Morgunblaðið - 26.09.2001, Qupperneq 44
DAGBÓK
44 MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Brú-
arfoss kemur og fer í
dag. Kyndill og Atli Mar
koma í dag. Erla og
Dettifoss fara í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Polar Prinsess og
Florinda komu í gær.
Gemine fór í gær.
Brúarfoss fer í dag.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur, Sól-
vallagötu 48. Skrifstofa
sími 5514349, flóamark-
aður, fataútlutun og
fatamóttaka sími 552-
5277 eru opin miðviku-
daga kl. 14 til 17.
Mannamót
Norðurbrún 1, Furu-
gerði 1 og Hæð-
argarður 31. Farin
verður haustlitaferð í
Bása við Þórsmörk 27.
sept. ef veður leyfir.
Hafa verður með sér
nesti til dagsins, hlý föt
og góða skó. Leið-
sögumaður: Helga Jörg-
ensen. Lagt af stað frá
Norðurbrún 1 kl. 8.30 og
síðan teknir farþegar í
Furugerði og Hæð-
argarði. Skráning á
Norðurbrún í síma 568-
6960, Furugerði í síma
553-6040 og í Hæð-
argarði í síma 568-
3132.Vinsamlega stað-
festið pantanir.
Aflagrandi 40. Ensku-
námskeið hefjast þriðju-
daginn 3.okt. Skráning í
afgreiðslu og síma 562-
2571. Einnig er hæt að
komast að í bókbandi
sem er á föstudögum kl.
13.
Árskógar 4. Kl. 9–12
baðþjónusta, kl. 9–12
opin handavinnustofan,
kl. 13 spilað, kl. 13–16.30
opin smíðastofan, kl. 10-
16 púttvöllurinn opinn.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–
13 hárgreiðsla, kl. 8–
12.30 böðun, kl. 9–12
vefnaður, kl. 9–16
handavinna og fótaað-
gerð, kl. 10–10.30 banki,
kl. kl. 13 spiladagur, kl.
13–16 vefnaður. Opið
hús fimmtudaginn 4. okt
kl. 19–21. Ágústa Sigrún
Ágústsdóttir syngur lög
af geisladiski föður síns.
Upplestur og dans. Allir
velkomnir.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið
Hlaðhömrum er á
þriðjudögum og fimmtu-
dögum kl. 13–16.30, spil
og föndur. Jóga á föstu-
dögum kl. 13.30. Kóræf-
ingar hjá Vorboðum, kór
eldri borgara í Mos-
fellsbæ á Hlaðhömrum á
fimmtudaga kl. 17–19.
Uppl. hjá Svanhildi í s.
586-8014 kl. 13–16.
Félagsstarf aldraðra
Dalbraut 18–20. Kl. 9–12
aðstoð við böðun, kl. 9–
16.45 hárgreiðslustofan
og handavinnustofan
opnar, kl. 10–10.45 leik-
fimi, kl. 14.30 banki.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Spænska
hefst 27. sept. kl. 12.15.
Leshringur á Bókasafni
Garðabæjar byrjar 1.
okt kl. 10.30. Bútasaum-
ur byrjar 3. okt. kl. 16 í
Garðaskóla. Leshringur
á Bókasafni Álftanesi
byrjar 10. okt. kl. 15.
Nánar www.fag.is. Sími
565 6622.
Félag eldri borgara,
Kópavogi. Viðtalstími í
Gjábakka í dag kl. 15–
16. Skrifstofan í Gull-
smára 9 opin í dag kl
16.30–18.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð-
un, kl. 10 hársnyrting,
kl. 10–12 verslunin opin,
kl. 13 föndur og handa-
vinna.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Myndlist kl. 13, pílukast
kl. 13:30. Á morgun
verður krukkumálun kl.
13. Dansleikur verður á
föstudaginn 28. sept.
Caprí Tríó leikur fyrir
dansi. Aðgöngumiði
gildir sem happdrætti.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Miðviku-
dagur: Göngu-Hrólfar
fara í létta göngu frá
Hlemmi kl. 9.45. Söng-
félag FEB kóræfing kl.
