Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2001 31 Allar minningar sem ég á um Sverri Hólmarsson eru bjart- ar minningar. Ég kynntist honum fyrst þegar ég var nýkominn í Mennta- skólann í Reykjavík eftir sumar- langt handlang hjá múrarameist- ara sem hvatti mig eindregið til náms af því að hann hafði efasemd- ir um að ég mundi duga til annars. Þá var Sverrir nýkominn frá Am- eríku og hafði held ég verið útval- inn skiptinemi og drakk espressó- kaffi á Mokka og var veraldarvanur og kunni T.S. Eliot afturábak og áfram en samt hló hann og var glaður og ljómaði þrátt fyrir menntunina. Hann var ritstjóri Skólablaðsins og glæddi hjá mér áhuga á að reyna að skrifa niður orð. Ég var feiminn við hann í fyrstunni, en hann tók mér vel og fræddi mig og kenndi mér ótal margt bæði þá og síðar sem hefur orðið mér til gleði í lífinu. Á veraldargöngunni misstum við stundum sjónar hvor á öðrum um tíma en stundum voru samskiptin tíðari og nánari. En Sverrir og þá- verandi eiginkona hans Guðrún Helgadóttir rithöfundur unnu mik- ið og fórnfúst starf og lögðu ís- lenskri kvikmyndagerð ómetanlegt lið sem meðframleiðendur við gerð myndarinnar um „Jón Odd og Jón Bjarna“ sem byggð var á bókum Guðrúnar. Ég saknaði Sverris þegar hann flutti til Danmerkur og hélt að erf- itt yrði að viðhalda góðum tengslum en það kom annað á dag- inn. Síðan þá hefur samband okkar Sverris aldrei rofnað og alltaf hef- ur það verið mér til glaðværðar. Ég minnist margra yndislegra stunda og endalausrar gestrisni á heimili þeirra Mette í Freerslev og góðra samverustunda þegar þau komu af fjöllum og heimsóttu okk- SVERRIR HÓLMARSSON ✝ Sverrir Hólmars-son fæddist á Sauðárkróki 6.3. 1942. Hann lést á heimili sínu í Freers- lev 6. september síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Freerslev Kirke í Freerslev á S-Sjá- landi 15. september. ur Sólveigu í árvissum sumarferðum um Ís- land. Nú í sumar voru samskiptin þó með öðrum hætti en áður. Þungur sjúkdómur hafði lagst á Sverri og augljóst að honum var brugðið. Engan bilbug var þó að finna á æðruleysi hans og bjartsýni og Mette stóð við hlið hans eins og klettur allt til hinstu stundar. Minningarnar um góðan dreng eru margar og bjartar. Þær bregða ljóma yfir vegferðina. Við Sólveig sendum Mette og börnum og aðstandendum og vin- um Sverris innilegar samúðar- kveðjur. Farðu vel. Þráinn Bertelsson. Mínir vinir fara fjöld. Sverrir Hólmarsson andaðist á Sjálandi 6. september síðastliðinn, langt um aldur fram, og veröldin er daprari eftir. Það var orðið strjálla milli funda eftir að hann fluttist til Dan- merkur en við vissum alltaf hvor af öðrum og alltaf jafnskemmtilegt að hittast. Fyrir rúmu ári var boðið til endurfunda hjá góðum vinum í Kaupmannahöfn en þann dag var Sverrir kallaður í skoðun á Rík- isspítalann og lagður inn samdæg- urs til frekari rannsóknar. Það var einmitt þetta sama kvöld sem son- ur minn gerði sér lítið fyrir og hvarf einn út í Kaupmannahafn- arnóttina og fannst ekki fyrr en þremur klukkustundum síðar fyrir utan Konunglega leikhúsið, að menn töldu á leið út í Nýhöfn. Ég kallsaði við Sverri í símtali seinna að honum hefði kannski þótt full- dauflegt partíið án þeirra Mette. Við kynntumst fyrst á mennta- skólaárunum fljótlega eftir að Sverrir settist í þriðja bekk. Sverr- ir var mikill bókmenntamaður og reyndist hafa lesið allar þær bækur sem aðrir flögguðu ólesnum, og meira til. Þó að hann þættist vera latur var hann iðinn við að liggja í bókum. Það voru stundaðar þaul- setur á Mokkakaffi, í heimahúsum og á vertshúsum og margt brallað. Vinahópurinn tengdist talsvert list- kynningum í skólanum og við kom- um m.a. á