Morgunblaðið - 23.10.2001, Qupperneq 10
FRÉTTIR
10 ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
STEINGRÍMUR J. Sigfússon var
endurkjörinn formaður Vinstri-
hreyfingarinnar – græns fram-
boðs, með langvinnu lófataki full-
trúa á landsfundi flokksins á
sunnudag. Engin mótframboð við
kjör stjórnar flokksins komu fram
á fundinum og var tillaga uppstill-
inganefndar um æðstu stjórn,
meðstjórnendur og flokksráðs-
menn samþykkt einróma.
Svanhildur Kaaber var endur-
kjörin varaformaður flokksins,
Kristín Halldórsdóttir var endur-
kjörin ritari og Tryggvi Friðjóns-
son gjaldkeri. Þá voru eftirtaldir
kjörnir meðstjórnendur: Anna
Guðrún Þórhallsdóttir Vesturlandi,
Stefanía Traustadóttir Reykjavík,
Drífa Snædal Reykjavík, Karólína
Einarsdóttir Austurlandi og
Magnús Jósepsson Vesturlandi.
Festa sig í sessi
í sveitarstjórnum
Steingrímur sagði er niðurstöð-
ur stjórnarkjörs lágu fyrir að auk
þess málstaðar sem flokkurinn
stæði fyrir væri hin mikla sam-
staða dýrmætasta eign Vinstri-
heyfingarinnar. ,,Hún er sú eining,
eindrægni og kraftur sem birtist í
því að við erum ekki að fljúgast á
við okkur sjálf. Við erum ekki eins
og ökutæki, sem eyðir 90% í mið-
stöðina og á ekki nema 10% eftir í
hjólin. Allur okkar styrkur beinist
að þeim verkefnum sem við erum
að vinna í pólitíkinni og út á við,“
sagði hann. Steingrímur sagði
einnig í ræðu er hann sleit lands-
fundi flokksins um miðjan dag á
sunnudag að Vinstrihreyfingin
–grænt framboð væri hreyfiaflið í
íslenskum stjórnmálum um þessar
mundir. Hann sagði að á næsta
eina og hálfa árinu færu fram
tvennar afdrifaríkar kosningar, til
sveitarstjórna og Alþingis.
„Þessar kosningar verða líka
gríðarlega mikilvægar fyrir okkar
hreyfingu. Þar ætlum við í fyrra
tilvikinu að festa okkur í sessi og
koma ár okkar fyrir borð í sveit-
arstjórnum landsins, alstaðar þar
sem þess verður nokkur kostur.
Og síðan alþingiskosningarnar að
ári liðnu. Þar ætlum við að ná í
hlöðu þeirri uppskeru sem við eig-
um núna út um víða velli og verða
vel búin til pólitískra verka kom-
andi ára og áratuga að þessum
tveimur kosningum liðnum,“ sagði
hann.
Landsfundurinn samþykkti ný
lög Vinstrihreyfingarinnar á lands-
fundinum á sunnudag þar sem
skipulag flokksins er m.a. lagað að
nýrri kjördæmaskipun. Voru
kjörnir fimm flokksráðsmenn á
fundinum, einn fyrir hvert kjör-
dæmi.
Tillaga uppstillinganefndar um
eftirtalda í flokksráð var samþykkt
samhljóða: Ragnar Stefánsson
Norðurlandi eystra, Ármann Jak-
obsson Reykjavík, Katrín Freys-
dóttir Suðurlandi, Jóhanna B.
Magnúsdóttir Reykjanesi og
Gunnlaugur Haraldsson Vestur-
landi.
Einkavædd almannaþjónusta
færð til opinberra aðila á ný
Miklar umræður fóru fram um
álit starfshópa og afgreiðslu álykt-
ana flokksins á síðasta degi lands-
fundarins. Auk afgreiðslu stjórn-
málaályktunar voru afgreiddar
ályktanir í ýmsum málaflokkum.
Drög að ályktunum sem lögð voru
fyrir þingið breyttust töluvert við
umfjöllun starfshópa og komu
einnig fram nokkrar breytingartil-
lögur við umræðurnar á sunnudag,
sem einnig voru samþykktar að
mestu óbreyttar.
Í stjórnmálaályktun landsfund-
arins, sem samþykkt var með öll-
um greiddum atkvæðum undir lok
fundarins, segir m.a.:
,,Hlutverk Vinstrihreyfingarinn-
ar – græns framboðs í íslenskum
stjórnmálum er þeim mun mik-
ilvægara sem ljóst er að naprir
hægri vindar hafa skekið undir-
stöður samfélagsins. Leiðarljós
síðustu ríkisstjórna undir forystu
Sjálfstæðisflokksins, fyrst með Al-
þýðuflokknum og nú með Fram-
sóknarflokknum, er blind trú á
fjármagnið og markaðinn, nýfrjáls-
hyggjan með sínum hörðu gildum.
