Morgunblaðið - 23.10.2001, Page 4

Morgunblaðið - 23.10.2001, Page 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MMC Pajero GLS 3.2 dísel, f. skrd. 06.07.2000, ekinn 28 þ. km, ssk 5 dyra upphækkaður á 33" vind- skeið, verð 4.790.000 kr. Nánari upplýs. hjá Bílaþingi Heklu, sími 590 5000. Opnunartímar: Mánud. - föstud. kl. 10-18 og laugard. kl. 12-16. Laugavegur 170-174 • Sími 590 5000 • Heimasíða: www.bilathing.is Netfang: bilathing@hekla.is LEIÐTOGAR stjórnarandstöðu- flokkanna þriggja á Alþingi, þeir Össur Skarphéðinsson (S), Stein- grímur J. Sigfússon (Vg) og Sverrir Hermannsson (F) hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um nefnd er leiti sátta um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Í tillögunni felst að skipuð verði nefnd þingmanna, einn frá hverjum þeirra þingflokka sem eiga sæti á Al- þingi, til að leita sátta um stjórn fisk- veiða. Aðalforsendur nefndarstarfs- ins verði fyrning veiðiréttar úr núgildandi kerfi. Veiðiheimildum verði endurráðstafað í formi aflahlut- deildarsamninga á grundvelli jafn- ræðis byggðanna og útgerðar til nýt- ingar þeirra. Í greinargerð með tillögunni segir að þær hatrömmu deilur sem staðið hafi um stjórn fiskveiða eigi aðalræt- ur í þeirri mismunun og óréttlæti sem felist í þeim úthlutunarreglum sem gilda og margvíslegum fylgi- kvillum þessa kerfis fyrir sjómenn, verkafólk og byggðir landsins. „Þrátt fyrir þungan áróður árum saman frá hendi stjórnvalda um að þetta sé besta kerfi í heimi og hag- kvæmni þessa fyrirkomulags sé svo mikil að ekkert annað geti jafnast á við það hefur þjóðin verið staðföst í andstöðu sinni og aftur og aftur hafn- að þessari leið í skoðanakönnunum. Þótt andstaða þjóðarinnar hafi legið fyrir hefur stefna stjórnvalda á undanförnum árum verið að festa þetta fyrirkomulag í sessi. Formenn stjórnarflokkanna lofuðu þó fyrir síð- ustu kosningar að beita sér fyrir sátt- um í málinu. Efndir þeirra loforða virðast nú vera að koma í ljós með niðurstöðu meirihluta nefndar um endurskoðun laga um stjórn fisk- veiða um að farin verði svokölluð veiðigjaldsleið. Sú tillaga er ekki framlag til sátta um þau grundvall- aratriði sem í raun er deilt um. Sjálfstæðisflokkurinn boðar nú þessa tillögu sem framtíðarstefnu sína og að minnsta kosti hluti Fram- sóknarflokksins aðhyllist hana en hún tekur á engan hátt á aðalágrein- ingsefninu sem er eignarhald útgerð- arinnar á auðlindinni. Víðtækur stuðningur hefur hins vegar komið fram við að leitað verði sátta um fyrningarleið sem leiði til þess að jafnræði komist á um nýtingu auð- lindarinnar í framtíðinni,“ segir í greinargerðinni. Þar segir enn fremur að formenn þeirra stjórnmálaflokka sem eru í stjórnarandstöðu telji afar mikið í húfi fyrir þjóðina og fyrir sjávarút- veginn að friður komist á um nýtingu auðlindarinnar og þeir vilji því freista þess að gera tilraun til að forða mönnum frá enn hatrammari deilum en staðið hafa til þessa. „En í það stefnir ótvírætt verði þeim stríðs- hanska kastað í andlit þjóðarinnar sem það er að ætla að festa í sessi óbreytt kerfi, eignarhald útgerðar- innar í reynd, með málamynda gjald- töku,“ segja þeir í tillögunni. „Niðurstaða þessa máls næst ein- ungis með víðtæku pólitísku sam- komulagi. Þessi tillaga er áskorun og tilboð til stjórnarflokkanna um að gerð verði úrslitatilraun til þess að ná sáttum um þetta mikilvæga mál á þessu löggjafarþingi. Takist það ekki er ljóst að hatrammur ófriður mun standa áfram um mikilvægustu auð- lind þjóðarinnar