17. Línudanskennsla
Sigvalda fellur niður.
Söngvaka kl. 20.45 um-
sjón Sigurbjörg Hólm-
grímsdóttir. Stjórnandi
Eiríkur Sigfússon.
Námskeið í framsögn og
upplestri hefst fimmtu-
daginn 27. september kl.
16.15. Fræðslunefnd
FEB efnir til heimsókn-
ar og fræðslukynningar
hjá Íslenskri erfðagrein-
ingu föstudaginn 28.
september. Brottför frá
Ásgarði, Glæsibæ, kl.
14. Ath. takmarkaður
fjöldi þátttakenda.
Þriðjudaginn 2. október
kl. 12 koma eldri borg-
arar frá Svíþjóð í heim-
sókn til í Ásgarð
Glæsibæ. Félagar eru
hvattir til að koma og
taka á móti þeim og
skemmta sér undir
fjöldasöng og harm-
ónikuleik. Léttur hádeg-
isverður. Skrifstofa fé-
lagsins er flutt að
Faxafeni 12, sama síma-
númer og áður. Fé-
lagsstarfið er áfram í
Ásgarði, Glæsibæ. Upp-
lýsingar og skráning í
ferðir og námskeið á
skrifstofu FEB kl. 10–16
s. 588-2111.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
fótaaðgerð og opin
vinnustofa, postulín,
mósaik og gifsafsteypur,
kl. 9–13 hárgreiðsla, kl.
9–16 böðun.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan opin,
leiðbeinandi á staðnum
frá kl. 10–17, kl. 10.30
boccia, kl. 13 félagsvist,
kl. 16 hringdansar, kl. 17
bobb.
Hraunbær 105. Kl. 9 op-
in vinnustofa, handa-
vinna, bútasaumur, kl.
9–12 útskurður, kl. 9–17
hárgreiðsla, kl. 11 banki,
kl. 11–12 pútt, kl. 13
brids.
Hvassaleiti 58–60. Kl. 9
föndur, kl 15 teiknun og
málun.
Korpúlfarnir, eldri
borgarar í Grafarvogi,
hittast á morgun,
fimmtudag, á Korpúlfs-
stöðum. Púttað kl. 10,
gönguferð kl. 11. Kaffi-
stofan er opin. Allir vel-
komnir. Upplýsingar
veitir Þráinn Haf-
steinsson í síma 545-
4500.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 opin vinnustofa, kl.
9–16 fótaaðgerðir, kl. 9–
12 tréskurður, kl. 10-11
sögustund, kl. 13–13.30
banki, kl. 14 félagsvist,
kaffi, verðlaun.
Vesturgata 7. Kl. 8.25–
10 sund, kl. 9–16 fótaað-
gerð og hárgreiðsla, kl.
9.15–16 postulínsmálun
og myndmennt, kl. 13–
14 spurt og spjallað, kl.
13–16 tréskurður.
Haustfagnaður verður
fimmtudaginn 11, októ-
ber, kvöldverður
skemmtiatriði, söngur
dans og fleira
nánar auglýst síðar upp-
lýsingar í síma 562-7077.
Vitatorg. Kl. 9 smíði og
hárgreiðsla, kl. 10 fóta-
aðgerðir, morgunstund,
bókband og bútasaum-
ur, kl. 12.30 versl-
unarferð kl. 13 hand-
mennt og kóræfing, kl.
13.30 bókband, kl. 15.30
kóræfing, Vitatorg.
Álftanes. For-
eldramorgnar í Hauks-
húsum kl. 10–12 í dag.
Heitt á könnunni.
Barðstrendingafélagið
Spilað í Konnakoti,
Hverfisgötu 105, kl.
20.30 í kvöld. Allir vel-
komnir.
Sjálfsbjörg, félagsheim-
ilið Hátúni 12. Kl. 19.30 í
kvöld félagsvist.
Orlofsnefnd húsmæðra
í Kópavogi, fyrirhugar
ferð á Njáluslóðir laug-
ardaginn 6. október.
