Morgunblaðið - 26.09.2001, Síða 36
KIRKJUSTARF
36 MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
VETRARSTARF Keflavíkurkirkju
er hafið fyrir nokkru. Stefnt er að
þróttmiklu vetrarstarfi eins og oft
áður.
Barnastarf. Prestar safnaðarins
hafa gefið út messuskrá fyrir mán-
uðina september og október.
Messað verður kl. 11 alla sunnu-
daga og jafnframt verður barnastarf
í safnaðarheimilinu Kirkjulundi á
svipaðan hátt og undanfarin ár. Í
starfsmannahópi sunnudagaskólans
eru Elín Njálsdóttir, Laufey Gísla-
dóttir, Helgi Már Hannesson, Sig-
ríður Karlsdóttir, Brynja Dís Gunn-
arsdóttir, Þóra Jenný Benónýsdóttir
og sr. Sigfús Baldvin Ingvason.
Kyrrðar- og fyrirbænastund. Á
miðvikudögum í hverri viku verður
kyrrðar og fyrirbænastund í í kap-
ellu Vonarinnar kl. 12.10 fyrir alla
aldursflokka og svo súpa, salat og
brauð á vægu verði kl 12.25. Umsjón
hefur Ástríður Helga Sigurðardóttir
cand theol.
Stofnun barnakórs kirkjunnar.
Nýung í starfi kirkjunnar er stofnun
barnakórs sem hinn nýi organisti
kirkjunnar Hákon Leifsson sér um.
Æfingar verða á miðvikudögum kl.
16 en kirkjukórinn er með æfingar
einnig á miðvikudögum kl. 19.30 til
22.30.
Áfallateymi. Fræðslustundir um
áfallahjálp verða á þriðjudagskvöld-
um kl. 20:30–22.
Alfa námskeið. Alfa námskeið
hefjast í Kirkjulundi hinn 19. sept.
kl. 19 undir stjórn Ragnars Snæs
Karlssonar og Málfríðar Jóhanns-
dóttur og sr. Sigfúsar Ingvasonar og
Laufeyjar Gísladóttur og nú er boðið
upp á það nýmæli að hafa framhalds-
námskeið Alfa 2 sem verður á sama
tíma og á sömu kvöldum. Munu þátt-
takendur námskeiðanna borða sam-
an en síðan skiptist fræðslan í venju-
legt Alfa námskeið og Alfa 2. Bókin
sem lögð er til grundvallar á nám-
skeiði 2 er eftir höfund Alfa nám-
skeiðanna Nicky Gumbel og kallast
„Líf á nýjum nótum“.
Erindi. Sæmundur Hafsteinsson,
sálfræðingur, ræðir efnið „Öruggt
sjálfstraust og mannleg samskipti “
hinn 20. eða 27 okt. kl. 10–12 og 13–
14. Dr. Sigurlína Davíðsdóttir heldur
erindi um streitu lífshætti og heilsu-
far hinn 17. nóv. kl. 10–12 og 13–14. Í
bæði skiptin verður léttur hádegis-
verður í boði.
Kirkjudagur. Fram hefur komið
tillaga um að félagsamtökum og
starfsmannahópum verði boðið upp á
að velji sér sérstakan sunnudag sem
kirkjudag og mæti þar og taki þátt í
messugjörðinni. Tvö félög hafa þeg-
ar tekið upp þennan sið, og mun
verða haft samband á næstunni við
starfsmannahópa og félagsamtök í
sókninni þessu viðvíkjandi.
Keflavíkurkirkja.
Bör Börsson í
Langholtskirkju
Í VETUR mun sr. Tómas Guð-
mundsson lesa hina vinsælu sögu
Börs Börssonar eftir Johan Falken-
berget í þýðingu Helga Hjörvar.
Hver sem komin(n) er til vits og ára
man ekki eftir hinum stórskemmti-
lega upplestri Helga Hjörvar á sög-
unni í útvarpinu hér á árum áður.
Upplestur sr. Tómasar verður kl.
14.30–15.15 á miðvikudögum. Komið
verður saman í Guðbrandsstofu í
anddyri Langholtskirkju. Kaffi og
smákökur eru á boði safnaðar. Til-
valið er að koma með prjónana með
sér eða aðra handavinnu. Upplýsing-
ar veitir Svala Sigríður Thomsen
djákni í síma 520 1300 eða 862 9162.
Verið hjartanlega velkomin, starfs-
fólk Langholtskirkju.
Foreldra- og barnamorgunn 27.
september. Opið hús; upplestur,
söngstund, kaffispjall.