næstu ár,“ segir aukinheldur í þingsályktunartillögu þriggja leiðtoga stjórnarandstöðu- flokkanna á þingi. Tillaga leiðtoga stjórnarandstöðunnar til þingsályktunar Nefnd allra flokka leiti sátta um fyrningarleið ÁSTÆÐA þess að ekki hefur verið samið við tónlistarkennara á svipaðan hátt og aðra kennara er sú að launa- nefnd sveitarfélaga segir að ekki sé um sambærileg störf að ræða. Því sé ekki hægt að gera samskonar samn- inga og gerðir hafi verið við aðra kennara. Verkfall tónlistarkennara hófst í gær. Launanefnd sveitarfélaga á sam- kvæmt lögum að semja um kjör tón- listarkennara. Tónlistarkennarar eru í nokkrum stéttarfélögum en lang- flestir í Félagi tónlistarskólakennara og Félagi íslenskra hljómlistar- manna. Jafnframt er verið að semja við starfsmannafélag Akureyrarbæj- ar vegna tónlistarskólakennara og starfsmannafélag Akraness, en síðast nefnda félagið getur ekki farið í verk- fall, samkvæmt samningi. Launanefnd sveitarfélaga hefur jafnframt það hlutskipti að semja um kjör þeirra sem starfa hjá einkarekn- um tónlistarskólum og tónlistarskól- um sem eru sjálfseignarstofnanir. Þetta skipulag er bundið lögum og tengist því að sveitarfélögin eiga líka mikilla hagsmuna að gæta gagnvart einkareknu skólunum þar sem þau styrkja greiðslu til þessara skóla vegna launaliðarins. Rökin gegn því að tónlistarkennar- ar fái ekki sömu laun og aðrir kenn- arar eru þau, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, að ekki sé um sam- bærilega hluti að ræða og ekki hægt að setja samansemmerki á milli starf- anna. Störfin séu gerólík og einnig starfshættirnir og lengd skólatíma. Önnur starfsemin sé lögbundin og hin ekki. Kennarar semji í Félagi grunn- skólakennara, Félagi framhalds- skólakennara og Félagi tónlistar- kennara. Mikið nám að baki Foreldrar nemenda við Suzukitón- listarskólann mættu í Ráðhúsið í gær og afhentu Birgi Birni Sigurjónssyni, formanni launanefndar sveitarfélaga, undirskriftalista rúmlega 140 for- eldra þar sem lýst er yfir áhyggjum vegna verkfallsins og skorað á launa- nefnd sveitarfélaga að ganga strax til samninga. Birgir Björn sagði við það tilefni að reynt væri að vinna um- rædda vinnu faglega og vel. Hann gat þess jafnframt að það sem sveitar- félögin hefðu boðið tónlistarkennur- um væri dýrara fyrir sveitarfélögin en það sem þau hefðu áður boðið. Gabríella Sigurðardóttir, talsmað- ur foreldra í skólanum, segir að með verkfalli verði hlé á námi barnanna og það sé ekki gott. Ef um væri að ræða grunnskólakennara þætti öllum ástandið mjög slæmt en sama ætti að gilda um tónlistarnám. Tilhneiging hafi verið, einkum hjá Reykjavíkur- borg, að líta svo á að tónlistarnám væri tómstundaiðja en um væri að ræða alvarlegt nám. Ef vilji væri til þess að hafa aðgang að tónlistarfólki í framtíðinni væri ekki um annað að ræða en senda börnin í tónlistar- skólana því þar byrjaði námið. Gabríella segir að markmið borg- arinnar um eiturlyfjalaust Ísland hljómi undarlega þegar ekki sé lögð áhersla á að hlúa að tónlistarskólun- um því þar sé unnið mikið forvarn- arstarf. Í fyrra hafi verið mikil tónlist- arstarfsemi á menningarári borgar- innar en svo virtist sem enginn vildi eiga tónlistarskólana og tónlistar- kennarana nema þegar komi að því að njóta afraksturs vinnu þessa fólks. Hins vegar sé ljóst að sé vilji til að hafa þennan þátt menningarinnar verði að hlúa að honum frá byrjun. Að sögn Gabríellu hafa tónlistar- kennarar ekki verið metnir að verð- leikum. Þeir séu sérfræðingar í hljóð- færaleik, en grunnskólakennarar með þriggja ára háskólanám að baki séu ekki sérfræðingar í einstökum fögum. Íslenskukennari sé ekki sér- fræðingur í íslensku heldur fræðing- ur um kennslu íslensku í grunnskóla. Tónlistarkennarar hafi almennt mjög langt nám að baki og margir séu með mastersgráðu en það sé áhyggjuefni að námið sé ekki virt. Hún segir enn- fremur að tónmenntakennarar í grunnskólum með BEd.