framsagnarnámskeiðum sem Baldvin Halldórsson stýrði. Þau námskeið þróuðust upp í að verða mótsstaður ljóðelskra menntskælinga sem héldu líka hóp- inn utan hinna formlegu framsagn- arstunda. Meðal ávaxtanna af þessu voru fjölmargar bókmennta- kynningar á vegum Listafélagsins þar sem Sverrir flutti inngang um sum af skáldunum og var einn að- alupplesarinn. Sverrir var einnig mikill áhugamaður um leiklist. Vorið sem hann útskrifaðist lék hann í minnisstæðri uppfærslu á Biedermann og brennuvörgunum eftir Max Frisch hjá Grímu og síð- ar tók hann þátt í leiksýningum Stúdentaleikhússins. Leiðirnar skildi ekki þó að menntaskólaárin væru að baki. Við áttum samleið í háskólanámi í mörg ár og ég minnist margra skemmtilegra stunda á heimili þeirra Guðrúnar Helgadóttur þar sem myndarlegur barnahópur var að komast á legg. Um tíma unnum við náið saman þegar við skiptumst á að skrifa leiklistarumsagnir í Þjóðviljann. Sverrir kunni öllum mönnum betur að skemmta sér og öðrum á góðri stund. Hann kunni líka að bregðast þannig við andstreymi og mótlæti að því sló ekki inn. Innri styrkur hans og æðruleysi kom ekki síst í ljós þessa síðustu mán- uði þegar ljóst var að hverju fór. Sverrir átti vafalaust einhver sín bestu ár á hinu flata Sjálandi þar sem hann sat í náðum og gat sinnt hugðarefnum sínum nokkurn veg- inn óskiptur. Á þeim árum hefur hann skilað ótrúlegu dagsverki. Hæst ber auðvitað þýðingu hans á Eyðilandi Eliots sem er ávöxtur af ævilangri innlifun og ástundun. Mette studdi hann með ráðum og dáð og stóð eins og klettur við hlið hans þegar hann kom heim til Ís- lands til lækninga og heima á Sjá- landi og annaðist hann til hinstu stundar. Í huganum samsamast minning Sverris Hólmarssonar nú sem fyrr þessu erindi úr Rubayiat Omars Kayyam sem hann fór svo gjarnan með: Kom fyll þitt glas! Lát velta á vorsins eld þinn vetrarsnjáða yfirbótarfeld. Sjá! Tíminn, það er fugl sem flýgur hratt. Hann flýgur máske úr augsýn þér í kveld. Mette, börnum Sverris og móður hans votta ég einlæga samúð. Þorleifur Hauksson. Fyrir rúmum tólf árum, er ég var þrett- án ára gömul, gerði kennari nokkur – Ólafur hross, eins og við gjarnan uppnefnd- um hann – mér þann óskunda að færa mig í annan bekk. Enda ekki skrítið þar sem ég var ólátabelgur hinn mesti og til traf- ala. Í dag er ég honum óendanlega þakklát, því ef ekki hefði svo farið að við Eva hefðum aldrei orðið eins góðar vinkonur og raun bar vitni. Fyrsti dagurinn í gaggó rennur mér seint úr minni. Þarna sat stelpa með hvíta úlpu á herðunum og gleiðbrosti allan hringinn. Ég gat ekki annað en brosað til baka, enda líkaði mér strax vel við þessa stelpu. Manneskja með svona fal- legt bros hlaut að vera falleg sál enda kom það á daginn. Upp frá þessum degi urðum við óaðskilj- anlegar. Hún varð hluti að mínu lífi og ég varð hluti af hennar. Bestu vinkonur. Báðar jafn frekar og báð- ar jafn uppátækjasamar. Stundum svo mjög að foreldrum okkar blöskraði. Elsku Eva María mín. Allir þeir hlutir sem ég upplifði er mótuðu persónueika minn upplifði ég með þér. Hefði ég ekki kynnst þér væri ég ekki sú manneskja sem ég er í dag. Það er vegna þinna áhrifa að ég þrái ekkert meira í heiminum en að standa á sviði þar til ég verð gömul, grá og ljót. Það er vegna þinna áhrifa að ég er alltaf að glugga í Tarot-spil eins og gömul norn. Þannig get ég talið ótrúlega marga hluti upp er kæmust ekki einu sinni fyrir í þykkum doðranti þó að ég reyndi. Þú gafst mér fyrstu Tarot-spilin og þú dróst mig inn í Leikfélag Hafnarfjarðar. Þú kynntir mig fyrir ótrúlegustu bók- menntum, tónlist, spakmælum og svo mörgu öðru er mótuðu per- sónuleika minn. Ég get með engu móti lýst því hvernig mér líður. EVA MARÍA SIGURÐARDÓTTIR ✝ Eva María Sig-urðardóttir fæddist 23. septem- ber 1976. Hún lést af slysförum 19. