterklega með því við aðra. Segja 99% að allur lestur í námi og starfi sé mun léttari og að afköst hafi vaxið mikið. S k r á ð u þ i g í s í m a 5 6 5 - 9 5 0 0 Af þeim sem ljúka hraðlestrarnámskeiði: Næsta námskeið hefst þriðjudaginn 25. september Hraðlestrarnámskeið HRAÐLESTRARSKÓLINN w w w. h r a d l e s t r a r s k o l i n n . i s Janice Beard: 45 orð á mínútu. (Janice Beard: 45 words per minute) Gamanmynd  Leikstjórn Clare Kilner. Aðalhlutverk Ei- leen Walsh, Rhys Ifans. (81 mín.) Bret- land 1999. Háskólabíó. Öllum leyfð. MAÐUR skilur vel gremjuna í Bretum þegar þeir horfa upp á yf- irvöld dæla ágóðanum af breska lott- óinu í hálftilgangslausa hluti og svona kvikmyndagerð. Hér er verið að reyna að róa á svipuð mið og lukk- aðist svo vel í The Full Monty og Brassed Off. Grámyglulegur hvers- dagleikinn gerður fyndinn og heillandi með skondnum persónum og léttrómantísk- um söguþræði. Hér er það hin unga Janice Beard sem lætur sig dreyma um betra og blómlegra líf. Í fyrstu virðist hún fremur sein fyrir og ónothæf en við nánari kynni kemur í ljós að hún leynir á sé. Á það reynir ekki fyrr en hún kemst í tæri við fólk sem reynir að notfæra sér einfeldni hennar. Vissulega er hér vel meint, boð- skapur góður og hollur. Útfærslan er hins vegar svo ánægjusnauð, ófyndin og vitlaus að leiðindin eru ekki langt undan. Ljósi punkturinn er þó prýði- lega frammistaða hinnar skosku Walsh í hlutverki Beard. Fylgjumst með henni í framtíðinni. Skarphéðinn Guðmundsson Saklausa Janice Myndbönd Þ EGAR samnefnd plata Á móti sól er handfjötluð blasir nokkuð greini- lega við að í hana hefur verið lagður talsverður metnaður. Og það sem betra er: þeg- ar hlýtt er á samnefnda plötu Á móti sól, blasir einnig við að sama er upp á teningnum hvað tónlistina varðar. Í bransa þar sem höndum er allt of oft kastað til (og þá er verið að meina dægurtónlist í sem víðustum skilningi) er skífan atarna því hin ánægjulegasti viðburður. Rúmur tími Heimir Eyvindarson er hljóm- borðsleikari sveitarinnar og helsti lagahöfundur. Hann er þekkilegasti drengur og allur hinn séntilmann- legasti, laus við alla stæla og tilgerð. „Þetta er þriðja platan okkar en sú fyrsta með nýjum söngvara,“ seg- ir Heimir hæglátlega og nefnir jafn- framt að töluvert stórar breytingar hafi orðið á sveitinni með tilkomu nýjasta meðlimsins. „Við höfum ver- ið að þróast síðan að hann kom inn í þetta. Maður veit ekki hvert við hefðum farið ef þessi söngvaraskipti hefðu ekki orðið. Trúlega eitthvað nálægt þeim stað sem við erum á núna. En áferðin hefur hefur öll orð- ið mýkri eftir að hann slóst í hópinn – hans helsti kostur er að hann er mikill túlkandi, flutningurinn er meira lifandi þannig að maður hefur hann núna ósjálfrátt í huga þegar maður semur lögin.“ Eins og áður hefur komið fram er bragurinn á plötunni nýju afar pott- þéttur. „Það er líka nákvæmlega það sem við lögðum upp með,“ segir Heimir samþykkjandi. „Við settumst niður strax í febrúar á þessu ári og skoð- uðum grannt hvað við værum með í höndunum. Ég vil segja að einn stærsti þátturinn í þessum sannfær- andi hljóm, sem þú ert að nema, er hann Hafþór, upptökustjóri. Áður en við vorum komnir með samning vor- um við harðákveðnir í að vinna með honum og engum öðrum enda hefur hann unnið mikið með okkur áður.“ Heimir er á því að sá góði tími sem þeir gáfu sér við vinnsluna hafi tvímælalaust skilað sér. „Það sem mér finnst oft vanta hvað plötuvinnslu viðkemur er rúm- ur hljóðsverstími. Það að hafa ekki stimpilklukkuna á bakinu skilar sér hiklaust í betri hljóm og betri plötu.“ Það skemmtilegasta sem maður gerir Poppsveitin Land og synir er um þessar mundir að þreifa fyrir sér á Bandaríkjamarkaði. Þessi vilji til að ná til víðari áhorfendahóps er vissu- lega skiljanlegur. Heimir veltir þessum málum fyrir sér en ásteyt- ingarsteinninn í þessu máli er deilan um listræna frelsið og mark- aðslögmálin; þ.e. hvort þetta tvennt geti yfirleitt farið saman „Ég styð alla sem vilja reyna að gera eitthvað erlendis. Íslensk bönd eru ekkert verri en önnur bönd. Það er bara þessi spurning um leiðirnar sem farnar eru; ég tel að það sé hlut- ur sem við [þ.e. Íslendingar] eigum eftir að læra betur.