Morgunblaðið - 26.09.2001, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 26.09.2001, Qupperneq 27
Nefnd um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða klofnaði og skilaði einu meirihlutaáliti og þremur minnihlutaálitum til ráðherra. Nið- urstöðurnar voru kynntar á fréttamannafundi í sjávarútvegsráðu- neytinu í gær. Á myndinni má sjá f.v. Vilhjálm Egilsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, Friðrik Má Baldursson, hagfræðing og formann nefndarinnar, Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Jóhann Ársælsson, þingmann Samfylkingarinnar. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson krókaafla- ð auknum m, í sam- em settar gu sjávar- 0. ágúst sl. eim, sem hámarks- aaflahlut- g nýlega um, verði ðsla sam- m reglum. er stærð ð og felst um flokki ðarfærum ærum og nar telur krókaafla- onna tak- tuðst við öryggis- krókaafla- llt að 15 unnt að á bát sem Sé sá bát- rúttótonn sínum en aaflaheim- ækkunina. elur þess- og leggur aaflamark rði frjáls nda veiðar skerfisins krókaafla- llt að 15 Lagt er til milli afla- flamarks- ot m nar telur au réttindi sér. Rétt- í að skil- ræða rétt ugsanlegt að útfæra em settar voru fram af auðlindanefnd í um- fjöllun hennar um svokallaðan þjóð- areignarrétt í 1. gr. laganna um stjórn fiskveiða. Nefndin ræddi einnig ítarlega þann möguleika að í þessu skyni yrðu gerðir samningar milli handhafa veiðiheimilda og rík- isins þar sem komist væri að sam- komulagi um vel skilgreindan, tíma- bundinn rétt til veiða úr fiskstofnunum. Meirihluti nefndarinnar telur mikilvægt að deilur um eignarhald og afnotarétt á nytjastofnum sjávar verði settar niður í samræmi við álit auðlindanefndar með því að marka stefnu um greiðslu fyrir afnotarétt- inn með hliðsjón af afkomu fisk- veiða. Þessi niðurstaða byggist á því að sjávarútvegurinn fái aukið svig- rúm og verði gert kleift að bæta stöðu sína frá því sem nú er, greiða niður skuldir og auka hagnað. Þar skipta tvö atriði mestu: í fyrsta lagi að aukið verði frjálsræði í sjávar- útvegi og í annan stað langtíma- stefnumótun og festa í lagaumhverfi og framkvæmd laga á sviði grein- arinnar. Meirihluti nefndarinnar telur að fara beri leið veiðigjalds eins og hún var skilgreind af auð- lindanefnd. Nefndin ræddi nokkra kosti við álagningu greiðslna fyrir afnotarétt af auðlindum sjávar. Þær leiðir sem auðlindanefnd taldi koma til greina og kenndar eru við veiðigjald og fyrningu voru ræddar ítarlega, en einnig var skoðuð rækilega sú leið sem lýst hefur verið hér að framan og kennd er við samninga. Samn- ingaleiðin var talin áhugaverð og hafa ýmsa ótvíræða kosti. Með samningunum má skilgreina afnota- réttinn, tímabinda hann og jafn- framt má tengja gjaldtöku samning- um sem gerir þá að nokkurs konar málamiðlun milli veiðigjalds og fyrningar. Ekki náðist samstaða um þessa leið og því varð niðurstaðan sú að halda sig innan þeirra marka sem álit auðlindanefndar setti og velja milli veiðigjalds og fyrningar. Þegar valið stendur milli þeirra tveggja kosta telur meirihluti nefndarinnar veiðigjald betri kost en fyrningar- leið og leggur því til að sú leið verði farin. Meirihluti nefndarinnar telur sanngjarnt að veita