Morgunblaðið - 26.09.2001, Qupperneq 19
AP
GESTIR í dómkirkjunni Etchmi-
adzin, um 25 kílómetra frá Jerev-
an, höfuðborg Armeníu, hlýða á
ávarp Jóhannesar Páls II páfa í
gær. Þriggja daga opinber heim-
sókn páfa til landsins hófst í gær.
Armenar urðu fyrstir allra þjóða
til að gera kristni að ríkistrú, árið
301, en kirkja landsmanna er sjálf-
stæð og lýtur ekki Rómarvaldinu.
Páfi er 81 árs og orðinn hrumur og
mjög skjálfhentur. Fór svo að hann
gat ekki lesið ávarpið til enda og
tók þá prestur við og lauk lestr-
inum. Jóhannes Páll páfi kom til
Armeníu frá Kasakstan en þar
sagði hann á mánudag að kaþólska
kirkjan virti „raunverulega ísl-
amstrú“ en „hatur, ofstæki og
hryðjuverk eru svívirðing við nafn
Guðs og afskræma hina sönnu
ímynd mannsins“.
Hlýtt á boðskap páfa
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2001 19
Engjateigi 5, sími 581 2141
VÍSINDAMENN í Bandaríkjunum
og Kanada hafa með tilraunum sýnt
fram á að tónlist getur örvað sömu
heilastöðvar og þær sem bregðast
jákvætt við góðum mat og velheppn-
uðu kynlífi. Hvers konar tónlist hef-
ur þessi áhrif er hins vegar mismun-
andi eftir einstaklingum.
Skýrsla um rannsóknirnar birtist
í gær í riti Bandarísku vísindaaka-
demíunnar. Tilraunir hafa áður sýnt
að stöðvar sem tengjast áðurnefnd-
um unaðssemdum kynmaka og
neyslu matar eru meðal annars í
miðheila og heilaberkinum. Notaðir
voru svonefndir PET-skannar til að
finna þau svæði í heilanum sem
bregðast svo ákaft við ákveðinni
tónlist að „fólki finnst sem um það
fari unaðshrollur“ og kom í ljós að
sumar af stöðvunum sýna sams kon-
ar merki um vellíðan og þær gera
þegar þátttakandinn nýtur kynlífs
eða snæðir sælkerafæðu.
Áður höfðu þátttakendurnir tíu,
allt miklir tónlistarmenn, verið látn-
ir tilgreina hvaða tónlist þeim þætti
best, hvaða lög fengju sælutilfinn-
ingu til að hríslast um þá. Einn af
vísindamönnunum, dr. Anne Blood,
sagði hins vegar að um 80% af fólki
þekktu þann unað sem ákveðin tón-
list hefði í för með sér og mjög lík-
legt væri að sömu heilastöðvar væru
að verki í öllum. Það færi síðan eftir
einstaklingnum og smekk hans
hvaða tónlist hefði þessi áhrif en við-
brögðin í heilanum væru þau sömu
hjá öllum ef tónlist vekti þeim unað.
Dr Ira Glick, prófessor í geðlækn-
ingum við Stanford-háskóla, segir
að hlustun á tónlist sé eitt af því sem
hægt sé að nota gegn tímabundinni
streitu og vitað sé að sérhver breyt-
ing á sviði tilfinninga og atferlis eigi
sér samsvörun í breytingum á sam-
eindum í heilanum.
„Með þessari nýju tækni, PET-
skannanum, getum við í fyrsta sinn
séð þær,“ segir Glick.
Áhrif tónlistar á stöðvar í heilanum
Svipuð örvun
og af góðum
mat og kynlífi
Reuters
Britney Spears ásamt eftirlæt-
isslöngunni sinni.
Washington. AP.
Napster semur
við útgefendur
San Jose í Kaliforníu. AP.
