Morgunblaðið - 23.10.2001, Page 6
FRÉTTIR
6 ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt
þá tillögu heilbrigðisráðherra að
skipa starfshóp sjö ráðuneytisstjóra
sem á að koma
með tillögur að
aðgerðum gegn
sýkla- og eitur-
efnahernaði hér
á landi. Formað-
ur starfshópsins,
sem þegar hefur
hist, er Ólafur
Davíðsson, ráðu-
neytisstjóri í for-
sætisráðuneyt-
inu. Sóttvarnarlæknir og fleiri
sérfræðingar eru starfshópnum til
ráðuneytis en meðal þess sem hann
þarf að kanna er kostnaður við að-
gerðirnar. Samkvæmt upplýsingum
úr heilbrigðiskerfinu er talið að
kostnaður gæti hlaupið á nokkrum
tugum milljóna króna, verði gripið til
víðtækra varúðarráðstafana.
Stjórnvöld eru með þessu að hlýða
kalli Alþjóðaheilbrigðisstofnunar-
innar sem beindi þeim tilmælum til
þjóða heims að huga að viðbúnaði
sínum gegn árásum með sýkla- og
eiturefnavopnum.
Jón Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra kynnti aðgerðirnar á fundi rík-
isstjórnarinnar í síðustu viku. Í sam-
tali við Morgunblaðið sagði hann að
heilbrigðiskerfið væri öflugt og vel í
stakk búið til að eiga við einstök til-
vik af þessu tagi. Engin hætta væri
talin á ferðum en eigi að síður væri
það skylda stjórnvalda að halda vöku
sinni ef alvarleg tilvik kæmu upp,
samanber grun um miltisbrand í
póstsendingu til Borgarendurskoð-
unar í gær.
Jón sagði kostnaðinn við aðgerð-
irnar geta orðið verulegan, t.d. ef
safna þyrfti birgðum af bóluefni,
koma upp meiri viðbúnaði á Land-
spítalanum, auka fræðslustarf eða
setja upp sóttkví á Keflavíkurflug-
velli.
Aðgengi að
bóluefnum kannað
Ráðherra sagði starfshópinn þeg-
ar hafa hafið störf og hann væri bú-
inn að fela sóttvarnarlækni að safna
upplýsingum um viðbúnað og að-
stæður á móttökudeildum og rann-
sóknarstofum þar sem tekið yrði við
fórnarlömbum þessa hernaðar. Leit-
að hefur verið eftir áliti sóttvarnar-
ráðs á hugsanlegri hættu sem stafa
kann af sýkla- og eiturefnavopnum
og viðbrögðum við þeim og sóttvarn-
arlæknir hefur haldið samráðsfund
með yfirlæknum smitsjúkdóma-
deildar, veirufræðideildar og sýkla-
deildar Landspítalans.
Einnig hefur upplýsinga verið afl-
að frá lyfjafyrirtækjunum um að-
gengi að bóluefnum og ráðuneytis-
stjóri heilbrigðisráðuneytisins hefur
rætt óformlega við aðstoðarmann
bandaríska heilbrigðisráðherrans
um hugsanlega aðstoð Bandaríkja-
manna ef hætta stafaði af sýkla- og
eiturefnavopnum.
Þá mun stjórnskipuð samstarfs-
nefnd um sóttvarnir krefja allar
rannsóknarstofur í landinu og alla þá
aðila sem sem senda þeim sýni til
sýklagreiningar um að tilkynna sótt-
varnarlækni um mögulega sjúk-
dómsvalda sem finnast í sýnunum.
Starfshópi sjö ráðuneytisstjóra ætlað að skila tillögum
um aðgerðir gegn sýkla- og eiturefnavopnum
Kostnaður gæti hlaup-
ið á tugum milljóna
Jón
Kristjánsson
ÁRLEGUR samráðsfundur yfir-
manna forsætisráðuneyta OECD-
ríkja hófst í Reykjavík í gær og
verður honum
fram haldið í
dag. Fundar-
efnið í gær var
hvernig stjórn-
völd gætu
brugðist við
þeim ógnum
sem að ríkjun-
um steðjaði,
hvort sem það
væri vegna
náttúruhamfara eða hryðjuverka.
Að sögn Ólafs Davíðssonar, ráðu-
neytisstjóra í forsætisráðuneytinu
sem situr fundinn fyrir Íslands
hönd, voru hryðjuverkin í Banda-
ríkjunum ofarlega á baugi og
hvernig stjórnvöld gætu varist
slíkri vá.
Umræðuefnið var ákveðið fyrir
ári en til viðbótar ætla fulltrúar
frá ríflega tuttugu OECD-ríkjum
að ræða í dag um verkaskiptingu
opinberra aðila og einkaaðila. Sér-
fræðingar frá sömu ríkjum sitja
einnig fundinn, ásamt starfsmönn-
um OECD.
