Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.09.2001, Blaðsíða 30
SKOÐUN 30 SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Námsstyrkir í verkfræði- og raunvísindagreinum úr Minningarsjóði Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar Stjórn sjóðsins auglýsir hér með eftir styrkumsóknum vegna náms á skólaárinu 2001-2002. Styrkirnir eru ætlaðir nemendum í verkfræði- og raunvísindagreinum og hafa þeir einkum verið veittir nemendum í framhaldsnámi. Með umsókn skal fylgja staðfesting á skólavist og námsárangri, ítarleg fjárhagsáætlun, meðmæli, ritverk og önnur þau gögn sem umsækjandi telur að komið geti að gagni við mat umsóknar. Umsóknarfrestur er til 25. október 2001. Stefnt er að því að tilkynna úthlutun í lok nóvember. Nánari upplýsingar fást á vefsíðunni http://www.hi.is/~sb/minningarsjodur/ eða hjá formanni sjóðstjórnar, Sigurði Brynjólfssyni (sb@hi.is, 525 4641). Umsóknum ber að skila til Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins, Neshaga 16, IS-107 Reykjavík. Á undanförnum ár- um hefur skrifari þessarar greinar hér í Mbl. spáð fyrir um skelfilegar afleiðingar gildandi fiskveiði- stjórnar fyrir útgerð- ina í landinu. Illu heilli virðist svo sem þær spár séu að ganga eftir. Stórút- gerðirnar, sem orðið hafa til í landinu og harðast hafa gengið fram í að sameinast og skuldsetja sig með kaupum á aflaheimild- um, eignafærslu á kvótum við sameiningar og skuld- setningum í því sambandi, sem og bjartsýniskaupum á nýjum skip- um, eru orðnar illa settar og þjóð- in er þegar farin að borga með þeim með stórfelldum gengisfell- ingum. Öllu þessu var spáð án þess að áhrifamenn hlustuðu, eftir því sem best varð séð. Markaðs- verðmæti hlutafélaga í sjávarút- vegi er nánast ekki lengur til, því að enginn vill kaupa og heldur ekki selja, svo að almenningur og lífeyrissjóðir og fleiri fjárfestar eru farnir að greiða dýru, lækk- andi hlutabréfaverði kvótabrask- ruglið, sem þeir tóku þátt í á sín- um tíma og skrifarinn varaði við og spáði um. Þeirri hörmungartíð fjárfestanna er vísast enn ekki lok- ið. Tími varnaðarorða vegna þessa er hins vegar liðinn og þessir að- ilar, lánastofnanir og raunar þjóð- in öll, verða að taka afleiðingunum, hverjar sem þær að lokum verða. Síðustu mánuði hafa aðrar hugs- anir sótt á skrifarann og í því, sem hér fer á eftir, verður gerð grein fyrir þeim. Þegar reynt er að greina grunn- forsendur gildandi fiskveiðistjórn- ar koma þrjár fyrst í hugann og verða þær nú ræddar hver fyrir sig. Vitum við hversu mikið er af fiski? Fyrsta grunnforsendan er, að menn viti hversu mikið er til af hinum ýmsu tegundum fisks við Ísland, svo að hægt sé að kvóta- setja hann af viti. Hafrannsókna- stofnun hefur síðustu tvö árin beinlínis sannað það, að hún veit þetta alls ekki, a.m.k. ekki að því er varðar þorskinn. Og hvað þá með hinar botnfisktegundirnar? Ónákvæmnin í mælingunum nem- ur hundruðum þús- unda tonna af þorski til eða frá og fleirum en skrifaranum kann að þykja það spaugi- legt, þegar Hafró lagði til í fyrra við slíkar aðstæður, að þorskaflinn skyldi vera 203 þús. tonn. Mismunurinn milli ná- kvæmninnar í þekk- ingunni og nákvæmni tillagnanna gerði stofnunina bráðhlægi- lega. Forsendan um þekkingu á stærð fiskstofnanna er þar með fallin. Það sér hver maður, að tillögur og ákvarðanir um 203 þús. eða 190 þús. tonna veiðar á þorski eru fásinna, þegar ónákvæmnin í mælingunni, sem tillögurnar mið- ast við, er a.m.k. tvöföld á við til- löguna. Kvótasetning við þessar aðstæður vanþekkingar um stærð hinna kvótasettu stofna getur ekki verið skynsamleg nálgun að bestu nýtingu þessara stofna. Fiskveiði- stjórnin hlýtur að þurfa að miðast við, að veitt sé meira eða minna eftir því hver fiskgengdin er og