Morgunblaðið - 26.09.2001, Page 23
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2001 23
Heimsferðir bjóða nú
síðustu sætin til
London í haust. Komið
til London á föstudagsmorgni og
flug til baka á mánudagskvöldi.
Í London bjóðum við þér úrval
hótela á frábæru verði.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Verð kr. 15.400
M.v. hjón með 2 börn, 2ja-11 ára.
Flugsæti. Flugvallarskattar
kr. 4.485 fyrir fullorðna og kr. 3.800
fyrir börn ekki innifaldir.
Verð kr. 17.900
Flugsæti. Flugvallarskattar
kr. 4.485 ekki innifaldir.
Bókaðu strax og tryggðu þér þetta
ótrúlega tilboð. Örfá sæti í boði.
Helgartilboð til
London
12.-15. október
frá kr. 15.400
Gott úrval 3ja og 4 stjörnu
hótela í hjarta London
NORSKAN er ekki eitt af stóru
Evróputungumálunum, málið er tal-
að af tæpum 4 milljónum íbúa Nor-
egs. Í Bandaríkjunum búa að vísu
fleiri af norskum ættum en heima-
fyrir, og margir þeirra tala ágæta
norsku.
Kennsla í norsku í íslenskum skól-
um hefur verið í boði frá 1971.
Undirrituð var þá beðin um að
taka að sér kennslu þeirra grunn- og
framhaldsskólanema sem höfðu góð-
an grunn í málinu. Á sjöunda ára-
tugnum fóru margar íslenskar fjöl-
skyldur utan til Noregs til náms og
starfa. Börn og unglingar sem sneru
heim með foreldrum sínum voru allt
að því tvítyngd og höfðu sérlega góð
tök á norsku talmáli. Þessir nem-
endur þekktu einnig deili á norsku
samfélagi og tjáskiptareglum þess,
menningu og siðum. Þessir nemend-
ur voru auðlind fyrir þjóð sína og því
fengu þeir að læra norsku sem
skyldunámsgrein bæði í grunn- og
framhaldsskóla.
Tungumálið norska
Skyldleiki norskunnar og íslensk-
unnar er öllum kunnur. Íslensku
landnámsmennirnir komu flestir frá
Noregi á 9. og 10. öld
og mál þeirra var forn-
norska eða það tungu-
mál sem talað var af
norrænum mönnum í
Noregi, Færeyjum,
Orkneyjum, Skotlandi
og víðar. Á 14. öld tap-
ast ritmál fornnorsk-
unnar m.a. vegna
svarta dauða og í kjöl-
far ríkjasambands með
Svíum og Dönum flæða
áhrif dönskunnar og
einnig sænskunnar yfir
Austur-Noreg.
Allt frá þeim tíma
hefur norskan orðið
fyrir mun meiri breytingum en ís-
lenskan. Þrátt fyrir breytingar í ald-
anna rás er þó enn talsverður skyld-
leiki með norsku og íslensku.
Flestir Norðmenn eru vel þjálf-
aðir í að greina mismunandi fram-
burð í mállýskum, og
hægt og skilmerkilega
töluð íslenska ætti að
skiljast vel. Sér í lagi í
Vestur-Noregi á
heimasvæði nýnorsk-
unnar. Á málsvæðinu
frá Roglandi í suð-
vestri, Horðaland í
Miðvestri, Sogni og
Fjörðunum til Mæris í
norðvestri, hafa varð-
veist mállýskur sem
þróast hafa hægar frá
fornnorskunni.
Enginn vandi er að
spyrja um nál og þráð í
Hardangri. En fyrir
austan fjall er betra að spyrja um
nol og trod (nål og tråd), enda mál
heimamanna líkara dönsku.
Þrjú opinber ritmál eru í Noregi,
en fjölmargar mállýskur Eftir að
samband Noregs og Danmerkur var
leyst upp árið 1814 hélt danskan
áfram að vera ritmál í Noregi. Fljót-
lega fór að bera á gagnrýnisröddum
og bar mest á ljóðskáldinu Henrik
Wergeland og hans sjónarmiðum
um að sérhvert sjálfstætt ríki ætti
að eiga sitt eigið tungumál. Í kjölfar-
ið kom eldhuginn Ivar Aaasen frá
Ørsta á Mæri sem talaði fyrir því að
varðveita bæri norsku mállýskurnar
fyrir áhrifum dönskunnar. Ivar Aaa-
sen safnaði saman orðum og notkun
þeirra vítt og breitt um Noreg og af-
raksturinn kom út á orðabók 1850.
Gallinn við norsku þess tíma var sá
að enginn innlendur staðall var til.
Danskan var því eina staðlaða
tungumálið sem ritað var og skrifað í
Noregi á þessum tíma. Til að leysa
þetta vandmál var annars vegar lögð
áhersla á að taka inn sérnorsk orð og
beygingar í danska ritmálið, og búa
til svokallað bókmál, hins vegar var
búið til nýtt ritmál á grunni mál-
lýskna sem talaðar voru í Vestur-
Noregi (landsmál). Sá staðall sem
þannig varð til heitir nú nýnorska.