Lagt af stað frá Digra-
nesvegi 12 kl. 12. Leið-
sögumaður Arthúr
Björgvin Bollason.
Sögusetrið á Hvolsvelli
tekur á móti gestum
með þriggja rétta
veislumáltíð, sem snædd
er við langeld, að hætti
fornra höfðingja. Sýnd-
ur er leikþáttur þar sem
Hallgerður og Bergþóra
eru í aðalhlutverkum.
Að lokum verður stiginn
dans. Sætafjöldi er tak-
markaður við 40. Upp-
lýsingar og skráning hjá
Ólöfu sl. 5540388 eða
Sigurbjörgu eftir kl. 17 í
s. 5543774.
Skíðadeild Víkings.
Kynningarfundur verð-
ur haldinn í Víkinni 27.
september kl. 20.
ITC deildin Melkorka.
Fundur í Menningar-
miðstöðinni Gerðubergi
í kvöld kl. 20. Stef fund-
arins er „Sá einn veit er
víða ratar“. Fundurinn
er öllum opinn. Upplýs-
ingar veitir Jóhanna
Björnsdóttir s. 553 1762
og 552 4400, netfang:
hannab@isl.is
Í dag er miðvikudagur 26. sept-
ember, 269. dagur ársins 2001.
Orð dagsins: Þjónn Drottins á
ekki að eiga í ófriði, heldur á hann
að vera ljúfur við alla, góður fræð-
ari, þolinn í þrautum, hógvær er
hann agar þá, sem skipast í móti.
(II. Tím. 2, 24.)
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 skrugga, 4 manna, 7
dulin gremja, 8 gefur upp
sakir, 9 beita, 11 numið,
13 viðbjóður, 14 eignar-
jarðar, 15 nöf, 17 þróttar,
20 ambátt, 22 fiskur, 23
bál, 24 stjórnar, 25 fleinn.
LÓÐRÉTT:
1 óskýrt tal, 2 ótti, 3
ræktaðra landa, 4 snjór, 5
sveigjanleg, 6 undin, 10
týna, 12 frístund, 13
reykja, 15 auðsveipur, 16
látin, 18 ól, 19 beiskan, 20
skordýr, 21 klæðleysi.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 goðheimur, 8 kubba, 9 mamma, 10 fáu, 11 peð-
in, 13 rella, 15 ókind, 18 snæða, 21 róm, 22 kalla, 23 eflir,
24 snögglega.
Lóðrétt: 2 ofboð, 3 hrafn, 4 ilmur, 5 urmul, 6 skip, 7 taða,
12 inn, 14 enn, 15 óska, 16 iglan, 17 draug, 18 smell, 19
ærleg, 20 arra.
NÝLEGA var frá því
greint í fjölmiðlum að farið
væri að bera á því að fyr-
irtæki segðu upp starfsfólki
sem orðið væri 45 eða
eldra. Ímynd rekstursins
væri í voða ef einhver gam-
all hálffimmtugur starfs-
kraftur sæist á ferli í fyr-
irtækinu.
Það má vel vera að sýna
megi fram á þetta í ein-
hverjum hæpnum fræði-
bókum þar sem mörgum
raunþáttum er sleppt, t.d.
starfsreynslu – starfsþekk-
ingu og viðskiptamanna-
vild.
Ef þessi umtöluðu fyrir-
tæki hafa ekki not fyrir
þennan dýrmæta starfs-
kraft er um leið verið að
gefa okkur þeim eldri þau
skilaboð að fyrirtækið kæri
sig ekki um okkar viðskipti.
Við getum með góðri sam-
visku beint viðskiptum okk-
ar annað.
Við sem erum eldri en 45,
sýnum samstöðu og
verslum við fyrirtæki sem
kunna að meta okkur.
Atli Hraunfjörð,
Marargrund 5, Gbæ.
Lyfjaverð hækkað
Á SELTJARNARNESI
var Bónusapótek sem var
selt og Lyf og heilsa keypti.