aflinn þar með, en ekki eftir geð- þóttaákvörðunum, sem byggjast á þekkingu, sem ekki er til. Við þessar aðstæður þykist svo sjáv- arútvegsráðherra þess umkominn að setja fisk, sem hann veit ennþá minna um en þorskinn, eins og skötusel, í kvóta! Á nú að sjá til þess, að heilmiklu af skötusel sé annaðhvort fleygt aftur dauðum í sjóinn eða honum landað fram hjá vigt, af því að menn eiga ekki kvóta fyrir skötusel, sem óvart veiðist, og enginn kvóti af skötusel er vísast boðinn á markaði? Sögu- sagnir herma, að þannig fleygi nú dragnótabátar miklu af skarkola af þessari sömu ástæðu. Nýlegar fréttir benda til, að hins sama sé að vænta vegna kvótasetningar- innar, sem nú var ákveðin, fyrir keilu og löngu. Aðalmálið er þó, að þessi grunn- forsenda kerfisins stenst ekki og árangurinn af því, að á henni hefur verið byggt svo lengi, hefur ein- ungis verið neikvæður í öllum botnfisktegundum. Því má ekki gleyma í þessu sambandi, að skv. mati Hafrannsóknastofnunar hafa allir botnfiskstofnar við Ísland rýrnað um helming og þaðan af meira á þeim tíma sem þessari grunnforsendu hefur verið trúað og við hana miðað sem vísinda- legan grunn. Einn eða margir stofnar þorsks við Ísland Önnur grunnforsenda gildandi fiskveiðistjórnar hefur verið, að hver stofn botnfisks við Ísland sé einn, eitt mengi, hver um sig. Á þessari forsendu hefur Hafrann- sóknastofnun lagt til veiði á svo og svo mörgum þúsundum tonna af þorski, ýsu, skarkola o.s.frv. Að því er varðar þorskinn liggur það nú með óyggjandi hætti fyrir, að þessi forsenda stenst ekki. Í ný- birtum niðurstöðum ungrar vís- indakonu úr doktorsverkefni henn- ar kemur á daginn, að jafnvel þorskurinn, sem hrygnir hér við suður- og suðvesturströndina hvert vor, er ekki einn stofn, held- ur a.m.k. tveir. Rannsóknir ann- arar vísindakonu hjá Hafrann- sóknastofnun gefa sterklega til kynna, sem a.m.k. jaðrar við sönn- un, að víðs vegar kringum landið eru aðskildir hrygningarstofnar þorsks. Jafnvel fyrir leikmanni er það augljóst fræðilegt rugl að gefa ráðgjöf um þorskveiðar við Ísland eins og þorskstofninn sé einn, þeg- ar búið er tryggilega að sýna fram á, að þorskstofnarnir eru margir, efalaust með mismunandi nýliðun, lífsafkomu og veiðiálag. Gildandi fiskveiðistjórn skeytir því í engu, hvort einhverjum þessara stofna sé eytt eða aðrir þeirra séu van- nýttir. Mynstrið úr nýjustu seiða- rannsóknum Hafró, þar sem þorskseiði fundust nánast ekki vestan- og norðanlands og ekki fyrr en við norðausturhornið og Austfirði, gæti gefið til kynna stór- fellda eyðingu hrygningarstofnsins við suðurströndina meðan hrygn- ing vestan- og norðanlands hefur gengið vel. Ýmsar flatfisktegundir eru annað efni í efasemdir um þessa forsendu um einn stofn á miðunum. Það eru efalaust bleyður við landið hér og hvar, þar sem skarkola, sandkola eða skrápflúru, svo dæmi séu tekin, hefur verið nánast eytt. Hitt er jafnvíst, að til eru víðs vegar svæði, þar sem þessar fisktegundir hafa tæpast verið snertar og kvótasetningin hefur beinlínis komið í veg fyrir, að sá fiskur sé nýttur, a.m.k. ekki með löglegum ráðum. Hér á heima yndisleg athugasemd forystu- manns smábátasjómanna á norð- anverðum Vestfjörðum, sem ekki náði alveg upp í að skilja, að Vest- mannaeyingar ættu nokkur hundr- uð tonn af ýsu, sem hefðbundið hefur veiðst á grunnslóð við Vest- firði. Væri málið ekki jafngrafal- varlegt og það er væri krafa Vest- mannaeyinganna mjög fyndin. Skiptir máli með hvaða veið- arfærum fiskurinn er tekinn? Þriðja grundvallarforsenda fisk- veiðistjórnarkerfisins, sem hér verður tekin til umræðu er, að það skipti engu máli fyrir viðgang fisk- stofnanna, hvernig fiskurinn er veiddur. „Hagræðingin“ í útgerð- inni skipti öllu og það merkir, að stórútgerðirnar með