Annars vegar hefur þetta leitt til
vaxandi auðsöfnunar fárra og hins
vegar til versnandi lífskjara þeirra
sem minnst hafa efnin og til stór-
felldrar byggðaröskunar. Heyja
þarf kröftuga baráttu fyrir fé-
lagslegum réttindum og jöfnuði og
fyrir varðveislu náttúru og um-
hverfis.“
Í ályktuninni segir einnig að
með einkavæðingu opinberra fyr-
irtækja hafi framganga ríkis-
stjórnarinnar verið með eindæm-
um. Nú síðast hafi steininn tekið
úr í málefnum Landsímans. „Þar
þjösnast ríkisstjórnin áfram með
eitt af verðmætustu og mikilvæg-
ustu almenningsþjónustufyrirtækj-
um landsins í andstöðu við vilja al-
mennings og hlustar ekki á nein
varnaðarorð. Landsfundur Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs
krefst þess að fallið verði frá
áformum um einkavæðingu Land-
símans og áskilur Vinstrihreyfing-
in –grænt framboð sér rétt til að
færa einkavædda almannaþjónustu
til opinberra aðila á nýjan leik,“
segir í stjórnmálaályktuninni.
Ófyrirsjáanleg átök ef ráð-
herra fer gegn úrskurði
Skipulagsstofnunar
Ríkisstjórnin er einnig sökuð um
að hafa klofið þjóðina í herðar nið-
ur með offorsi í stóriðjumálum og í
sérstakri ályktun um stóriðju og
Steingrímur J. Sigfússson var einróma endurkjörinn formaður á landsfundi VG
Morgunblaðið/Ásdís
Steingrímur J. Sigfússon var endurkjörinn formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Steingrímur
tekur hér við heillaóskum landsfundarfulltrúa. Við hlið hans er Ragnar Arnalds, fyrrverandi alþingismaður.
Hreyfiaflið í
íslenskum
stjórnmálum
Víða er komið við í ályktunum landsfundar
VG, sem lauk á sunnudag. Í frásögn
Ómars Friðrikssonar kemur fram að í
ályktun um stóriðjumál er ríkisstjórnin
sökuð um offors og í sjávarútvegsmálum
er lagt til að núverandi kvótakerfi verði
fyrnt með byggðatengingu og vistvænni
nýtingu fiskimiðanna.
FJÖLBREYTILEIKINN er nauð-
synlegur hverju samfélagi en
hann á sér líka takmörk. Þetta var
meginniðurstaða hringborðs-
umræðna á landsfundi Vinstri-
hreyfingarinnar – græns fram-
boðs sem haldnar voru á
laugardag en þar var jafnframt
imprað á þeirri skoðun að Ísland
yrði ekki fjölmenningarlegt sam-
félag með því einu að bjóða hing-
að til lands fjölda útlendinga.
Samfélagið yrði fyrst fjölmenn-
ingarlegt þegar menningar-
samskipti Íslendinga og þeirra út-
lendinga sem hér búa yrðu
gagnvirk, þ.e. þegar Íslendingar
legðu sig eftir því að læra af þeim
aðfluttu, rétt eins og þeir verða að
aðlagast íslenskum aðstæðum.
Yfirskrift hringborðsumræðn-
anna var: „Byggjum framtíð á
fjölbreytni“. Ármann Jakobsson
íslenskufræðingur reið á vaðið í
umræðunum og sagði ljóst að mik-
il einsleitni hefði einkennt íslenskt
samfélag í gegnum aldirnar. Ein-
hver teikn væru á lofti nú um
stundir en því færi þó fjarri að Ís-
land væri fjölmenningarsamfélag.
Sagði hann orðið fjölbreytni að
vísu mjög vera í tísku en því mið-
ur ekki í verki.
Það ætti ekki síður við um at-
vinnumál en menningu – þannig
væri patentlausnin í atvinnulífinu
í dag að byggja eitt stykki álver.
Reykjavík einhæft samfélag
en mikil flóra á Vestfjörðum
Jóhann Björnsson heimspek-
ingur sagði fjölbreytni flókið hug-
tak og ekki alltaf jákvætt enda
mætti segja að fjölbreytnin yrði
mönnum stundum um megn. Á
endanum lærðu menn þó að lifa
með henni.
Jóhann sagði að vissulega
styddi hann fjölbreytni í flóru
mannlífsins og að sannarlega
tengdist hugtakið umburðarlyndi
og frjálsræði. Í þeim efnum mætti
hins vegar fara yfir strikið eins og
í öðru. Vandi fjölbreytninnar væri
sá að menn tækju að hugsa með
sér að þeir gætu gert það sem þeir
vildu í hennar skjóli.
Dorothee Katrin Lubecki,
ferðamálafulltrúi á Ísafirði, sagði
að það hefði komið henni á óvart
er hún flutti til Vestfjarða frá
Berlín í Þýskalandi hversu lífið
þar væri fjölbreytt, þrátt fyrir
einhæfni á yfirborðinu.