NETFYRIRTÆKINU Napster
hefur tekist að ná sáttum í máli sem
útgefendur tónlistar höfðuðu vegna
dreifingar á Netinu og meintra
brota á höfundarrétti. Er talið að
samningurinn geti gefið Napster
færi á að halda áfram að dreifa efn-
inu en þá gegn gjaldi. Það varð að
hætta starfsemi sinni í júlí vegna
málshöfðunarinnar.
Napster mun greiða samtökum
tónlistarútgefenda í Bandaríkjun-
um 26 milljónir dollara, rúmlega 2,6
milljarða króna, fyrir tónlist sem
áður hefur verið dreift án leyfis og
auk þess 10 milljónir dollara fyr-
irfram upp í gjöld vegna væntan-
legs efnis. Einnig var samið um
reglur sem fara verði eftir í sam-
skiptum Napster við lagahöfunda
og útgefendur. Ekki er víst að fyr-
irtækinu takist að yfirvinna aðra
erfiðleika; óvíst er til dæmis hvað
verður um málarekstur fjölmargra
geislaplötuútgefenda gegn netfyrir-
tækinu.
Kólumbía
Hugðust
myrða
Pastrana
Bogota. AP.
LEYNILÖGREGLAN í Kólumbíu
handtók um síðustu helgi tvo menn
sem sagðir eru tengjast samsæri
um að myrða Andras Pastrana for-
seta í borginni Armenia í júlí sl.
Samtök vopnaðra sveita hægri-
manna, AUC, munu hafa verið á
bak við tilræðið en er yfirvöld kom-
ust á snoðir um áætlunina var fyr-
irhugaðri ferð forsetans til Armenia
frestað.
Liðsmenn AUC eru andvígir að-
ferðum Pastrana við að semja um
frið við uppreisnarsveitir vinstri-
sinna er nefnast FARC. Einkum
eru þeir andvígir því að forsetinn
skyldi árið 1998 ákveða að láta
FARC-mönnum eftir landsvæði á
stærð við Sviss þar sem þeir ráða
ríkjum og er stjórnarhernum bann-
að að reyna að reka þá á brott.
Líkja AUC-menn ástandinu á svæð-
inu við upplausnina í Afganistan og
heimta að Pastrana þvingi upp-
reisnarmenn til að gera vopnahlé.
Forsetinn gerði sér vonir um að
með tilslökun sinni yrði auðveldara
að fá uppreisnarmenn til að hefja
friðarviðræður.
Bæði AUC og FARC eru á lista
Bandaríkjastjórnar yfir alþjóðleg
hryðjuverkasamtök. AUC eru talin
hafa á bak við tjöldin samráð við yf-
irstjórn kólumbíska hersins sem
fengið hefur aðstoð hjá Bandaríkja-
mönnum er vilja að Kólumbíustjórn
beiti sér af meira afli gegn fram-
leiðslu á fíkniefnum.
Meira er framleitt af kókaíni í
Kólumbíu en nokkru öðru landi og
fer mikið af efninu á markað í
Bandaríkjunum. FARC fjármagnar
að miklu leyti starf sitt með fíkni-
efnasölu eða óbeinum tekjum af
fíkniefnaframleiðslunni. Einnig
ræna samtökin oft fólki og krefjast
lausnargjalds og hefur það háttalag
valdið því að almenningur reynir
eftir mætti að komast hjá því að
nota þjóðvegina.
VÁCLAV Havel, forseti Tékk-
lands, mun að öllum líkindum fá að
fara heim af sjúkrahúsi á morgun,
að því er læknir forsetans greindi
frá í gær. Havel var fluttur á
sjúkrahús á mánudaginn og var
óttast að hann hefði fengið hjarta-
áfall.
Sagði læknirinn að hjartsláttur-
inn í Havel væri orðinn eðlilegur,
en á mánudaginn var hann tvöfalt
hraðari en eðlilegt er. Hefði verið
beitt rafstraumsmeðferð sem geng-
ið hefði vel. Havel verður 65 ára í
næstu viku og hefur átt við veikindi
að stríða undanfarin fimm ár.
Havel heim af spítala
Prag. AFP.