Safnaðarstarf
Dómkirkjan. Hádegisbænir kl.
12.10. Léttur málsverður á eftir.
Grensáskirkja. Foreldramorgunn
kl. 10–12. Samverustund aldraðra kl.
14. Biblíulestur, bænastund, kaffi-
veitingar og samræður.
Háteigskirkja. Mogunbænir kl. 11.
Súpa og brauð kl. 12 í hádegi í Setr-
inu á neðri hæð safnaðarheimilis.
Brids kl. 13 fyrir eldri borgara.
Yngri deild barnakórsins æfir kl.
16.30 undir stjórn Birnu Björnsdótt-
ur. Kórinn er ætlaður börnum úr
1.–3. bekk. Eldri deild barnakórsins
æfir kl. 17.30 undir stjórn Birnu
Björnsdóttur. Kórinn er ætla-ður
börnum úr 4.–6. bekk. Kvöldbænir
kl. 18.
Langholtskirkja. Heilsuhópurinn
hittist kl. 11–12 í Litla sal. kaffispjall,
heilsupistill, létt hreyfing og slökun.
Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkj-
unni kl. 12–12.30. Bænaefnum má
koma til sóknarprests og djákna í
síma 520-1300. Kærleiksmáltíð kl.
12.30. Matarmikil súpa, brauð og
álegg 500 kr. Samvera eldri borgar
kl. 13–16. Kaffi og smákökur, tekið í
spil, upplestur (Bör Börsson), málað
á dúka og keramik. Boðið er upp á
akstur heiman og heim fyrir þá sem
komast ekki að öðrum kosti til
kirkju. Verið velkomin.
Laugarneskirkja. Morgunbænir kl.
6.45–7.05. Kirkjuprakkarafundur kl.
14.10–15.30 ætlaður börnum í 1.–3.
bekk. Gospelkvöld kl. 20 í Hátúni 10.
Guðrún K. Þórsdóttir stjórnar. Þor-
valdur Halldórsson og Margrét
Scheving syngja og slá á létta
strengi ásamt heimilisfólki. Sr.
Bjarni Karlsson flytur hugvekju.
(Sjá síðu 650 í Textavarpi).
Neskirkja. Foreldramorgunn kl. 10.
Trúaruppeldi og samfélag kirkjunn-
ar. Fræðsla í umsjón sr. Arnar Bárð-
ar Jónssonar. Umsjón Elínborg Lár-
usdóttir. 7 ára starf kl. 14. Öll börn í
2. bekk velkomin. Skráning í síma
511-1560. Opið hús kl. 16–18. Kaffi-
sopi, fræðsla og spjall. Bænamessa
kl. 18. Prestur sr. Örn Bárður Jóns-
son.
Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund
kl. 12. Léttur málsverður í safnaðar-
heimili eftir stundina.
Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í
dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga,
fyrirbænir. Léttur málsverður í
safnaðarheimilinu eftir stundina.
Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7–9 ára
börn kl. 16.30. TTT-starf fyrir 10–12
ára kl. 17.30.
Digraneskirkja. Fjölskyldumorgnar
kl. 10. Mæður og feður eru velkomin
að koma og taka þátt í samveru fram
undir hádegi með börnum sínum.
Helgistund kl. 11. Unglingadeild
Digraneskirkju og KFUM&K, 13–16
ára kl. 20.
Grafarvogskirkja. KFUM fyrir
drengi 9–12 ára kl. 17.30–18.30.
Kirkjukrakkar í Rimaskóla fyrir
börn 7–9 ára kl. 18–19. Æskulýðs-
félag Engjaskóla fyrir börn 8.–9.
bekk kl. 20–22.
Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl.
10. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17.
Litlir lærisveinar í Lindaskóla kl. 17.
Kópavogskirkja. Starf með 8–9 ára
börnum í dag kl. 16.45–17.45 í safn-
aðarheimilinu Borgum. Starf með
10–12 ára börnum TTT á sama stað
kl. 17.45–18.45.
Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund
í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir
velkomnir. Tekið á móti fyrirbæna-
efnum í kirkjunni og í síma 567-0110.
Vídalínskirkja. Foreldramorgnar,
starf fyrir foreldra ungra barna kl.
10–12 í safnaðarheimilinu.
Álftanes. Foreldramorgnar í Hauks-
húsum kl. 10–12 í dag. Heitt á könn-
unni. Hlökkum til að sjá ykkur.
Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri
borgara í dag kl. 13:00. Helgistund,
spil og kaffiveitingar
Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafund-
ir verða í Lágafellsskóla alla mið-
vikudaga frá kl. 13.30–15.