Ólafur sagði í samtali við
Morgunblaðið að á fundinum hefði
m.a. verið fjallað um hvaða aðferð-
ir OECD-ríkin nota til að greina
opinberlega frá hættuástandi og
hvernig samskiptum er háttað við
fjölmiðla og almenning þegar mikil
vá stendur fyrir dyrum. Nauðsyn-
legt hefði verið talið að halda al-
menningi vel upplýstum á hverjum
tíma.
Allir að fást við
sama vandann
„Hryðjuverkin í Bandaríkjunum
11. september síðastliðinn hafa
gjörbreytt viðhorfum stjórnvalda
til þessara mála. Fulltrúi frá
Bandaríkjastjórn skýrði okkur frá
því hvernig þarlend stjórnvöld
skipulögðu sínar aðgerðir. Það
kom greinilega fram að öll ríkin
hafa tekið þessi mál til rækilegrar
athugunar eftir atburðina í Banda-
ríkjunum og eru að fást við sömu
vandamálin með svipuðum hætti.
Fyrirfram segja flestir að mjög
ólíklegt sé að eitthvað gerist hjá
þeim en enginn getur lengur leyft
sér að taka þannig á málum. Við
verðum að hafa allan viðbúnað ef
upp kemur hættuástand á borð við
hryðjuverk. Þetta kom mjög skýrt
fram á fundinum,“ sagði Ólafur.
Eins og áður sagði var umræðu-
efni fundarins ákveðið fyrir ári en
Ólafur sagði að þá hefði engan
grunað hversu ógnvænlegt þetta
mál yrði nú. Menn hefðu fyrir ári
meira haft hugann við náttúru-
hamfarir en hryðjuverk og á fyrr-
nefnda sviðinu hefðu íslensk
stjórnvöld getað miðlað talsverðri
reynslu til grannríkjanna.
Á fundinum í gær var einnig
fjallað um dýrasjúkdóma eins og
kúariðu og gin- og klaufaveiki og
greindi fulltrúi Breta frá aðgerð-
um þeirra gegn slíkri hættu.
Nauðsynlegt að
halda almenningi
vel upplýstum
Ólafur
Davíðsson
Yfirmenn forsætisráðuneyta
OECD-ríkja funda í Reykjavík
um hryðjuverk og fleiri ógnir
Hefja þarf umfangsmikið
kennslu- og fræðslustarf og
efla kunnáttu og skilning heil-
brigðisstétta á afleiðingum
sýkla- og eiturefnavopna. Einn-
ig þarf að fræða lögreglu,
hjálparsveitir og sjúkraflutn-
ingamenn.
Fjölga þarf líklega þeim fimm
einangrunarherbergjum með
þrýstibúnaði sem eru á Land-
spítala – háskólasjúkrahúsi í
Fossvogi.
Möguleiki þarf að vera á
sóttkví á Keflavíkurflugvelli og
sóttvörnum í sjúkraflutningum.
Endurskoða þarf aðkomu póst-
húsa og tollgæslu vegna flutn-
inga til landsins og heilbrigð-
isyfirlýsingu skipstjóra og
flugstjóra við komu til landsins.
Bæta þarf aðstöðu rannsókn-
arstofa til greiningar á orsök-
um hættulegra sýkinga og eitr-
ana.
Nauðsynlegt er að efla vöktun
og alþjóðlegt samstarf um sótt-
varnir.
Taka þarf ákvarðanir um um-
fang birgða af bóluefnum,
sýklalyfjum og öðrum nauðsyn-
legum búnaði í landinu vegna
möguleika á slíkum árásum hér
á landi eða í nágrannalöndum.
Taka þarf upp formlegar við-
ræður við Bandaríkin, Norð-
urlöndin og NATO um sam-
starf og aðstoð ef hætta stafar
af sýklavopnum.
Nauðsynlegar úrbætur í sýklavopnavörnum
SKRIFSTOFUR Borgarendur-
skoðunar við Tjarnargötu 12 voru
innsiglaðar í gær en þær verða lok-
aðar þar til niðurstöður rannsókna
á hvítu dufti, sem rann úr umbúð-
um utan um The Economist, liggja
fyrir. Talin var hætta á að að milt-
isbrandsgró gæti leynst í duftinu.
Búist er við að sýklarfræðideild
Landspítala – háskólasjúkrahúss
ljúki rannsókn sinni í fyrramálið,
miðvikudagsmorgun.
Tveir starfsmenn Borgarendur-
skoðunar komust í snertingu við
duftið og voru þeir fluttir með
sjúkrabifreið á slysadeild.
Alls fengu 15 manns meðferð
gegn hugsanlegu miltisbrands-
smiti, að sögn Más Kristjánssonar,
smitsjúkdómalæknis á Landspítala
– háskólasjúkrahúsi. Már segir að
fólkinu hafi verið gefið sýklalyfið
ciprofloxacin. Lyfjagjöfin hafi verið
í öryggisskyni en litlar líkur séu í
raun taldar á því að miltis-
brandsgró hafi verið í duftinu. Sýni
voru tekin af fólkinu og af umbúð-
um tímaritsins og þau send til rann-
sóknar hjá sýklafræðideild Land-
spítalans.