Við eigendaskipti var lokað
í nokkra daga en þegar
opnað var aftur var búið að
hækka ákveðin lyf um 16–
20%. Ég kannaði verð á
þessum lyfjum annars stað-
ar til að fá þessa hækkun
staðfesta. Hér eftir hlýt ég
að kaupa þessi lyf þar sem
verðið er hagstæðara.
G.B.J.
Og enn um
umferðarteppu
ÉG er alveg sammála
Helgu og Sigurlaugu sem
skrifuðu í Velvakanda sl.
miðvikudag og laugardag
um umferðarteppu í Garða-
bænum.
Ég er líka ein af þeim
sem sitja alla morgna í um-
ferðarteppu á leiðinni frá
Hafnarfirði til Reykjavík-
ur.
Frá Engidal og að Vífils-
staðavegi sit ég og er pirr-
uð yfir hvað umferðin geng-
ur hægt og hvað þetta tefur
mig mikið á leið í vinnuna.
Svo hef ég líka reynt að
fara Reykjanesbrautina en
ekki er það betra.
Ég veit ekki af hverju
það er ekki gert eitthvað í
þessu en mig munar um
þennan tíma sem ég sit
þarna svo að ég hef stund-
um tekið upp á því að punta
mig á meðan ég sit föst í
röðinni í Garðabænum, það
er eina ráðið fyrir mig ef ég
ætla að nýta allan minn
tíma sem er náttúrlega ekki
nógu gott.
Með kveðju til þeirra
sem málið snertir og í von
um að þetta sé lagfært á
einhvern máta.
Una.
Að hlusta
á veðurspá
SKÚTUSIGLINGA-
MENN sem lentu í erfið-
leikum sl. laugardag
kenndu því um að þessu
veðri hefði ekki verið spáð.
Á hvaða veðurspá hlustuðu
mennirnir eiginlega? Fyrr-
verandi fellibylur var
mættur á svæðið og spáð
stormi á Faxaflóa í hverj-
um veðurfregnatíma, síðast
í hádeginu á laugardag.
Lægir síðdegis var þá sagt.
– Og spáin rættist. Þeir
ættu að kenna einhverju
öðru um ófarir sínar.
G. Guðmundsdóttir.
Dökkblár anorakkur
seldur í misgripum!
ÞAU leiðu mistök áttu sér
stað á flóamarkaði Hjálp-
ræðishersins í Garðastræti
föstudaginn 21. september
kl. 16 að dökkblár anorakk-
ur var seldur í misgripum.
Anorakkurinn var seldur
á meðan eigandi hans var
að máta föt og hafði hann
lagt hann frá sér á meðan.
Anorakkurinn er með
skinnkanti á hettu og
merkinu Fjäll á annarri
erminni, einnig með
ásaumuðu Snoopy-merki
sem á stendur Ice is nice.
Anorakksins er mjög sárt
saknað af eiganda sínum og
fæst hann borgaður til
baka. Sá sem keypti ano-
rakkinn er vinsamlega beð-
inn að hafa samband í síma
588-4844 eða 893-1816.
Tapað/fundið
Gleraugu
týndust
GLERAUGU í gylltri um-
gjörð týndust sl. föstudag á
leiðinni Rauðalækur,
Hrísateigur, Laugarnes-
vegur, Sundlaugavegur,
Borgartún að Sóltúni 11.
Skilvís finnandi hafi sam-
band í síma 553-6396 eða
895-6396.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Ertu 45 ára
eða eldri?
Víkverji skrifar...
LÁNASJÓÐUR íslenskra náms-manna nefnist stofnun, sem
margir Íslendingar þekkja til. Stofn-
un þessi er ekki þekkt fyrir að vera
sérstaklega þjónustusinnuð, en ný-
verið kviknaði þar ljós innan dyra og
í ljósinu leyndist hugmynd um nýtt
greiðslufyrirkomulag. Hingað til
hafa þeir, sem eru í skuld við sjóðinn,
fengið sendan reikning tvisvar á ári.