Keflavíkurkirkja. Fermingarhópur
2002 fer í Vatnaskóg. 1. hópur:
Holtaskóli og 8. MK, Heiðarskóla
Brottför frá Kirkjulundi kl. 8 árd.
Æfing Kórs Keflavíkurkirkju frá
19.30–22.30. Stjórnandi Hákon
Leifsson. Alfanámskeið kl. 19–22.
Ytri-Njarðvíkurkirkja. Spilakvöld
aldraðra á morgun fimmtudag kl. 20.
Lionsmenn í Njarðvík sjá um akst-
urinn og þeir sem vilja láta þá sækja
sig hringi á fimmtudag milli kl. 10 og
12 í síma 421-5013. Sóknarprestur.
Kletturinn, kristið samfélag. Bæna-
stund kl. 20. Allir velkomnir.
Hvítasunnukirkjan Fíladeflía. Fjöl-
skyldusamvera kl. 18 sem hefst með
léttri máltíð á vægu verði. Kl. 19 er
kennsla og þá er skipt niður í deildir.
Það er krakkaklúbbur fyrir krakka
2–12 ára, unglingafræðsla fyrir 13–
15 ára unglinga, fræðsla fyrir ungt
fólk á aldrinum 16–20 ára. Þá er
grunnfræðsla en þar eru kennd und-
irstöðuatriði kristinnar trúar. Síðan
er kennsla á ensku. Einnig eru til
skiptis biblíulestrar, bænastundir og
vitnisburðarstundir. Það eru allir
hjartanlega velkomnir að koma og
vera með okkur.
Samband íslenskra Kristniboðs-
félaga, Háaleitisbraut 58. Samkoma
í Kristniboðssalnum í kvöld kl. 20.30.
Andrés Jónsson og Guðlaugur
Gunnarsson tala. Allir hjartanlega
velkomnir. Haustmarkaður Kristni-
boðsins verður laugardaginn 8. sept.
í húsi KFUM&K, Holtavegi 28 og
hefst kl. 14.
Vetrarstarf
Keflavíkur-
kirkju
Keflavíkurkirkja.
MINNINGAR
✝ Dagur Daníels-son fæddist í
Guttormshaga í Holt-
um í Rangárvalla-
sýslu 17. október
1918. Hann lést í
Landspítalanum 27.
júlí síðastliðinn. For-
eldrar Dags voru
Daníel Daníelsson,
bóndi í Guttorms-
haga, f. 16.11. 1880,
d. 10.4. 1932, og Guð-
rún Sigríður Guð-
mundsdóttir hús-
freyja, f. 12.9. 1885,
d. 3.9. 1977. Systkini
Dags eru Guðmundur, kennari og
rithöfundur, f. 4.10. 1910, d. 6.2.
1990; Valgerður húsfreyja, f. 19.3.
1912, d. 11.5. 1999; Þorsteinn
bóndi, f. 28.10. 1913; Gunnar bíl-
stjóri, f. 7.5. 1916, d.
13.9. 1997; Elín hús-
freyja, f. 20.1. 1920;
Steindór múrari, f.
10.9. 1923; Svava,
húsfreyja og kenn-
ari, f. 31.12. 1927.
Eftirlifandi eigin-
kona Dags er Ólína
Guðmunda Sigurð-
ardóttir frá Kirkju-
bóli við Arnarfjörð.
Synir þeirra eru:
Daníel Reynir, tré-
smiður og kennari, f.
16.4. 1945, kona
hans Guðlaug
Snorradóttir kennari, þau skildu;
og Kristinn, f. 1.6. 1952, synir
hans eru Björn Dagur, Kári og
Valur .
Útför Dags fór fram í kyrrþey.
Dagur Daníelsson dó á sjúkrahúsi
27. júlí síðastliðinn eftir stutta legu.
Faðir okkar dó í apríl 1932 rúmlega
fimmtugur. Móðir okkar hélt áfram
búskap með hjálp okkar systkina.
Dagur var fermdur vorið sem
pabbi dó. Þá var kreppa utan lands
og innan og þeir sem ekki vildu safna
skuldum sniðu sér oft þröngan
stakk. Það kom í hlut Dags að sjá um
viðhald og umbætur á því sem aflaga
fór. Hann var mjög laginn við smíðar
og hefði átt að læra smíðar og stunda
sem aðalatvinnu.