Opinber ritmál eru í dag þrjú í
Noregi; tvö þeirra eru af sömu „rót“:
bokmål og nynorsk. U.þ.b. 15%
norsku þjóðarinnar nota nýnorsku
við opinber samskipti. Hin u.þ.b.
85% nota bokmål. Notendur bok-
måls búa flestir í Austur- og Norður-
Noregi, og flestir nýnorskunotendur
í Vestur-Noregi.
Það mál sem valið er til ritmáls-
kennslu í skólum, fer eftir ósk for-
eldra og meirihlutinn ræður. Í op-
inberri stjórnsýslu er skylt að svara
erindi á því máli sem það berst til
embættisins.
Norskur orðaforði:
Raspeball og arbeidsklær
Tiltölulega auðvelt er fyrir Íslend-
inga að skilja norskan orðaforða ef
þeir nota hugmyndaflugið. En dugar
ekki alltaf til. Jafnvel Norðmenn
eiga erfitt með að panta sér uppá-
haldsmeðlætið sitt á veitingastað
þegar það heitir: raspeball, raspe-
kake, potetball, klubb, kumle og
kumpe allt eftir því hvar í landi mað-
ur er niðurkominn. Og innihald kart-
öflubollana breytist einnig eftir mál-
svæðum; þær eru soðnar með
svínakjöti fyrir austan, kindakjöti
fyrir vestan og fiski fyrir norðan.
Bragðið gæti því verið vísbending
um málið. Og ýsan heitir hyse fyrir
vestan og kolje fyrir austan.
Vörslugjald
fyrir tunguna?
Eftir 40 ára búsetu hér á landi sé
ég í hendi mér að Norðmenn eiga Ís-
lendingum greiða að gjalda: Vörslu-
gjald í þúsund ár fyrir tunguna.
Sameiginleg upprunaleg tunga
hefur fyrst og fremst varðveist hér á
Íslandi. Í raun er ekki hægt að verð-
leggja slíkt menningarafrek. En til
að sýna þakklætisvott gætu Norð-
menn afhent Íslendingum eins og
einn til tvo olíubrunna með vinnslu-
rétt í Norðursjó. Þegar fiskiflotinn
hefur fengið sitt, mætti nýta það
sem afgangs verður í að stofna t.d.
ferðasjóð fyrir Íslendinga sem hafa
hug á að skoða sig um í Noregi og
blanda geði við menn.
Eins væri hægt að hugsa sér
stuðning við íslenska námsmenn til
framhaldsnáms í Noregi, á sérsvið-
um sem Norðmenn hafa mikla þekk-
ingu á.
Norska fjölbreyti-
legt tungumál með
rætur í íslensku Í tilefni af evrópskutungumálaári birtir
Morgunblaðið greinar
um hin ýmsu tungumál.
Hér fjallar Björg Juhlin
um norskuna á Degi
evrópskra tungumála en
um skyldleika hennar
og íslenskunnar þarf
ekki að fjölyrða.
Greinin er birt í sam-
vinnu við Stíl, samtök
tungumálakennara.
Björg Juhlin
Höfundur er deildarstjóri í norsku
við Menntaskólann við Hamrahlíð.
STOFNUN í erlendum tungu-
málum, með þátttöku Hugvís-
indastofnunar, gengst fyrir dag-
skrá í Háskóla Íslands í tilefni Dags
evrópskra tungumála sem haldinn
er hátíðlegur í dag. Dagskráin hefst
með ljóðalestri úti fyrir aðalbygg-
ingu Háskólans á ýmsum tungu-
málum. Kl. 15 hefst dagskrá í Há-
tíðarsalnum þar sem áhersla verður
lögð á þýðingar, menningargildi
þeirra og mikilvægi í því að kynnast
ólíkum menningarheimum. Þeir
sem fram koma eru Guðbergur
Bergsson, rithöfundur, Guðbjörn
Guðbjörnsson, tenór og nemandi í
þýsku við H.Í., Fríða Björk Ingvars-
dóttir, bókmenntafræðingur og
Gauti Kristmannsson þýðingafræð-
ingur. Á milli atriða verða sögð ým-
is spakmæli frá öðrum löndum.
Árið 2001 er evrópskt ár tungu-
mála, skipulagt af Evrópusamband-
inu og Evrópuráðinu til að sýna
fram á fjölbreytileika Evrópu þeg-
ar litið er til tungumála þeirra sem
töluð eru í álfunni. Annað markmið
er að hvetja til náms í erlendum
tungumálum. Allt árið hefur ým-
islegt verið á döfinni til að vinna að
þessum markmiðum og vekja fólk
til meðvitundar um ólík tungumál
og menningu þá sem tengist hverju
tungumáli.
