Morgunblaðið - 26.09.2001, Qupperneq 6
FRÉTTIR
6 MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
KAUPMÁTTUR dagvinnulauna
jókst að meðaltali um 3,4% á milli
annars ársfjórðungs í ár og sama
tímabils á síðasta ári.
Dagvinnulaun hækkuðu að
meðaltali um 9,6% á tímabilinu,
samkvæmt launakönnun Kjara-
rannsóknanefndar, en vísitala
neysluverðs hækkaði um 6% á sama
tímabili.
Fram kemur að launahækkun
flestra starfsstétta hafi verið á
bilinu 8 til tæp 13% á tímabilinu, ef
undan er skilið sérhæft verkafólk
sem hækkaði einungis um 3,4%, en
skýringin á því felst í tekjutapi fisk-
vinnslufólks vegna vinnudeilu sjó-
manna og útgerðarmanna. Þá
hækkuðu laun á höfuðborgarsvæð-
inu mun meira en laun úti á landi
eða um 11,2% samanborið við 7,4%
og laun karla hækkuðu ívið meira
en kvenna eða um 9,9% samanborið
við 9,2%.
Þá kemur fram að á umræddu
tímabili frá öðrum ársfjórðungi
2000 til jafnlengdar í ár hafi verið
ýmist ein eða tvær launahækkanir
samkvæmt kjarasamningum.
Verkafólk og iðnaðarmenn hafi
fengið eina launahækkun sam-
kvæmt samningum, en afgreiðslu-
fólk, skrifstofufólk, tæknar og sér-
fræðingar hafi almennt hækkað
tvívegis á tímabilinu, annars vegar
á miðjum öðrum ársfjórðungi ársins
2000 og síðan aftur í upphafi árs
2001.
Ef litið er til hækkana einstakra
starfstétta voru þær þannig að laun
almenns verkafólks hækkaði um
8,7% á tímabilinu, véla- og vél-
gæslufólks hækkaði um 12,9%, sér-
hæfðs verkafólks um 3,4%, iðnaðar-
manna um 11,8%, þjónustu-, sölu-
og afgreiðslufólks um 11,1%, skrif-
stofufólks um 8,0%, tækna og sér-
menntaðs starfsfólks um 8,2%, og
sérfræðinga um 9,9%.
!" #
"
$
%
"
$
&
' $(
)*+)
+
*,,,
-
-
-
-
-
-
-
-
Annar ársfjórðungur ársins 2000 til jafnlengdar í ár
Kaupmáttur dagvinnu-
launa jókst um 3,4%
NÝJA Hagkaupsverslunin í
Smáralind verður stærsta verslun
landsins, en hún er 10.440 fer-
metrar að stærð eða rúmur hekt-
ari. Sem dæmi um stærðina má
nefna að á gólfinu er rými fyrir 13
handboltavelli. Utan á versluninni
er stærsta neonskilti landsins, en
hver stafur í nafni verslunarinnar
er fjórir metrar á hæð og skiltið í
heild 26 metrar á lengd.
Aðalinngangurinn í verslunina
snýr út að bílastæðunum en einnig
eru tveir inngangar frá gangi
verslunarmiðstöðvarinnar. Fjöldi
iðnaðarmanna er á fullu fyrir opn-
unina 10. október nk. og mynd er
komin á verslunina. Trausti Reyn-
isson verslunarstjóri segir að
þessa dagana séu um 40 til 50 iðn-
aðarmenn að störfum í Hagkaups-
versluninni en að auki vinni um 15
manns við að setja upp deildir og
raða í hillur.
Vægt til orða tekið er um mjög
stóra verslun að ræða, en til sam-
anburðar má geta þess að Nýkaup
og Hagkaup í Kringlunni eru sam-
tals um 7.000 fermetrar. Hjá Árna
kaupmanni í svonefndu Árna-
magasíni, sem var við Fálkagötu,
mátti fá allt milli himins og jarðar
meðan það var og hét, en þar var
ekki pláss fyrir eina inn-
kaupakerru. Á aðalgangi nýju
Hagkaupsverslunarinnar geta 10
innkaupakerrur verið hlið við
hlið, en alls fara um 2.000 fer-
metrar undir ganga í versluninni.
„Hér verða breiðir gangar fyrir
viðskiptavinina,“ segir Trausti, en
gert er ráð fyrir 21 afgreiðslu-
kassa við innganginn.