rúman aðlögun- arfrest að veiðigjaldinu. Enn frem- ur er mikilvægt að draga úr óvissu um aðgerðir stjórnvalda og mætti gera það með ákvæðum um lág- marksfyrirvara að breytingum á gjaldtöku og reglum um úthlutun veiðiheimilda. Hér skal þó haft í huga að ákvæði um slíkan fyrirvara í almennum lögum binda ekki hend- ur löggjafans í framtíðinni. Lagt er til að veiðigjaldið verði tvískipt, annars vegar fastur hluti sem taki mið af kostnaði ríkisins vegna stjórnar fiskveiða, en tekur ekki tillit til afkomu í sjávarútvegi og hins vegar breytilegur hluti sem tengist afkomu í greininni eftir nán- ar skilgreindum viðmiðunum. Á móti gjaldtökunni falli niður ýmis gjöld sem útgerðin ber nú. Afkoma í sjávarútvegi nú gefur ekki tilefni til frekari sérstakrar gjaldtöku og því verður að gefa greininni tíma til að aðlaga sig breytingunum og hag- ræða í rekstri sínum. Lagt er til að kostnaðarhluti veiðigjalds verði fyrst lagður á í upphafi fiskveiðiársins 2004/2005 og verði þá 1 milljarður, en þá falli jafn- framt niður gjald í Þróunarsjóð sjávarútvegsins, veiðieftirlitsgjald og fleiri sérgjöld á sjávarútveg. Enn fremur er lagt til að kostnaðargjald- ið hækki í jöfnum þrepum í 1,5 millj- arða fiskveiðiárið 2009/2010. Meirihluti nefndarinnar leggur til að hinn afkomutengdi hluti veiði- gjalds komi til kastanna þegar verg hlutdeild fjármagns (framlegð) í sjávarútvegi er umfram 20% af tekjum. Lagt er til að 7,5% af vergri hlutdeild fjármagns umfram 20% af tekjum verði innheimt í veiðigjald. Jafnframt komi til samsvarandi lækkunar kostnaðargjalds þegar framlegð fer niður fyrir 20%, með gólfi í 15% af framlegð. Aðlögunar- tími að afkomutengda gjaldinu skal vera hinn sami og að kostnaðarhlut- anum. Miðað við að framlegð sjávarút- vegs í heild geti orðið svipuð og hjá sjávarútvegsfyrirtækjum á Verð- bréfaþingi Íslands á fyrri hluta þessa árs yrði afkomutengt veiði- gjald að loknum aðlögunartíma rúmlega 500 milljónir króna og veiðigjald í heild rúmir 2 milljarðar. Þegar heildarfjárhæð veiðigjalds liggur fyrir er lagt til að henni verði skipt á einstakar kvótabundnar teg- undir innan aflamarkskerfisins og krókaaflamarks-kerfisins í réttum hlutföllum við verðmæti þeirra sam- kvæmt þorskígildisstuðlum. Lagt er til að útfært verði sambærilegt gjald á sóknardagabáta. Gjald á hvert kíló af úthlutuðu aflamarki í hverri tegund yrði síðan reiknað út með því að deila aflamarki í kílóum í heildarfjárhæðina sem legðist á við- komandi tegund. Kostnaðarhluti gjaldsins yrði innheimtur af hand- höfum veiðiheimilda í upphafi fisk- veiðiárs, en afkomutengdi hlutinn í lok fiskveiðiárs og tekur útreikning- ur þess mið af nýjasta fyrirliggjandi reikningsári. Meirihluti nefndarinn- ar telur æskilegt að tekið væri tillit til verðs á aflamarki við útreikning á skiptingu veiðigjalds. Ekki liggur fyrir opinberlega skráð verð á afla- marki og því er þetta vandkvæðum bundið við núverandi aðstæður, en lagt er til að kannaðir verði mögu- leikar á að safna áreiðanlegum upp- lýsingum um viðskipti með afla- mark sem hægt yrði að styðjast við í þessu skyni,“ segir í samantekt á niðurstöðum meirihluta nefndarinn- ar. 350–500 millj. varið til upp- byggingar í