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hjallakirkju í Kópavogi 28. ágúst. Hvursu stórt sár ristir hjarta mitt. Hluti af mér dó með þér. Eng- inn skilur nema ég hve mikil áhrif þú hafðir á mig og allt það sem þú gafst mér. Takk, elsku vinkona. Takk fyrir að vera til. Takk fyrir að vera þú. Ég veit að þú ert stundum með mér því ég finn stundum fyrir þér þegar ég er ein og að hugsa ekki neitt. Eins og núna í vikunni þegar ég mundi allt í einu eftir lagi sem við sömdum þegar við vorum fjórtán. Ég mundi allan textann. Allt í einu! Veistu hversu oft ég hafði reynt að muna hann? Og þegar ég lokaði augunum sá ég þig ljóslifandi fyrir mér eins og þú hafðir alltaf verið. Brosandi. Í dag hefðir þú orðið tuttugu og fimm ára. Í dag hefðir þú átt af- mæli. Ég minnist þín með bros á vör og söknuð í hjarta. Guð geymi þig fallega Eva mín. Þess biður þín vinkona Tania. ✝ Ólöf Björgólfs-dóttir fæddist í Eyjaseli í Jökulsár- hlíð 21. júlí 1919. Hún lést í Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað 13. septem- ber síðastliðinn. Foreldrar Ólafar voru Björgólfur Kristjánsson og María Haraldsdóttir sem lengst af bjuggu á Miðhúsum í Vopna- firði. Systkini Ólafar eru Elín, Jóhanna, Hulda og Haraldur, tvö þeirra síðasttöldu eru látin. Eiginmaður Ólafar var Þorgrím- ur Sófus Sigurjónsson frá Eld- leysu í Mjóafirði, f. 2. febrúar 1894, d. 24. nóvember 1958. Börn þeirra eru: 1) Jónína, f. 31. októ- ber 1941. Maður hennar er Þor- geir Sigfinnsson. Þau búa í Neskaup- stað og eiga fjögur börn. 2) María, f. 16. apríl 1944. Hún býr í Vesmannaeyjum. Maður hennar var Guðni Sigurðsson. Þau skildu. Þau eiga þrjár dætur. 3) Sig- urjón, f. 17. júlí 1946. Hann býr í Neskaup- stað. Var áður giftur enskri konu, Maur- en, þau eiga þrjár dætur. Seinni kona hans er Haigeleta Þorgrímsson. 4) Þorgrímur Sófus, f. 28. mars 1959, kvæntur Hönnu Þorgrímsson og búa þau í Nes- kaupstað. Afkomendur Ólafar og Þorgríms eru nú 48. Útför Ólafar fór fram frá Norð- fjarðarkirkju 19. september. Ólöf Björgólfsdóttir, vinkona mín og velgjörðamanneskja, er látin á áttugasta og þriðja aldursári. Þótt Ólöf hafi undanfarin ár verið fremur heilsulítil kom lát hennar þó flestum á óvart. Þegar við, skömmu fyrir andlát hennar, ræddum saman sagð- ist hún vera með hressasta móti og hlakka til að flytja í Breiðablik, íbúð- ir aldraðra, hvað hún og gerði, en nokkrum dögum síðar kom kallið. Ólöf var sérlega hógvær kona. Viðmótið vinalegt og glaðlegt. Hún var mikil hannyrðamanneskja og bar heimili hennar þess fagurt vitni. Hún var og einstaklega hjálpsöm og gest- risin og held ég að öllum sem henni kynntust hafi þótt vænt um hana. Það var árið 1937 sem þessi unga vopnfirska stúlka fór í vist á Eld- leysu í Mjóafirði. Þar bjuggu þá þrír bræður, Þorgrímur, Sveinbjörn og Sigurjón Sigurjónssynir, ásamt móður sinni, Jónínu Sveinbjörns- dóttur, en hún lést þetta sama ár. Ein af systrum þeirra bræðra, Krist- ín, var þá einnig á heimilinu. Þarna mætti Ólöf ást sinni og örlögum, en hún giftist yngsta bróðurnum, Þor- grími Sófusi, 25. apríl 1942. Þorgrím- ur var stór maður og fríður sýnum og einstakt snyrtimenni. Heimilið á Eldleysu var einstakt menningar- og myndarheimili. Í ritverki sínu Mjó- firðingasögum segir Vilhjálmur Hjálmarsson þetta meðal annars um heimilið á Eldleysu: „Tvennt var það í háttum Eldleysinga og þá einkum bræðranna heima fyrir, sem eftir var tekið, auk myndarlegra bygginga og almennrar snyrtimennsku. Annað voru „tækin“. Fyrsta útvarpstækið í sveitinni áttu