Eins og vera ber í stórri verslun
er gott skipulag á hlutunum. Hver
deild tekur við af annarri og segir
Finnur Árnason, framkvæmda-
stjóri Hagkaupa, að þarna verði
t.d. stærsta mjólkurtorg landsins,
stærsta dömuundirfatadeild
landsins og stærsta leikfangadeild
landsins auk annarra stórra
deilda. Ennfremur nefnir hann að
í matvöruhlutanum verði m.a.
steikarborð í samvinnu við Kjöt-
list, heitur matur, salatbar, sér-
stakur samlokubar og sérstök
deild fyrir lífrænar vörur. Trausti
segir að mörg handtök þurfi til að
ganga frá öllum hlutum en bætir
samt við að allt sé á áætlun og til
þessa hafi aðeins verið unnið í
dagvinnu, „en það geta dottið inn
nokkrir tímar í næturvinnu þegar
nær dregur“, segir hann.
Deildir hafa verið merktar, hill-
ur settar upp og þurrvara er víða
komin á sinn stað. Einnig ýmsar
aðrar vörur, eins og raftæki, leik-
föng, skór, töskur, föt, snyrtivörur
og ýmsar gjafavörur.
Trausti segir að til að stilla upp
hillunum í matvörudeildinni sé bú-
ið að tæma um 11.000 kassa af
þurrvörum en þegar betur er að
gáð eru þær yfirleitt aðeins fremst
í hverri hillu. Það er því mikið
verk eftir. „Þetta er ákveðið
púsluspil en við vitum nákvæm-
lega hvar allt er og vinnum sam-
kvæmt fyrirfram ákveðnu skipu-
lagi.“
Stærsta verslun landsins opnuð í Smáralind eftir hálfan mánuð
Trausti Reynisson verslunarstjóri við aðalinngang verslunarinnar,
en þar geta 10 innkaupakerrur verið hlið við hlið.
Auður Jónsdóttir og Bjarni Leifsson vinna við að koma vörum fyrir á sinn stað.
Hagkaup á rúmum hektara
Morgunblaðið/Þorkell
Hagkaupsskiltið utan á versluninni er stærsta neonskilti landsins.
Hver stafur er fjórir metrar að hæð og skiltið alls 26 metrar að lengd.
TVEIR menn sitja í gæsluvarð-
haldi að kröfu lögreglunnar í
Reykjavík vegna gruns um aðild
að kókaínsmygli til landsins. Um
er að ræða 140 grömm af kókaíni
sem annar mannanna var með inn-
vortis.
Hann var handtekinn í Reykja-
vík 16. september, skömmu eftir
komu frá Danmörku. Hann var
sendur í röntgenskoðun og kom í
ljós að hann var með kókaín inn-
vortis. Í kjölfarið var hann var úr-
skurðaður í tveggja vikna gæslu-
varðhald.
Hinn maðurinn, sem talinn er
tengjast málinu, var handtekinn
18. september og úrskurðaður í
tveggja vikna gæsluvarðhald.
Sama dag var þriðji maðurinn
handtekinn í tengslum við rann-
sókn málsins en honum var sleppt
að loknum yfirheyrslum.
Fíkniefnadeild lögreglunnar sér
um rannsókn málsins.
Tekinn með
140 grömm
af kókaíni
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi á mánudag karlmann í
tveggja mánaða fangelsi fyrir mat-
vöruþjófnað í verslunum og fyrir að
aka stolinni dráttarvél í heimildar-
leysi.
Ákærði var sakfelldur fyrir að
hafa stolið kjöti fyrir tæpar fimm
þúsund krónur og kökudropum og
fyrir að aka dráttarvél í heimildar-
leysi frá Kleppsspítala að Lögreglu-
stöðinni í Reykjavík.
Síðastliðin 19 ár hefur maðurinn
alloft sætt sektum fyrir ýmis brot
gegn umferðar- og áfengislögum og
almennum hegningarlögum.
Tveggja mán-
aða fangelsi
fyrir þjófnað
BROTIST var inn í skrifstofuhús-
næði í austurhluta Reykjavíkur á
fjórða tímanum í fyrrinótt og tals-
verðar skemmdir unnar á því.
Nokkrir aðilar hafa aðstöðu í hús-
inu, en brotist var inn í sjö skrif-
stofur þess og hurðir skemmdar.
Ekki er þó vitað til þess að
neinu hafi verið stolið, að sögn lög-
reglunnar í Reykjavík. Málið er í
höndum rannsóknardeildar lög-
reglunnar í Reykjavík. Sá sem
braust inn í húsnæðið var ófundinn
í gær.
Brotist inn í
skrifstofu-
húsnæði