sinn mikla togveiðiflota eigi að útrýma strandveiðiflotanum og fá til þess fullan frið og tækifæri til að nýta þá yfirburðaaðstöðu, sem gildandi fiskveiðistjórnarkerfi hefur veitt þeim frá byrjun. Dr. Jónas Bjarnason hefur í ný- legri grein hér í Mbl. skýrt hvern- ig og hvers vegna krókaveiðar á grunnslóð eru betri aðferð við að afla fisks til að veiða hann, þannig að hann sé tekinn, þegar hann hef- ur lokið vaxtarskeiði ár hvert, heldur en stórkarlalegar aðferðir togveiðarfæra. Samtök smábáta- eigenda hafa sömuleiðis margsinn- is sýnt fram á, að veiði strand- veiðiflotans á grunnslóð er ódýrari en veiðar stóru togaranna, sem „hagræðingin“ í útgerðinni byggist öll á. Ekki síst á þetta við núna, þegar olía til að knýja allar stóru vélarnar er jafndýr og hún er orð- in. Við þetta bætist enn sú stað- reynd, að strandveiðiflotinn skilar á fiskmarkaði því afbragðshráefni, sem lítil fiskvinnslufyrirtæki kaupa og verka til ferskfisksölu í flugi til vandlátra kaupenda og skila um þessar mundir hæstu verði, sem fæst fyrir íslenskt sjáv- arfang. Hvað þýðir svo allt þetta? Niðurstaðan af þessari grein- ingu er ekki flókin. Engin af grundvallarforsendum gildandi fiskveiðistjórnarkerfis stenst og taka verður mið af því, þegar nýtt kerfi er smíðað. Þess vegna er ekkert nema greinileg áhrif stór- útgerðanna á afstöðu stjórnar- flokkanna, sem getur ráðið því, að þessari fiskveiðistjórn verði fram haldið óbreyttri eða svo gott sem. Forgang fyrir strandveiðiflotann Fyrir þjóðarbúið væri efalaust til lengdar affarasælast, að strand- veiðiflotanum yrði gefinn alger forgangur til veiða á grunnslóð með línu og handfærum og þá allt eins án aflatakmarkana. Þessi floti ætti m.ö.o. að taka allan þann afla, sem hann getur náð. Með þeim hætti réðist afli miklu meira af raunverulegri fiskgengd en núgild- andi geðþóttaákvarðanir ráðherra á grundvelli ráðgjafar Hafró, sem hefur jafnónákvæma þekkingu á stofnstærðum og raun ber vitni. Afmörkun eða friðun svæða eftir því sem aðstæður og þekking kalla eftir væru eftir sem áður sjálfsögð. Það væri jafnsjálfgefið, að strand- veiðiflotinn ætti að landa öllum sínum afla á opinbera fiskmarkaði og greiða þar svo sem 15% afla- gjald til opinberra aðila, ríkis og/ eða sveitarsjóða, fyrir afnot af auðlind þjóðarinnar. Togarar stórútgerðanna yrðu hins vegar að mæta afgangi að því marki sem vísindin teldust nægi- lega traust til að skerða þyrfti veiðar. Þessi aðferð rímar miklu betur en núgildandi kvótasetning við óvissuna, sem er í mati á fisk- stofnum. Sé lítill fiskur veiða krókabátarnir lítið og sé fiskurinn í góðu æti og þess vegna í góðum vexti tekur hann krókana illa eða alls ekki. Þar skilur í grundvall- aratriðum milli krókaveiða og tog- veiðarfæra. Þau sópa fiskinum upp þar sem hátæknibúnaðurinn finnur hann, án tillits til aðstæðna. Að- ferðin tæki jafnframt sjálfkrafa til- lit til staðardreifingar fisks innan sömu tegundar, sem gefur til kynna, að stofnarnir séu margir. Sjómenn á hverjum stað mundu að sjálfsögðu veiða sín heimamið allt í kringum landið. Stefna af þessu tagi mundi þar á ofan hleypa enn meira lífi í útgerð í sjávarbyggðum um allt land en þorskaflahámarkið gerði. Það væri miklu öflugri og fljótvirkari blóð- gjöf fyrir þessar sjávarbyggðir en Kárahnjúkavirkjun og álver á Reyðarfirði, þótt hvort tveggja kunni að eiga rétt á sér í tímans rás. Jón Sigurðsson Fyrir þjóðarbúið væri efalaust til lengdar affarasælast, að strand- veiðiflotanum yrði gef- inn alger forgangur, segir Jón Sigurðsson, til veiða á grunnslóð með línu og handfærum og þá allt eins án aflatakmarkana. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri. UM FORSENDUR FISK- VEIÐISTJÓRNARINNAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.