Eldleysingar. Loft- netsbúnaður þeirra var vandaður og erlendar stöðvar heyrðust vel á Eld- leysu og var mikið á þær hlustað áð- ur en útvarp hófst í Reykjavík. Grammófónn var á heimilinu og plötusafn, vandaðir sjónaukar og myndavélar. Hitt voru bókakaup bræðranna og bókasafn hvers um sig. Ekki keyptu þeir sömu bækurnar, tveir eða fleiri, og blæmunur var á efnisvali. Elsti bróðirinn Sveinbjörn keypti til dæm- is ljóðabækur og rit um trúarleg efni, en hinir lögðu meiri áherslu á annað, skáldverk og ýmiskonar fróð- leik. Öll systkinin munu hafa verið dá- vel læs á norðurlandamál og bræð- urnir keyptu bækur á dönsku og norsku, skáldrit, alfræðibækur og heimilisrit.“ Þessi umsögn sveitunga Eldleysinga sýnir að heimili þeirra hefur verið einstakt menningar- heimili og hefur trúlega átt fáa sína líka í byrjun tuttugustu aldarinnar. Árið 1955 brugðu þau Ólöf og Þor- grímur búi á Eldleysu og fluttu til Neskaupstaðar, en þá voru liðin 18 ár frá því að Ólöf réð sig þangað í vist. Í Neskaupstað keyptu þau hálfa húseignina Miðstræti 10, eða Holt eins og það er jafnan kallað af göml- um Norðfirðingum. Þar sem þetta hús er í næsta nágrenni við heimili okkar tókst fljótlega kunningsskap- ur og vinátta milli fjölskyldnanna og þá ekki síst milli barnanna og mikið þótti börnum okkar gott að heim- sækja Ollu í Holti. Á þessum árum vorum við Norð- firðingar að ljúka við byggingu Fjórðungssjúkrahússins. Einn var sá þáttur í starfseminni sem ekki var nægilega ígrundaður og undirbúinn en það var rekstur þvottahúss. Sá þáttur starfseminnar var miklu stærri og þýðingarmeiri en við höfð- um gert okkur grein fyrir. Upphaf- legt húsnæði fyrir þessa starfsemi var tekið til annarra nota og varð því að leysa þvottahússtarfsemina utan sjúkrahússins. Þá var það sem ég leitaði til Þor- gríms og Ólafar og fór þess á leit, að þau tækju að sér þvottana fyrir sjúkrahúsið, hvað þau og gerðu. Þau tókust á við þetta verkefni af ein- stökum dugnaði og myndarskap þrátt fyrir að heilsu Þorgríms væri þá mjög farið að hraka, en hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu 24. nóvem- ber 1958. En Ólöf gafst ekki upp og með góðri aðstoð hélt hún þessari starf- semi áfram og annaðist þvottana fyr- ir sjúkrahúsið til ársins 1960 að úr rættist með húsnæði fyrir þessa starfsemi. Síðan vann Ólöf í nokkur ár við þvottahús Fjórðungssjúkra- hússins. Árið 1956 var búskap hætt á Eld- leysu. Þá var Sveinbjörn látinn og flutti Sigurjón þá til Neskaupstaðar. Þannig vildi til, að fyrsta árið hans í Neskaupstað var hann í húsnæði hjá okkur og var upp frá því mikill og góður vinur okkar. Fljótlega eftir að hann fluttist til Neskaupstaðar var tekið til við að stækka Holt, en hann var smiður góður. Hann var svo stoð og stytta fjölskyldunnar meðan hans naut við. Ólöf varð þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga góð og umhyggjusöm börn. Þegar eiginmaður hennar lést bar hún Þorgrím Sófus undir belti. Hann hefur aldrei skilið við móður sína og var með henni svo til til síðasta dags. Þegar hann óx úr grasi varð hann aðalfyrirvinna heimilisins og hefur meðal annars endurbyggt heimili þeirra af mikilli smekkvísi. Á efri hæðinni í Holti hefur og Jónína og hennar fjölskylda alltaf búið og veit ég að það var Ólöfu mikil gæfa og gleði. Við kveðjum nú þessa góðu og elskulegu konu og þökkum henni störf hennar og vináttu. Innilegar samúðarkveðjur sendum við Guðrún og börn okkar börnum hennar og fjölskyldum þeirra. Blessuð sé minn- ing Ólafar Björgólfsdóttur. Stefán Þorleifsson. ÓLÖF BJÖRGÓLFSDÓTTIR EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Skilafrestur minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.