byggðarlögum Þá leggur meirihluti nefndarinn- ar til að 350-500 milljónum króna verði varið árlega til þess að byggja upp atvinnulíf í öðrum atvinnu- greinum en sjávarútvegi í þeim byggðarlögum sem treyst hafa á sjávarútveg. Einnig er lagt til að allt að fjórðungur veiðigjalds umfram einn milljarð króna renni til sveitar- félaga í samræmi við uppruna greiðslna. Til að styrkja byggðirnar enn frekar er lagt til að heimilt verði að framselja aflahlutdeild frá fiski- skipi til fiskvinnslustöðvar með gilt fiskvinnsluleyfi. Í álitsgerð meirihlutans er lagt til að þessu fé verði varið til verkefna á sviði fimm ráðuneyta vegna mis- munandi málaflokka og þeim verði falið að móta tillögur um ráðstöfun fjárins. Fyrir utan þessar sértæku aðgerðir á sviði byggðamála telur nefndin eðlilegt að hluti veiðigjalds, sem að mestu er greitt af fyrirtækj- um á landsbyggðinni, renni til al- mennrar styrkingar sveitarfélaga sem treysta á sjávarútveg. Meirihlutinn segir einnig um þá tillögu sína að heimilt verði að fram- selja aflahlutdeild frá fiskiskipi til fiskvinnslustöðvar með þeim orðum að eðlilegt sé að slíkt framsal svari að hámarki til þeirrar vinnslu er fram fer í viðkomandi fiskvinnslu- stöð. ,,Þar kemur til greina að miða á hverjum tíma við það magn sem unnið hefur verið að jafnaði undan- gengin 2-3 ár,“ segir í álitsgerð meirihlutans. Reglur um hámarksafla- hlutdeild verði rýmkaðar Loks kemur fram í niðurstöðum meirihluta nefndarinnar að tillaga meirihlutans um veiðigjald byggist á því að sjávarútvegsfyrirtækjum verði gert kleift að bæta stöðu sína m.a. með auknu frjálsræði í grein- inni. Með það að markmiði leggur nefndin til að rýmkaðar verði reglur um hámarksaflahlutdeild einstakra aðila og að takmarkanir á framsali aflaheimilda verði rýmkaðar. Lagt er til að hámarkshlutdeild einstakra aðila í þorski verði 12%, en há- markshlutdeild í öðrum bolfiskteg- undum verði 50%. Enn fremur verði samanlögð aflahlutdeild einstakra aðila að hámarki 12% óháð því hvort fyrirtækin eru í dreifðri eignaraðild. Meirihluti nefndarinnar leggur einnig til að ákvæði um veiðiskyldu verði færð til fyrra horfs, þ.e.a.s. að veiða verði 25% úthlutaðs aflamarks á tveimur árum í stað 50% eins og kveður á um í núgildandi lögum. Meirihluti nefndarinnar telur að takmarkanir þær á framsali úthlut- aðs aflamarks sem komið var á árið 1998 hafi reynst illa. Þessi höft hafa minnkað sveigjanleika í útgerð, dregið úr framboði og stuðlað að hærra verði á aflamarki og þar með gert kvótalitlum útgerðaraðilum erfitt fyrir. Meirihluti nefndarinnar leggur því til að þessar takmarkanir verði afnumdar. Loks er lögð áhersla á að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því á al- þjóðavettvangi að veiðiheimildir, sem úthlutað er eða kann að verða í tegundum sem aðeins finnast á út- hafinu, verði framseljanlegar milli skipa sem skráð eru í mismunandi löndum. Enn fremur verði tryggt að ekkert í íslenskum lögum hamli slík- um viðskiptum. ðigjald gæti numið 2 millj- ðum í lok aðlögunartíma áðherra og fulltrúar nefndar un laga um stjórn fiskveiða stöður nefndarinnar í gær. naði, fjórir nefndarmanna taáliti en þrír nefndarmenn sínu minnihlutaálitinu. nefndar