Næstu árin var hann heima eða
heiman til skiptis. Nokkrar vertíðir
var hann í Grindavík og tvö til þrjú
sumar var hann kaupamaður í ná-
lægum sveitum. Eitt haust fór hann
að vinna hjá Ölgerðinni Agli Skalla-
grímssyni.
Þar var ekki tjaldað til einnar næt-
ur. Þar vann hann til sjötugs, um 50
ár.
Þar hitti hann eftirlifandi konu
sína. Ólínu G. Sigurðardóttur, ætt-
aðri úr Arnarfirði. Synir þeirra eru
tveir og sonarsynir þrír. Hús sitt
reisti hann í Kópavogi og bjó þar síð-
an. Á yngri árum var hann fé-
lagslyndur og gladdist með glöðum,
smakkaði vín og kveikti í sígarettu,
en allt var það mjög í hófi. Mörg
sumur fór fjölskyldan í ferðir út í
heim til skoða sig um. En einhvern-
tíma sumarsins kom hann að Gutt-
ormshaga til að styrkja ættarböndin
og sjá um að rætur hans til átthag-
anna héldust. Konu hans og afkom-
endum sendi ég samúðarkveðjur og
vona að gæfan fylgi þeim.
Þorsteinn Daníelsson.
Dagur Daníelsson hefur kvatt.
Hann var mér jafnan nálægur og
brást aldrei trausti mínu. Nokkur ár
var ég eiginlega heimagangur hjá
þeim Degi og Ólínu.
Ég hafði þar stundum herbergi,
fæði og það sem mest var um vert, ég
naut umhyggju þeirra. Þótt þau
væru komin úr fjarlægum héruðum
virtist þeim takast vel að tengja sam-
an mismunandi dagfar og matar-
venjur. Ég naut góðs af þessu og er
þakklátur.
Þarna kynntist ég líka arnfirsku
fólki, t.d. foreldrum Ólínu, þeim Sig-
urði og Jónu. Þau voru ekki mjög lík,
en þau voru sterkir persónuleikar og
virtust bera djúpa virðingu hvort
fyrir öðru og öllu góðu. Ég leit ný-
lega í dagbókarpistla mína frá júlí-
mánuði 1943. Þá var ég eiginlega
fluttur að heiman en var þar í kaupa-
vinnu. Þá var Dagur fluttur suður og
kominn í fasta vinnu, en nú fékk
hann sumarfrí og þá kom hann auð-
vitað beint heim og var þar í nokkra
daga. Hann kom ekki til að sóla sig
eða leggjast í leti.
Hann kom til að taka þátt í hinu al-
menna starfi á heimilinu. Þá fyrst og
fremst því sem lent hafði í undan-
drætti. Þannig féll honum aldrei
verk úr hendi. Einnig mun hann
mörgum sinnum hafa rekið erindi
heimilisins hér fyrir sunnan. Alla tíð
var hann til fyrirmyndar í öllu lífi
sínu og störfum. Þannig voru sam-
skipti hans við vinnufélagana ein-
staklega notaleg.
Um 50 ára skeið vann Dagur í Öl-
gerðinni Agli Skallagrímssyni. Aðal-
starf hans þar var að sjóða ölið í
brugghúsinu. Það mun vera vanda-
samt og krefjandi starf og unnið
gjarnan að næturlagi.
Dagur var mikill hófsmaður í mat
og drykk, „utan einu sinn – á hann
trúi ég rynni“ nokkur galsi, en þá var
hann og margir aðrir á fyrsta degi í
haustfjallferð – og menn höfðu
gjarnan pela í vasa. Þetta kvöld í
Áfangagili söng hann manna hæst og
sló dálítið um sig í hópi góðra kunn-
ingja.
Líklega er sjaldgæft að hjónum
takist að haldast jafn vel í hendur öll
sín búskaparár og þeim Degi og Ollu.
Þetta speglaðist á heimili þeirra
innan dyra og eins í þeirra vandlega
ræktaða garði.
Hann setti sig ekki úr færi að
gleðja og gera manni greiða. T.d.
hélt hann fallega ræðu í afmælis-
veislu mágkonu sinnar 1997. Ég ætla
að leyfa mér að þakka Guðlaugu
Snorradóttur þá einstöku umhyggju
og alúð sem bróðir minn og kona
hans nutu hjá henni. Ólína, eigin-
kona Dags, og aðrir aðstandendur
hans hafa mikið misst. Við Rannveig
vottum þeim samúð okkar og vonum
að hinn alvaldi máttur styrki þau í
söknuði þeirra.
Steindór Daníelsson.
DAGUR
DANÍELSSON