-gráðu frá Kennaraháskólanum fái grunnskóla- kennaralaun en tónlistarkennari með annað próf ekki síðra í hljóðfæraleik fái mun lægri laun, því sérfræðiþekk- ing þeirra sé ekki metin. Það sé fárán- legt. Nemendur styðja kennarana Ýmir, nemendafélag Tónlistarskól- ans í Reykjavík, gekkst í gær fyrir kröfugöngu nemenda frá skólanum í Skipholti í húsnæði ríkissáttasemjara við Borgartún og þaðan í Ráðhús Reykjavíkur. Tinna Sigurðardóttir, formaður Ýmis, segir að verði verkfallið langt hafi það áhrif á námsframvindu nem- enda. Það hafi áhrif á þá sem eigi að fara að útskrifast, þá sem þurfi að taka inntökupróf vegna náms erlend- is og þá sem séu að fara að taka stúd- entspróf, þar sem stigspróf sé hluti námsins. Hvað yngri krakka varði sé meiri hætta á að þeir hætti, því þeir þurfi meira eftirlit við æfingar. Hún segir að verkfallsstjórn sé mjög hörð. Kennslustofum sé lokað og nemendur fái ekki aðgang að þeim og hafi þarf af leiðandi ekki æfingaaðstöðu en marg- ir treysti á þessa aðstöðu. Erfið staða í deilu tónlistarkennara og launanefndar sveitarfélaga Mismunandi samningar við mismunandi félög Morgunblaðið/Þorkell Nemendur Tónlistarskólans í Reykjavík fjölmenntu í kröfugöngu í gær til stuðnings tónlistarkennurum. Morgunblaðið/Kristinn Kristín Björg Guðmundsdóttir afhendir Birgi Birni Sigurjónssyni, for- manni launanefndar sveitarfélaga, undirskriftalista 140 foreldra nem- enda við Suzukitónlistarskólann í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. PÁLL Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sagði á árs- fundi eftirlitsins í síðustu viku að í rekstri lífeyrissjóðanna megi stundum sjá þess merki að nokk- uð skorti á nauðsynlegt aðhald sem flest fyrirtæki njóti frá eig- endum sínum. „Í tengslum við fjárfestingar lífeyrissjóða hefur Fjármálaeftir- litið leitast við að styrkja eftirlit með stjórnun þeirra. Það er reynsla Fjármálaeftirlitsins að í rekstri lífeyrissjóða megi stund- um sjá þess merki að nokkuð skorti á nauðsynlegt aðhald sem flest fyrirtæki njóta frá eigend- um sínum. Þetta stafar eflaust af því að sjóðsfélagar hafa í flestum tilvikum takmarkaða möguleika til áhrifa á stjórnun viðkomandi sjóðs auk þess sem skylduaðild gerir það að verkum að hann get- ur ekki flutt réttindi sín, mislíki honum rekstur sjóðsins. Vegna þess hefur Fjármálaeft- irlitið fyrir sitt leyti reynt að auka aðhald með stjórnum lífeyr- issjóða og átt fund með þeim til að ræða ábyrgð þeirra og hlut- verk og atriði sem úrskeiðis hafa farið,“ sagði Páll Gunnar. Skortir aðhald frá eigendum Forstjóri Fjármála- eftirlitsins um lífeyrissjóðina RÚM 39% landsmanna telja að þeir muni draga úr ferðalögum utanlands í kjölfar hryðjuverk- anna í Bandaríkjunum 11. sept- ember síðastliðinn. Þetta er niðurstaða könnunar sem PricewaterhouseCoopers framkvæmdi í lok september. Könnunin leiddi ennfremur í ljós að konur eru ragari við að ferðast utanlands eftir árásirnar en karl- ar, rúmlega 48% kvenna ætla að draga úr utanlandsferðum á móti 30,8% karla. Hryðjuverkin draga úr ferðalögum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.