“ Það er afar algengt að hljóm- sveitum sé stillt upp sem „lista- mönnum“ annars vegar og svo „iðn- aðarmönnum“ hins vegar. Þessi, oft og tíðum grunnhyggna, skipting reynist botnlaus uppspretta rök- ræðna, til skemmtunar en stundum til skaða. „Flokkadrættir eru ekki málið,“ segir Heimir íhugull. „Ég hef gaman af nýbylgjunni þótt sumt finnist mér hundleiðinlegt. Og þannig er því líka farið með sveitaballabransann.“ Á móti sól er poppband fyrst og fremst að mati Heimis, hvers vett- vangur er sveitaböllin. „Við lifum á þessu þannig lagað, þó einhverjir séu að vinna eitthvað smá með. Við erum í þessum sveita- ballaiðnaði sem hefur breyst þannig að nú er ekki bara ein vertíð; nú er það sumar- og vetrarvertíð. Þetta er því okkar aðalvinna. Við erum fyrst og fremst tónleikaband og því miður er það meira en að segja það, fyrir sveitaballaband, að gera hljóðvers- plötu. Því að böllin halda alltaf áfram og þá þarf að vinna plöturnar í miðri viku. Þetta er t.d. erfitt fyrir söngv- arann, þar sem hann gargar úr sér lungun um hverja helgi. Þannig að þetta er svolítið ólíkt þeim böndum sem spila kannski ekki eins mikið.“ En því fer fjarri að meðlimir mæti á böllin með fýlusvip, þar sem þeir „verða“ að vinna fyrir salti í graut- inn. „Ef þú ert að skemmta þá verður þú að segja sama brandarann oftar en einu sinni, þannig er það bara. En ég er ekki að gera lítið úr þessu, þetta er það skemmtilegasta sem maður gerir. Það eru til menn sem eru að spila á skemmtara á krám og kannski hafa þeir alveg rosalega gaman af því þótt mér sjálfum myndi aldrei hugnast það. Eins geta margir ábyggilega ekki ímyndað sér að það sem við séum að gera sé skemmtilegt. Ég meina, þetta er alltaf sami rúnturinn, allan ársins hring. En okkur finnst þetta skemmtilegt og kannski höfum við verið heppnir að því leytinu til að stígandin hjá okkur hefur verið mjög jöfn og þétt. Þess vegna höfum við aldrei misst sjónar á því hvað við viljum gera.“ Sálin mikilvæg Heimir vill meina að vinsældir Skítamórals á sínum tíma hafi ýtt við mönnum, þ.e. öðrum sveitum á Suð- urlandi sem byrjuðu á svipuðum tíma eins og t.d. þeir sjálfir. „Velgengni þeirra ýtti við okkur. Þeir gáfu þarna út plötu ’96 sem kostaði ekki neitt og var náttúrlega vonlaus. Það hvatti okkur til að gera það líka og við gerðum plötu sem að kostaði ekki neitt og var ennþá verri (Gumpurinn).“ Eftir Gumpinn kom platan 1999 og voru framfarir þá orðnar veru- legar. Heimir segir hana helst hafa goldið fyrir það að tími til vinnslu hafi verið knappur, hljómur sé því ekki viðunandi o.s.frv. Heimir rifjar og upp að íslenskur sveitaballabransi breyttist verulega í byrjun síðasta áratugar, með til- komu sveita eins og Sálarinnar hans Jóns míns, Todmobile og Síðan skein sól. „Kröfurnar urðu allt í einu meiri. Þarna voru komnar sveitir sem fluttu eigið efni, flutningurinn var metnaðarfullur, ljósasýningar og all- ar græjur. Þarna tók sveitaballa- bransinn algera U-beygju.“ Heimir nefnir Stuðmenn sem mikla áhrifavalda á sveit sína en Sál- in hans Jóns míns sé líka sér- staklega mikilvæg í þessu tilliti. „Sálin er einfaldlega fyrirmynd flestra sveitaballabanda. Það var bandið sem maður vildi vera í þegar maður var að byrja.“ Að lokum „Nú er bara að fylgja plötunni eft- ir og halda vetrarvertíðinni áfram,“ segir Heimir, aðspurður hvað sé svo framundan. „Og svo er bara að leggja drög að næstu plötu.“ Sólin kemur upp Suðurlandssveitin Á móti sól er komin með nýja plötu, metnaðarfulla popp- skífu sem er aug- ljóslega þeirra besta verk til þessa. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við Heimi Eyvindarson vegna þessa. Á móti sól: Þriðja plata þeirra, samnefnd sveitinni, er metnaðarfullt verk. Á móti sól gefur út sína arnart@mbl.is þriðju breiðskífu Geisladiskahulstur aðeins 500 kr. NETVERSLUN Á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.