Í maí hélt Endurmenntun-
arstofnun H.Í. tungumálahátíð;
fyrsta vikan í september var vika sí-
menntunar með áherslu á tungu-
mála- og tölvuþekkingu. Einn
stærsti dagur þessa átaks er í dag,
26. september, sem er samevr-
ópskur dagur tungumála. Þá taka
öll svið menntunar í landinu þátt í
að vekja athygli á mikilvægi þess að
læra fleiri en eitt tungumál bæði
sér til skemmtunar, til menningar-
auka og til að sjá dyr opnast að nýj-
um heimum.
Mikilvægi tungumálsins
minnst í Háskóla Íslands
BYRJUNIN lofar góðu. John
Travolta í öllum sínum svalleika
heldur ræðu um að Hollywood fram-
leiði bara lélegar myndir nú á dög-
um. Fljótlega eftir það kemur eitt
áhrifamesta skot sem ég hef séð
lengi í kvikmyndum, mjög flott. Það
hlakkar í mér. En fljótlega eftir það
bregðast vonir mínar og væntingar
um að nú sé ég loksins, eftir mjög
erfitt sumar, að sjá góða kvikmynd.
Hinn myndarlegi Ástrali Hugh
Jackman leikur tölvuhakkarann
Stanley sem býr einn og yfirgefinn í
hjólhýsi í Texas eftir fangelsisvist.
Þá kemur hin fagra Ginger, sem
englakroppurinn Halle Berry túlkar,
og dillar rassinum framan í hann, og
fær hann til að vinna fyrir yfirmann
sinn, hryðjuverkamanninn Gabriel,
sem John Travolta leikur. Hvort það
er rass Ginger, eða það að honum er
lofað forræði yfir dóttur sinni, sem
gerir það að verkum að hann tekur
starfinu, er ekki alveg ljóst.
Sagan sjálf er frekar þunn og ekki
sérlega áhugaverð. Gabriel er mikill
aðdáandi töframannsins Harry
Houdinis og varar Stanley við að
ekki sé allt sem það sýnist. Handrit
myndarinnar á að leika gáfulega í
kringum og með sjónhverfingapæl-
ingar hans, en það reynist heldur til-
komulítið. Stanley er algjört fórnar-
lamb, og maður á að fá samúð með
honum því að dóttirin býr hjá
mömmu sinni sem er mikill alkóhól-
isti og gift klámmyndaframleiðanda.
Of auðvelt og ófrumlegt.
Útlit myndarinnar á að vera
áhrifamikið, allt svo flott og fínt fyrir
augað. Vissulega er upphaf myndar-
innar áhugavert, en annars er útlitið
of úthugsað, of áferðarfínt, en án
þess að hafa neinn sérstakan stíl eða
gera neitt nýtt. Og hvernig geta þrír
karlmenn rúllað niður mjög háa
moldarfjallshlíð og það sést ekki
rykkorn á þeim á eftir? Og af hverju
þarf Halle Berry að sýna á sér ber
brjóstin í tilgangslausu atriði? Nema
það eigi að vera ánægjuleg óvænt
uppákoma fyrir herramenn? Reynd-
ar miðast flest í myndinni við að
höfða til hvata og drauma ungra
manna, og sagan verður útundan.
Fyrst hélt ég hreinlega að eitt-
hvað hefði farið fram hjá mér. Fljót-
lega áttaði ég mig hins vegar á því,
að myndin er ruglingslega framsett
og í rauninni er ekkert að skilja.
Ekki er allt sem
sýnist – eða hvað?
KVIKMYNDIR
S a m b í ó i n
Leikstjórn: Dominic Sena. Handrit:
Skip Woods. Aðalhlutverk: John
Travolta, Hugh Jackson, Halle
Berry og Don Cheadle. 99 mín.
Warner Bros 2001.
SWORDFISH Hildur Loftsdótt ir
ORGELTRÍÓ Agnars Más Magnús-
sonar leikur á Hverfisbarnum í
kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 21.30.
Agnar er nýlega fluttur heim eftir
dvöl í New York þar sem hann var í
einkatímum hjá Larry Goldings,
orgelleikara og píanista.
Hinir meðlimir tríósins eru Jóel
Pálsson, sem leikur á tenórsaxófón,
og Erik Quick, sem spilar á slag-
verk.
Orgeltríó á
Hverfisbarnum
GOETHE-Zentrum á Laugavegi 18
sýnir þýsku gamanmyndina „Fuss-
ball ist unser Leben“ frá árinu 2000
kl. 20.30 annað kvöld, fimmtudags-
kvöld. Í myndinni, sem lýsir lífi „litla
mannsins“ á hlýlegan hátt, segir frá
hópi kunningja sem lifa fyrir fót-
bolta. Með aðalhlutverk fer Uwe
Ochsenknecht, sem hlaut Þýsku
kvikmyndaverðlaunin árið 2000 fyrir
leik sinn.
Myndin er með enskum texta og
aðgangur er ókeypis.
Gamanmynd
í Goethe
Zentrum
♦ ♦ ♦
DILBERT
mbl.is