Reykjavík væri einstaklega ein-
hæft samfélag, að hennar mati,
eins og útvötnuð útgáfa af banda-
rísku þjóðfélagi, en fjölbreytnina
fyndi hún meðal fólksins á Vest-
fjörðum. Þar byggju menn yfir
einörðum skoðunum og ofgnótt
hugmynda. Vandinn fælist í því að
ekki væri stutt nógu dyggilega við
bak frumkvöðlanna á landsbyggð-
inni. Þar þyrfti að gera bragarbót.
Einar Már Guðmundsson rithöf-
undur sagði að oft byggi ótrúleg
einsleitni að baki yfirborðs-
kenndri umræðu um fjölbreytni.
Tók hann sem dæmi fjölmiðla á Ís-
landi og á Vesturlöndum, allir
væru þeir eins. Skáldskapurinn –
lygin – leitaðist hins vegar við að
tjá önnur sjónarmið og væri því í
raun stórpólitískt fyribæri.
„Fátt vitnar betur um andleysi
og tómleikakennd nútímans en
vaxandi ofbeldi og aukin neysla
harðra vímuefna,“ sagði Einar
Már. „Dekrið við skuggahliðarnar
stafar af skorti á birtu. Það er
Bakkabræðraheimspeki að ætla
sér sífellt að bera myrkrið inn á
meðferðarstofnanir og láta nefnd-
ir og stofnanir föndra við málið
einar og sér. Spurningin er:
hvernig veitum við æskulýð lands-
ins andlega birtu? Hvernig sigr-
umst við á tómleikanum?“
Svaraði Einar því til að það
þyrfti að huga að hinum innri
heimi, virkja stóriðjuna í koll-
inum, efla smáiðnað andans.
Að minnsta kosti eitt hundrað
tungumál töluð á Íslandi
Ingibjörg Hafstað fram-
kvæmdastjóri hefur unnið við að
kenna nýbúum íslensku. Hún
sagði okkur öll fanga eigin menn-
ingar, menningin væri rammi sem
Fjölbreytileikinn á sér
TÖLUVERÐAR umræður urðu á
landsfundi Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs um orðalag ályktun-
ar vegna hryðjuverkaárásanna í
Bandaríkjunum og loftárásanna á
Afganistan. Kom fram í máli nokk-
urra landsfundarfulltrúa að gæta
þyrfti jafnvægis í fordæmingu á báð-
um þessum atburðum.
Í endanlegri ályktun sem sam-
þykkt var samhljóða á fundinum er
lýst harmi vegna hryðjuverkanna í
Bandaríkjunum 11. september sl.
,,Jafnframt fordæmir fundurinn
harðlega loftárásir Bandaríkjamanna
og Breta í Afganistan og stuðning
ríkisstjórnar Íslands við þær. Árás-
irnar hafa þegar kostað marga sak-
lausa og varnarlausa borgara lífið og
stefna í tvísýnu lífi heillar þjóðar sem
þegar býr við hungurmörk. Þær að-
gerðir eru ekki til framdráttar alþjóð-
legri baráttu gegn hryðjuverkum og
skipulagðri glæpastarfsemi. Þvert á
móti eru þær til þess eins fallnar að
æsa upp hatur og ofbeldi. Leita á
allra friðsamlegra leiða til þess að
koma í veg fyrir hryðjuverk og láta
þá svara til saka fyrir alþjóðlegum
dómstólum sem gerast sekir um slíka
glæpi. Hryðjuverk eru í reynd til-
ræði, ekki aðeins við fórnarlömbin
hverju sinni heldur við siðað sam-
félag. Sú eldraun sem við stöndum
frammi fyrir er að bregðast þannig
við að okkur takist að varðveita rétt-
arríkið og þær grundvallarreglur um
mannréttindi sem mannkynið hefur
sameinast um.“
Gagnrýna fréttastofa sjónvarps
Sveinn Rúnar Hauksson gagn-
rýndi harðlega fréttaflutning fjöl-
miðla af árásum Bandaríkjamanna í
Afganistan, einkum umfjöllun Ríkis-
sjónvarpsins. Lagði hann fram svo-
hljóðandi viðbótartillögu við ályktun
landsfundarins um menningarmál:
,,Landsfundurinn vekur athygli á
áfellisdómi er fréttastofa sjónvarps
hlaut nýverið hjá siðanefnd Blaða-
mannafélags Íslands er fréttastofan
þáði boðsferð Ísraelsstjórnar. Niður-
staðan var alvarlegt brot á siða-
reglum BÍ. Krefjast verður þess að
fréttastofa sjónvarps hlíti lögum og
gæti óhlutdrægni í umfjöllun um al-
þjóðamál, en hún hefur í of ríkum
mæli einkennst af gagnrýnislausum
stuðningi við bandaríska utanríkis-
stefnu og stríðsrekstur.“
Var tillaga Sveins Rúnars sam-
þykkt með öllum greiddum atkvæð-
um sem ályktun landsfundarins.
Fordæma stuðning
ríkisstjórnarinnar
við loftárásir