Annar þeirra, vorboðinn, hefur verið
föst upphæð, en hinn, haustboðinn,
tekjutengdur og fer þá upphæðin
eftir tekjum skuldunautarins. Sam-
kvæmt hinu nýja fyrirkomulagi
býðst viðskiptavinum Lánasjóðsins
að dreifa þessum greiðslum yfir árið.
Þetta kostar eitthvað örlítið, en það
er að sjálfsögðu aukaatriði. Aðalat-
riðið var hins vegar að Lánasjóður-
inn bjó til úr þessu afbragðsboði sínu
nokkurs konar lotterí og í bréfi, sem
sent var skuldunautum og orðið raf-
rænn kom að minnsta kosti fyrir
einu sinni, var sérstaklega tekið
fram að ef þeir brygðust nógu hratt
og örugglega við ættu þeir þess kost
að hreppa ferð til Barselónu á Spáni.
Nú er Víkverji í hópi þeirra sem um
árabil hafa fengið sinn greiðsluseðil
sendan og greitt hann á tilskildum
tíma án þess Lánasjóðnum hafi
nokkru sinni hugkvæmst að bjóða
honum til Barselónu. Lánasjóðurinn
hefur ekki einu sinni boðið honum á
Blönduós. Reyndar hafði Víkverji
ekki heldur átt von á því að Lána-
sjóðurinn byði honum í ferðalög,
enda ekki talið það í verkahring
sjóðsins. Víkverja finnst hins vegar
skjóta skökku við að ekki sé nóg með
að hann sé látinn borga lánin sín,
heldur sé skattpeningur hans, ein-
mitt þegar aðhalds er þörf í gjald-
eyrisviðskiptum, notaður til að fjár-
magna utanlandsferðir sem
Lánasjóðnum hugkvæmist að nota
sem agn til að kalla fram ákveðna
hegðun viðskiptavina sinna. Lána-
sjóðurinn hefur ávallt markað sér
sérstöðu og hefur enn verið skerpt á
henni með þessari aðgerð sem brýt-
ur blað í kynningar- og markaðs-
stefnu hins opinbera. Nú má vænta
þess að aðrar stofnanir sigli glað-
beittar í kjölfarið. Samgönguráðu-
neytið gæti til dæmis boðið ókeypis
reynsluakstur á afskekktum vegar-
spottum þegar þeir eru malbikaðir í
fyrsta skipti ef þungaskatturinn er
greiddur með klinki og menntamála-
ráðuneytið gæti boðið þeim í kynn-
isferðir á ómenguð málsvæði, sem
borga leikskólagjöldin í póstkröfu.
VÍKVERJI er í hópi þeirra, semþyrstir í að afla sér sem mestra
upplýsinga um voðaverkin, sem unn-
in voru í Bandríkjunum 11. septem-
ber, og þá ekki síst um bakgrunn
málsins. Ýmislegt hefur verið skrifað
um þessi mál, hvort heldur sem er
ástandið í Miðausturlöndum og Mið-
Asíu, utanríkisstefnu Bandaríkj-
anna, hryðjuverk og Osama bin Lad-
en og samtök hans. Um helgina hélt
Víkverji í bæinn og hugðist kanna
hvort eitthvað leyndist forvitnilegt
um þessi mál í stærstu bókabúðum
landsins. Úrvalið reyndist heldur fá-
tæklegt og fannst ekki neitt sem með
einum eða öðrum hætti varðaði árás-
ir hryðjuverkamanna á New York og
Washington, utan nokkur tímarit, og
voru þó 12 dagar liðnir frá því að at-
burðirnir áttu sér stað. Víkverji
hraktist því á netverslunina Amazon,
þar sem ýmissa bóka var völ. Þeim
viðskiptum fylgir hins vegar biðin
eftir bréfberanum, sem vissulega er
ekki sama tilfinning og að geta geng-
ið inn í bókabúð, fundið bók, keypt
hana og byrjað að lesa um leið, og
hvarflaði að Víkverja hvort bókabúð-
irnar væru að láta úr greipum renna
tækifæri með því að bregðast ekki
hraðar við þegar atburðir gerast.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16