Lögregla og slökkvilið höfðu
mikinn viðbúnað við skrifstofur
Borgarendurskoðunar eftir að þeim
barst tilkynning um dularfullt duft
sem hefði fallið úr póstsendingu.
Guðbrandur Bogason, stöðvarstjóri
Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins,
stjórnaði aðgerðum slökkviliðsins í
Tjarnargötu. Hann segir að til-
kynningin hafi verið tekin mjög al-
varlega og viðbúnaður hafi verið í
samræmi við það.
Þegar slökkviliðið kom á vett-
vang hafi starfsmenn Borgarendur-
skoðunar verið búnir að setja um-
búðirnar og tímaritið í plastkassa.
Eiturefnakafarar voru sendir eftir
kassanum sem var pakkað í svartan
ruslapoka og límt vandlega fyrir.
Talið var að duftið hefði snert
hörund tveggja starfsmanna en
þeir höfðu þrifið sig eftir mætti
þegar slökkviliðið kom á vettvang.
Starfsmennirnir voru látnir fara úr
þeim fötum sem líklegt var talið að
duftið hefði komið við áður en þeim
var ekið á slysadeild. Þegar skrif-
stofurnar höfðu verið rýmdar var
húsnæðið innsiglað.
Sett í poka og kassa
Ólafur Jónsson, rekstrarstjóri
Ráðhúss Reykjavíkur, sagði að
þegar starfsmaður Borgarendur-
skoðunar hafi opnað plastumbúðir
utan um The Economist hafi tor-
kennilegt duft fallið úr því. Starfs-
maðurinn hafi brugðist rétt við í
alla staði, sett umbúðirnar og tíma-
ritið í plastpoka og pokann í plast-
kassa og loks þvegið sér. Síðan hafi
verið hringt í lögreglu sem gerði
sínar ráðstafanir. Ólafur segir að á
mánudaginn fyrir rúmlega viku hafi
verið farið yfir það í ráðhúsinu
hvernig yrði brugðist við ef þangað
bærist torkennilegur póstur.
Fundað var með starfsmönnum
skjalasafns, síma- og upplýsinga-
þjónustu og öryggis- og húsvörð-
um. Þá var keyptur búnaður sem
talinn var geta komið að gagni, s.s.
grímur fyrir öndunarvegi, hanskar,
plastbox og plastpokar. Skrifstofur
Borgarendurskoðunar eru við
Tjarnargötu en þegar starfsmaður-
inn varð var við duftið var farið eft-
ir plastpokum og plastboxi í ráð-
húsið.
Sjálfur fór Ólafur á skrifstofur
Borgarendurskoðunar eftir að
hann frétti af duftinu dularfulla og
hann var því einn þeirra sem fengu
sýklalyf gegn miltisbrandi.
Christopher Collins, dreifingar-
stjóri hjá The Economist, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær að
þegar verið væri að framleiða The
Economist og fleiri tímarit væri
meinlaust hvítt duft notað til að
koma í veg fyrir að plastpokarnir
sem tímaritinu er pakkað inn í loði
saman. Duftið geri það að verkum
að auðveldara er að koma tímarit-
inu inn í pokana. Þetta hafi tíðkast í
mörg ár og ekki aðeins hjá þeim
prentsmiðjum sem prenta The Eco-
nomist. „Ég held að fyrir nokkrum
vikum hefði enginn veitt þessu at-
hygli en þá voru menn ekki hræddir
við miltisbrand en nú eru menn svo-
lítið taugaveiklaðir,“ sagði Collins.
„Við teljum enga ástæðu fyrir fólk
að hafa áhyggjur en sé fólk
áhyggjufullt höfum við fullan skiln-
ing á því að það vilji hafa samband
við yfirvöld og jafnvel leiti til lækn-
is.“
Svipað atvik kom upp í síðustu
viku en þá lét einn af áskrifendum
The Economist í Madrid lögreglu
vita af torkennilegu dufti í umbúð-
um tímaritsins. Aðspurður hvort
viðbrögð lögreglu í Madrid hafi ver-
ið svipuð og yfirvalda í Reykjavík
segir Collins að lögreglan í Madrid
hafi tekið sýni af duftinu en ekki að-
hafst frekar. Þar hafi reyndar verið
um að ræða einstakling en ekki op-
inbera stofnun sem gæti skýrt mis-
munandi viðbrögð yfirvalda. Lög-
reglan í Madrid hafi rannsakað
duftið sem hafi reynst meinlaust.
Collins segir að önnur tímarit
hafi orðið fyrir svipuðum atvikum.
„Þetta er ekki bara The Economist
og ekki bara Reykjavík,“ en þetta
mun vera níunda tilfellið í Evrópu.
Morgunblaðið/Júlíus
Slökkviliðsmenn í eiturefnabúningum fjarlægðu hluti sem komust í snertingu við torkennilegt hvítt duft.
Skrifstofur
Borgarendur-
skoðunar
innsiglaðar