um fiskveiðistjórnarkerfið vill rýmka reglur um hámarksaflahlutdeild og framsal MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2001 27 narsson, þingmað- okksins, hafnar úrbóta á fisk- éráliti sínu og seg- eið sé vænlegri til blandaðri leið, t.d. setja þak á end- innheimta veiði- nin og sú sem best rýni er innköllun fyrningarleið og ði. Eðlilegt er að rtími þannig að kuldbindingar sín- tingarnar. Fyrning ári þýðir að breyt- kvæmt því hefur veiðiheimildir að varanlegra veiði- m leiguverð. Það imildirnar undir ð greiða upp kaup- punum. Hafa verð- hlutun hefur stað- tar gir m.a. í séráliti Kristinn segir ýmislegt fleira mæla með fyrningarleiðinni, s.s. að verð á veiðiheim- ildum verði lægra þar sem það muni miðast við þær tekjur sem hægt sé að hafa af nýt- ingu þeirra, jafnræði verði á milli aðila og samkeppni um veiðiheimildir leiði til þess að þróun í greininni verði fremur á grund- velli hagkvæmustu útgerðar en frumúthlut- unar veiðiheimildanna. Hvað veiðar smábáta varðar telur Krist- inn nauðsynlegt að athugað verði til hlítar hvort áfram sé unnt að stjórna veiðum smá- báta á grundvelli þess skipulags sem gilti til 1. september sl. með þeim breytingum sem Landssamband smábátaeigenda hafði kynnt. Hann tekur einnig undir tillögu auðlinda- nefndar um að nýtt ákvæði verði sett í stjórnarskrána þar sem náttúruauðlindir sem ekki eru háðar einkaeignarrétti verði lýstar þjóðareign. ,,Auðlindanefnd lagði í áliti sínu til að um náttúrurauðlindir í þjóðareigu, svo sem nytjastofna sjávar, gildi sú meginregla að afnotagjald verði lagt á og standi undir kostnaði ríkisins af rannsóknum og eftirliti með nýtingu auðlindanna og auk þess fái þjóðin sýnilega hlutdeild í þeim umframarði (auðlindarentu) sem nýting auðlindanna skapar. Ég tel rétt að innheimt auðlinda- gjald miðist í meginatriðum við tillögur auð- lindanefndar, enda náðist þar pólitískt sam- komulag fulltrúa allra flokka sem sæti áttu í nefndinni,“ segir í séráliti Kristins. Hann kveðst einnig taka undir tillögur um að 350-500 milljónum króna verði árlega varið til atvinnuuppbyggingar í byggð- arlögum sem treyst hafa á sjávarútveg. Leggur Kristinn til að þetta átak hefjist á næsta ári undir yfirstjórn iðnaðarráðuneyt- isins. Nauðsynlegt að auka byggðakvóta Kristinn kveðst einnig styðja að hluti tekna af auðlindagjaldi renni til sveitarfé- laga. ,,Ég tek undir sjónarmið auðlinda- nefndar varðandi heimild til þess að fram- selja aflahlutdeild frá fiskiskipi til fiskvinnslustöðvar. Erfitt er að skilgreina vinnslufyrirtæki nægilega skýrt til þess að byggja megi sérstaka úthlutun á því,“ segir í álitsgerð hans. Þá telur hann óráðlegt að draga úr veiði- skyldu til fyrra horfs bæði vegna sjón- armiða sjómanna og þeirrar gagnrýni sem fénýting veiðiheimilda sætir. Loks telur hann m.a. nauðsynlegt að auka byggða- kvóta, sérstaklega ef veiðigjaldsleiðin verð- ur ofan á. Álit Kristins H. Gunnarssonar Farin verði fyrningarleið NIÐURSTÖÐUR nefndar um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða ásamt fylgiskjölum og sérálitum er hægt að nálg- ast á fréttavef Morgunblaðs- ins, www.mbl.is. Skýrslan á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.